Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Page 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 16. febrúar 2011 ­afgerandi­ hætti­ hefur­ Bjarni­ lagt­ sín­ spil­á­borðið.­Hann­og­meirihluti­Sjálf- stæðisflokksins­ styðja­ Icesave-samn- inginn.­ Vel­ er­ hugsanlegt­ að­ vaxandi­ sjálfstraust­forystu­Sjálfstæðisflokksins­ leiði­einnig­til­þess­að­Bjarni­lýsi­stuðn- ingi­við­umsóknina­um­aðild­að­ESB,­ en­ ljóst­ er­ að­ samningur­ verður­ bor- inn­undir­þjóðina­hvernig­svo­sem­allt­ veltur.­Þess­ber­að­minnast­að­á­síðasta­ landsfundi­ Sjálfstæðisflokksins­ varð­ harðlínustefna­ ofan­ á­ í­ ESB-málinu­ gegn­ vilja­ Bjarna.­ Meðal­ annars­ var­ Björn­ Bjarnason­ sakaður­ um­ að­ hafa­ svikið­ lit­ fyrir­ afgreiðslu­ málsins­ og­ tekið­upp­harðlínuna.­Í­raun­ber­þetta­ vott­ um­ sókn­ Bjarna­ og­ fylgismanna­ hans­inn­að­miðju­stjórnmálanna.­Að­ þjóðarhagsmunir­ verði­ teknir­ fram­ yfir­ sérhagsmuni,­ en­ margir­ líta­ svo­ á­ að­ frá­ hruninu­ og­ undir­ landstjórn­ vinstriflokkanna­hafi­forysta­Sjálfstæð- isflokksins­verið­veik­og­raunverulega­ í­ herkví­ hægriafla­ og­ kvótaeigenda.­ Það­ eru­ hins­ vegar­ söguleg­ sannindi­ að­ flokknum­ hefur­ gengið­ best­ þegar­ hann­hefur­horfið­frá­þröngri­sérhags- munagæslu­og­lagt­áherslu­á­almanna-­ og­ þjóðarhagsmuni­ líkt­ og­ Bjarni­ og­ forysta­ flokksins­ virðast­ ætla­ að­ gera­ nú.­Verðugt­er­fyrir­Samfylkinguna­að­ átta­sig­á­því­að­með­slíkri­stefnubreyt- ingu­getur­Sjálfstæðisflokkurinn­orðið­ skæður­keppinautur­um­miðjufylgið­í­ landinu. VG í klípu Allt­setur­þetta­þrýsting­á­þingflokk­VG­ og­raunar­flokkinn­í­heild­sinni.­Breyti­ Sjálfstæðisflokkurinn­ stefnu­ sinni­ í­ Ice­save­og­Evrópumálum­er­jafnframt­ ljóst­ að­ flokkurinn­ á­ meiri­ málefna- lega­ samleið­ með­ Samfylkingunni­ en­ áður.­Líkurnar­á­að­landstjórnin­verði­ á­ næsta­ kjörtímabili­ í­ höndum­ Sjálf- stæðisflokks­ og­ Samfylkingar­ hafa­ aukist.­ Hægt­ og­ bítandi­ sannfærast­ atvinnurekendur­ og­ samtök­ launa- manna­ æ­ betur­ um­ að­ með­ óstöðug- leika­ krónunnar­ verði­ ekki­ hægt­ að­ skapa­ grundvöll­ rekstrar­ í­ alþjóðlegu­ umhverfi­á­næstu­árum. Verður­kannski­reyndin­sú­að­fyrsta­ hreina­ vinstristjórnin­ frá­ stofnun­ lýð- veldisins­ haldi­ ekki­ velli­ út­ heilt­ kjör- tímabil?­ Fari­ svo­ eru­ enn­ einu­ sinni­ færðar­ sönnur­ á­ að­ sundurlyndi­ vinstrimanna­ í­ landinu­ er­ jafnframt­ saga­ valdstjórnar­ Sjálfstæðisflokksins.