Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Síða 20
20 | Fókus 16. febrúar 2011 Miðvikudagur
Leiklistarráð úthlutar styrkjum fyrir árið 2011:
60 milljónir til atvinnuleikhópa
Leiklistarráð Menningar- og
menntamálaráðuneytisins til-
kynnti á mánudag hvaða at-
vinnuleikhópar hlytu styrk frá
ráðinu árið 2011. Alls sóttu 67 að-
ilar um fjármagn til 85 verkefna
auk sex umsókna um samstarfs-
samninga. 53,1 milljón var út-
hlutað en í leiklistarráði eru Guð-
rún Vilmundardóttir, formaður,
skipuð án tilnefningar, Jórunn
Sigurðardóttir, tilnefnd af Leik-
listarsambandi Íslands og Hera
Ólafsdóttir, tilnefnd af Bandalagi
sjálfstæðra leikhúsa.
H
vað gera forsetar þegar þeir
eru orðnir leiðir á því að
vera sífellt að afgreiða bréf
og standa í öllu því stússi
sem fylgir þeirra háa embætti? Eða
prinsessur sem alltaf verða að hanga
heima í höllinni innan um hirð-
fólk og lífverði og mega ekki fara út
að leika sér með öðrum krökkum?
Jú, þau slá sér bara saman og drífa
sig upp í sveit, villast kannski smá-
vegis, en rata aftur til byggða, finna
skemmtilegar beljur og landnáms-
hænur, og gott ef ekki sjálf sig í leið-
inni. Aftur til náttúrunnar, sagði
Rousseau. Þau sannindi eru greini-
lega í fullu gildi í Bessastaðaleiknum
sem frumsýndur var nýlega á stóra
sviði Þjóðleikhússins.
Leikurinn er byggður á barna-
sögum Gerðar Kristnýjar, Ballið á
Bessastöðum og Prinsessan á Bessa-
stöðum. Eftir viðtökum í salnum
að dæma ætti hann að skírskota til
barna á öllum aldri, þó að líklega sé
hann nú frekar fyrir þau yngri. Sögu-
sviðið er sem sagt forsetasetrið og
svo auðvitað sveitin og fjöllin. Þang-
að koma kóngur og drottning í heim-
sókn ásamt prinsessunni litlu sem er
afabarn þeirra; þau eru að sjálfsögðu
öll í gulli og glimmer eins og kóngar
og drottningar eiga að vera. Annars
eru þau hjón miklir fjallagarpar og
hafa stutta viðdvöl hjá forseta, búin
að fá nóg af veisluhöldum og hefðar-
standi og stefna beint á fjöll; það fer
ekki á milli mála hverrar þjóðar þau
eru. Á forsetasetrinu ræður ríkjum
Halldóra ráðskona, en forsetinn er
einhleypur og heldur svona barns-
legur í sér, verður víst að segjast. En
þegar hann fær fallegt bréf norðan
úr Mývatnssveit ásamt prjónuðum
ullarsokkum – í fánalitunum nema
hvað – þá fer hjartað að slá örar.
Aldrei að vita nema næsta útgáfa
sögunnar heiti Brúðkaupið á Bessa-
stöðum. Jafnvel efni í unglingaleikrit
það sem sumir virðast sakna mjög í
leikhúsunum?
Söguefnið er rýrt, satt er það,
og boðskapurinn hvorki frumleg-
ur né sérlega markverður. En þetta
er framreitt með miklum ágæt-
um; það kann Ágústa Skúladóttir
og hennar fólk – „med glimt i øjet“.
Og ekki hjálpar músíkin lítið til, líf-
legir og á köflum býsna hugljúfir
söngvar Braga Valdimars við texta
hans og Gerðar Kristnýjar; þau tvö
kunna að láta standa í hljóðstafn-
um, hvað sem líður skáldskapar-
gildi að öðru leyti. Um leikendur er
það að segja að leikgleðin geislar af
þeim; hér eru allir með í leiknum
af lífi og sál, enginn í fýlu úti í horni
(enda leyfir Ágústa leikstjóri ekkert
slíkt) og naumast ástæða til að hæla
einum umfram annan. Ég stenst þó
ekki mátið að nefna drauginn sem
Kjartan Guðjónsson leikur, því að
þarna er draugur eins og vera ber
á Bessastöðum; að vísu er það ekki
hún Apollonía sáluga, sem ætti lít-
ið erindi í svona sögu; nei, þetta er
afturgenginn bakari frá 18. öld og
sá fær sko tækifæri til að sýna sína
kúnst. Það var snjallræði að bæta
honum við; prakkarann má alls ekki
vanta í svona leik – hvað væri Kardi-
mommubær án ræningja eða Hálsa-
skógur án Mikka? Og vitaskuld fær
draugsi tækifæri til að bæta fyrir
syndir sínar í lokin, þó ekki séu þær
stórvægilegar. Er það annars tilviljun
hvað andlitsgervi og jafnvel taktar
minna mikið á þjóðkunnan íslensk-
an matarlistafrömuð? Búningarnir,
jú, ég má til með að hæla þeim líka;
þeir voru sannarlega litskrúðugir og
flottir, alveg frá hvirfli til ilja.
