Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 14
14 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað
UPPGJÖRIÐ ER Í NÁND
n Lögreglan óttast fjóra hópa á Íslandi og spáir
uppgjöri innan tíðar n Almennir borgarar gætu
lent á milli n Lögreglan telur að Jón Trausti Lúth-
ersson ætli að hefna sín n Íslenskir glæpamenn
sameinast af ótta við erlendan glæpahóp
Lögreglan óttast um eigið öryggi
ekki síður en öryggi almennings ef
til uppgjörs kemur á milli glæpa-
hópa sem skotið hafa rótum á Ís-
landi undanfarin ár. Samkvæmt
leyniskjölum sem DV hefur und-
ir höndum metur lögreglan hættu
á því að átökin gætu brotist út á
stöðum þar sem almennir borgar-
ar gætu lent á milli. Nýr hópur ís-
lenskra glæpamanna hafi verið
stofnaður til þess að bregðast við
breyttri stöðu í undirheimum.
Lögreglan óttast enn fremur að
Jón Trausti Lúthersson, sem rek-
inn var úr vélhjólasamtökunum
MC Iceland, áhanganda Hells Ang-
els, hyggi á hefndir vegna brott-
vikningarinnar. Hann hafi stuðlað
að stofnun hóps, bæði á Íslandi og
í Haugasundi í Noregi, sem styðji
helstu óvini Hells Angels á heims-
vísu; Outlaws. Uppgjör sé í vænd-
um.
Stjórnvöld bregðast við
„Við munum beita öllum mögu-
legum ráðum til að losa Ísland við
glæpahópa og sporna af alefli gegn
því að slíkum hópum, sem reyni
að brjótast inn í íslenskt samfé-
lag, takist það ætlunarverk. Í und-
irbúningi er lagafrumvarp sem
auðveldar lögreglunni að glíma
við glæpamenn en ég tek fram að
við munum gæta þess rækilega að
rýmkaðar rannsóknarheimildir
verði háðar dómsúrskurði og eft-
irliti,“ segir Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra í samtali við
DV en á föstudaginn var lagafrum-
varpið kynnt á blaðamannafundi.
Lögregla óttast að í hörð átök
stefni í undirheimum Reykjavíkur,
sér í lagi á milli klúbba sem tengj-
ast tveimur af stærstu vélhjóla-
gengjum í heimi; Hells Angels og
Outlaws, eða Vítisengla og Útlaga.
Fréttablaðið greindi frá þessu fyrir
helgi en þetta er sögð megin ástæða
þess að lögregla fái nú auknar
rannsóknarheimildir.
Hverjir eru Útlagarnir?
Klúbburinn MC Iceland, áður
Fáfnir, hefur í nokkur ár verið í inn-
gönguferli til þess að gerast full-
gildur meðlimur Hells Angels. Um
MC Iceland og Hells Angels hefur
mikið verið skrifað í íslenskum fjöl-
miðlum.
Hinn klúbburinn, MC Black
Pistons, er lítt þekktur á Íslandi.
Um er að ræða stuðningssamtök
Outlaws, eða The McCook Outlaws
Motorcycle Club, sem stofnuð voru
í Bandaríkjunum, nærri Chicago,
árið 1935. Vélhjólaklúbburinn hef-
ur fært verulega út kvíarnar undan-
farin ár og áratugi og er með starf-
semi víða um heim, meðal annars í
Asíu og víða um Evrópu.
Samkvæmt skjölum sem DV
hefur undir höndum telur lög-
reglan að stofnun Black Pistons-
hópsins sé bein ögrun við MC Ice-
land sem stefnir að inngöngu í
Hells Angels og hafi raunar kom-
ið klúbbn um í opna skjöldu. Lík-
ur séu á því að MC Iceland fái skýr
fyrirmæli að utan um að mæta beri
þessari ógn af hörku.
Þegar DV spurði formann MC
Iceland hvort von væri á uppgjöri
á milli hópanna sagði hann það af
og frá. „Við erum ekki í stríði við
neinn,“ sagði hann en vildi að öðru
leyti ekkert láta hafa eftir sér, hvorki
um MC Iceland né Black Pistons.
