Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 67
í heiminum,“ segir Kristinn og bæt- ir við: „Þetta er grafalvarlegt mál og í sjálfu sér komið að grundvallarspurn- ingum um tjáningarfrelsið í heimin- um og frelsi internetsins. Það er búið að draga þarna línu í sandinn; öðru megin er réttur almennings til tján- ingar, aðgangs að upplýsingum og hinum megin eru stjórnvöld sem vilja ekki bara halda í sín leyndarmál held- ur beita öllum tækjum og ráðum til að halda niðri sannleikanum og hindra frelsi almennings.“ Bankareikningur í Landsbankanum Í dag eru tveir bankareikningar sem almenningur getur lagt inn á til að styrkja starf Wikileaks; annar í þýskum banka og hinn í Landsbanka Íslands. Kristinn segir fjárhagslegan stuðn- ing almennings við starf samtakanna skipta gríðarlegu máli. „Sem stendur eru þessar tvær leið- ir þær einu fyrir fólk til að leggja sam- tökunum lið. Við höfum algjörlega reitt okkur á framlög einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum svo Wikileaks geti starfað. Þetta eru frekar smá fram- lög frá ákaflega stórum hópi einstakl- inga sem er mjög jákvætt og sýnir að fólki er ekki sama um tjáningarfrelsið. Það skiptir afar miklu máli að við fáum stuðning til að starfa áfram. Það eru mikil útgjöld tengd starfi samtakanna og það er mjög mikilvægt að almenn- ingur geti stutt þau með einhverjum hætti.“ Einstaklingar ekki í hættu Helsta gagnrýni embættismanna í Bandaríkjunum á leka Wikileaks hef- ur verið sú að með birtingu skjala frá Afganistan, Írak og nú sendiráðsskjal- anna sé lífi einstaklinga stefnt í hættu. Kristinn blæs á þessa gagnrýni og segir hana gjörsamlega marklausa. „Við erum búin að heyra þessa sögu í hvert einasta skipti síðustu mánuði sem við höfum sent út gögn. Núna höf- um við verið í samstarfi við fjölmiðla við að birta gögn sem hafa verið yfir- farin og nöfn einstaklinga, sem gætu lent í hættu ef nöfn þeirra birtust, hafa verið tekin út . Við heyrðum líka þessa gagnrýni þegar Íraksskjölin birtust sem voru 400 þúsund talsins. Þar voru öll nöfn tekin út þannig að við höfum sýnt það í gegnum tíðina að við vinnum með ábyrgum hætti. Þetta eru að mínu mati innantómar yfirlýsingar sem eiga ekki stoð í veruleikanum og tilraun til að sverta samtökin,“ segir Kristinn. Næstu dagar hjá Wikileaks Það veit í raun enginn hvernig næstu dagar og vikur verða hjá Kristni og fé- lögum hjá Wikileaks. Þó er ljóst að þrýstingur stjórnvalda mun aukast á síðuna enda einungis búið að birta nokkur hundruð þeirra 251.287 skjala sem fjölmiðlar í samstarfi við Wiki- leaks munu birta á næstu vikum. Krist- inn segir ómögulegt að segja hvernig næstu dagar verði. „Við tökum einn dag í einu – skref fyrir skref. Við erum að finna óhemju- mikinn stuðning við starf okkar sem hefur magnast dag frá degi. Því meira sem reynt er að þagga niður í okkur – þeim mun meiri verður stuðningur al- mennings því almenningur er að átta sig á því að þetta er farið að snúast um grundvallarspurningar í okkar veru- leika,“ segir Kristinn. Skjölin um stóra bankann Julian Assange sagði í viðtali við tíma- ritið Forbes á dögunum að í byrjun næsta árs myndi Wikileaks birta 10.000 skjöl sem sýna fram á mikla spillingu í bandarískum stórbanka. Kristinn seg- ir mikið magn gagna liggja hjá samtök- unum. „Wikileaks hefur mikið af upplýs- ingum sem