Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Page 2
2 | Fréttir 2. janúar 2011 Mánudagur
Á árunum fyrir íslenska efnahagshrun-
ið árið 2008 voru greiddar út gríðarlega
fjárhæðir í arð til hluthafa fjármálafyr-
irtækja og eignarhaldsfélaga. Í sumum
tilfellum námu arðgreiðslurnar millj-
örðum króna á einstökum árum á með-
an þær hlupu á tugum til hundraða
milljóna króna í öðrum tilfellum. Flest
þessara fyrirtækja eru gjaldþrota í dag,
eru í fjárhagslegri endurskipulagningu
eða eru í eigu nýrra aðila.
Arðgreiðslurnar voru að minnsta
kosti að hluta til byggðar á því upp-
blásna hlutabréfaverði á fyrirtækj-
um og eignarhaldsfélögum sem ein-
kenndi íslenskt atvinnulíf á þessum
árum. Einstök viðskipti með hluta-
bréf í fyrirtækjum, eins og til dæmis
Sterling-flugfélagið danska, byggðu á
því að hlutabréfin í fyrirtækinu voru
seld á miklu hærra verði á milli sam-
verkamanna í viðskiptum en raun-
verulegt verðmæti þeirra var. Fjár-
málastofnanir fjármögnuðu svo þessi
fyrirtækjakaup með lánum frá erlend-
um bönkum sem voru miklu hærri en
raunverulegt verðmæti þessara fyrir-
tækja. Á meðan fjármálafyrirtækin og
eignarhaldsfélögin gátu staðið í skilum
með einhverju móti voru engin vanda-
mál og svo virtist sem viðskiptamódel-
ið gengi fullkomlega upp. Fjármála-
fyrirtæki og stór eignarhaldsfélög gátu
sýnt methagnað sem að mestu var
fjármagnaður með lánsfé en ekki með
raunverulegri verðmætasköpun vegna
framleiðslu eða ábatasams rekstrar.
En þó fyrirtækin sem arðgreiðslurn-
ar komu frá hafi lent í erfiðleikum og
farið á hliðina halda þeir einstaklingar
eftir þeim arðgreiðslum sem þeir fengu
á þessum árum.
Arðurinn var raunverulegur
Fyrirtækin féllu því þegar íslenska efna-
hagsbólan sprakk með látum árið 2008
en argreiðslurnar sem eigendur fjár-
málafyrirtækjanna og eignarhaldsfé-
laganna, sem og bankastarfsmennirnir,
fengu vegna þessa meinta góðæris sem
hér ríkti safna hugsanlega í einhverjum
tilfellum ennþá vöxtum á bankareikn-
ingum viðkomandi aðila. Í einhverj-
um tilfellum má ætla að viðkomandi
einstaklingar sem fengu arðinn séu
tryggðir fjárhagslega um ókomin ár
vegna þessa.
Meðal hæstu arðgreiðslnanna til
einstaklinga á árunum fyrir íslenska
efnahagshrunið má nefna þriggja millj-
arða arð sem eignarhaldsfélag Hann-
esar Smárasonar í Hollandi, Oddaflug
B.V., fékk vegna rekstrarársins 2006 hjá
FL Group. Þá var hagnaður FL Group
sagður hafa verið 44,6 milljarðar króna
og voru 15 milljarðar greiddir út í formi
arðs til hluthafanna.
Öfugt við margt annað sem ein-
kenndi íslenska góðærið, meðal ann-
ars verðmat á mörgum fyrirtækjum og
þar af leiðandi hlutabréfaverð í landinu
almennt séð, þá voru þessar arðgreiðsl-
ur raunverulegar. Um var að ræða bein-
harða peninga sem skiptu um hendur
og runnu til hluthafa þessara fyrirtækja.
Hannes fékk því þessa milljarða og gæti
allt eins átt þá enn á reikningum sín-
um. Til að setja upphæðina sem Hann-
es fékk í samhengi má geta þess að í
fjárlögum ársins 2011 er reiknað með
2.962 milljónum króna til að reka Ríkis-
útvarpið. Arðgreiðslan til Hannesar var
því hærri en sem nemur áætluðu fjár-
framlagi frá ríkinu til reksturs Ríkisút-
varpsins.
