Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Side 18
18 | Umræða 3. janúar 2011 Mánudagur Ólíkir árgangar „Svo var ég að lenda í alls kyns veseni, tölvan var að frjósa og leiðarar sem ég hafði skrifað skiluðu sér einhver staðar allt annars staðar í kerfinu. Ég hélt stundum að ég hafði sent þá á Dagblaðið“ n Davíð Oddsson um byrjunarerfiðleika sína þegar hann tók við stöðu ritstjóra Morgunblaðsins. – Viðskiptablaðið „Þetta hefur verið erfitt og það er alltaf erfitt þegar menn ná ekki að verða samferða í stórum málum. Ég sé samt ekki eftir einni einustu ákvörð- un sem við höfum tekið og ég held að það hafi allt verið þess virði að leggja það á sig í ljósi þess árangurs sem ég tel að við séum að ná. “ n Steingrímur J. Sigfússon um klofninginn í Vinstri Grænum – DV „Það hefur greinilega verið einhver snillingur sem kokkaði þetta. Ég hafði nú bara gaman af því að sjá þetta þegar ég fékk þetta sent,“ n sagði Egill Gillzenegger um auglýsingaskilti þar sem hann lýsir yfir stuðningi við nímenningana. – DV „Þetta var ekki gott tannþráðarár,“ n sagði Margrét Eir söngkona um áramótaheitin sem hún strengdi í fyrra og gengu út á að strengja tannþráð milli tanna. Ólíkindatól gegn sægreifum Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra er að braggast ef marka má ummæli hennar um ára- mótin. Forsætisráðherrann steytti hnefa og lýsti því yfir að nú væri að renna upp árið þegar sátt yrði að nást um stjórn fiskveiða. Þetta er athyglis- verð yfirlýsing í því ljósi að innan rík- isstjórnarinnar er gríðarlegur ágrein- ingur um breytingar á kvótakerfinu. Ráðherrann Jón Bjarnason hefur með einstaklingsframtaki sínu einn ráðherra barist gegn kerfinu. Fyrst tók hann skötusel út úr kvót- anum og kallaði yfir sig reiði þeirra sem telja sig eiga auðlindina. Heim- ildir eru fyrir því að oddvitar stjórn- arflokkanna hafi viljað hætta við þá aðgerð af ótta við útgerðarauðvaldið sem hótaði öllu illu. Jón var þá fast- ur fyrir og goðin reiddust óskaplega. Það sem nú stendur í Jóhönnu er sú tillaga Jóns ráðherra um að kvóti á þorski verði aukinn um 10 þúsund tonn og ýsukvótinn um fimm þús- und tonn. Þennan kvóta vill sjáv- arútvegsráðherra selja á markaði. Hagnaðurinn á að renna til fólksins í landinu og létta þannig róðurinn út úr kreppunni. Þetta ætti að vera sjálf- sagt en ríkisstjórnin höktir. Áköfustu stuðningsmenn Jóns Bjarnasonar í málinu eru innan órólegu deildar- innar í VG. Og hann hefur það vopn í hendi sér að í stjórnarsáttmálan- um segir skýrt að bylta skuli hinu ill- ræmda kerfi sem gerir góða útgerð- armenn að sægreifum. Vandinn er hins vegar sá að hvorki Jóhanna né Steingrímur J. Sig- fússon hafa fram til þessa þorað að stíga skrefið. Þau virðast ekki gera sér grein fyrir því að með því að afnema eignarrétt sægreifanna reisa þau rík- isstjórninni þann minnisvarða sem seint mun falla. Í raun og veru skipt- ir engu máli þótt ríkisstjórnin geri fátt annað af viti. Þarna liggur tæki- færið til þess að öðlast hylli hins al- menna Íslendings. Og til þess að efla þeim Jóhönnu og Steingrími kjark og áræði er sjálfsagt að benda þeim enn og aftur á leiðina til réttlætis: Setj- ið kvótann í þjóðaratkvæði. Og þau skulu líka hafa það hugfast að ólík- indatólið Jón Bjarnason er af veikum mætti að bjarga heiðri ríkisstjórnar sem er að mörgu leyti lömuð vegna innbyrðis deilna og vinnufælni. Jó- hanna, tíminn er kominn til þess að sýna klærnar en ekki bara kjaftinn. Færið fólkinu það vald að skera úr um það hverjir eiga fiskinn í sjónum. Áhrif Davíðs! n Davíð Oddsson, ritstjóri Mogg- ans, var í einlægu drottningarvið- tali í Viðskiptablaðinu við þann innmúraða Gísla Frey Valdórsson blaðamann. Þar uppljóstrar hann því sem flestum hefur verið hulið að Mogginn hafi „gríðarleg áhrif“. Rekstur Mogg- ans tapar tugum milljóna í hverjum mánuði og hefur stór hluti áskrifenda flúið. Davíð er spurður um framhald á ritstjóra- starfinu. „Ég get alveg hugsað mér að fara að gera eitthvað annað ...,“ svarar hann. Víst er að það myndi létta á rekstrinum ef hann hættir. Davíð „drusla“ n Það sýnir ágætlega siðferði Mogg- ans að hluti drottningarviðtalsins dúkkaði upp á fréttvef blaðsins með tilheyrandi skrúðmælgi. Þetta fór misjafnlega í fólk eins og sjá má af ummælum Hilmars Jónssonar blogg- ara á mbl.is: „Ritstjórinn heldur greinilega að hann geti sent slepju- lega sjálfsréttlætingapistla sína í smá skömmtum til þjóðarinnar. Setur eflaust traust sitt á að ef nógu langt líður á milli, muni þjóðin gleyma hvers konar drusla hann er.