­ Engum­dettur­heldur­í­hug­að­pólitískt­ afl­flokksins­hafi­þurrkast­út­þó­svo­að­ hann­beri­mesta­ábyrgð­á­bankahrun- inu­og­sé­að­mörgu­leyti­í­afleitri­stöðu­ meðan­ hann­ ekki­ gerir­ upp­ fortíðina­ innanflokks. Hér­ ber­ að­ hafa­ þann­ fyrirvara­ að­ innan­ Samfylkingarinnar­ gætir­ tor- tryggni­ í­ garð­ Sjálfstæðisflokksins.­ En­ tortryggni,­sem­einnig­gætir­í­garð­VG,­ gæti­ hæglega­ breytt­ viðhorfum­ sam- fylkingarmanna­þótt­herhvöt­Jóhönnu­ Sigurðardóttur­hafi­ekki­verið­misskil- in­á­flokksstjórnarfundinum­í­lok­jan- úar:­„Nú­er­komið­að­ögurstundu,­sem­ snýst­um­það­hvort­jafnaðarmönnum­ á­ Íslandi­ auðnist­ að­ halda­ undirtök- unum­og­brjóta­á­bak­aftur­að­fámenn­ valdaklíka­ íhaldsafla­og­sægreifa­á­ Ís- landi­eigi­áfram­Ísland.­Nú­er­að­duga­ eða­drepast,­jafnaðarmenn.“ Sundrung og ólík viðhorf Innan­ VG­ eru­ harðir­ andstæðingar­ ESB-aðildar­ en­ einnig­ aðildarsinnar.­ Þar­ eru­ þeir­ sem­ vilja­ róttækar­ breyt- ingar­á­kvótakerfinu­og­hinir­sem­vilja­ litlar­ og­ hægfara­ breytingar.­ Í­ VG­ eru­ sósíalistar­ sem­ leggja­ áherslu­ á­ þjóð- rækni­ og­ sjálfstæði­ en­ þar­ eru­ einn- ig­ kjósendur­ sem­ aðhyllast­ alþjóða- hyggju.­ Sumir­ kjósendur­ VG­ leggja­ höfuðáherslu­ á­ umhverfismál­ og­ láta­ spurningar­ um­ fullveldi­ og­ sjálfstæði­ ekki­þvælast­fyrir­umhverfismarkmið- um.­ Vandi­ VG­ er­ ekki­ síst­ félagslegur­ og­ jafnvel­ persónulegur.­ Flokkurinn­ varð­til­árið­1999­þegar­alvarleg­tilraun­ var­ gerð­ til­ þess­ að­ sameina­ Alþýðu- bandalagið,­ Alþýðuflokkinn,­ Kvenna- listann­og­Þjóðvaka.­Sameina­jafnað- ar-,­ vinstrimenn­ og­ femínista­ undir­ merkjum­Samfylkingarinnar.­Hluti­Al- þýðubandalagsins­hlýddi­ekki­kallinu.­ Steingrímur­J.­Sigfússon­og­fleiri­stofn- uðu­Vinstrihreyfinguna­-­grænt­fram- boð.­ Steingrímur­ stóð­ sterkur­ í­ kjör- dæmi­sínu­norðaustanlands.­Í­þéttbýli­ suðvesturhornsins­ varð­ Ögmundur­ Jónasson­ brátt­ leiðandi.­ Enginn,­ sem­ til­þekkir­ innan­VG,­efast­um­að­per- sónuleg­ spenna­ milli­ Steingríms­ og­ Ögmundar­ hafi­ haft­ sundrandi­ áhrif­ ekkert­ síður­ en­ málefnalegur­ ágrein- ingur,­ svo­ sem­ um­ Icesave,­ umsókn­ um­ aðild­ að­ ESB­ eða­ áherslumunur­ varðandi­auðlindapólitík. Reyndar­er­hin­svokallaða­órólega­ deild­innan­VG­ekki­mjög­samstæður­ hópur­þegar­litið­er­til­málefna.­Hluti­ hópsins­er­afar­andvígur­umsókn­um­ aðild­að­ESB­en­aðrir­ekki.­Þrír­þing- mannanna­sameinuðust­um­að­styðja­ ekki­ fjárlagafrumvarp­ Steingríms­ J.