Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 4. mars 2011 Helgarblað Blekkingar Rúmlega 48 milljarða króna lán Lands- banka Íslands til eignarhaldsfé- lagsins Styttu í að- draganda banka- hrunsins haustið 2008 var ákvarðað nákvæmlega út frá skuldum eignarhaldsfélagsins Fons við bankann. Í viðskiptunum seldi Fons, sem var í eigu Pálma Haralds- sonar fjárfestis, tæplega 30 prósenta eignarhlut í bresku matvöruverslana- keðjunni Iceland til Styttu, sem var í eigu Stoða og þriggja lykilstarfs- manna Iceland-keðjunnar – Mal- colms Walker, Andrews Pritchard og Tarsem Dhaliwa – fyrir tæpa áttatíu milljarða króna. Um 50 milljarðar komu frá Landsbankanum. Eftir- stöðvarnar af láninu fyrir Iceland komu frá Glitni. Pálmi fær afskrifað Lands- banki Ís- lands afskrifaði um 800 milljónir króna af skuldum Ferðaskrifstofu Íslands, sem er í eigu Pálma Haraldssonar í Fons, í ársbyrjun 2010. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi Ferðaskrifstofu Íslands, sem á og rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferð- ir, Úrval-Útsýn og Plúsferðir, frá því í ágúst í fyrra. Móðurfélag Ferðaskrifstofu Íslands er eignarhaldsfélagið Nupur Hold- ing sem einnig á Feng, móðurfélag Iceland Express. Nupur Holding er aftur í eigu eignarhaldsfélagsins Wa- verton Group Limited sem skráð er á eyjunni Tortóla. Um 70 starfsmenn vinna hjá félaginu samkvæmt árs- reikningi þess. Gunnar Rúnar á Sogn Ómögulegt er að segja hversu lengi Gunnar Rúnar Sigurþórsson þarf að sæta ör- yggisgæslu á rétt- argeðdeildinni að Sogni. Innlagnartími fer eftir eðli veikinda og árangri meðferðar og er útskrift í höndum dómara að fengnu áliti meðferðaraðila. Meðferðin getur tekið mörg ár og í mörgum tilfellum, ef um alvarleg veikindi er að ræða, getur innlögn verið mun lengri en ef menn eru dæmdir sakhæfir og dæmdir til refsingar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag Gunnar Rúnar, sem varð Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn, til að sæta ör- yggisgæslu á viðeigandi stofnun. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Fjölþrepa bakbrettið • Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is „Ég lét þær fara bara strax og kom þeim fyrir úti í sveit,“ segir kona á Ak- ureyri sem er fyrrverandi hænsnaeig- andi. Nágrannakona hennar hefur verið ákærð fyrir að ráðast á hana og hóta að drepa hænurnar hennar. Þetta gerði nágrannakonan eftir að hæn- urnar struku úr garðinum eigandans yfir í garð hennar. „Það er ekkert hægt að standa í svona löguðu,“ segir fórn- arlambið um þessa óskemmtilegu lífs- reynslu. Slegin í andlitið Atvikið átti sér stað í garðinum við heimili árásarkonunnar þann 29. maí í fyrra og hefur lögreglustjórinn á Ak- ureyri gefið út ákæru á hendur henni. Málavöxtum er lýst þannig í ákærunni að hænur konunnar – fórnarlambsins í málinu – hafi strokið yfir í garð ákærðu sem var allt annað en sátt við veru þeirra þar. Samkvæmt ákæru sló hún til nágrannakonunnar með neti sem hún notaði til að fanga hænurnar, reif bol sem fórnarlambið klæddist, togaði og reif í hár hennar og sló hana ítrekað í andlitið. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars þær að fórnarlambið hlaut roða og sár á vinstra eyra, blóðtaum við hljóðhimnuna og eymsli í hálsi. Lofsamaði hænurnar í fyrstu Árásin kom hænsnaeigandanum gjörsamlega í opna skjöldu, enda hafa konurnar búið hlið við hlið í þrjátíu ár og ágætis vinskapur verið á milli þeirra. Segir konan að hinni ákærðu hafi ekki alltaf verið í nöp við hænurnar. „Nei, nei, henni fannst þær æðislegar. Hún brytjaði niður mat handa þeim og hún þáði egg undan þeim,“ segir fyrrverandi hænsnaeigandinn. Ákærða lofsamaði hænurnar allt þar til nokkrum dögum fyrir árásina. Þá fór hún, samkvæmt frásögn konunnar við DV, að tala um að hún væri búin að fá nóg af þeim og kvartaði yfir því að þær skitu út um allt. Segir konan að hún hafi strax farið að gera ráðstafanir vegna kvartananna og ákærða vissi að til stæði að þeim yrði komið fyrir úti í sveit. Það tók hins vegar nokkra daga að gera aðstöðu fyrir hænurnar á nýjum stað, en á þeim dögum sem liðu frá fyrstu kvörtunum hinnar ákærðu, þangað til árásin átti sér stað virðist sem andúð hennar á hænunum hafi vaxið gífurlega, með fyrrgreindum afleiðingum. Mikil niðurlæging Konan sem varð fyrir árásinni segir það hafa verið mikla niðurlægingu að láta ráðast svona á sig. Þess er krafist í ákærunni að ákærða verði dæmd til refsingar og til að greiða allan sakarkostnað. Þá gerir brotaþoli einnig bótakröfu á hendur ákærðu að fjárhæð 433.060 krónum, auk vaxta. Ákærða neitar sakargiftum eins og þeim er lýst í ákærunni samkvæmt upplýsingum frá saksóknara. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra á næstu vikum. Ákærð fyrir að hóta að drepa hænurnar n Réðst á nágrannakonu sína og hótaði að drepa hænurnar hennar, samkvæmt ákæru n Fannst hænurnar æðislegar fyrst um sinn n Gerði strax ráðstafnir vegna kvartana Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Hún brytjaði niður mat handa þeim og hún þáði egg undan þeim. Akureyri Atvikið átti sér stað á Akureyri þann 29. maí í fyrra. Þáði egg Nágrannakonan var mjög sátt við hænurnar fyrst um sinn. Myndin er úr safni. Miklu munar á leiguverði Neytendasamtökin hafa birt nið- urstöður könnunar á leiguverði en hingað til hafa slíkar upplýsingar verið afar takmarkaðar og lítt að- gengilegar almenningi. Neytendasamtökin stóðu því fyrir könnun á húsaleiguverði með því að kalla eftir upplýsingum frá leigjend- unum sjálfum. Þeirri vinnu er nú lokið og eru niðurstöðurnar kynntar í skýrslu samtakanna sem er að- gengileg á heimasíðu þeirra. Í tilkynningu frá samtökunum segir að viðbrögðin hafi verið mjög góð og alls hafi borist 814 svör, þar af 682 frá leigjendum á höfuðborgar- svæðinu. Flestir þátttakendur leigja þriggja herbergja íbúðir en einn- ig bárust mörg svör frá leigjendum tveggja og fjögurra herbergja íbúða. Flestir þátttakenda leigja í hverfi 101 í Reykjavík en einnig var góð þátt- taka frá leigjendum í Kópavogi og í hverfi 105. Þar segir einnig að það hafi vakið athygli hve mikill munur sé á leigu- verði á höfuðborgarsvæðinu sam- kvæmt könnuninni og leiguverði samkvæmt reiknivél fyrir neysluvið- mið velferðarráðuneytisins. Vissu- lega hafi alltaf legið fyrir að tölurnar sem fram koma í neysluviðmiðinu séu á margan hátt gallaðar og feli einungis í sér gróf viðmið, en hins vegar hafi komið örlítið á óvart að munnurinn skuli vera svo mikill sem raun ber vitni.  Leita að vitnum Ekið var á karlmann á fertugsaldri á mótum Hverfisgötu og Smiðjustígs í Reykjavík um ellefuleytið á miðviku- dagskvöld. Lögreglan leitar að vitn- um að slysinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var hvítri Toyota Yaris-bif- reið ekið suður Smiðjustíg og inn á Hverfisgötu til austurs en þá fór gangandi vegfarandi yfir götuna og varð fyrir bílnum. Maðurinn kvart- aði undan verkjum í baki og fótum og var fluttur á slysadeild til að- hlynningar. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við lögregluna í síma 444-1000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.