eru óbirtar og þær verða birtar með ábyrgð og yfirvegun næstu mánuði,“ segir Kristinn og vill aðspurð- ur ekki tjá sig um efni þessara gagna. Gagnapakki settur á netið Þegar Íraksskjölin voru birt varð þrýst- ingurinn á samtökin mikill og var þá ákveðið að setja á netið stóran gagna- pakka með ýmsum gögnum Wikileaks. Gagnapakkinn er varinn með lykilorði sem samanstendur af 256 táknum og tölvusérfræðingar segja ómögulegt að afkóða. „Þessi pakki hefur að geyma upplýs- ingar sem við teljum að eigi erindi við almenning. Það er ekki nema í ýtrustu neyð sem hann verður opnaður og þá er ég að tala um að ef lífi og limum fólks sem starfar við Wikileaks er á einhvern hátt ógnað eða ef eitthvað kemur fyrir það. Ef slíkt ástand kemur upp gagn- vart samtökunum og í raun gagnvart tjáningarfrelsinu þá verður þessi pakki opnaður. Það er langur vegur í þá átt að það verði að veruleika enn sem komið er, enda höfum við ekki trú á öðru en það verði undið ofan af þessari skelfi- legu þróun sem maður hefur upplif- að síðustu daga,“ segir Kristinn og að- spurður segist hann ekki vera smeykur um að sú alvarlega staða komi upp. „Ég hef fulla trú á því að sigur í þessari bar- áttu – sem er farin að snúast upp bar- áttu einstaklinga gegn valdinu – muni falla einstaklingum í skaut.“ Vill sjá stuðning ríkisstjórnar Íslands „Ég myndi telja það mjög verðugt að fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar lýstu yfir stuðningi við baráttu Wiki- leaks eða alla vega fordæma þess- ar grófu árásir á samtökin sem hafa jafnvel birst í hótunum og hvatningu til lífláts aðalritstjóra Wikileaks og gagnvart öðrum sem hafa starfað fyr- ir samtökin. Það hefur örlað á því að sú gagnrýni sem jafnvel hefur komið frá háttsettum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafi beinst gegn Ís- landi og ég held að það sé full ástæða til þess að íslensk stjórnvöld mót- mæli þessu með formlegum hætti og lýsi yfir stuðningi við Wikileaks,“ seg- ir Kristinn og hann sér mikla mögu- leika með löggjöf íslendinga sem á að tryggja frelsi fjölmiðla. „Ísland hefur farið í gegnum býsna mikla dýfu á síðustu misserum og við höfum upplifað hvernig spillingin get- ur farið með okkar samfélag. Við eigum því að halda áfram á þeirri braut sem var lögð í vor með Immanum um að Ís- land taki að sér það hlutverk að verða ljósberi tjáningar- og fjölmiðlafrelsis í heiminum og marki sér þá stöðu. Það er augljóst að það er ekki hægt að reiða sig á bandarísk stjórnvöld eða önnur vestræn ríki. Á þessum vettvangi á Ís- land að marka sér stöðu og það mun alveg klárlega verða til góðs.“ Stöðugt í kastljósinu Símarnir þrír sem Kristinn gengur með á sér hringja stanslaust og ljósmyndar- ar eru farnir að sitja fyrir honum. Hann segir álagið mikið. „Það getur verið mjög óþægilegt að vera með flössin blikkandi framan í sig en það er ekkert daglegur viðburður og maður getur svo sem hrist þá af sér. Þetta eru blaðamenn eins og maður sjálfur og ég hef skilning á þeirra störf- um að sjálfsögðu,“ segir Kristinn og um símana segir hann þetta: „Ég er með þrjá síma núna. Sá íslenski er skráð- ur í símaskrána og það númer er nán- ast ónothæft því sá sími hringir nánast látlaust. Ég hef ekki tölu á þeim símtöl- um sem ég er að fá, þeim SMS-um og tölvupóstum þar sem blaðamenn alls staðar að úr heiminum eru að leita eftir viðtali eða viðbrögðum.