Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 72
Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Ísaksskóla, Melaskólann og Hagaskólann, lauk verslunarprófi 1969 og stúdents- prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1971. Ingibjörg hóf sumarstörf hjá Eimskip 1965 og starfaði þar síð- an í farþegadeild til 1973. Hún hóf þá störf hjá Flugleiðum og starfaði þar, lengst af í hlutastarfi til 2002, starfaði hjá Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur frá 2002, samhliða formennsku í LÍV og bar ábyrgð á erlendum samskiptum auk sam- skipta við önnur sambönd og félög innan ASÍ. Ingibjörg sat í stjórn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur frá 1975, var formaður Landssambands ís- lenskra verslunarmanna frá 1989, fyrst og ein kvenna, sat lengi í sam- bandsstjórn ASÍ og í miðstjórn ASÍ, var varaforseti ASÍ 1992–2000 og 2003–2010, var varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1977–95 og aðalmaður 1995–2009 og sat í skólanefnd Verzlunarskóla Íslands frá 1979, lengst af sem varaformaður. Ingibjörg var kona sátta og lausna og barðist ötullega fyrir rétt- indum launafólks og jafnrétti. Trúin átti stóran sess í lífi henn- ar og var hún formaður sóknar- nefndar Neskirkju er hún lést. Ingibjörg var sæmd gullmerki LÍV og gullmerki VR. Fjölskylda Kjörsynir Ingibjargar eru Bjarni Jónsson, f. 10.11. 1982, og er unn- usta hans Jenný N. Sigurðardótt- ir, f. 15.6. 1984, en faðir Bjarna er Jón Rafn Jóhannesson, f. 3.5. 1945; Andrés Jón Esrason, f. 29.11. 1986 en faðir hans var Esra Seraja Pét- ursson, f. 11.9. 1918, d. 1.12. 2000. Móðir Bjarna og Andrésar Jóns var Áslaug Jónsdóttir, f. 5.5. 1948, d. 5.4. 1996. Faðir Áslaugar er Jón Ei- ríksson, f. 29.9. 1925, móðurbróð- ir Ingibjargar og afi drengjanna. Móðir Áslaugar og amma drengj- anna er Anna Bjarnadóttir, f. 23.7. 1927, fyrri kona Jóns Eiríkssonar. Síðari kona Jóns var Áslaug Kristín Sigurðardóttir, f. 21.9. 1924, d. 15.9. 2009. Fyrrv. sambýlismaður Ingi- bjargar er Jón Austmar Sigurgeirs- son, f. 9.10. 1949, kvæntur Kristínu Harðardóttur, en dætur þeirra eru Guðrún María og Fjóla Rún. Heim- ili Ingibjargar var dætrum Jóns ætíð opið. Síðustu árin bjó Irina S. Ogurt- sova, f. 23.7. 1980, í kjallaraíbúð Ingibjargar á Starhaganum. Hún varð strax hluti af fjölskyldunni og reyndist Ingibjörgu hjálpleg og góð vinkona. Systir Ingibjargar var María Guð- mundsdóttir, f. 9.3. 1943, d. 25.10. 1980, skrifstofumaður í Reykjavík og síðar húsmóðir í Bandaríkjun- um. Eiginmaður hennar var Timot- hy David Creighton, nú kvæntur Ruth Barnett Creighton. Foreldrar Ingibjargar voru Guð- mundur Jónsson, f. 2.11. 1908, d. 13.3. 1973, fulltrúi hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og k.h., Helga Sigríður Eiríksdóttir, f. 22.6. 1915, d. 15.8. 2003, húsmóðir og starfs- maður við Landsbókasafnið. Ætt Guðmundur var bróðir Jóns, fram- kvæmdastjóra H. Benediktsson & Co., föður Ásbjörns röntgen- læknis. Annar bróðir Guðmund- ar er Elías, faðir Guðmundar Jóns röntgenlæknis. Systir Guðmundar var Guðrún, móðir Ásbjörns ráð- gjafa og Sigrúnar Elísabetar, móð- ur knattspyrnusystkinanna Guð- rúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur og Guðmundar Gunnarssonar. Guð- mundur fulltrúi var sonur Jóns, verslunarmanns í Reykjavík, bróð- ur Guðmundar, forseta borgar- stjórnar. Jón var sonur Ásbjörns, tómthúsmanns á Eyrarbakka Ás- björnssonar, og Guðrúnar Sig- urðardóttur, b. í