Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 17
Fréttir | 17Helgarblað 4.–6. mars 2011
„Smáríki geta
haft áhrif“
n Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á miðvikudag
n Hún segir að smáríki geti vel látið til sín taka innan þingsins n Völd þingsins eru meiri
eftir upptöku Lissabon-sáttmálans n Hún hefur beitt sér fyrir beinu lýðræði innan ESB
„Smáríki geta haft mikil áhrif innan
Evrópuþingsins,“ segir Diana Wall-
is, varaforseti Evrópuþingsins. Wallis
var stödd hér á landi í vikunni og hélt
fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskóla Ís-
lands á vegum Alþjóðamálastofnun-
ar og Lagastofnunar. Wallis hefur set-
ið á Evrópuþinginu síðan árið 1999
og hefur verið varaforseti þingsins
undanfarin þrjú ár. Hún situr einnig
í þingnefnd Evrópuþingsins gagnvart
Evrópska efnahagssvæðinu og eru
málefni Íslands því henni sérstaklega
hugleikin.
Yfirskrift fundarins var „Áhrif
þingmanna smáríkja á Evrópuþing-
inu í kjölfar Lissabon-sáttmálans.“
Wallis segir að áhrif þingsins hafi
aukist umtalsvert í kjölfar upptöku
Lissabon-sáttmálans og ræddi hún
núverandi stöðu þingsins sem lög-
gjafarvalds í Evrópusambandinu og
einnig hvernig smáríki geta látið að
sér kveða innan þingsins. Að fyrir-
lestrinum loknum ræddi Wallis við
blaðamann DV.
Geta haft frumkvæði
Það lá því beinast við að spyrja hvert
væri hlutverk Evrópuþingsins sem
löggjafarvalds, eftir upptöku Lissa-
bon-sáttmálans. „Eftir upptöku
sáttmálans er Evrópuþingið orðið
viðurkenndur og áberandi aðili í lög-
gjafarferlinu, í mun meira mæli en
nokkurn tímann áður. Nú stendur
þingið jafnfætis framkvæmdastjórn-
inni við allar ákvarðanir, en áður má
segja að framkvæmdastjórnin hafi
haft yfirhöndina. Þingið er nú fullgild-
ur samstarfsaðili framkvæmdastjórn-
arinnar sem löggjafi,“ segir Wallis.
Þegar kemur að löggjafarferlinu
hafa hins vegar hvorki stakir þing-
menn né þingmannanefndir rétt til
þess að bera fram lagafrumvörp með
beinum hætti. Það er framkvæmda-
stjórnin sem leggur fram lagafrum-
vörp enn þann dag í dag. Þingið get-
ur hins vegar haft frumkvæði að
lagafrumvörpum, með svokölluðum
lagafrumvarpsskýrslum, sem fram-
kvæmdastjórninni er skylt að taka til
umfjöllunar. Wallis segir þó að frum-
kvæðið sem sé í höndum þingsins
sé nóg. „Algjörlega, í gegnum þing-
nefndirnar eða þingmannasamtök-
in er hægt að senda framkvæmda-
stjórninni skýrslur sem eru þá teknar
til umfjöllunar innan ákveðins tíma-
ramma.“
Beint lýðræði er nýjung
Wallis benti einnig á nýbreytni sem
Evrópuþingið hefur komið til leið-
ar og hefur verið henni hjartans mál
síðan hún gerðist Evrópuþingmað-
ur. Nú hefur verið samþykkt „borg-
aralegt frumkvæði“, sem þýðir í raun
að almenningur getur haft bein áhrif
á lagasetningu innan Evrópusam-
bandsins. Skrifi milljón einstaklingar
undir lagafrumvarpsskýrslu er fram-
kvæmdastjórninni skylt að fjalla um
hana á sama hátt og skýrslur sem
koma beint frá þinginu. „Þetta er eitt
mikilvægasta skref sem tekið hefur
verið í beinu lýðræði að mínu viti. Nú
geta ríkisborgarar aðildarríkja haft
bein áhrif á lagasetningu, sem er til að
mynda ekki hægt innan stjórnskipun-
ar aðildarríkjanna sjálfra.“
Verða að vera á varðbergi
Ef líkja má Evrópusambandinu við
ríki má að sama skapi líkja fram-
kvæmdastjórninni við ríkisstjórn, eða
framkvæmdavald, og Evrópuþinginu
við þjóðþing, eða löggjafarvald. En
hvernig er þá sambandinu milli fram-
kvæmdastjórnarinnar og þingsins
háttað. Er samstarfið ætíð á jákvæð-
um nótum? „Það er auðvitað erfitt að
segja. Framkvæmdastjórnin er fram-
kvæmdavaldið og við í þinginu verð-
um alltaf að vera á varðbergi gagnvart
því og skoða grannt hvað hún er að
gera hverju sinni. En á sama hátt þarf
framkvæmdastjórnin að fylgjast með
okkur. Hlutverk þessara arma löggjaf-
arvaldsins er að vera gagnrýnin á störf
hvors annars, og því kann það oft að
hljóma eins og samstarfið sé slæmt.
