Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 70
70 ættfræði umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is 10. desember 2010 föstudagur Geir Waage sóknarprestur í reykholti Geir fæddist á Hrafnseyri við Arnar- fjörð og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971, stundaði nám í ensku og sagnfræði við Háskóla Íslands 1971–72 og nám í guðfræði frá 1972 og lauk þaðan embættisprófi í guðfræði 1978. Geir var stundakennari við Voga- skóla í Reykjavík 1971–72, við Þing- hólsskóla í Kópavogi 1973–76, við Námsflokka Reykjavíkur 1976–78 og hefur verið sóknarprestur í Reykholts- prestakalli frá 1978. Þá hefur hann sinnt aukaþjónustu í Hvanneyrar- prestakalli í forföllum sóknarpresta þar og forfallakennslu við Héraðs- skólann í Reykholti og við Kleppjárns- reykjaskóla frá 1978. Geir sat í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1972–72, í stjórn Stúdentafélags Há- skóla Íslands 1976–77, í stjórn Hins ís- lenska Lúthersfélags 1981–83, í stjórn Prestafélags Íslands 1981–87, var vara- formaður þess 1983–84, ritari 1984–86 og formaður þess 1986–87 og 1992–98, formaður Hallgrímsdeildar Presta- félags Íslands 1982–85, formaður Ís- leifsreglunnar um skeið, sat í skóla- nefnd Kleppjárnsreykjaskóla 1983–98, í stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borg- arnesi frá 1989, í stjórn Héraðsskjala- safns Borgarfjarðar 1991–98, var for- maður skólanefndar Héraðsskólans í Reykholti 1991–95, í stjórn Norræna prestasambandsins, NPS, 1992–98 og formaður þess 1994–96, kirkjuþings- maður 1995–97 og 1998–2002, í hér- aðsnefnd Borgarfjarðarprófastsdæmis frá 1998, hefur sinnt ýmsum nefnd- arstörfum á vegum þjóðkirkjunnar, m.a. formaður löggjafarnefndar 1998– 2001. Hann hefur verið í stjórn og um skeið varaformaður stjórnar Norræna hússins frá 2001. Geir var sæmdur Den kongelige norske fortjenstorden 1990 og var gerður heiðursfélagi í Prestafélagi Ís- lands 2007. Fjölskylda Geir kvæntist 23.6. 1973, Dagnýju Emilsdóttur, f. 17.9. 1952, mót- tökustjóra Snorrastofu í Reykholti. Hún er dóttir Carls Emil Ole Möll- er Jónssonar, f. 11.3. 1912, d. 13.5. 1958, skrifstofu- og verslunarmanns í Reykjavík, og k.h., Hrefnu Sigríðar Ólafsdóttur, f. 15.12. 1917, húsfreyju. Börn Geirs og Dagnýjar eru Heiðrún, f. 20.2. 1972; Gunnhildur, f. 31.7. 1976, maki Mikael Pärt, börn þeirra eru Anna, Pétur og Tómas; Bryndís, f. 23.7. 1981, maki Guðni Páll Sæmundsson; Ásgeir, f. 25.7. 1984. Kjörforeldrar Geirs: Garðar Bern- harður Jónsson Waage, f. 29.7. 1929, d. 23.5. 1994, bóndi á Hrafnseyri við Arnarfjörð, og Jakobína Jónsdóttir Waage, f. 28.4. 1922, d. 18.10. 1988, húsfreyja. Reykholtskórinn heldur tón- leika, til heiðurs afmælisbarninu, í Reykholtskirkju á afmælisdaginn og hefjast þeir kl. 20.30. Að tónleik- um loknum bjóða sóknarnefndir í prestakallinu upp á veitingar í safn- aðarsal kirkjunnar. Sóknarbörn, ætt- ingjar, vinir og velunnarar sr. Geirs eru hjartanlega velkomnir. 