Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 10
10 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað Íslensk kona þjáðist af afturvirkum minnistruflunum: Hélt að árið væri 1997 og Davíð í ráðherrastól Í kjölfar vonbrigða, áfalls og djúprar geðlægðar hvarf 31 árs ís- lensk kona tólf ár aftur í tímann í afturvirkum minnistruflunum. Hún festist í árinu 1997 og að- spurð var hún fullviss um að Dav- íð Oddsson væri forsætisráðherra. Reynsla konunnar er rakin í grein sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Höfundar eru Engilbert Sigurðsson geðlæknir, Magnús Jóhannsson sálfræðingur og Þórunn Anna Karlsdóttir deild- arlæknir. Konan sem um ræðir er uppalin í Reykjavík og litlum bæ úti á landi og hafði verið lögð inn á geðdeild og verið þar í nokkrar vikur þar til hún flúði. Nokkrum klukkustund- um síðar fannst hún við Reykjavík- urhöfn. Þar sat hún við smábáta- bryggju með fæturna í sjónum. Við komu á geðdeild virtist hún ekki þekkja starfsfólkið, og kann- aðist ekki við að hafa verið þar áður. Starfsfólk deildarinnar sagði hana breytta en sumir töldu hana vera að leika einhvers konar leik og sögðu henni að hætta að láta svona. Þegar sérfræðilæknir sem hafði þekkt konuna talsvert lengi talaði við hana tók hann eftir því að tal- andi og yfirbragð hennar var gjör- breytt og líktist helst nítján ára stúlku. Hún flissaði mikið og talaði um að framundan væri ferðalag á síld- arævintýri á Siglufirði með vinkonu sinni um verslunarmannahelgina til að sjá hljómsveitina Sóldögg. Aðspurð um uppáhaldshljómsveit- ir nefndi hún Nirvana, the Prodigy, Sálina hans Jóns míns og SSSól. Í niðurstöðukafla greinarinnar segir að konunni hafi verið ráðlagt að fylgjast með þegar minningar færu að koma til baka og hún hvött til að skrá þær niður í dagbók. Henni var þó tjáð að líklega kæmi minnið ekki að fullu til baka. Engin vefræn skýring fannst á þessu óvenju langvinna afturvirka minnisleysi, hvorki í myndgrein- ingu né taugasálfræðilegum próf- um. Minnið kom að verulegu leyti til baka á 10–12 vikum en þó alls ekki að öllu leyti. „Ég verð nú bara að segja það að mér líður ekkert eins og ég og mínir séum neitt sérstaklega örugg á göt- um úti eftir svona ummæli,“ sagði Ragnheiður Esther Briem, einn af níumenningunum sem ákærð- ir voru fyrir árás á Alþingi, eftir að Baldur Hermannsson, kennari í Flensborg, hvatti til þess að „kell- ingarnar“ í hópnum yrðu áreittar kynferðislega. Heiða tjáði sig um málið í kommentakerfi DV og sagði meðal annars: „Það getur vel verið að honum persónulega sé ekki al- vara með þessum ummælum, þótt alvarleg séu, en þá geta aðrir tekið því alvarlega og með mjög svo al- varlegum afleiðingum.“ Afskaplega ófyndið Áður hafði Baldur haldið því fram að fjölmargar konur létu sig dreyma um nauðgun og sagði að innst inni dauðlangaði Sóleyju Tómasdóttur til þess að „láta nauðga sér,“ eins og hann orðaði það. Aðspurður sagði hann að ummælunum væri ætlað að stríða. Hvorki Sóley né Heiða sáu þó húmorinn í þessari stríðni og Heiða sagðist taka ummælun- um mjög alvarlega. „Ég get sagt fyrir mig að mér fannst og finnst þetta afskaplega ófyndið og tek því mjög alvarlega, fyrir mína hönd og minna! Þetta er heldur alls ekki í eina skiptið sem hann Baldur send- ir frá sér mjög ósmekklegar yfirlýs- ingar, sem gætu mjög auðveldlega haft í för með sér alvarlegar afleið- ingar.