Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Page 10
Fyrir Hæstarétti liggur að dæma í svo- kölluðu vitnamáli sem snertir einka- væðingu Búnaðarbankans. Héraðs- dómur Reykjavíkur hafnaði beiðni um að tilgreind vitni, fulltrúar kaup- enda Búnaðarbankans (S-hópsins) og einkavæðingarnefndar bæru vitni sem varpað gæti ljósi á fjár- og skaða- bótakröfur sem Þorsteinn Helgi Inga- son hefur gert á hendur Búnaðar- bankanum og síðar Kaupþingi og Arion banka. Lúðvík Bergvinsson, lögfræð- ingur Þorsteins, hafði farið fram á að Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafs- son, Axel Gíslason, Kristinn Hall- grímsson og fleiri fulltrúar S-hóps- ins – kaupenda Búnaðarbankans – yrðu leiddir til vitnis ásamt Baldri Guðlaugssyni, Jóni Sveinssyni, Ól- afi Davíðssyni, Guðmundi Ólasyni og fleiri þáverandi fulltrúum einka- væðingarnefndar. Ljóst má vera að vitnaleiðsla yfir þeim sem gengu frá sölu Búnaðarbankans yrði mikil- vægt gagn við fyrirhugaða rannsókn á einkavæðingu bankanna. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks töldu slíka rannsókn óþarfa innan þingmannanefndar undir for- ystu Atla Gíslasonar og lagði nefnd- in á endanum ekki til slíka rannsókn. Þingsályktunartillaga stjórnarliða um rannsókn á einkavæðingu bank- anna hefur nú legið óhreyfð á Alþingi í fjóra mánuði. Málið fyrir Hæstarétti Þorsteinn Helgi Ingason höfðaði fyrst mál gegn Búnaðarbankanum árið 2001, áður en bankinn var einka- væddur, og krafðist 500 milljóna króna skaðabóta vegna falsana á víxl- um sem síðar leiddi til þess að bank- inn gekk að eignum hans. Í stuttu máli var mál Þorsteins fellt niður oftar en einu sinni vegna ónógra sönnunar- gagna, síðast 2008. Þorsteinn telur að krafa hans hafi haft áhrif til lækkun- ar á kaupverði S-hópsins á Búnaðar- bankanum. Viðurkennt er að verðið lækkaði frá samningsdrögum í nóv- ember 2002 þar til endanlegur samn- ingur var undirritaður í janúar 2003. Vitnaleiðslur þær, sem Héraðs- dómur Reykjavíkur hafnaði, áttu að leiða í ljós hvort kröfur Þorsteins væru réttmætar. Fulltrúar Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga og ríkisins mótmæltu beiðninni um sönnunarfærslu en fulltrúi ríkisins dró mótmæli sín síðar til baka fyrir héraðsdómi. Undir hæl bankans Þorsteinn hefur frá upphafi talið Búnaðarbankann hafa valdið sér miklu tjóni er bankinn gekk að út- gerð hans. Með vitnaleiðslunni vildi hann leiða fram hvort seljend- ur bankans hefðu gert ráð fyrir að meint skaðabótakrafa kynni að falla á bankann veturinn 2002 til 2003 og að bankinn hefði verið seldur við lægra verði en ella. Í úrskurði héraðsdóms segir að til- gangurinn með vitnaleiðslunni hafi ekki verið sá að varpa ljósi á atvik sem Þorsteinn taldi grundvöll skaða- bótakröfu sinnar og því þætti hann ekki hafa lögvarða hagsmuni af því að vitnaleiðslan færi fram. Svo er að sjá sem málið sé í eins konar sjálfheldu, því nærtækasta leið- in til að kalla fram ný sönnunargögn felst væntanlega í því að leiða ofan- greind vitni eiðsvarin fyrir dóm um söluna á Búnaðarbankanum og end- anlegt verð hans. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og fékk hann það í hendur snemma í síðasta mánuði. Leynigögn týnast Ekki einasta hafa dómstólar dæmt Þorsteini í óhag í framangreindu máli heldur hefur einnig gengið illa að afla nauðsynlegra gagna innan stjórnkerf- isins. Hann hefur til að mynda ítrekað leitað eftir trúnaðargögnum einka- væðingarnefndar um sölu Búnaðar- bankans sem virðast hafa gufað upp í forsætisráðuneytinu, líklega vorið 2005. Í fundargerðum einkavæðingar- nefndar, vinnuskýrslum og í áreið- anleikaskýrslu um sölu bankans er ekki minnst á afslátt af kaupverði. Í greinargerð lögfræðinga Þorsteins segir þó frá einum fundi einkavæð- ingarnefndar sem fram fór þann 6. janúar árið 2003, aðeins fáeinum dögum áður en endanlega var geng- ið frá sölu bankans. Fram kemur að á þessum fundi hafi krafa Þorsteins verið tekin til sérstakrar umfjöllunar og að ætla megi að S-hópurinn hafi gert þá kröfu að ríkið tæki ábyrgð á kröfu Þorsteins. Augljóslega hafi S-hópurinn og einkavæðingarnefnd tekist á um málið. Fyrsta síðan fannst Síðar segir í greinargerð