Stjörnugjöfin er svolítið vanda-
söm að þessu sinni. Sem bók-
menntaverk er leikritið ekki nema
upp á svona tvær stjörnur, ef þá
það. Sýningin slagar hins vegar hátt
í fjórar. En þar sem hinn annars svo
strangi gagnrýnandi var í besta skapi
þegar hann kvaddi Þjóðleikhúsið og
gekk út í slabbið ásamt ungum ferða-
félaga sínum, lætur hann mildina og
örlætið ráða og gefur þrjár og hálfa
stjörnu.
LagLega farið
með Lítið efni
Ballið á Bessastöðum
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Gerður Kristný
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Tónlist: Bragi Valdimar Skúlason
Leikmynd: Guðrún Oyahals
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Brúðugerð: Bernd Ogrodnik
Leikrit
Jón Viðar
Jónsson
Draugurinn á Bessastöðum „Ég stenst þó ekki mátið að nefna drauginn sem Kjartan
Guðjónsson leikur...“
Jóhannes Haukur
Jóhannesson Leikur í
Ballinu á Bessastöðum sem
sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
nixon í Sam-
bíóunum
Í kvöld verður endursýnd í Smára-
bíóunum-Kringlunni útsending
Metro politan-óperunnar á óperunni
Nixon in China eftir John Adams.
Óperan, sem var frumsýnd árið
1987, fjallar um heimsókn Richards
Nixons til Kína árið 1972 og koma
bæði Nixon og Maó ásamt eiginkon-
um fram á sviðinu. Óperan hlaut
blendnar viðtökur við frumsýning-
una, en hún hefur víða verið sýnd
síðan og fest sig í sessi sem eitt af
helstu verkum bandarískrar nútím-
aóperulistar. Leikstjóri sýningarinn-
ar er Peter Sellars, sem stýrði einnig
frumsýningunni á sínum tíma, en
Sellars er einn af frægustu óperu-
leikstjórum samtímans og umdeild-
ur mjög. Nixon er sunginn af barit-
ónsöngvaranum James Maddalena
sem söng hlutverkið einnig á frum-
sýningunni. Það er tónskáldið sjálft,
John Adams, sem stjórnar hljóm-
sveit Metropolitan-óperunnar.
Sandler og
aniston vinsæl
Gamanmyndin Just Go With It var
vinsælasta mynd landsins í síðustu viku.
Hún kom ný inn á lista og fór beint í fyrsta
sæti með 4.375 gesti og rúmar 4,1 milljónir
í tekjur. True Grit, sem tilnefnd er til 10
óskarsverðlauna, kom einnig ný inn og fór
beint í annað sætið með 2.655 gesti og 2,7
milljónir í tekjur. Þá situr Yogi Bear í þriðja
sæti með 2.850 gesti og 2,4 milljónir í tekjur.
tilnefnd til
gullbjarnarins
Tyrkneska myndin Our Grand Des-
pair er tilnefnd til Gullbjarnarins á
kvikmyndahátíðinni í Berlín sem nú
stendur yfir. Það var íslenska kvik-
myndatökukonan Birgit Guðjóns-
dóttir sem tók myndina. Myndin er
heimsfrumsýnd á hátíðinni í dag en
kvikmyndahátíðin í Berlín er ein sú
stærsta sinnar tegundar í Evrópu og
telst til svokallaðra A-hátíða. Þetta er
í fyrsta skipti sem mynd sem er tekin
upp af Íslendingi er tilnefnd til Gull-
bjarnarins en Birgit er búsett í Berlín
þar sem hún hefur búið undanfarin
tíu ár. Birgit er enginn nýgræðing-
ur í greininni og hefur hún unnið
við gerð mynda eins og The Bourne
Sup remacy, Æon Flux og Jargo.
Nafn Upphæð
Sviðslistahópurinn
16 elskendur 8.000.000 kr.
Common Nonsense 4.000.000 kr.
Fígúra 3.950.000 kr.
Aldrei óstelandi 3.600.000 kr.
Netleikhúsið Herbergi 408 5.500.000 kr.
Íslenska hreyfiþróunar-
samsteypan 4.850.000 kr.
Ég og vinir mínir 3.600.000 kr.
Nafn Upphæð
Kvenfélagið Garpur 4.650.000 kr.
Framandverkaflokkurinn
Kviss búmm bang 600.000 kr.
Naív/Himneska 4.800.000 kr.
Söguleikhúsið 3.150.000 kr.
The Island Project 3.500.000 kr.
Tinna Grétarsdóttir 900.000 kr.
Málamyndahópurinn 1.000.000 kr.
Pálína frá Grund 1.000.000 kr.
Úthlutun leiklistarráðs 2011
16 elskendur Fékk 8 milljónir í styrk til
uppsetningar á verkinu Sýning ársins.