Útlagar á Íslandi
Eins og áður sagði má rekja stofn-
un Black Pistons á Íslandi til þess
að Jón Trausti Lúthersson, sem
rekinn var nokkuð óvænt úr Fáfni
vegna deilna um fjármál, fluttist
til Noregs og stofnaði MC Black
Pistons í Haugasundi, að því er
heimildir blaðsins herma. Því til
stuðnings má geta þess að á Face-
book-síðu norska klúbbsins er Jón
Trausti á meðal vina auk þess sem
honum líkar við, samkvæmt sam-
skiptasíðunni, ótal klúbba sem
kenna sig við Outlaws, þar á með-
al íslenska klúbbinn. Samkvæmt
skjölum sem DV hefur undir hönd-
um fundust merki íslenska Black
Pistons-klúbbsins við tollskoðun á
Keflavíkurflugvelli fyrir um þremur
vikum.
Samkvæmt sömu skjölum eru
meðlimir í hópnum aðeins um
einn tugur, enn sem komið er. Lög-
reglan óttast að innan hópsins sé
að finna einstaklinga sem hiki ekki
við að beita lögreglu ofbeldi ef þörf
krefji.
Jón Trausti er eins og fram hef-
ur komið búsettur í Noregi og fer
því ekki fyrir MC Black Pistons á
Íslandi. Heimildir DV herma að
það geri hins vegar frændi hans
og vinur, Ríkharður Ríkharðsson
eða Rikki Rikhards Sylo, eins og
hann kallar sig á Facebook. SYLO
er skammstöfun fyrir Support Your
Local Outlaws, sem er stuðningsyf-
irlýsing við Outlaws-samtökin.
Verða brátt meðlimir
Heimildir DV herma að um þrír
mánuðir séu þar til MC Black Pist-
ons verði fullgildur meðlimur í
Outlaws en til samanburðar má
nefna að inngönguferli MC Iceland
í Hells Angels hefur staðið yfir í það
minnsta frá árinu 2002. Einn við-
mælandi DV orðaði það þannig að
í Outlaws gengju menn sem hafa
ekki getað haldið sig við þær reglur
sem Hells Angels setur sér. Þeir séu
því sýnu verri en félagsmenn MC
Iceland en samkvæmt heimildum
innan lögreglunnar eru í báðum
hópum menn sem eru þekktir fyrir
ofbeldisverk.
DV er ekki kunnugt um umfang
og starfsemi Black Pistons að öðru
leyti en að í samtökunum eru um
tíu manns. Samkvæmt heimildum
hafa þeir ekki húsnæði undir starf-
semi sína. DV tókst ekki að ná tali
af Ríkharði, sem sagður er formað-
ur klúbbsins.
Brenndu merki Hells Angels
Eins og að framan segir óttast lög-
regla mjög að slá kunni í brýnu með
hópunum. Samkvæmt heimildum
DV innan MC Iceland munu félags-
menn ekki vera spenntir fyrir því að
hafa frumkvæði að slíku uppgjöri
með tilheyrandi fjölmiðlafári sem
kunni að skapast. MC Iceland líti ekki
á Black Pistons sem mikinn keppi-
naut. Það stangast raunar á við heim-
ildir DV innan lögreglunnar sem tel-
ur að persónuleg óvild, metingur og
fjárhagslegir hagsmunir séu nægar
forsendur til átaka á milli hópanna.
Til viðbótar þessu ber að nefna at-
vik sem gerðist um áramótin. Þá var
tekið upp myndband þar sem með-
limir Black Pistons brenndu merki
Hells Angels. Það þykir hinn mesta
vanvirðing enda líta félagsmenn vél-
hjólaklúbba á merki klúbbsins sem
afar merkan, jafnvel heilagan hlut.
Myndbandið komst í umferð og olli
úlfúð en atvikið þykir þó eitt og sér
ekki næg ástæða til uppgjörs eða
átaka, í það minnsta ekki að sinni.
Fleiri glæpahópar
Enn fleiri glæpahópar hafa skot-
ið rótum á Íslandi samkvæmt
þeim gögnum sem DV hefur und-
ir höndum. Hópur afbrotamanna
frá Póllandi og Litháen hafi mynd-
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Við munum beita
öllum mögulegum
ráðum til að losa Ísland
við glæpahópa.
Vélhjólagengi Lögreglan
óttast að til átaka komi á milli
tveggja vélhjólaklúbba á Íslandi.