Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 68
68 viðtal 10. desember 2010 föstudagur Freyja Haraldsdóttir hefur sýnt það og sannað að það er engin hindrun svo stór að ekki megi yfirstíga hana. Almenningur hefur fylgst með baráttu Freyju og án efa hef- ur hún haft djúpstæð áhrif á hug- myndir okkar og viðhorf því nú hef- ur hún fengið sæti á stjórnlagaþingi og með því einstakt tækifæri til að hafa áhrif á mannréttinda ákvæði stjórnarskrárinnar. Mannréttinda- barátta fatlaðra er henni mikið hjartans mál. Hún lifir fyrir að fá að hafa áhrif á kjör fatlaðs fólks og nærri því allar lausar stundir fara í að velta því fyrir sér hvernig heim- inum verður breytt. Hver veit nema að hún sjálf sé sá leiðtogi sem hún segir vanta til að leiða þessa bar- áttu. Sjálf hefur hún þurft að berj- ast fyrir því með hörðu að fá að lifa sjálfstæðu lífi og eftir efnahags- hrunið hefur hún eins og aðrir fatl- aðir orðið fyrir skerðingu á þjón- ustu sem hefur mikil áhrif á hana og sviptir hana þeim rétti að geta lifað sjálfstæðu lífi. „Mannréttindi fatlaðs fólks eru á útsölu,“ segir Freyja um skerðinguna. Ekki með aðstoð á virkum nóttum Freyja hefur barist mjög gegn þeim hindrunum sem hafa orðið í vegi hennar. Hún vill geta lifað sínu eigin sjálfstæða lífi og til þess þarf hún aðstoð samfélagsins. Það sær- ir hana að það hversu mikla að- stoð fatlað fólk bær byggir að miklu leyti á geðþótta ákvörðunum. „Ég hef að mestu leyti öðlast sjálfstæði yfir eigin lífi og barist fyrir því með hörðu, ég er þó enn ekki með að- stoð á virkum nóttum sem skapar óöryggi og takmarkar möguleika á að geta sinnt mínum grundvallar- þörfum á þeim tíma. Ég hef alltaf viljað lifa sjálfstæðu lífi og til þess að geta það þarf ég persónulega aðstoð. Þess í stað voru mér ítrek- að boðin úrræði sem leiddu til verri lífskjara og frelsissviptingar. Þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks virðast mannréttindi vera sett á út- sölu eftir hentisemi. Þá er talað um fjárskort eða málin þögguð niður með aðgerðaleysi. Þar að auki virð- ast ákvarðanir um aðstoð til fatl- aðs fólks oft á tíðum vera geðþótta- ákvarðanir sem hægt er að taka eða taka aftur hvenær sem er og hvern- ig sem er.“ Heillaðist af þrautseigju Martin Luthers King „Ég læt þetta ekki aftra mér. Ég hef að því er virðist endalausa orku til að sinna þessum ástríðumálum.“ En hvaðan fær hún þessa orku? Freyja segir fyrirmyndir í lífi sínu, fjölskylda og vinir, hafa stuðlað að því að hún hefur verið svo mikilvirk í því að halda fyrirlestra, ferðast, skrifa bók og berjast fyrir sjálfstæðu lífi og mannréttindum til handa fötluðu fólki. „Ég heillast af þrautseigju og trú Martins Luthers King jr. á jafn- rétti og félagslegt réttlæti. Fatlað fólk víða um heim hefur litið mik- ið til baráttu hans og aðferða því í grunninn erum við öll að berjast fyrir því sama, fullum mannrétt- indum. King var mikill leiðtogi og tókst að brjóta niður annars samþykkt ástand sem einkenndist af mann- réttindabrotum, mismunun og kúgun. Leiðtogar af þessum toga hafa verið mikilvægir í mannrétt- indabaráttu fatlaðs fólks þó veru- lega hafi skort öfluga fatlaða leið- toga á Íslandi í gegnum árin. Lærði að takast á við fordóma gegn sjálfri sér Freyja segir þó allra mikilvægast að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast inn í fjölskyldu sem gaf henni tækifæri til að lifa lífinu án þess að hún þyrfti að upplifa skerð- ingu sína sem hindrun. „Foreldr- ar mínir og vinir hafa ávallt komið fram við mig af takmarkalausri virð- ingu og aldrei látið mig halda að ég ætti ekki sömu tækifæri og allir aðr- ir skilið. Slíkt tel ég mikilvægt í upp- vexti allra barna því ég trúi því að þannig megi skapa forsendur til að móta sterka sjálfsmynd. Ég hef með lífsreynslu minni, fyrirmyndum og stuðningi fjölskyldu og vina lært að takast á við fordóma gegn sjálfri mér, þykja vænt um skerðinguna mína og njóta lífsins með öllu því sem það hefur upp á að bjóða.