­ Sigfússonar­ fyrir­ jól­ og­ töluðu­ um­ foringjaræði­ og­ forsjárhyggju­ innan­ flokksins.­ Aðrir­ taka­ ekki­ undir­ slíkt.­ Tekist­ er­ á­ um­ framtíð­ Jóns­ Bjarna- sonar­á­ráðherrastóli­og­sýnt­að­hann­ lætur­ekki­stólinn­af­hendi­átakalaust­ nái­ ríkisstjórnin­ því­ marki­ sínu­ að­ sameina­ iðnaðar-,­ sjávarútvegs-­ og­ landbúnaðarmál­undir­hatti­atvinnu- vegaráðuneytis.­ Innantökur­ VG,­ sem­ samstarfsflokkurinn­ telur­ að­ þvælist­ fyrir­ landstjórninni,­ eru­ því­ ekki­ yfir- staðnar.­ Steingrímur­ J.­ Sigfússon­ for- maður­á­enn­verk­fyrir­höndum.­ Sterk pólitísk áhrif Sjálfstæðisflokksins Að­ öllu­ samanlögðu­ er­ stefnubreyt- ing­Sjálfstæðisflokksins­í­Icesave-mál- inu­líkleg­til­að­breyta­landslagi­stjórn- málanna­og­er­án­efa­skref­í­þá­átt­að­ leiða­ fjórflokkinn­ út­ úr­ stjórnmála- kreppunni­sem­hangið­hefur­yfir­þjóð- inni­undanfarin­misseri.­Ríkjandi­vald­ miðjunnar­ í­ stjórnmálunum­ veld- ur­ VG­ erfiðleikum­ á­ vinstrikantinum­ líkt­ og­ stöðutaka­ forystu­ Sjálfstæðis- flokksins­ gegn­ þjóðernisöflum­ gæti­ leitt­ til­ þess­ að­ úr­ flokknum­ kvarnist­ yst­til­hægri.­Undanfarin­misseri­hefur­ hægriarmur­flokksins­biðlað­reglulega­ til­VG­í­andstöðunni­við­ESB,­Ice­save­ og­ fleiri­ málefni­ á­ þjóðernislegum­ grundvelli.­Bjarni­Benediktsson­hefur­ slegið­ á­ allt­ slíkt­ með­ afstöðu­ flokks- forystunnar­ til­ Iceave-samningsins­ og­ siglir­ nú­ nær­ Samfylkingunni­ en­ undanfarin­misseri.­Það­að­sínu­ leyti­ stillir­ forystu­ VG­ upp­ við­ vegg,­ ekki­ síst­ „órólegu­ deildinni“.­ Þingflokkur­ VG­ neyðist­ til­ að­ taka­ af­ tvímæli­ um­ að­ flokkurinn­ vilji­ og­ geti­ haldið­ út­ eitt­kjörtímabil­í­fyrstu­hreinu­vinstri- stjórninni­frá­stofnun­lýðveldisins.­ Mikilvægasta­spurningin­á­sviði­ís- lenskra­ stjórnmála­ næstu­ mánuði­ og­ misseri­er­engu­að­síður­hvers­vænta­ megi­ frá­ Sjálfstæðisflokknum­ og­ hversu­djarflega­hann­reyni­að­sækja­ fylgi­ inn­að­miðjunni.­Geri­hann­það­ þarf­ Samfylkingin­ einnig­ að­ huga­ að­ sínum­ fylgisgrundvelli.­ Eitt­ viðbragð­ við­slíkri­sókn­frá­hægri­og­uppstokk- un­ efnahagslífsins­ gæti­ falist­ í­ því­ að­ taka­ upp­ þráðinn­ þar­ sem­ frá­ var­ horfið­ um­ sameiningu­ jafnaðar-­ og­ vinstrimanna­ í­ einn­ stjórnmálaflokk.­ Slíkar­hugmyndir­gætu­teygt­sig­yfir­til­ annarra­hófsamari­afla­á­miðju­stjórn- málanna. Búsáhaldabyltingin Kjósendur hafa litlar sýnilegar breytingar séð á íslenskum stjórnmál- um undanfarin misseri ef frá er talinn sigur Bestaflokksins í höfuðborginni síðastliðið vor. Jón­Ásgeir­ Jóhannesson­ lét­hafa­eft- ir­sér­um­helgina­að­hann­og­erlend- ir­ fjárfestar­ hefðu­ boðist­ til­ þess­ að­ greiða­ allar­ skuldir­ Haga­ og­ móður- félagsins­1998­ehf.