60 ára á föstudag Gísli fæddist að Miðhúsum í Ós- landshlíð í Skagafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Fjórtán ára flutti hann með þeim og syst- kinum sínum að Brimnesi í Ólafs- firði en þar bjuggu faðir hans og systir í tvíbýli. Gísli stundaði sjómennsku og alla almenna vinnu á sínum yngri árum. Hann flutti með fjölskyldu sína til Reykjavíkur 1953. Þar vann hann bæði til sjós og lands, þó lengst af í Fiskverkun Jóns Hall- dórssonar, eða þar til hann flutti til Grindavíkur 1962 þar sem hann vann við Fiskverkun. Gísli sat um árabil í stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur. Fjölskylda Gísli kvæntist Ragnheiði Berg- mundsdóttur húsmóður, en hún lést 2003. Ragnheiður fæddist á Látrum í Aðalvík, dóttir Berg- mundar Sigurðssonar frá Látrum og Ágústu Stefánsdóttur sem var ættuð úr Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Börn Gísla og Ragnheiðar: Est- er, á þrjár dætur; Haraldur, á þrjú börn; Ágústa Halldóra, gift Haf- steini Sæmundssyni, eiga fjög- ur börn; Margrét Rebekka, gift Gunnari Vilbergssyni, eiga þrjá syni; óskírð dóttir andvana fædd; Sigríður Jóna gift Þórarni H. Guð- mundssyni, eiga fjögur börn; Páll en sambýliskona hans er Ásta Jó- hannesdóttir og eiga þau tvær dætur; Inga Fríða, gift Óttari Hjart- arsyni, eiga þau tvö börn. Afkomendur Gísla eru orðnir sextíu og níu talsins, í fimm ætt- liðum. Systkini hans voru Ásta, nú lát- in, húsfreyja og bóndi á Brimnesi í Ólafsfirði; Haraldur, dó ungur; Ari, nú látinn, fiskmatsmaður á Sauð- árkróki. Foreldrar Gísla voru Jón Páls- son bóndi í Miðhúsum og síðar á Brimnesi, og k.h., Sigríður Jóns- dóttir úr Svarfaðardal. Gísli tekur á móti gestum í sal Víðihlíðar sunnudaginn 12.12. milli kl.14.00 og 17.00. Hann af- þakkar gjafir en söfnunarbaukur til styrktar Hjálparstarfi Kirkjunnar verður á staðnum. Gísli Hólm Jónsson fyrrv. sjómaður 60 ára á föstudag Guðný fæddist á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti, lauk hjúkrunarnámi 1972, lauk framhalds- námi í svæfingarhjúkrun 1979 og stundaði nám og lauk prófi í ljósmóð- urfræði 1988. Hún hóf síðar djákna- nám við guðfræðideild Háskóla Ís- lands og lauk því námi árið 2007. Guðný var hjúkrunarfræðingur á ýmsum sjúkrahúsum í Reykjavík og auk þess á Sjúkrahúsi Akraness. Hún var hjúkrunarfræðingur við Sjúkra- hús Vestmannaeyja 1980–88, ljós- móðir þar 1988–2010 og tók þar á móti 500 börnum. Hefur verið ljós- móðir í Reykjavík frá 2010. Þá vígð- ist hún til djákna í Vestmannaeyjum 2008 og starfaði við það í eitt ár. Guð- ný er nú að hefja kennslu við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum frá næstu áramótum. Fjölskylda Guðný giftist 19.4. 1990 Kristjáni Gunnari Eggertssyni, f. 20.8. 1947, starfsmanni Vestmannaeyjahafn- ar. Hann er sonur Eggerts Ólafs- sonar skipasmiðs og Helgu Ólafs- dóttur húsmóður en þau eru bæði látin. Systkini Guðnýjar eru Snorri Bjarnason, f. 1944, ökukennari, bú- settur í Reykjavík; Halldór Bjarna- son, f. 1945, smiður í Borgarnesi; Ármann Bjarnason, f. 1947, bóndi á Kjalvararstöðum; Ásdís Bjarna- dóttir, f. 27.7. 1948, d. 2.4. 1950. Foreldrar Guðnýjar voru Bjarni Þ. Halldórsson, f. 16.11. 1905, d. 30.7. 1984, bóndi á Kjalvararstöð- um, og Þórlaug Margrét Símon- ardóttir, f. 6.3. 1909, d. 3.11. 1972, húsfreyja. Guðný dvelur á afmælisdaginn með ættingjum og vinum. Guðný Bjarnadóttir ljósmóðir og djákni Bergur P. Jónsson fyrrv. deildarstjóri hjá flugmálastjórn Bergur fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík, í Blátúni við Kaplaskjólsveg. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1945, lauk grunnnámi í flugumferðarstjórn 1948, stundaði framhaldsnám og nám í radaraðflugsstjórn í Atlanta í Bandaríkjunum 1950–51, sótti nám- skeið á vegum Alþjóða flugmála- stofnunarinnar, ICAO, í París 1980 og í Montreal 1982 í hönnun og öryggisútreikningum aðflugskerfa flugvalla og hefur auk þess sótt ýmis námskeið og ráðstefnur um korta- gerð og mælingar vegna þeirra. Bergur stundað skrifstofustörf hjá Olíufélaginu hf., Essó á árun- um 1945–48, fyrst á aðalskrifstofu félagsins í Hafnarstræti og síðar á Keflavíkurflugvelli og annaðist þar stöðvarstjórn vegna afgreiðslu elds- neytis á flugvélar. Hann starfaði síð- ast í aðalbirgðarstöð í Reykjavík. Bergur hóf störf sem flugum- ferðarstjóri hjá Flugmálastjórn árið 1948, fyrst á Reykjavíkurflug- velli 1948–50 en síðan á Keflavíkur- flugvelli á árunum 1951–52. Hann starfaði síðan ýmist í flugstjórnar- miðstöðinni í Reykjavík eða við upp- lýsingaþjónustu Flugmálastjórnar á árunum 1953–63. Bergur var skip- aður deildarstjóri upplýsingaþjón- ustu Flugmálastjórnar er hún var stofnuð 1963 og sinnti því starfi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1994. Fjölskylda Fyrri kona Bergs var Elísabet Anna María Pálsdóttir, f. 27.5. 1925, d. 19.10. 1974, skrifstofumaður. Hún var dóttir Páls G. Þorbergssonar, f. 29.6. 1894, d. 17.5. 1979, verkstjóra hjá LÍÚ, og Önnu Árnadóttur, f. 26.7. 1891, d. 29.2. 1996, húsmóður, dótt- ur sér Árna Þórarinssonar, prests á Stóra-Hrauni, hvers ævisögu Þór- bergur Þórðarson skráði. Börn Bergs og Elísabetar eru Rakel Ólöf, f. 2.4. 1951, d. 16.4. 1952; Páll Þór, f. 3.2. 1953, sjúkraliði í Reykjavík; Rakel Ólöf, f. 21.11. 1956, tækniteiknari og grafískur hönnuð- ur og á hún tvö börn; Anna Gyða, f. 27.4. 1965, leikskólakennari og sálfræðingur í Reykjavík en maður hennar er Eysteinn Sigurðsson og á hún tvö börn. Bergur kvæntist 24.4. 1980 seinni konu sinni, Svanhvíti Sigurlinna- dóttur, f. 6.8. 1934, fyrrv. skrifstofu- manni hjá Menningarsjóði og síðar hjá Listasafni Íslands og myndlist- arkonu. Hún er dóttir Sigurlinna Péturssonar, f. 12.12. 1899, d. 20.6. 1976, byggingameistara, verk- smiðjueiganda og uppfinninga- manns í Reykjavík, Hafnarfirði og loks í Garðabæ, og Vilhelmínu Ól- afsdóttur, f. 11.5. 1905, d. 18.3. 1983, húsmóður. Stjúpbörn Bergs: Vilhelmína Roysdóttir, f. 4.2. 1954, húsmóðir í Reykjavík og á hún fimm börn; Haf- dís Sigrún Roysdóttir, f. 14.1. 1959, kennari og bóndi að Svínafelli í Ör- æfum en maður hennar er Jóhann Þorsteinsson bóndi og eiga þau þrjú börn; Sigurður Einarsson, f. 28.1. 1962, íþróttafræðingur og fram- kvæmdastjóri í Hveragerði en kona hans er Sigríður Björk Jónsdóttir og á hann þrjú börn. Systkini Bergs: Kolbrún, f. 12.9. 1923, d. 2.7. 1971, húsmóðir; Jarl, f. 15.2. 1934, d. 4.11. 1999, löggiltur endurskoðandi. Foreldrar Bergs voru Jón Þorleifs- son, f. 26.12. 1891, d. 14.6. 1961, list- málari í Reykjavík og frammámað- ur meðal myndlistarmanna, og k.h., Rakel Ó. Pétursdóttir, f. 9.11. 1897, d. 10.9. 1952, ljósmóðir og frumkvöð- ull í ræktun sem m.a. gerði tilraunir með hörrækt á Bessastöðum og lét vinna dúk úr hörnum sem er altaris- klæði í Bessastaðakirkju. Jón og Rakel bjuggu um tíu ára skeið í Kaupmannahöfn. Eftir að þau komu heim byggðu þau sér húsið Blátún við Kaplaskjólsveg í Reykjavík og bjuggu þar síðan til æviloka. Síðari eiginkona Jóns er Úrs ula Pálsdóttir, f. 17.3. 1928. Ætt Jón var sonur Þorleifs Jónssonar, alþm. að Hólum í Hornafirði, og Sig- urborgar Sigurðardóttur. Rakel var fædd í Aðalvík, dótt- ir Péturs Einarssonar og Svanhvítar Kristjánsdóttur. 85 ára á laugardag 90 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.