Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað
Samkvæmt heimildum DV var öllum
meðlimum MC Iceland boðið til Nor-
egs núna um helgina. Það hefur ekki
verið gert áður en heimildir blaðsins
herma að gangi allt að óskum gæti svo
farið að MC Iceland snúi heim sem
fullgildur meðlimir Hells Angels.
Tilraunir Hells Angels til að ná fót-
festu á Íslandi má rekja allt til ársins
2002, að minnsta kosti. Snemma það
ár voru danskir félagar í samtökun-
um stöðvaðir við komu til landsins
og þeim meinað að koma inn í land-
ið. Þeir höfðu hlotið dóma fyrir ýmis
gróf brot, meðal annars morð, mann-
drápstilraunir, fíkniefnamisferli og of-
beldi. Síðar barst starfsfólki í sendi-
ráði Íslands í Kaupmannahöfn hótun
frá Hells Angels í Danmörku, að því er
lögregla greindi frá.
Skilgreindir sem glæpasamtök
Um sumarið 2002 var norskum fé-
lögum í Hells Angels einnig meinað
að koma inn í landið auk þess sem
fimm norskum félögum var vísað úr
landi í desember 2003.
Fleiri dæmi má finna um af-
skipti lögreglu af komu Vítisengla til
landsins. Þannig höfðu lögreglan og
sérsveit ríkislögreglustjóra mikinn
viðbúnað vegna komu norrænna
félaga í Hells Angels til landsins
snemma árs 2007. Tilefni komu
þeirra var afmælisveisla sem MC
Iceland stóð fyrir í húsnæði sínu á
Hverfisgötu en samtökin hafa nú
aðsetur í Hafnarfirði.
Í upphafi árs 2008 stonfaði MC
Iceland (sem áður hét Fáfnir) til
formlegra tengsla við Hells Angels
með því að gerast stuðningsklúbb-
ur samtakanna, sem skilgreind eru
sem alþjóðleg glæpasamtök. Í apríl
sama ár hafði lögreglan svo enn og
aftur mikinn viðbúnað í Leifsstöð
þegar hópur erlendra Vítisengla
lagði leið sína til landsins í tengsl-
um við veisluhöld á vegum klúbbs-
ins.
Breytingar innan hópsins
Árið 2009 lagði klúbburinn á Íslandi
formlega niður nafnið Fáfnir og tók
upp opinbera nafnið MC Prospect of
Hells Angels Iceland.
Í febrúar í fyrra var Leif Ivar Krist-
anssen, foringja Hells Angels í Nor-
egi, meinuð innkoma í landið og
hann sendur aftur til Noregs en kom-
an var talin vera liður í inngöngu ís-
lenska klúbbsins í Hells Angels-sam-
tökin.
MC Iceland hefur tekið nokkr-
um breytingum eftir því sem á inn-
gönguferlið hefur liðið. Auk Jóns
Trausta hafa þeir Fjölnir „tattú“ og
Hilmar Leifsson hætt í samtökunum.
Hilmar er sagður hafa viljað söðla
um og losna við áreiti sem samtök-
unum fylgir. Samtökunum stýrir nú
Einar „Boom“ Marteinsson.
Ekki dæmdir sem hópur
Þess ber að geta að þó meðlimir
MC Iceland á Íslandi hafi komist í
kast við lögin hafa samtökin ekki
verið dæmd fyrir að brjóta lögin.
Ríkislögreglustjórar Norðurland-
anna hafa þó skýra stefnu um að
berjast gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi og vinna að því saman.
Þeir segja að innan vébanda Hells
Angels séu í mörgum tilvikum
harðsvíraðir, þaulskipulagðir og
hættulegir glæpamenn. Þau kynni
og þau tengsl auki því hættu á að
íslensku félagarnir taki upp að-
ferðir og starfshætti erlendra Vítis-
engla. Raunar kunni slík krafa að
koma fram af hálfu erlendu félag-
anna.
Á vef lögreglunnar kemur fram
að hvarvetna þar sem Hells Ang-
els og önnur sambærileg vélhjóla-
samtök nái fótfestu fylgi aukin
skipulögð glæpastarfsemi í kjöl-
farið. Þeim fylgi stóraukin hætta á
hótunum, fjárkúgunum og ofbeldi.