­á­sjö­árum­haust- ið­ 2009.­ Skuldir­ félaganna­ tveggja­ námu­rúmlega­80­milljörðum­króna­ þegar­Jón­Ásgeir­segist­hafa­boðist­til­ þess­að­greiða­allar­skuldir­þeirra. Í­ samtali­ við­ DV­ vildi­ Iða­ Brá­ Benediktsdóttir,­ upplýsingafulltrúi­ Arion­ banka,­ ekki­ tjá­ sig­ um­ það­ hvort­ Jón­ Ásgeir­ Jóhannesson­ og­ fjárfestar­tengdir­honum­hefðu­boð- ist­ til­ að­ greiða­ skuldir­ 1998­ ehf.­ og­ Haga­ að­ fullu­ haustið­ 2009.­ „Arion­ banki­fór­þá­leið­sem­hann­taldi­skila­ bankanum­mestum­endurheimtum,“­ sagði­ Iða­ í­samtali­við­Vísi­á­sunnu- daginn.­Sagðist­hún­í­samtali­við­DV­ hafa­litlu­við­þetta­að­bæta. Ólíkt verðmat Samkvæmt­ tilkynningu­ sem­ Arion­ banki­sendi­frá­sér­síðastliðinn­föstu- dag­metur­bankinn­Haga­á­24,5­millj- arða­ króna­ með­ skuldum.­ „Arion­ banki­gerði­sjálfur­verðmat­á­Högum­ í­upphafi­árs­2010­og­mat­félagið­á­36­ milljarða­ með­ skuldum,“­ segir­ Jón­ Ásgeir­ Jóhannesson­ í­ svari­ við­ fyrir- spurn­ sem­ DV­ sendi­ honum­ vegna­ málsins.­ Bankinn­ hafi­ ekki­ sagt­ frá­ því­ í­ tilkynningu­ á­ föstudaginn­ að­ þegar­sé­búið­að­taka­verslanir­10-11­ út­úr­Högum­og­lækka­skuldir­á­móti.­ Verslanir­ 10-11­ voru­ um­ þriðjungur­ af­verslunum­Haga. Árið­2009­veltu­Hagar­um­65­millj- örðum­ króna­ og­ hagnaður­ félagsins­ fyrir­skatta,­afskriftir­og­fjármagnsliði­ (EBITDA)­var­fjórir­milljarðar­króna.­ Endurskoðandi­ sem­ DV­ ræddi­ við­ sagði­algengt­nú­um­mundir­að­verð- meta­ félög­ út­ frá­ fimm­ til­ áttföldum­ EBITDA-hagnaði.­Miðað­við­það­ætti­ verðmæti­ Haga­ að­ vera­ á­ bilinu­ 20­ til­ 32­ milljarðar­ króna.­ Horfa­ verði­ til­ þess­ að­ verslanir­ Haga­ séu­ með­ markaðsráðandi­ stöðu­ á­ íslensk- um­ matvælamarkaði­ og­ því­ ólíklegt­ að­ mikill­ vöxtur­ verði­ hjá­ félaginu­ á­ næstu­ árum.­ Auk­ þess­ sé­ stöðnun­ í­ einkaneyslu­hjá­flestum­landsmönn- um.­ Taka­ verður­ þessar­ tölur­ með­ fyrirvara­þar­sem­ekki­liggur­ljóst­fyr- ir­hvað­Arion­banki­verðmetur­10-11­ verslanirnar­ á,­ sem­ dregst­ frá­ verð- inu. Alfarið erlendir hluthafar Jón­Ásgeir­segir­að­áætlanir­sínar­hafi­ gengið­út­frá­því­að­erlendir­hluthaf- ar­ myndu­ fjármagna­ nýtt­ hlutafé­ að­ fullu.