“ Þreifað á Framsókn n Atli Gíslason hefur staðhæft að strax eftir hina frægu atkvæða- greiðslu þar sem þrír þingmenn VG studdu ekki fjár- lögin hafi for- ystumenn í VG byrjað að þreifa á forystumönn- um Framsóknar varðandi mögu- lega innkomu þeirra í ríkis- stjórn. DV hefur traustar heimildir fyrir því að þetta sé rétt. Svo að segja á sömu klukku- stund og atkvæðagreiðslunni lauk kannaði Árni Þór Sigurðsson mögu- leikana á því, og ræddi lauslega við tvo eða þrjá þingmenn Framsókn- ar og fékk góðar undirtektir. Einnig átti Steingrímur J. Sigfússon tal við að minnsta kosti einn þingmann Framsóknar. Talið er að þingmenn- irnir sem lauslega var þreifað á hafi verið Siv Friðleifsdóttir, Birkir Jón Jónsson og jafnvel Guðmundur Stein- grímsson. Hár Jóhönnu rísa n Mjög kalt hefur verið milli Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs. Menn lýsa samskiptum þeirra svo, að hárin rísi á höfðum beggja ef þau neyðast til að vera í sama herbergi. Innan Framsóknar segja menn því fullum fetum að mjög ólíklegt sé að Framsókn gangi inn í nýja ríkis- stjórn undir forystu Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Þeir telja hana líka, ásamt fjármálaráðherra, bera ábyrgð á Svavarssamningunum um Icesave, sem voru miklu verri en þeir nýju. Jóhanna mun örugglega ekki sætta sig við að Framsókn skáki henni úr forsætisráðherrastóli og er því líkleg til að standa gegn kröfum um Fram- sókn inn í ríkisstjórn. Sigmundur virðist því halda pólitísku lífi ríkis- stjórnarinnar í höndum sínum. Sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 reykjaVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Leiðari Á folaldið sér bjarta framtíð? „Það er ungviðið sem landið mun erfa,“ segir Ásmundur einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, en hann var kallaður folald og flokkssystir hans Lilja Mósesdótt- ir burðug hryssa af utanríkisráð- herranum össuri Skarphéðinssyni í viðtali í DV. Ásmundur sagði folald vera betra en úrsérgenginn jálk sem biði útflutnings í blárri tunnu. Spurningin Bókstaflega Svarthöfði horfði með öðru auganu á Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Við háborð sem var skreytt eins og plötuumslag Silf- ursafns Páls Óskars, sátu hæstvirtir ráðherrar og háttvirtir þingmenn. Rétt eins og vanalega töluðu Jó- hanna og Steingrímur um að landið væri að rísa, á meðan hinir töluðu um að landið væri að sökkva. Í þessu endalausa þrátefli, fékk Svarthöfði þó sína staðfestingu. 2010 árgangurinn af nýjum stjórnmálamönnum er miklu betur heppnaður en 2009 árgangurinn af nýjum stjórnmálamönnum. Ekki er vitað hvað veldur því að uppskera ársins 2010 er svo miklu betri en uppskeran 2009. Er það veðrið? Við silfraða háborðið sat mað-ur að nafni Þór Saari. Hon-um tókst að laumast inn á Alþingi vorið 2009, sem talsmaður nýrra vinnubragða í stjórnmálum. Og það á tímum sem mikilvægt var að þjóðin stæði saman til þess að vinna sig út úr kreppunni. Áður en eitt ár var liðið var hann reyndar búinn að stinga af úr flokknum sem stillti honum upp. Þá þegar hafði fækkað um einn í þingflokknum. Í Kryddsíldinni fór Þór þá leið að gorta sig af eigin snilligáfu og talaði í vandlætingartón um máttleysi allra hinna. Sagði stemninguna vera eins og á síðustu dögum Róm- arveldis. Ekki var boðið upp á málefnalega umræðu heldur var áherslan öll á hljómfagurt lýð- skrum. Á milli þess sem þessi fulltrúi nýju stjórnmálanna hreytti út úr sér bölmóðnum og persónulegu skítkasti á Þráin Bertelsson gjóði hann augunum á Bjarna Ben og Sigmund Davíð í leit að við- urkenningu frá þeim. Úlfur í sauðagæru, gætu einhverjir sagt. Stutt hlé var svo gert á umræðu fimm-menning- anna til þess að velja mann árs- ins á Stöð 2. Þar var á ferðinni 2010 árgang- urinn; sjálfur Jón Gnarr. Eftir að hinn neikvæði og sjálfumglaði Þór hafði fengið að láta ljós sitt skína, var komið að Jóni. Munurinn á þessum tveimur mönnum er átakanlegur. Mildur, auðmjúkur, fyndinn og vinaleg- ur húmanisti í æðstu valdastöðu borgarinnar. Talaði um vináttu og mikilvægi þess að koma á óvart til þess að við hjökkum ekki í sömu hjólförunum. Breytir borginni með brosi en ekki bölmóði. Svarthöfða var létt. Það var þá von eftir allt. Er virkilega hægt að taka þátt í stjórn- málum án þess að breytast í Þór Saari? Aftur var komið að því að fimm-menningarn- ir fengju að halda áfram með þráteflið með hinn súra ár- gang 2009 í farar- broddi. Svarthöfði slökkti á sjón- varpinu. Niður- staðan varð hins vegar sú að Jón Gnarr er ofur- skýrt dæmi um að við getum breytt hlut- unum með því að byrja á sjálfum okkur. Við getum svo treyst á að það smiti út frá sér. Svarthöfði Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Setjið kvótann í þjóðaratkvæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.