Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 6
6 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað
Eigendur Sögu verktaka ósáttir við Dögg Pálsdóttur:
Íhuga að fara í meiðyrðamál
Eigendur Sögu verktaka ehf. íhuga
að fara í meiðyrðamál við Dögg Páls-
dóttur, hæstaréttarlögmann og fyrr-
verandi varaþingmann Sjálfstæðis-
flokksins, vegna ummæla þar sem
hún sakar þá um að hafa falsað töl-
ur um efniskostnað og grætt á því.
Þessi ummæli koma fram á stefnu
þar sem Dögg krafði Sögu vertaka um
14 milljónir en því máli var vísað frá
dómi. Hún lét svipuð orð falla í DV
þar sem hún ásakaði verktakana um
að tefja verkið og hækka kostnaðinn
þannig.
Orri Blöndal annar eiganda Sögu
verktaka segir þetta vera alvarlegar
ásakanir sem eigi við engin rök að
styðjast og nefnir því til stuðnings að
fyrirtækið hafi unnið mál bæði fyrir
héraðs- og Hæstarétti á hendur Dögg
og að hún skuldi þeim nú þrjátíu
milljónir fyrir vinnu á tveimur íbúð-
um í eigu hennar og sonar hennar
Páls Ágústs Ólafssonar í Hátúni 6.
„Við erum ekki meiri skjalafalsarar
en svo að við unnum í þessu máli,“
segir Orri en héraðsdómur dæmdi
í málinu í desember 2009 og Hæsti-
réttur staðfesti þann dóm í fyrrasum-
ar. Dögg er hins vegar komin í skulda-
aðlögun hjá umboðsmanni skuldara,
sem þýðir að Saga grípur í tómt. Þeir
geta ekki innheimt skuldina á meðan
mál Daggar er til umfjöllunar hjá um-
boðsmanni skuldara.
Dögg og Páll Ágúst keyptu tvær
íbúðir á efstu hæð í blokkinni árið
2006 með það fyrir augum að end-
urgera þær og búa síðan í þeim. Þau
leitaðu í kjölfarið til Sögu verktaka og
óskuðu eftir tilboði í verkið auk þess
að byggja 60 fermetra viðbyggingu
við íbúðirnar tvær.
Orri Blöndal segir með ólíkindum
að Dögg komist upp með að svíkj-
ast undan því að borga 30 milljón-
ir þar sem Hæstiréttur Íslands hafi
dæmt hana til að borga, enn fremur
segir Orri það vera í hæsta máta óá-
byrgt að kona sem er varaþingmaður
komi fram með dylgjur og alvarlegar
ásaknir á þeirra hendur.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt teppi á stigaganginn –
nú er tækifærið !!!!
Eitt verð - niðurkomið kr. 5.690 m2
Verðdæmi:
70 fermetra stigahús með 8 íbúðum
Heildarverð kr. 398.300
Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (68.460)
Raunverð kr. 329.840
pr. íbúð aðeins 41.230
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðar lausu
Milljarða króna velta Ferðaskrifstofu
Íslands, sem er í eigu Pálma Har-
aldssonar fjárfestis, er ekki sýnileg í
ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið
2009. Í rekstrarreikningi fyrirtækisins
er ekki tilgreint hversu háar rekstrar-
tekjurnar voru á því ári. Rekstrartekj-
ur ferðaskrifstofunnar voru hins veg-
ar á bilinu 4,6–4,8 milljarðar króna á
árunum 2007 til 2008 og má því ætla
að rekstrartekjur fyrirtækisins fyrir
árið 2009 hafi hlaupið á nokkrum
milljörðum króna, þó tekjurnar hafi
að öllum líkindum lækkað talsvert í
kjölfar íslenska efnahagshrunsins.
Ástæðan fyrir því að ekki er
minnst á tekjur fyrirtækisins af ferða-
þjónustu á árinu er ekki kunn. Líkt
og DV greindi frá á miðvikudaginn
fékk Ferðaskrifstofa Íslands afskrif-
aðar um 800 milljónir króna af skuld-
um félagsins eftir að Pálmi Haralds-
son eignaðist það árið 2009. Skuldir
félagsins námu þá rúmum tveimur
milljörðum króna og var það í reynd
tæknilega gjaldþrota. Pálmi, sem
einnig á flugfélagið Iceland Express,
kom hins vegar með nýtt hlutafé inn
í ferðaskrifstofuna, og má segja að
innkoma hans hafi bjargað félaginu
frá þroti. í ársbyrjun 2010 gerði Pálmi
samkomulag við Landsbankann þess
efnis að hann myndi greiða bankan-
um 250 milljónir króna upp í nærri
500 milljóna króna útistandandi
skuld félagsins við bankann, þar áður
var bankinn búinn að afskrifa rúman
hálfan milljarð króna af skuldum fé-
lagsins.
