Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 75

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 75
Þetta er eitt skrýtnasta dýr sem ég hef séð,“ blogg-ar bandaríski líffræðing-urinn og rithöfundurinn Jerry A. Coyne um skordýrið sem hér sést á stóru myndinni. Það er af tegund horntifa og lifir í Brasil- íu. Myndin sýnir afsteypu af þessu dýri sem þýski listamaðurinn Al- fred Keller (1902–1955) gerði fyrir Náttúrugripasafnið í Berlín. Fjall- að var um verk Kellers í hinu virta vísindatímariti Nature í nóvember. Coyne trúði ekki sínum eigin aug- um. Afsteypan hlyti að vera af skor- dýri sem Keller þessi hefði skáld- að, hugsanlega undir áhrifum hins súrrealíska spænska málara Sal- vadors Dalí. „Það fyrsta sem líffræðingur gerir þegar hann sér svona nokkuð er að hugsa: „Þetta dýr getur ekki verið til,“ og síðan flettir hann því upp á Google. Og viti menn, þetta skordýr er svo sannarlega til,“ skrif- ar Coyne. Ótrúleg listaverk Þýski listamaðurinn Alfred Keller bjó til gríðarlega vandaðar eftir- líkingar af ýmsum skordýrum fyr- ir Museum für Naturkunde í Berlín (Náttúrugripasafn Berlínar). Þessi verk hans hafa verið sýnd á mynd- listarsýningum víða um heim, enda þykja þau mörg með ólíkind- um vönduð, en um leið stórfurðu- leg. „Keller beitti mikilli nákvæmni þegar hann bjó til eftirmynd- ir skordýranna. Hann eyddi heilu ári í hverja afsteypu. Hann sýndi gríðarlega þolinmæði og ótrúlega kunnáttu. Ein flugan eftir hann er til dæmis þakin 2.653 örsmá- um hárum,“ skrifar Martin Kemp, blaðamaður Nature. „Keller hjó út stórkostlegar myndir sem verða ekki leiknar eftir. Hvert lík- an er meistaraverk.“ Fjölbreytt ætt dýra „Horntifa er heiti skordýra af sam- nefndri ætt (Membracidae) er lifa á safa úr greinum og sprotum trjáa,“ stendur í Íslenskri orðabók. Horntifur lifa í öllum heimsálfum fyrir utan Suðurskautslandið en þó búa aðeins þrjár tegundir af 3.200 þekktum tegundum í Evrópu. Sú sem sést á myndinni í túlkun Al- fred Keller er af bras- ilísku ættinni Bocydi- um globulare. Þróunin virðist hafa framkallað ótrúlega fjöl- breyttar horntifur, eins og sést hér á síðunni. Furðulegir hnettir Jerry A. Coyne heldur áfram að undrast á Bocydium globulare: „Hvað í fjandanum er þetta skraut á frambolnum? Fyrst giskaði ég á að þetta væri einhvers konar kyn- færi sem karldýrið hefði komið sér upp til að lokka kvendýrið til sín. En bæði kynin skarta víst þessum furðulegu kúlum,“ bloggar líffræðing- urinn og bendir á að kenning Martins Kemp, blaðamanns Nature, sé frekar líkleg: „Þessir tómu hnettir halda sennilega rándýrum í burtu eins og furðulegir útvextir margra ann- arra horntifa.“ „En við sjáum samt að hnettirn- ir eru þaktir hárum. Það gæti bent til þess að þeir búi yfir óþekktu hlutverki. Ef Salvador Dalí hefði fundið upp skordýr, hefðu þau lit- ið út eins og horntifurnar,“ bloggar líffræðingurinn og rithöfundurinn Coyne. Þýski listamaðurinn Alfred Keller starfaði hjá Náttúruminjasafni Berlínar fyrir margt löngu og gerði ótrúlegar afsteypur af skordýrum. Hér sést afsteypa af skordýri af ætt horntifa. „Hvað í fjandanum er þetta skraut á frambolnum?“ spyr virtur líffræðingur á bloggi sínu. Hinn súrrealíski fjölbreyti- leiki lífsins Ef Salvador Dalí hefði fundið upp skordýr, hefðu þau litið út eins og horntifurnar. Skordýrið hanS dalÍ? Afsteypa Þjóð- verjans Alfreds Kellers af hinni stórfurðulegu horntifutegund Bocydium Globulare. Mynd náttúruMinjaSaFn BerlÍnar hvað er á Seyði hér? Líffræðilegur fjölbreytileiki jarðarinnar er svo sannarlega lyginni líkastur. Horntifur af ýmsum gerðum. föstudagur 10. desember 2010 umsjón: helgi hraFn guðMundSSon helgihrafn@dv.is skrýtið 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.