Lögregla hefur um árabil litið svo
á að viðleitni samtakanna til að ná
fótfestu hér á landi feli í sér alvar-
lega ógn við samfélag og allsherjar-
reglu.
Eins og DV greindi frá seint á síð-
asta ári fullyrðir evrópska lögregl-
an Europol að mótorhjólagengi
hafi stóraukið starfsemi sína á síð-
ustu árum, einna helst í Austur-
Evrópu. Vitað sé að gengin stundi
skipulagða glæpastarfsemi á víð-
um grundvelli. Þau stundi fjár-
svik, fjárkúgun, morð, limlestingar,
vopnasmygl og mansal, auk rána
og fíkniefnasmygls. Ein helsta for-
senda aukinnar starfsemi Hells
Angels, Bandidos og sambærilegra
mótorhjólagengja er samkvæmt
Europol aukið alþjóðlegt samstarf
þeirra í mismunandi Evrópulönd-
um og innlimun nýrra meðlima
í ólíkum löndum. Gengin stundi
skipulagða útrás sem vex hratt dag
frá degi.
Ofbeldi hefur aukist
Samkvæmt Europol eru Hells Ang-
els með tögl og hagldir á evrópska
kókaínmarkaðnum og stórvirkir í
framleiðslu og dreifingu á kanna-
bis og amfetamíni. Amfetamínið
er framleitt í Litháen og skipulögð
glæpagengi vinna náið með mótor-
hjólagengjum þar í landi við dreif-
ingu efnanna.
Ólík mótorhjólagengi berjast
um hina gróðavænlegu markaði í
Suður- og Austur-Evrópu. Ofbeldi
hefur aukist og Europol býst við
nýrri og enn alvarlegri ofbeldis-
öldu þegar enn önnur mótorhjóla-
gengi munu herja á Hells Angels í
þessum hluta Evrópu.
Lögreglan segir að mótorhjóla-
gengin noti löglegar byggingar-
einingar samfélagsins til peninga-
þvættis og myndi sambönd við
stjórnvöld og valdamikið fólk. Þá
er vitað að gengin hafa hrundið af
stað átaki til að bæta ímynd sína í
fjölmiðlum.
Líkt og í öðrum löndum Skand-
inavíu hafa mótorhjólagengin
Hells Angels og Bandidos skotið
föstum rótum í Noregi. Dagblaðið
Aftenposten fullyrðir að þeim vaxi
nú stöðugt ásmegin. Gengin leggi
sífellt undir sig nýjar borgir og
bæjar félög. Þar komi þau upp stór-
um hópum aðdáenda, sem fái að
koma í veislur og á tónleika gegn
því að vinna ýmis verk fyrir geng-
in, en séu hins vegar ekki fullgildir
meðlimir.
Peningaþvætti og fíkniefni
Í Svíþjóð eru Vítisenglar stærstu
glæpasamtökin sem koma að
skipulagðri glæpastarfsemi. Með-
limir Vítisengla eru á bilinu 100 til
120 talsins. Fjölmargir áhangenda-
klúbbar fylgja samtökunum og
þegar þeir eru taldir með eru með-
limirnir á bilinu 500 til 600 talsins.
Vítisenglar í Noregi hafa und-
anfarið komið undir sig fótunum
í hefðbundnum atvinnugreinum.
Þeir þurfa sífellt að finna leiðir til
að koma peningum úr fíkniefna-
heiminum í umferð og eru farn-
ir að nota viðskiptalífið til þess.
Norska lögreglan hefur fundið slóð
peninga Vítisengla inn í fasteigna-
og byggingariðnaðinn, sem og inn
í veitingahúsarekstur og aðra hefð-
bundna atvinnustarfsemi. Margir
meðlima Vítisengla í Noregi hafa
búið til fyrirtæki á sínum eigin
nöfnum sem þeir nota til að kaupa
eignir og koma þannig „svörtum“
peningum samtakanna í umferð –
með öðrum orðum; þvo pening-
ana.
MC Iceland var boðið til Noregs um helgina:
Fullgildir Vítisenglar um helgina?