lögfræðinga Þorsteins að hann hafi leitað sérstak- lega eftir að fá aðgang að minnis- punktum sem vísað er til í umræddri fundargerð. Þeir minnispunktar hafi hins vegar ekki fundist. Við leit í for- sætisráðuneytinu hafi þó á endanum fundist fyrsta síða minnispunktanna. Blaðsíðutala í horni skjalsins og loka- málsgrein á síðunni bendi ótvírætt til þess að minnispunktarnir hafi talið fleiri blaðsíður. „Verður því ekki annað séð en að afgangur skjalsins sé glatað- ur eða að honum hafi verið eytt, sem verður að teljast afar athyglisvert þeg- ar um er að ræða eins stórt og umdeilt mál og einkavæðing Búnaðarbankans var og er enn,“ eins og segir í greinar- gerð lögfræðinganna. Þess má geta að ráðgjafarfyritæk- ið Landwell, sem annaðist áreiðan- leikakönnun varðandi sölu Búnaðar- bankans, skilaði áliti 8. janúar 2003, tveimur dögum eftir umræddan fund einkavæðingarnefndar, og kvaðst ekki treysta sér til þess að gefa álit á því hver yrðu líklegust úrslit skaðabóta- máls Þorsteins gegn bankanum. Mál- ið var því greinilega rætt innan bank- ans og einkavæðingarnefndar. Hvað stóð á týndu blaðsíðunum? „Það má færa fyrir því sterk rök að þessum gögnum hafi verið eytt í for- sætisráðuneytinu vorið 2005. Einka- væðingarnefnd vísar til þessara ganga 28. apríl 2005 og svo aftur 9. júní sama ár. Ég hef fengið afhent þau gögn sem einkavæðingarnefnd sendi úrskurð- arnefnd um upplýsingamál,“ seg- ir Þorsteinn sjálfur í samtali við DV. „Það má fullyrða að ekkert af þeim gögnum geti fallið undir 5. grein upp- lýsingalaganna. Það má sjá af úr- skurði nefndarinnar (A219 - 2005) að hún hafði ekki gögn til úrlausnar málsins sem féllu undir þá grein.“ Í umræddri grein er kveðið á um að óheimilt sé að veita almenn- ingi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga „...sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikil- væga fjárhags- eða viðskiptahags- muni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Þess má geta að upphaflega óskaði Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaða- maður eftir fundargerðum einkavæð- ingarnefnar fyrir hönd Fréttablaðsins árið 2005. Augljóslega fékk hún ekki aðgang að blaðsíðu sem fyrst kom í leitirnar 2010 hvað þá að blaðsíðun- um sem glatast hafa af einhverjum ástæðum í forsætisráðuneytinu. „Framlagning þessara minnis- punkta er bókuð í fundargerð einka- væðingarnefndar. Það er því rökrétt að mínu mati að ætla að þær blaðsíður sem vantar augljóslega séu þau gögn sem einkavæðingarnefnd vísaði til í bréfi sínu til úrskurðarnefndar 28. apr- íl og 9. júní árið 2005,“ segir Þorsteinn. Með þessu á Þorsteinn við að á týndu blaðsíðunum sé mögulega að finna upplýsingar sem falli undir bankaleynd og hafi ekki verið upplýs- ingaskyld samkvæmt framangreindu ákvæði. 10 | Fréttir 16. febrúar 2011 Miðvikudagur Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is n Forsætisráðuneytið týndi trúnaðargögnum um sölu Búnaðarbankans n Alþingi tefur rannsókn á einkavæðingu bankanna n Reynt að kalla S-hóps menn í vitnastúku „Það má færa fyrir því sterk rök að þessum gögnum hafi verið eytt í for sætis- ráðuneytinu vorið 2005 Leynigögn hverfa í Stjórnarráðinu Einkennilegt að skjöl glatist Lögfræðingar undrast að trúnaðarskjal hafi „týnst“ í forsætis- ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Vitnalistinn Farið er fram á að meðlimir í einkavæðingarnefnd og S-hópnum beri vitni. Ólafur Ólafsson Kenndur við Samskip. Lykilmaður í S-hópnum – fulltrúi Eglu hf. við kaup á Búnaðarbankanum. Guðmundur Ólason Fulltrúi í einkavæðingarnefnd og síðar forstjóri Milestone. Finnur Ingólfsson Fyrr- verandi ráðherra Framsókn- arflokksins og fulltrúi VÍS við kaupin á Búnaðarbankanum. Axel Gíslason Fyrrverandi forstjóri VÍS – fulltrúi Sam- vinnulífeyrissjóðsins við kaupin á Búnaðarbankanum. Baldur Guðlaugsson Fyrrverandi ráðuneytis stjóri og fulltrúi í einkavæðingarnefnd. Kristján Loftsson Forstjóri Hvals hf. – fulltrúi Kers hf. við kaupin á Búnaðarbankanum. Ólafur Davíðsson Formaður einkavæðingarnefndar. Jón Sveinsson Framsókn- armaður og lögfræðingur í einkavæðingarnefnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.