Rúmlega 600 milljóna króna
viðskipti
Eitt af því sem Pálmi Haraldsson gerði
eftir að hann eignaðist Ferðaskrif-
stofu Íslands 2009 var að samþætta í
auknum mæli rekstur fyrirtækjanna
tveggja, ferðaskrifstofunnar og Ice-
land Express. Í ársreikningi Iceland
Express fyrir árið 2009 kemur fram
að félagið hafi farið frá því að tapa
milljarði króna á árinu 2008 og yfir í
að græða 590 milljónir á árinu 2009. Í
ársreikningnum kemur fram að þessi
1.600 milljóna króna viðsnúningur
sé að mestu tilkominn vegna krafna
á tengda aðila sem jukust um 1.200
milljónir króna á milli ára.
Matthías Imsland, forstjóri Ice-
land Express, sagði í viðtali við Við-
skiptablaðið að 800 milljónir króna af
þessum kröfum hefðu verið á Ferða-
skrifstofu Íslands. „Það eru kröfur
sem eru tilkomnar vegna þess að við
höfum verið að fljúga fyrir Ferðaskrif-
stofu Íslands vegna ferða sem flognar
voru frá ágúst og út desember. Þetta
eru að mestu kröfur vegna viðskipta-
skuldar sem var til um síðustu áramót
en hefur síðan verið greidd,“ sagði
Matthías.
Í ársreikningi Iceland Express fyr-
ir árið 2009 kemur fram að Ferða-
skrifstofa Íslands hafi keypti vörur
og þjónustu af systurfélagi sínu, Ice-
land Express, fyrir nærri 620 milljónir
króna á árinu 2009. Jafnframt kemur
fram að tæplega 440 milljónir króna
af kröfum Iceland Express á hendur
ferðaskrifstofunni hafi verið vegna
skammtímaláns sem ferðaskrifstof-
an fékk. Afar líklegt má telja að Ice-
land Express hafi fjármagnað hluta
af þeirri innspýtingu fjármagns inn
í rekstur Ferðaskrifstofu Íslands sem
Landsbankinn reiknaði með í við-
skiptunum við Pálma.
Segja má, til einföldunar, að hagn-
aður Iceland Express á árinu 2009
hafi verið tilkominn vegna viðskipta
við Ferðaskrifstofu Íslands. Af þessu
sést hversu gríðarlega mikilvægt það
hefur verið fyrir Pálma og Iceland Ex-
press að ná ferðaskrifstofunum til sín.
Skuldirnar stökkbreyttust
Heimildir DV herma að Ferðaskrif-
stofa Íslands hafi verið mjög gott fyr-
irtæki fram að hrunárinu 2008. Til
að mynda greiddu þáverandi hlut-
hafar fyrirtækisins sér út 110 millj-
óna króna arð árið 2008 vegna góðrar
rekstrarafkomu árið 2007. Í ársbyrjun
2008 var virði fyrirtækisins talið vera
2,1 til 2,8 milljarðar króna og gerðu
rekstraráætlanir ráð fyrir að fyrirtæk-
ið yrði skuldlaust eftir 3 til 5 ár.
Eftir fall krónunnar í mars 2008
breyttist staða fyrirtækisins hins veg-
ar gríðarlega og skuldir þess við er-
lenda aðila eins og hótel og flugfé-
lög stökkbreyttust. Við bankahrunið
varð ljóst að félagið yrði gjaldþrota
að öllu óbreyttu. Einnig varð ljóst að
erfitt yrði að reka ferðaskrifstofu eft-
ir bankahrunið þar sem fólk myndi
fækka utanlandsferðum til muna og
allur kostnaður við rekstur skrifstof-
unnar aukast, meðal annars út af lágu
gengi krónunnar.