Hæstar voru þessar arðgreiðslur út
úr fyrirtækjunum á árunum 2006 og
2007 þegar hlutabréfaverð í íslenskum
fyrirtækjum og íslenska krónan fóru í
hæstu hæðir.
Bankarnir stórtækir í
arðgreiðslum
Hæsta arðgreiðslan út úr íslensku við-
skiptabönkunum á árunum fyrir hrun-
ið kom úr Kaupþingi árið 2007 en þá var
greiddur út tæplega 15 milljarða arður,
14,8 milljarðar, til hluthafa félagsins.
Stærsti hluthafi Kaupþings á þessum
tíma var Exista. Stærsti hluthafi Existu
var eignarhaldsfélagið Bakkabræður
Holding B.V. í Hollandi. Eigendur hol-
lenska félagsins, Lýður og Ágúst Guð-
mundssynir, fengu því um 1,5 milljarð
króna vegna eignarhlutar síns í Kaup-
þingi á þessu ári. Ólafur Ólafsson fékk
sömu upphæð vegna 10 prósenta eign-
arhlutar síns í Kaupþingi í gegnum Eglu
Invest B.V. í Hollandi. Árið áður fengu
Bakkavararbræður og Ólafur samtals
2 milljarða króna í arð vegna rekstrar-
ársins 2006 út af eignarhlutum sínum
í Kaupþingi. Þá skilaði Kaupþing 85,3
milljarða króna hagnaði og greiddi 10,4
milljarða arð til hluthafa bankans.
Til að setja arðgreiðslurnar út úr
bankanum í samhengi má geta þess að
ríkissjóður mun leggja stærsta vinnu-
stað landsins, Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi, til tæpa 33 milljarða króna
vegna reksturs spítalans í ár. Arð-
greiðslurnar frá Kaupþingi á þessum
tveimur árum hefðu því farið langleið-
ina í að dekka kostnað ríkisins af rekstri
spítalans í ár.
Arðgreiðslur úr hinum bönkunum
voru nokkru lægri enda var Kaupþing
stærsti banki landsins. Þannig greiddi
Glitnir 9,4 milljarða króna í arð til hlut-
hafa sinna árið 2006 eftir að hafa skil-
að hagnaði upp á rúma 38 milljarða
króna. Árið eftir, 2007, skilaði bankinn
27,7 milljarða króna hagnaði og var
arðurinn til hluthafanna 5,5 milljarðar.
Tvö hollensk félög í eigu FL Group sem
áttu stóra hluti í bankanum á þessum
árum fengu samtals tæpa 4 milljarða
króna í arð á þessum tveimur árum út
af hagnaði Glitnis. Hannes Smárason
og Jón Ásgeir Jóhannesson voru ráð-
andi í FL Group á þessum tíma.
Samson, eignarhaldsfélag Björg-
ólfsfeðga, sem var ráðandi hluthafi
í Landsbanka Íslands fékk rúmlega
þriggja milljarða króna arðgreiðslur út
úr Landsbankanum á árunum 2006
og 2007. Á þessum tveimur árum voru
heildararðgreiðslurnar út úr Lands-
bankanum til hluthafa bankans rúm-
lega 7,5 milljarðar króna. Björgólfur
Thor Björgólfsson tók einnig himinhá-
an arð út úr Straumi á þessum árum.
Arðgreiðslan út úr Straumi árið 2006
var til að mynda hærri en arðgreiðsl-
an út úr Landsbanka Íslands bæði árin
2006 og 2007 eða 7,8 milljarðar króna.