Efra-Seli í Flóa Björnssonar, b. í Garðhúsum Sig- urðssonar. Móðir Guðmundar var Þór- unn Gunnarsdóttir, í Gunnarshúsi á Eyrarbakka, bróður Gísla, b. á Högnastöðum, langafa Sigurðar E., fyrrv. forstjóra Húsnæðisstofn- unar, og Þorgríms, fyrrv. formanns Lögreglufélags Reykjavíkur, Guð- mundssona. Gunnar var sonur Jóns, b. í Efra-Langholti Magnús- sonar, b. þar, bróður Helga, langafa Magnúsar Guðmundssonar ráð- herra. Helgi var einnig langafi Sig- urbjargar, móður Björgvins, fram- kvæmdastjóra VSÍ, og dr. Jakobs Sigurðssonar. Þá var Helgi afi Val- gerðar, ömmu Guðmundar, for- stjóra í Víði. Annar bróðir Magn- úsar í Efra-Langholti var Þorsteinn, langafi Ingigerðar, langömmu Karls Steinars, fyrrv. varaformanns Verkamannasambandsins. Þriðji bróðir Magnúsar var Jón, langafi Margrétar, ömmu Halls og Símonar Símonarsona, margfaldra Íslands- og Norðurlandameistara í bridge, og langömmu Friðriks Ólafsson- ar stórmeistara. Systir Magnúsar var Ingunn, ættmóðir Reykjaætt- ar, langamma Magnúsar, prófasts og alþm., föður Péturs ráðherra. Önnur systir Magnúsar var Mar- grét, langamma Stefáns í Núpskoti, afa Brynjólfs Bjarnasonar, heim- spekings og ráðherra. Magnús var sonur Eiríks, ættföður Bolholtsætt- ar Jónssonar. Móðir Gunnars var Kristín Gísladóttir. Móðir Kristín- ar var Ástríður, systir Einars, lang- afa Önnu, móður Ingólfs Jónssonar ráðherra. Ástríður var dóttir Gunn- ars, hreppstjóra í Hvammi í Landi Einarssonar, og Kristínar Jónsdótt- ur yngra, b. í Vindási Bjarnason- ar, ættföður Víkingslækjarættar Halldórssonar, forföður forsætis- ráðherranna Davíðs Oddssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Móð- ir Þórunnar var Ingibjörg, systir Margrétar, móður Ólafs Gíslasonar stórkaupmanns, föður Gísla lækn- is. Ingibjörg var dóttir Guðmundar, á Eyrarbakka, bróður Aldísar, lang- ömmu Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts. Önnur systir Guðmundar var Ingigerður, langamma Þorgerð- ar Ingólfsdóttur söngstjóra. Guð- mundur var sonur Þorsteins, b. á Vorsabæ Jörundssonar. Helga Sigríður var dóttir Eiríks, járnsmiðs í Reykjavík Jónssonar, b. á Keldunúpi Pálssonar, b. í Hraun- koti, bróður Páls, langafa Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkis- ins. Móðir Jóns var Ingibjörg Þor- láksdóttir. Móðir Eiríks var Helga Eiríksdóttir. Móðir Helgu Sigríðar var María, systir Jóns, föður efnaverkfræðing- anna Aðalsteins og Harðar. Syst- ir Maríu var Jóhanna, amma Guð- laugs Björgvinssonar, forstjóra MS. María var dóttir Bjarna, b. á Geir- landi Jónssonar, og Sigríðar, systur Þorvarðar, prófasts og skólastjóra í Vík, afa Sigurgeirs, fyrrv. ráðu- neytisstjóra,og Ólafs yfirlæknis, Jónssona. Hálfbóðir Sigríðar var Hannes, í Forsæludal, afi Hann- esar, afa Hólmfríðar Karlsdóttur, fyrrv. alheimsfegurðardrottningar. Sigríður var dóttir Þorvarðar, pr. á Prestsbakka, bróður Friðriks, lang- afa Ólafs, afa Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta. Þorvarður var sonur Jóns, pr. á Breiðabólstað Þorvarðs- sonar. Móðir Sigríðar var Valgerð- ur, systir Hákonar, kaupmanns í Bíldudal, föður Ingibjargar H. Bjarnason, fyrstu konunnar sem kjörin var á Alþingi. Útför Ingibjargar fór fram frá Neskirkju, þann 3.12. sl. Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir FORMAÐUR LANDSSAMBANDS VERSLUNARMANNA Örn Arnarson SKÁLD f. 12.12. 1884, d. 25.7. 