Landsbankinn var því í ákveðn-
um vandræðum því óvíst var að ein-
hver myndi vilja koma að rekstri
ferðaskrifstofunnar miðað við hvern-
ig ástatt var fyrir henni, skuldirnar
2 milljarðar og langvarandi kreppa
yfir vofandi. Þá kom Pálmi Haralds-
son hins vegar að félaginu og sá sér
leik á borði með því að samþætta
rekstur hennar og Iceland Express.
Miðað við ársreikning Iceland Ex-
press 2009 og áhrif Ferðaskrifstofu Ís-
lands á bætta rekstrarafkomu flugfé-
lagsins var þetta afar klókt hjá Pálma.
n Iceland Express seldi Ferðaskrifstofu Íslands þjónustu fyrir um 620 milljónir árið 2009
n Heildarvelta Ferðaskrifstofu Íslands kemur ekki fram í ársreikningi fyrirtækisins
n Veltan árin þar á undan var á bilinu 4,6 til 4,8 milljarðar króna n Eignarhald Pálma á
Ferðaskrifstofu Íslands á stóran þátt í bættri rekstrarafkomu Iceland Express
620 MILLJÓNIR FÓRU Á
MILLI FYRIRTÆKJA PÁLMA
„Það eru kröfur
sem eru tilkomnar
vegna þess að við höfum
verið að fljúga fyrir Ferða-
skrifstofu Íslands vegna
ferða sem flognar voru
frá ágúst og út desember.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Rúmlega 600
milljóna viðskipti
Viðskipti Iceland Express,
sem Matthías Imsland
stýrir, og Ferðaskrifstofu
Íslands námu mörg
hundruð milljónum króna
árið 2009. Ferðaskrifstofa
Íslands keypti þá vörur
og þjónustu af Iceland
Express fyrir um 620
milljónir króna.
Friðrik gefur
Athafnamaðurinn og kaffihúsa-
eigandinn Friðrik Weisshappel
afhenti Fjölskylduhjálp Íslands
ávísun upp á 300 þúsund krónur í
hádeginu á fimmtudag.
Friðrik opnar þvottvélakaffi-
húsið Laundromat 12. mars
næstkomandi en í stað þess
að splæsa í veitingar fyrir gesti
þegar staðurinn verður opnað-
ur með pompi og prakt ákvað
hann að láta peningana renna
til góðgerðamála. Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar Íslands, tók á móti þessari
góðu gjöf og var að vonum afar
þakklát.
Mörg hundruð fjölskyldna
leita til Fjölskylduhjálpar Íslands
í hverri viku og hefur fjöldi þeirra
sem til samtakanna leita vaxið
gríðarlega síðustu misseri.
Of lítill
ávinningur
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir
fjárhagslegan ávinning af tillög-
um um sameiningu grunnskóla og
leikskóla í borginni vera of lítinn.
Skýrsla starfshóps um greiningu
tækifæra til samrekstrar og/eða
sameiningar leikskóla, gunnskóla og
frístundaheimila var kynnt í borg-
arráði á fimmtudag. Í greinargerð
fulltrúa minnihluta í starfshópnum
er ábyrgðinni alfarið varpað á meiri-
hluta Besta flokksins og Samfylking-
arinnar.
Þorbjörg Helga sat hjá við af-
greiðslu hennar vegna þess að hún
taldi fjárhagslegan ávinning af til-
lögunum of lítinn miðað við það
rask á skólastarfi sem þær hafa í för
með sér.
Í greinargerð minnihlutans
stendur: „ Fjárhagslegur ávinning-
ur er það lítill að engan veginn nást
áætlanir um hagræðingu á þessu ári
né því næsta á þeim þremur sviðum
sem um ræðir. Samtals er hagræðing
af sameiningu og samrekstri 2012
undir einu prósenti af heildarút-
gjöldum þeirra þriggja sviða sem
unnu að þessarri skýrslu.“
Í greinargerð minnihluta kemur
jafnframt fram að fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins átelur þau vinnubrögð að
tölur um hagræðingu hafi ekki verið
sendar áfram fyrr en á síðustu dög-
unum fyrir útgáfu skýrslunnar.
„Í þokkabót hafa tölurnar tekið
stórkostlegum breytingum á síðustu
klukkustundunum áður en skýrslu
starfshópsins var endanlega lokað
og alls ekki staðfestar af hópnum né
fjármálastjórum sviða.“
Ósáttir Sumarliði Már Kjartansson og Orri
Blöndal, eigendur Sögu verktaka, vilja fá
skuld sína greidda af Dögg Pálsdóttur.