Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 82
82 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Barbie-dúkka
á gátlista FBI
Barbie Video Girl, sérstök útgáfa af
hinum frægu Barbie-dúkkum, kom í
verslanir vestanhafs í júlí síðastliðnum
en þessi útgáfa er búin innbyggðri
myndavél sem er falin í hálsmeni
dúkkunnar. Á dögunum kom í ljós að
bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur
sent sérstaka viðvörun (Cyber Crime
Alert) til útibúa sinna víðsvegar um
Bandaríkin en skjalinu var síðan lekið
til fjölmiðla í framhaldinu. Áhyggjur
alríkislögreglunnar eru taldar vera vegna
þeirrar hættu að óprúttnir aðilar, þar
á meðal barnaníðingar, geti nýtt sér
dúkkuna til að nálgast myndskeið af
barninu og umhverfi þess en hægt er
að flytja myndskeiðin frá dúkkunni með
USB-kapli yfir á tölvu eða síma. Nokkrar
stórar leikfangaverslanir hafa þegar hætt
sölu á þessari gerð Barbie og á Facebook
hefur verið stofnuð sérstök síða sem
hvetur fólk til að sniðganga hana og
þá kannski sérstaklega núna þegar
jólagjafakaupin færast í aukana.
ÞÚ FÆRÐ ALLA HÖRÐU JÓLAPAKKANA Á BETRA VERÐI Í TÖLVULISTANUM
FRÁBÆR JÓLATILBOÐ
NóatúNi 17
Sími 414 1700
GLERÁRGÖtU 30
Sími 414 1730
miðvaNGi 2-4
Sími 414 1735
aUStURvEGi 34
Sími 414 1745
HafNaRGÖtU 90
Sími 414 1740
REykjavíkURvEGi 66
Sími 414 1750
Reykjavík • akuReyRi • egilsstaðiR • keflavík • selfoss • HafnaRfjöRðuR
United HD MMP 9530 1.5TB
Margmiðlunarspilari með innbyggðum 1.5TB hörðum disk. HDMI, Composite
og Optical tengi. USB tengi fyrir minnislykla og inn byggður SD/MMC
kortalesari. Fullkomin fjarstýring.
SJÓNVARPSFLAKKARI
1.5TB
MYNDAVÉL
19.990
14.990
Panasonic DMC F4
Með 12,1 milljón punkta uppl., LUMIX Vario linsu, Digital
hristivörn, 4x Optical og 4x Digital Zoom, 5.0 - 20.0mm linsu,
2.7" LCD skjá, HD hreyfimyndatöku, 50MB minni, kortarauf ofl.
Epson SX420W
Prentari og skanni með LCD skjá og þráðlausu netkorti. Prentar A4 í 5760
x 1440p upplausn og 35 bls. á mín. Skannar í 1200 x 2400. Kortalesari.
USB. Windows og Mac.
FJÖLNOTATÆKI
HEYRNARTÓL
Philips SHO9560
The Stretch O´Neill heyrnartól. Nánast
óbrjótanleg. 5 stjörnu þægindi. Með
Dynamic 40mm hátölurum, djúpum bassa,
Neodymium, 12Hz - 24kHz, 32 Ohm,
105dB næmni, 24k gulltengi og Cable
stress relief tengi. Vafinn slitsterkur
1.2m OFC kapall.
19.990
27.990
Piparkakan
og Nexus S
Google kynnti í vikunni nýja útgáfu
af hinu vinsæla Android-stýrikerfi
sínu fyrir snjallsíma og snertitölv-
ur. Piparkaka (Gingerbread), eða
Android 2.3, kallast uppfærslan en
í henni má finna veigamiklar breyt-
ingar á viðmóti, meðal annars end-
urbætt lyklaborð. Android 2.3 nýtir
einnig örgjörva betur en fyrri útgáfur
kerfisins og öll svörun ætti nú að vera
hraðari og keyrsla á leikjum léttari.
Notandaviðmót
Nýja útgáfan hefur nýtt þema og lykla-
borð. Stafir lyklaborðins eru ekki eins
þétt saman og áður sem gerir not-
andanum auðveldara fyrir að temja
sér hraðari og nákvæmari innslátt
auk þess sem nú er hægt að nýta fjöl-
snertiviðmótið til fulls á þann hátt að
halda niðri völdum hnöppum sam-
tímis til að fá fram sérstakar breyt-
ingar (modifiers). Valinn texta er nú
hægt að draga og sleppa líkt og fyrir-
finnst í ákveðnum útgáfum Motorola-
og Samsung-síma/snertitölva.
Aðrar nýjungar
Notendur geta nú með auðveldum
hætti fengið yfirsýn á þau forrit sem
eru í gangi á hverjum tíma, hversu
mikið örgjörvaafl þau nota eða slökkt
á þeim, allt á einum stað.
Meðal annarra nýjunga má nefna
stuðning við SIP-staðalinn sem gerir
notendum kerfisins kleift að hringja
í IP-síma á netinu í gegnum Wi-Fi og
betri stuðning við ýmis tæki sem hafa
fleiri en eina myndavél. Android 2.3
styður auk þess fleiri skráarsnið fyr-
ir mynd og hljóð, til að mynda hinn
nýja WebM-staðal.
Nexus S
Samhliða Android 2.3 kynnti Goog-
le áform sín varðandi næstu kyn-
slóð Nexus snjallsímans en fyrirtæk-
ið hefur þróað símann í samstarfi við
Samsung. Nexus S mun síminn kall-
ast, margir segja með réttu því sím-
inn er eins og samruni Nexus One og
hins vinsæla Samsung Galaxy S.
Sala á Nexus One-símanum
gekk ekki sem skyldi og á endanum
var síminn tekinn af markaði. Með
Nexus S vonast Google til að ná meiri
vinsældum á snjallsímamarkaðnum
en síminn er meðal annars búinn 4
tommu Super AMOLED snertiskjá,
1Ghz Hummingbird-örgjörva, 16GB
geymslurými, 720p myndskeiðs-
upptöku, 5 megapixla myndavél, sér
myndavél fyrir spjall, 3G, Wi-Fi, Blá-
tönn og taltíma í allt að 6,7 klukku-
tíma.
Áætlað er að Nexus S kosti ólæst-
ur í kringum 530 Bandaríkjadali eða
um 61 þúsund krónur íslenskar.
Þrátt fyrir að Google-síminn, eða Nexus
One, hafi á endanum verið tekinn af mark-
aði vegna dræmrar sölu hefur fyrirtækið
engan veginn hætt framleiðslu og þróun
snjallsíma.
Android 2.3 Stafir lyklaborðins eru
ekki eins þétt saman og áður sem gerir
notandanum auðveldara fyrir að temja
sér hraðari og nákvæmari innslátt.
Nexus S Áætlað er að Nexus S kosti
ólæstur í kringum 530 Bandaríkjadali
eða um 61 þúsund krónur íslenskar.