“ Óforsvaranleg ummæli Sóley og Heiða eru ekki þær einu sem hafa áhyggjur af ummælum Baldurs. Það gerir Katrín Jakobs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, einnig: „Mér finnst þessi ummæli óforsvaranleg, óháð því hvort þau koma frá kennara eða einhverjum öðrum. En auðvitað er það sérstakt áhyggjuefni að kennari tali svona, því kennarar hafa opin- bert hlutverk sem uppalendur.“ Þetta sýnir mikilvægi þess að aukin fræðsla um kynbundið of- beldi og jafnrétti verði innleidd í skólastarfið. Við erum að vinna að því að jafnréttisfræðsla og fræðsla um kynbundið ofbeldi verði einn af fimm grunnþáttum í nýrri námskrá frá leikskólum og upp í framhalds- skóla. Þetta sýnir að það sé ekki vanþörf á. Þetta sýnir nauðsyn þess að vekja umræðu og fá fræðslu um þessi mál. Svona viðhorf ættu að heyra sögunni til. Það er ekki hægt að grínast með ofbeldi af neinu tagi.“ Verklagsreglur eftir barna- klámsmál Auk þess sem Katrín hefur fylgst með fréttum af málinu hefur hún verið í sambandi við yfirvöld í Flensborgarskóla. „Stjórnend- ur skólans hafa veitt kennaranum formlega áminningu og upplýst bæði kennara og nemendur þannig að þeir hafa tekið málið mjög föst- um tökum. Manni er ekki vísað úr starfi nema hann hafi fengið form- lega ábendingu áður. Aftir á móti er hægt að senda kennara í leyfi ef hann gerist brotlegur við lög. Það hafa til dæmis komið upp mál þar sem kennarar hafa haft barnaklám undir höndum og þá var aðeins hægt að senda þá í leyfi þar til dómur féll. Væru þeir sýkn- aðir gátu þeir snúið aftur til starfa.“ Vegna slíkra mála gaf ráðuneytið út verklagsreglur um hvernig skyldi standa að málum sem kæmu upp innan skólans. „Þetta er auðvitað aðeins annars eðlis af því að þetta var ekki sagt innan veggja skólans. En svona ummæli eru áhyggjuefni. Þarna er hvatt til ofbeldis sem er áhyggjuefni.“ Vill breytingar á lögum Eins og lögin eru núna er eigin- lega ekki hægt að vísa fólki úr starfi nema það fái dóm eða sé á saka- skrá, en lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru í end- urskoðun. „Ég veit til þess að það verður tekið tillit til ýmsa þátta þar. Þetta heyrir reyndar ekki undir mitt ráðuneyti heldur undir fjármála- ráðuneytið, en engu að síður getum við komið okkar athugasemdum að og við munum nota tækifærið til þess að gera það. Lögunum er ætl- að að vernda skoðanir fólks en ekki rétt þess til að hvetja til ofbeldis, sem jafnvel er hægt að túlka sem hótun.“ „Það hafa til dæmis komið upp mál þar sem kennarar hafa haft barnaklám undir höndum og þá var aðeins hægt að senda þá í leyfi þar til dómur féll. Væru þeir sýknaðir gátu þeir snúið aftur til starfa. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Ráðherra segir ummæli kennara óforsvaranleg n Vill breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna n Mótmælandi upplifir sig ekki öruggan á götum úti n „Afskaplega ófyndið“ n Kennarar hafa opinbert hlutverk sem uppalendur „EKKI HÆGT AÐ GRÍNAST MEÐ OFBELDI” Baldur Hermannsson Sagðist bara vera að stríða þegar hann sagði að konur dreymdi um nauðgun og að það ætti að áreita mótmælendur kynferðislega. Ragnheiður Esther Briem Upplifir sig ekki örugga á götum úti eftir ummæli Baldurs. Katrín Jakobsdóttir Vill breyta regl- um um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, enda eigi þær ekki að vernda viðhorf sem réttlæta eða hvetja til ofbeldis. Dularfullt minnisleysi Sumt af starfsfólki geðdeildarinnar hélt að konan væri að leika leik og sögðu henni að hætta að láta svona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.