Samtals 71 milljarður
Samtals námu arðgreiðslur stóru við-
skiptabankanna þriggja um 71 millj-
arði króna á árunum 2004 til 2007. Í
einhverjum tilfellum urðu arðgreiðsl-
urnar eftir inni í eignarhaldsfélög-
unum sem héldu utan um hlutabréf
hluthafanna í fyrirtækjunum – til að
mynda hjá Samson þar sem eigend-
urnir tóku sér um einn milljarð króna
af þeim rúmlega fjórum sem runnu frá
Landsbankanum til félagsins – og voru
notaðar með einum eða öðrum hætti í
rekstur þeirra. Í flestum tilfellum má þó
ætla að arðurinn hafi verið tekinn út úr
eignarhaldsfélögunum sem áttu hluta-
bréfin.
Erfitt er hins vegar að ganga úr
skugga um hvort arðurinn hafi runn-
ið til eigenda félaganna sem áttu
hlutabréfin þar sem þessi félög voru
að mestu skráð erlendis. Þetta átti til
dæmis við um stærstu hluthafa Glitnis
og Kaupþings á þessum árum en eign-
arhaldsfélögin sem áttu bréfin í þeim
voru skráð í Hollandi.
Starfsmenn fengu
1.200 milljónir
Starfsmenn sumra bankanna fengu
einnig greiddan arð af hlutabréfaeign
sinni í þeim þrátt fyrir að þeir hefðu
aldrei greitt fyrir hlutabréfin. Bréfin
voru fjármögnuð með lánum frá bönk-
unum til starfsmannanna, eins og frægt
er orðið bæði í Glitni og Kaupþingi.
Í tilfelli lánanna til starfsmanna
Glitnis, sem veitt voru árið 2008, hafa
fjórir milljarðar króna verið afskrifaðar
vegna þeirra hjá arftaka Glitnis, Íslands-
banka. Starfsmennirnir sem fengu lán-
in þurfa ekki að greiða þau til baka að
neinu leyti. Þeir starfsmenn Glitnis sem
fengu þessi lán, meðal annars Jóhann-
es Baldursson og Magnús Pálmi Örn-
ólfsson, fengu ekki greiddan neinn arð
af hlutabréfaeign sinni í bankanum, svo
vitað sé.
Öfugt við starfsmenn Glitnis fengu
starfsmenn Kaupþings aftur á móti
samtals greiddan nærri 1.200 milljóna
króna arð út úr bankanum á árunum
2006 og 2007, samkvæmt útreikningum
DV miðað hlutabréfaeign starfsmanna
bankans árið 2006. Hæstu arðgreiðsl-
urnar fengu Sigurður Einarsson, stjórn-
arformaður bankans, og Hreiðar Már
Sigurðsson, forstjóri hans, en sá fyrr-
nefndi fékk nærri 240 milljónir króna
í arð á þessum tíma á meðan sá síð-
arnefndi fékk 185 milljónir. Af öðrum
starfsmönnum Kaupþings má einn-
ig geta þess að Magnús Guðmunds-
son, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg,
fékk rúmlega 120 milljóna króna arð
af hlutabréfum sínum í bankanum og
Kristján Arason fékk nærri 50 milljónir
króna.
Geta ekki sótt arðinn
Þessir starfsmenn halda allir eftir þeim
arði sem þeir fengu af hlutabréfunum
í Kaupþingi sem þeir höfðu þó ekki
borgað fyrir. Engin úrræði eru til sem
gætu gert slitastjórn Kaupþings kleift
að sækja þessar arðgreiðslur til þeirra
starfsmanna sem fengu þær á þessum
árum. Í þeim tilfellum þar sem engar
persónulegar ábyrgðir eru fyrir hendi
fyrir lánunum til starfsmannanna og
slitastjórn Kaupþings þarf að afskrifa
lánin að fullu halda starfsmennirnir
því eftir arðinum af þessari fjárfestingu
þrátt fyrir allt. Þetta á til dæmis við um
Kristján Arason og einnig líklega Hreið-
ar Má Sigurðsson og Sigurð Einarsson.