MC Iceland var boðið til Noregs um helgina:
Glæpasamtök í útrás
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
MC Iceland Hefur aðsetur í Hafnarfirði og eru
hér með innflutningspartí. MYND BJÖRN BLÖNDAL
Stýra kókaínmarkaðnum Gengin leggja sífellt
undir sig nýjar borgir og bæjarfélög að sögn Europol.
Lögreglan framkvæmdi ólöglegar handtökur:
Ríkið greiddi þeim
skaðabætur
Sjö karlmönnum sem handteknir
voru í félagsheimili vélhjólaklúbbs-
ins Fáfnis á Hverfisgötu í júlí 2007
voru í október í fyrra dæmdar skaða-
bætur af hálfui íslenska ríkisins.
Handtökurnar voru dæmdar ólög-
mætar en þeir voru látnir sitja inni í
nærri sólarhring. Fimm mannanna
eru enn félagar í samtökunum, sá
sjötti var rekinn úr samtökunum en
sá sjöundi var látinn og runnu skaða-
bæturnar því í dánarbú hans.
Hverjum þeirra voru dæmdar 100
þúsund krónur í skaðabætur auk
vaxta. Þá var málskostnaður þeirra
felldur niður.
Forsaga málsins er sú að mið-
vikudaginn fjórða júlí árið 2007
réðst sérsveit ríkislögreglustjóra til
inngöngu í félagshúsnæði Fáfnis við
Hverfisgötu og bjargaði þar meðlimi
klúbbsins.
Í frétt DV af málinu tveimur dög-
um eftir handtökurnar kom fram að
ósætti hafi komið upp í félagsheim-
ilinu þannig að slagsmál brugust út.
Var það vegna þess að einn meðlim-
ur klúbbsins vildi hætta í samtök-
unum og líkti einn heimildarmanna
DV atburðinum við pyntingar.
Lögreglan rannsakaði í kjölfarið
málið en upphaflega voru tíu með-
limir Fáfnis handteknir og tveir
þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Rannsókn málsins leiddi ekki til
ákæru og því töldu sjömenningarnir
að handtökurnar hefðu verið ólög-
mætar. Mennirnir tveir sem voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald fengu
bætur frá ríkinu vegna málsins.
baldur@dv.is
„Við erum fjölskylduklúbbur
fyrst og fremst, ekki glæpasam-
tök,“ sagði Einar Ingi Marteinsson
í samtali við DV á dögunum. En
hann er oft nefndur Einar „Boom“
og er forseti mótorhjólasamtak-
anna MC Iceland á Íslandi. Sam-
tökin eru nú á þröskuldi þess að
verða fullgildir meðlimir að Hells
Angels. Samkvæmt heimildum DV
hefur félagið nú þegar verið stofn-
að, félagasamtökin HA Iceland,
sem stendur fyrir Hells Angels Ice-
land.
Haraldur Johannessen ríkis-
lögreglustjóri hefur opinberlega
sagst vilja banna Vítisengla á Ís-
landi. Embætti hans vill meina að
MC Iceland leiti að ungmennum
til að stofna götugengi, svokallað-
ar stuðningsgrúppur við klúbbinn,
eins og tíðkast í öðrum löndum.
Þessar stuðningsgrúppur séu ekki
viðurkenndir Vítisenglar en sjái
um að fremja glæpi fyrir þá.
Stýrihópur á vegum Harald-
ar vill einnig meina að MC Ice-
land hafi boðið meðlimum ann-
arra mótorhjólaklúbba á Íslandi
að heimsækja sig en þau samskipti
hafi öll verið á vinalegum nótum.
Þá bendi ýmislegt til þess að tveir
íslenskir mótorhjólaklúbbar séu
nú þegar stuðningsklúbbar MC
Iceland og mótorhjólamenn sem
tengjast alþjóðlegu samtökunum
þannig orðnir hátt í 200 talsins.
baldur@dv.is
Einar „Boom“ segir MC Iceland friðsælan klúbb:
„Fjölskylduklúbbur“
Friðsamleg samtök? Einar Ingi Marteins-
son segir MC Iceland ekki stunda glæpi.
Vinir í heimsókn Vélhjólaklúbburinn Fáfnir/
MC Iceland tekur á móti gestum í Leifsstöð 2009.