“ Neikvæðar hugsanir í eigin garð En hvaða fordóma skyldi Freyja geta haft fyrir sjálfri sér? Freyja seg- ir svarið við því margslungið og eiga sér rætur í skilaboðum sam- félagsins til fatlaðs fólks. „Ég fór að halda að ég gæti ekki gert það sem ég vildi gera og þannig hafði ég fordóma fyrir sjálfri mér. Skila- boð samfélagsins til fatlaðs fólks einkennast oft af því að einblínt er á skerðingu þeirra og takmarkaða möguleika til þátttöku í samfélag- inu. Einnig er einblínt mikið á það að við séum ýmist hetjur eða fórn- arlömb og félagsleg og fjárhagsleg byrði. Þessi skilaboð hrísluðust oft inn í huga minn og sköpðuðu nei- kvæðar hugsanir í minn eigin garð. Ég fann mikið fyrir þessum skila- boðum á unglingsárunum og þeg- ar ég barðist sjálf fyrir beingreiðsl- um til að hafa persónulega aðstoð. Ég kynntist þó frábærum manni árið 2004 sem snéri hugsunarhætti mínum, Randy Graise. Ég sótti ráð- stefnu erlendis og þar hitti ég ann- að fólk með sömu skerðingu og ég sem lifði sambærilegu lífi og ófatl- að fólk og þar hlýddi ég á fyrirlest- ur Randys um aðstæður og stað- alímyndir af fötluðu fólki. Randy hafði sterka sýn á að fatlað fólk ætti að búa við sömu mannréttindi og aðrir og sagði meðal annars setn- ingu sem hafði mikil áhrif á mig og hefur fylgt mér síðan: „If you want to be first class, you have to behave first class.“ Vinirnir skipta miklu máli Þegar Freyja er ekki að læra eða kenna, skrifa eða vinna undirbún- ingsvinnu vegna stjórnlagaþings nýtur hún lífsins. Hún fer í kvik- myndahús, á kaffihús með vinum, ferðast um heiminn og býður fólki í heimsókn. Hún er reyndar ákaflega vinmörg og vinsæl kona þótt hún geri sjálf lítið úr því. „Margir reka upp stór augu þegar ég segi frá því hversu víða ég hef ferðast. Ég hef líklega ferðast til hátt í 30 landa. En það er hluti af því lífi sem ég vil lifa. Mér finnst mikilvægt að njóta lífs- ins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða, það er eftir allt sam- an stutt og hlutskipti mitt er bara eins og það er. Ég gef mér líka góð- an tíma með vinum og fjölskyldu. Ég bý ein núna og er svo heppin að eiga fjölda góðra vina sem ég get farið með út á lífið. Mér finnst reyndar líka ágætt að vera heima hjá mér þegar mikið er um að vera og safna kröftum til næsta dags og þannig ríkir ákveðið jafnvægi í lífi mínu. Ég les mikið og hef ákaflega gaman af því að skrifa og setja sam- an texta. Til þess að gera það vel þá þarf ég einveru og gott andrými og það er hluti af því lífi sem ég vil lifa.“ Freyja Haraldsdóttir hefur haft djúpstæð áhrif á hugmyndir fólks um mannréttindi fatlaðra. Það hefur hún fyrst og fremst gert með því að vera sjálf fyrirmynd og lifa lífi sínu til fullnustu rétt eins og ófatlaðir. Það eru fáar hindranir í lífi freyju. Í viðtali við Kristjönu Guðbrandsdóttur segir freyja frá því ferli að hætta að hafa fordóma fyrir sjálfri sér og losa sig undan kvíðanum fyrir að geta ekki gert það sama og aðrir. Mikilvægi þess að eiga fyrirmyndir og vísan stuðning fjölskyldu og vina og þess að njóta lífsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Fyrirmyndin er Martin Luther King Ég hef að mestu leyti öðlast sjálfstæði yfir eigin lífi og barist fyrir því með hörðu, ég er þó enn ekki með aðstoð á virkum nóttum sem skapar óöryggi og takmarkar möguleika á að geta sinnt mínum grundvallarþörfum á þeim tíma. Hætt að hafa fordóma Freyja segir að með lífreynslu sinni, fyrir- myndum og vináttu vina sinna hafi hún lært að hætta að hafa fordóma gagnvart sjálfri sér og lært að meta lífið og allt það sem það hefur upp á að bjóða. MyNd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.