Í þeim tilfellum þar sem persónuleg-
ar ábyrgðir voru fyrir hendi, eða starfs-
mennirnir sjálfir skráðir fyrir lánunum,
má líta svo á að minnsta kosti hluti arð-
greiðslnanna verði notaður til að greiða
niður hluta skuldanna við Kaupþing.
Arður úr ofmetnum félögum
Arðgreiðslurnar úr íslensku bönkunum
ÞAU SLEPPA
MEÐ ARÐINN
n Hluthafar í fyrirtækjum og bönkum góðærisins halda eftir
arðinum sem þeir fengu fyrir hrun n Fyrirtækin eru flest fallin en
arðurinn situr eftir hjá eigendunum n Ógerningur er fyrir kröfu -
hafa fyrirtækjanna og bankanna að sækja arðinn til hluthafanna
Fengu fimm milljarða Lýður og Ágúst
Guðmundssynir og Ólafur Ólafsson fengu
samtals um 5 milljarða króna arð á árunum
2006 og 2007 vegna eignarhluta sinna í
Kaupþingi. Bankinn greiddi hærri arð en
önnur íslensk fjármálafyrirtæki.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Össur um Lilju Mósesdóttur:
„Alveg sama
hvort hún fer
eða verður“
„Nei, Lilja Mósesdóttir fer vill-
ur vegar ef hún telur að það sé
niðrandi að líkja henni við burð-
uga hryssu með strok í augum
og sjálfstæðan vilja,“ segir Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
um þá gagnrýni Lilju Mósesdótt-
ur að hann hafi með því að nota
dýralíkingar í samtali við DV viljað
niðurlægja hana og VG.
Lilja brást mjög harkalega við
ummælum Össurar á Facebook-
síðu sinni og taldi það niðurlægj-
andi að vera líkt við hryssu.
„Það er alveg orðið ljóst í mín-
um huga hver heitasta ósk Sam-
fylkingarinn-
ar er. Það er
hins vegar ekki
hægt að sýna
samstarfsflokki
sínum meiri
fyrirlitningu en
að lýsa skoð-
unum sínum
á einstökum
þingmönnum
hans með slík-
um yfirlýsingum og með því að
nota dýralíkingarmál. Það kemur
á óvart að ráðherrar séu á þessu
plani en maður lærir svo lengi
sem maður lifir,“ skrifaði Lilja.
Össur blæs á þessa gagnrýni
hennar. „Hún er þá farin að lesa
allt eins og andskotinn Biblíuna.
Þannig bregðast menn stundum
við þegar þeir standa í slagsmál-
um við félaga sína og hafa kannski
ekki eins góðan málstað og best
yrði á kosið,“ segir hann.
Össur segir að þvert á móti
hefði Lilja átt að lesa úr ummæl-
um sínum hrós enda hefði hann
sagt í næstu setningu að hún væri
„öflugur þingmaður“.
„Það er aftur á móti matsatriði
og ekki allir sammála mér þar.
Kjarni málsins er hins vegar þessi:
Mér er einfaldlega alveg sama
hvort hún fer eða verður, enda er
ég fyrir löngu hættur að líta á hana
sem stjórnarþingmann. Svo er
held ég um langflesta í stjórnarlið-
inu. Það breytir engu um það að
mér sjálfum finnst hún vera öflug-
ur og vinnusamur þingmaður.“
Ráðherrann segir alsiða í
stjórnmálaumræðu að menn noti
táknmyndir úr ríki dýra, bæði
til að undirstrika kosti og lesti
manna. „Ég var síðast í gær kall-
aður heimilisfress af fyrrverandi
stjórnmálaskörungi í Moggan-
um, sennilega til að undirstrika
friðsamlegt eðli mitt sem yfirdipl-
ómats. Löngu fyrr var mér líkt
við gamalt og örótt bardagafress,
væntanlega til að undirstrika lang-
lífi mitt í stjórnmálum þátt fyrir
átök sem ég af lítt skiljanlegum
ástæðum rataði stundum í, en lifði
jafnan af, enda með fleiri líf en
jafnvel villikettir.“
Lilja
Mósesdóttir