1942 Örn Arnarson er skáldanafn Magnúsar Stefánssonar sem fæddist í Kverkártungu á Langa- nesströnd, sonur Stefáns Árna- sonar, bónda þar, og Ingveldar Sigurðardóttur, frá Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá. Örn var alinn upp í fátækt og stundaði lengi almenn verka- mannastörf sem til féllu víða um land, s.s. sjómennsku og vega- vinnu. Hann lauk samt gagn- fræðaprófi frá Flensborg í Hafn- arfirði og síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Örn var síðan skrifstofumaður og kenn- ari síðari starfsár sín og var þá bú- settur í Hafnarfirði. Örn gaf út kvæðasafnið Illgresi 1924 sem varð afar vinsælt. Hann var ekki nýrómantíkus eins og menntaðir samtímamenn hans. Í bókmenntasögu Kristins E. Andrés sonar er honum skipað á bekk með skáldum sem ortu und- ir eldri áhrifum, s.s. Jakobi Thor- arensen og Guðmundi frá Sandi. Hann var málsvari íslenskrar al- þýðu og orti um brauðstrit henn- ar sem hann þekkti af eigin raun. Þess vegna er grunnt á þjóðfélags- ádeilu og beiskju í kvæðum hans þó hann sé gamansamur og glett- inn á yfirborðinu. Örn orti í mjög hefðbundn- um stíl og verður seint talinn til boðbera nýjunga í ljóðlist. En hann bjó yfir mikill bragsnilld og er feikilega kjarnyrtur. Þess- ir hæfileikar hans skipa honum á bekk með helstu skáldum síð- ustu aldar. Þekktustu kvæðin hans eru sjómannskvæðin Stjáni blái og Hrafnistumenn, Rímur af Oddi sterka, ljóðið um lítinn fugl á laufgum teigi, sem oft er sung- ið við lag Sigfúsar Halldórsson- ar, og hið gullfallega kvæði Þá var ég ungur sem hann orti til móður sinnar skömmu fyrir andlát sitt. Örn var jarðsettur í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. Gunnar Bjarnason RÁÐUNAUTUR f. 13.12. 1915, d. 15.9. 1998 Gunnar fæddist á Húsavík, son- ur Bjarna Benediktssonar, kaup- manns og útgerðarmanns, og Þór- dísar Ásgeirsdóttur, hótelstjóra og bónda. Gunnar lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri, B.Sc.-prófi frá Den kongelige Veterinær og Landbo- højskole og námi í alifugla- og svínarækt við Búnaðarháskólann í Kaupmannhöfn. Hann var ráðu- nautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt og hestaverslun 1940– 61, í alifugla- og svínarækt 1963–78 og í hestaútflutningi hjá landbún- aðarráðuneyti og Búnaðarfélagi Íslands 1965–87, var forstöðumað- ur Fóðureftirlits ríkisins 1973– 80, kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og skólastjóri Bænda- skólans á Hólum 1961–62. Gunnar var eldhugi sem rakst illa á meðal spilltra og staðnaðra möppudýra íslensks landbúnaðar. Hann var hrakinn úr skólastjóra- stöðunni á Hólum enda var fram- lag hans til íslensks landbúnaðar á við mörg landbúnaðarráðuneyti. Hann átti drjúgan þátt í að koma á nútíma alifugla- og svínarækt hér á landi, lét hanna frá eigin hyggju- viti járnristaflóra sem ollu byltingu í fjósagerð víða erlendis og var einn veigamesti frumkvöðull að út- flutningi íslenska hestsins. Gunnar var fluggreindur, kapp- samur og geislandi af lífsgleði, hlýr persónuleiki og með allra skemmtilegustu mönnum. Hann var náfrændi Jónasar Kristjáns- sonar, fyrrv. ritstjóra DV, ræddi oft lengi við þennan frænda sinn á rit- stjóraskrifstofu hans og hafði án efa mikil áhrif á gagnrýnin leiðara- skrif Jónasar um íslenskan land- búnað. Bók Gunnars, Líkaböng hringir, útg. 1982, er ádeilurit á landbúnað- arkerfið en ævisaga hans, Kóngur um stund, kom út 1995. Fædd 19.8. 1949 - Dáin 24.11. 2010 72 MINNING UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR ANDLÁTMERKIR ÍSLENDINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.