­ DV­ sagði­ frá­ því­ í­ nóvember­ árið­2009­að­þeir­Malcolm­Walker,­Sir­ Tom­Hunter­og­Don­McCarthy­hefðu­ þá­ ætlað­ að­ koma­ með­ nýtt­ hluta- fé­inn­í­eignarhaldsfélagið­1998­sem­ átti­Haga­á­þeim­tíma.­Var­talað­um­ sjö­til­tíu­milljarða­króna.­ Áætlanir­ Jóns­ Ásgeirs­ og­ við- skiptafélaga­ hans­ gerðu­ ráð­ fyrir­ að­ Hagar­ myndu­ eiga­ 2,2­ milljarða­ króna­ á­ ári­ til­ þess­ að­ standa­ undir­ afborgunum­eftir­að­hafa­greitt­vexti­ af­ lánum­ 1998­ ehf.­ og­ Haga.­ Sést­ þetta­í­töflu­með­fréttinni.­Árið­2009­ veltu­Hagar­um­65­milljörðum­króna­ og­ hagnaður­ félagsins­ fyrir­ skatta,­ afskriftir­ og­ fjármagnsliði­ (EBITDA)­ nam­ fjórum­ milljörðum­ króna,­ eins­ og­áður­kom­fram.­ DV­spurði­ Jón­Ásgeir­út­ í­aðferð- irnar­ sem­ hann­ hugðist­ beita­ til­ að­ ná­þessum­árangri.­„Við­bjuggum­til­ Haga­ conceptið­ 1998.­ Við­ hefðum­ gert­tvær­stórar­breytingar­á­rekstrar- formi­ félagsins,“­ segir­ hann.­ Spurð- ur­ hvernig­ skuldirnar­ yrðu­ greiddar­ upp­svaraði­Jón­Ásgeir:­„Eins­og­áður­ sagði­nýtt­hlutafé,­sala­eigna­og­góð- ur­rekstur.“ Óljósar áætlanir Heimildarmenn­ sem­ DV­ ræddi­ við­ sögðu­ að­ viðræður­ Jóns­ Ásgeirs­ við­ Arion­banka­hefðu­ekki­verið­komn- ar­ langt­ á­ veg.­ Hann­ hefði­ ekki­ ver- ið­ búinn­ að­ sýna­ raunhæfar­ áætl- anir­ um­ það­ hvernig­ fjármagna­ ætti­ hlutafé­ þeirra­ sem­ ætluðu­ að­ leggja­ það­ fram.­ Það­ væri­ þó­ ótrúlegt­ að­ bankinn­skyldi­alfarið­loka­á­viðræð- ur­við­hann.­Óttinn­við­almennings- álitið­og­viðbrögð­fjölmiðla­hefðu­þó­ líklega­ skipt­ máli.­ Samkomulag­ við­ hann­hefði­skapað­mikla­reiði­með- al­ almennings­ sem­ hefði­ haft­ slæm­ áhrif­ á­ orðspor­ bankans.­ Það­ ásamt­ óljósum­ áætlunum­ hefði­ orðið­ til­ þess­að­ekki­var­gengið­lengra­í­við- ræðum­ við­ hann­ og­ þá­ sem­ ætluðu­ að­ koma­ að­ fjármögnuninni­ með­ honum. n Jón Ásgeir vildi borga skuldir Haga á sjö árum n Aðeins með erlendum hluthöfum n Hugmyndirnar þóttu illa útlistaðar SVONA ÆTLAÐI JÓN AÐ BORGA Áætlun Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans um rekstur Haga Áætlunin Hagnaður á ári: 4.250 milljónir Fjárfestingar: 500 milljónir Vextir Haga: 680 milljónir Vextir 1998: 800 milljónir Laust fé árlega: 2.270 milljónir Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Við bjuggum til Haga conceptið 1998. Jón Ásgeir Jóhannesson Sjö ára áætlun Jóns Ásgeirs var ekki tekin trúanleg í Arion banka. Þegar allt lék í lyndi Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson, faðir hans, stofnuðu Bónus 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.