Reynsla mín er þó sú að samstarfið
sé gott og jákvætt þegar á heildina er
litið.
Jafndýrt og kaffibolli á dag
Evrópuþingið er annað stærsta lýð-
ræðislega kjörna þing í heimi. Aðeins
þjóðþing Indverja er stærra. Óhjá-
kvæmilega hefur Evrópuþingið því
fengið þá gangrýni, og þá sérstak-
lega frá efasemdarmönnum um Evr-
ópusamstarfið, að þingið sé lítið ann-
að en risavaxið skrifræðisbákn sem
kostar formúu. „Lýðræði er dýrt. Ég
myndi segja að betra sé að hafa starf-
andi lýðræði með kjörnum fulltrúum
sem geta komið til leiðar þeim sjón-
armiðum sem kjósendur vilja koma á
framfæri. Það er gömul saga og ný að
fólk segi Evrópusamstarfið of dýrt en
mikið af þessum kostnaði fer til dæm-
is í þýðingarþjónustu, sem ég myndi
telja að kæmi sér vel fyrir Ísland og
tungu ykkar. Með tungumálaþjónust-
unni er gagnsæið í evrópskri stjórn-
sýslu mun betur tryggt, því það gefur
augaleið að fólk getur betur kynnt sér
málefnin þegar það les um þau á eig-
in tungumáli. Ég hef reyndar heyrt því
fleygt að tungumálaþjónusta Evrópu-
sambandsins kosti jafnmikið á ári og
það myndi kosta hvern einasta ríkis-
borgara aðildarríkja ESB að fá sér einn
kaffibolla á dag. Fyrir mér er það ekki
mikill fórnarkostnaður.“
Léleg kjörsókn
Allt síðan árið 1979 hafa verið haldn-
ar beinar kosningar til Evrópuþings-
ins. Þá var kjörsókn um 63 prósent, en
síðan hefur kjörsókn hrakað. Í kosn-
ingum til Evrópuþingsins árið 2009,
þeim fyrstu síðan Lissabon-sáttmál-
inn var samþykktur, var kjörsókn að-
eins 43 prósent. Er þetta ekki ákveðið
vandamál? „Kjörsóknin er okkur ofar-
lega í huga en við getum í það minnsta
sagt að við gefum almenningi færi á
að kjósa. Ég vonast þó til þess að kjör-
sóknin fari að færast til hins betra, að-
allega vegna þess að þingið er mun
áhugaverðara nú eftir upptöku Lissa-
bon-sáttmálans en það var áður. Á
þingið safnast nú saman mjög hæfi-
leikaríkt fólk, þar sem þingið hefur
mun meiri áhrif nú en áður. Ég býst við
að almenningur fari því að fylgjast bet-
ur með, en með því að kjósa sína full-
trúa getur almenningur einmitt haft
áhrif. Ég held að sá möguleiki sé fyr-
ir hendi að fólki verði sýnt fram á að
þingið skipti máli og það mun um leið
auka áhuga fólks á þinginu.“
Minnka áhrifin heima fyrir?