“ Ómakleg gagnrýni íslenskra aðila Fyrrverandi samstarfsmenn Wikileaks á Íslandi hafa gagnrýnt starf samtak- anna og þá sérstaklega stofnandans, Julians Assange. Þessir fyrrverandi samstarfsmenn hafa nú gefið það út að þeir séu að vinna að uppsetningu á nýjum uppljóstrunarvef. Kristinn seg- ir gagnrýni þeirra ekki á rökum reist. „Fram til þessa hef ég verið að óska þeim velfarnaðar í því að setja upp nýja síðu. Ég verð samt að segja að mér finnst einkennilegt að menn skuli fara af stað í þá vegferð með ýmsum digur- barkalegum yfirlýsingum og ósmekk- legum samlíkingum við harðstjóra úr heimssögunni. Þess utan þá hef ég ekki þá reynslu af samstarfi mínu við Jul- ian sem þeir lýsa. Okkar samstarf hefur verið mjög jákvætt og vissulega hefur Julian sín sérkenni en í okkar samstarfi hefur ekki örlað á þessum ótrúlegu lýs- ingum sem ég hef verið að lesa um í einhverjum slúðurdálkum á Íslandi,“ segir Kristinn. Hefur áhyggjur af framsali Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ít- rekað látið í það skína að þeir vilji að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna og að allt verði gert til að finna leiðir til að ákæra hann. Kristinn segist hafa áhyggjur af þess- um málum. „Það er augljóst að verið er að reyna að lögsækja Julian og Wikileaks, en það hefur reynst mjög erfitt enda er ekki lagalegur grundvöllur til þess. Á sama tíma hef ég fulla trú á því að almenningur muni rísa upp til varnar samtökunum gagnvart þessum pól- itísku árásum sem beinast bæði að Wiki leaks og Julian.“ Tjáir sig ekki um gögn Samtökin Wikileaks urðu Íslending- um fyrst kunn þegar lánabók Kaup- þings var lekið til samtakanna. Krist- inn starfaði þá á RÚV sem fréttamaður og fjallaði um lánabókina. Í kjölfar- ið var sett lögbann á allar fréttir RÚV um lánabókina. Síðan þá hefur nokkr- um skjölum sem tengjast Íslandi verið lekið í fjölmiðla. Sú spurning brennur á mörgum Íslendingum hvort frekari gagna um Ísland sé að vænta frá Wiki- leaks. „Ég vil ekki tjá mig neitt um það sem er óbirt hjá Wikileaks – ekki um- fram það sem nú þegar er framkom- ið.“ j.kr.kristjansson@gmail.com FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 VIÐTAL 67 ANNAÐ ANDLIT WIKILEAKS n Alþjóðlega greiðslumiðlunin Pay-Pal, Visa og Mastercard hafa rift samningum sín- um við Wikileaks og gert almenningi þannig ókleift að nota kreditkort til að styrkja samtökin. Kristinn Hrafnsson telur augljóst að fyrirtækin hafi verið beitt þrýstingi af hálfu Bandaríkjastjórnar. Einungis tveir bankareikningar eru virkir hjá samtökunum; einn þýskur og einn í Landsbanka Íslands. Reikningur Wikileaks í Landsbanka Íslands: Kt. 611010-0280 0111-26-611010 SAMNINGUM RIFT Ég hef hins vegar vísbendingar um að það sé verið að hlera síma og fylgjast með tölvupóstsendingum Þrír símar Kristinn er með þrjá síma í stanslausri notkun í starfi sínu sem talsmaður Wikileaks. Hann segir íslenska símanúmerið sitt ónothæft þar sem hann sé skráður í símaskránni og í þann síma hringja blaðamenn látlaust. MYND REUTERS Í fangelsi Kristinn og Julian Assange unnu náið saman þar til hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í fjarveru Julian stjórnar þröngur hópur fólks starfi Wikileaks og Kristinn er í þeim hópi. MYND REUTERS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.