Með auknum áhrifum Evrópuþings-
ins, sem setur lög ásamt framkvæmda-
stjórninni, er ekki úr vegi að spyrja
hvort áhrif Evrópusambandsins eigi
ekki eftir að yfirgnæfa völd ríkisstjórna
og þjóðþinga aðildarríkjanna. „Ég tel
að svo sé ekki. Við störfum á mismun-
andi sviðum sem þurfa ekki endilega
að skarast. Sum mál er einfaldlega
betra að fjalla um á milliríkjagrund-
velli, sem er það sem Evrópusam-
starfið snýst um. Þar á ég við mál eins
og umhverfisvernd eða málefni innri
markaðarins, málefni sem ná í raun
út fyrir landamæri ríkja. Vitaskuld eru
önnur málefni sem verða alltaf til um-
fjöllunar á innanríkisgrundvelli. Heil-
brigðismál, menntunarmál og svo má
lengi telja. Ég tel að stjórnvöldum að-
ildarríkja stafi engin ógn af Evrópu-
samstarfinu, það auðveldar aðeins
samstarf á þeim sviðum sem eru við-
eigandi hverju sinni.“
Ísland getur haft áhrif
Evrópuþingið telur 736 þingmenn
og þar starfa 20 fastanefndir. Sam-
kvæmt Lissabon-sáttmálanum á hvert
aðildar ríki aldrei færri en sex þing-
menn, sem er sú tala þingmanna sem
Ísland fengi ef samningur að aðild yrði
samþykktur. Gæti Ísland þá búist við
því að hafa áhrif innan þingsins? „Við
verðum að muna að þingmenn starfa
ekki sem fulltrúar landa sinna heldur
sem fulltrúar stjórnmálasamtaka inn-
an þingsins. Það veitir hverjum þing-
manni stuðning til að afla sér upp-
lýsinga um öll þau málefni sem hann
vill. Einstök ríki geta sjaldnast fjallað
um öll þau mál sem þeim þóknast, en
innan ramma stjórnmálasamtakanna
er það hins vegar mögulegt. Ekki má
gleyma að smáríki kjósa sér yfirleitt
nefndir þar sem fjallað er um mikil-
vægustu málefni þeirra, og þar sem
tilteknir þingmenn geta búist við að
hafa mikil áhrif. Ég býst fastlega við því
til dæmis, að íslenskur Evrópuþing-
maður myndi vafalaust sitja í sjávarút-
vegsnefnd. Þar sem Ísland yrði stærsta
fiskveiðiþjóð sambandsins, ef af aðild
verður, myndi sá þingmaður augljós-
lega hafa burði til að hafa mikil áhrif.
En auðvitað skipta einstaklingarnir
sjálfir miklu máli, séu þeir kraftmikl-
ir og duglegir getur hvaða þingmaður
sem er haft mikil áhrif – sama hvaðan
hann kemur. Það er að minnsta kosti
mín reynsla.“
Næststærsta
þing í heimi
Kosið hefur verið til Evrópuþings í bein-
um lýðræðislegum kosningum síðan árið
1979. Með upptöku Lissabon-sáttmál-
ans hefur hlutverk þingsins öðlast meira
vægi, sem er liður í tilraun ESB til að
auka hlut lýðræðis innan sambandsins.
Þingmenn eru 736 og á þinginu eru töluð
öll 23 opinber tungumál Evrópusam-
bandsins. Þingmenn starfa sem fulltrúar
stjórnmálasamtaka en ekki sem fulltrú-
ar ríkja sinna. Stjórnmálasamtökin eru
lík stjórnmálaflokkum á þjóðþingum.
Stærstu flokkarnir á Evrópuþinginu eru
Evrópuflokkurinn (European People‘s
Party), sem er mið-hægri flokkur sem
líkja má við Sjálfstæðisflokkinn, og
Bandalag demókrata og sósíalista,
sem líkja má við Samfylkinguna. Þingið
starfar í Strassborg og einnig í Brussel,
auk þess sem fjársýsla og skjalageymsla
er staðsett í Lúxemborg.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„En auðvitað skipta
einstaklingarnir
sjálfir miklu máli, séu þeir
kraftmiklir og duglegir get-
ur hvaða þingmaður sem
er haft mikil áhrif - sama
hvaðan hann kemur.
Diana Wallis Hefur verið Evrópuþingmaður
síðan árið 1999 og varaforseti þingsins
undanfarin þrjú ár