Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 19
Erlent | 19Helgarblað 4.–6. mars 2011 Ákæra hefur verið gefin út á hend- ur Bradley Manning, óbreytta her- manninum sem grunaður er um að hafa lekið leyniskjölum bandaríska utanríkisráðuneytisins og hersins til uppljóstrunarsíðunnar Wikile- aks. Ákæran er í 22 liðum og er hann meðal annars sakaður um að „að- stoða óvininn“, sem eru einar alvar- legustu sakir sem hægt er að bera á bandarískan hermann. Viðurlögin við þeirri ákæru eru dauðarefsing og fékk David Coombs, verjandi Mann- ings, þær upplýsingar á miðvikudag að saksóknari hersins myndi fara fram á hámarksrefsingu. Síðar sama dag kom þó yfirlýsing frá hernum, þar sem því var lýst yfir að ef Mann- ing yrði fundinn sekur – yrði hann dæmdur í lífstíðarfangelsi. Naut hjálpar Lady Gaga Ákæran sem gefin var út í vikunni byggir á sjö mánaða rannsókn á meintum glæpum Mannings, sagði í yfirlýsingu frá hernum. Kemur þar í ljós að yfirmenn Mannings í grunn- þjálfun höfðu haft áhyggjur af and- legu ástandi hans áður en hann var sendur til Íraks árið 2009. Manning brotnaði einu sinni niður þegar hann var í Írak og segja þeir sem stóðu hon- um næst að hann hafi í raun fengið taugaáfall. Það var eftir áfallið sem Manning tók að smygla leynigögnun- um frægu, en hann starfaði við gagna- greiningu í hernum. Hann smyglaði gögnunum með því að mæta alltaf til vinnu með ferðageislaspilara en í honum var skrifaður diskur með Lady Gaga. Þegar Manning var sestur nið- ur fyrir framan tölvu hreinsaði hann tónlist Lady Gaga af disknum og hlóð niður leyniskjölum. Öryggisverðir við tölvuverið höfðu engan grun um að- gerðir Mannings. Í slæmu andlegu ástandi Manning var handtekinn í maí í fyrra og hefur síðan þurft að dúsa í einangr- un í hámarksöryggisfangelsi í Quant- ico í Virginíuríki. Klefi hans er 180 sm á breidd og 350 sm á lengd. Þar þarf hann að dvelja öllum stundum fyr- ir utan einn klukkutíma á dag. Þá má hann hreyfa sig með því að ganga í hringi innandyra, algerlega einn síns liðs. Hann hefur aldrei hitt aðra fanga og einu samskipti hans eru við fanga- verði. Í klefa sínum má hann hafa eina bók eða eitt tímarit og fær hann að horfa á sjónvarp eina klukkustund á dag, stundum lengur um helgar. Hann er vakinn klukkan 5 á morgn- ana en eftir það má hann ekki sofna fyrr en um 8 að kvöldi. Fangaverðir þurfa að ganga úr skugga um að hann sé vakandi, með því að fá munnlega staðfestingu á fimm mínútna fresti. Mannréttindasamtök, þar á með- al Amnesty International, hafa gagn- rýnt aðbúnað Mannings. Hafi yfirvöld grunað að hann væri við slæma and- lega heilsu áður en hann var sendur til Íraks ættu þau að geta ímyndað sér hvernig andlegt ástand hans er nú. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Óbreytti hermaðurinn sem er talinn hafa lekið leyniskjölum til Wikileaks hefur nú verið ákærður n Bandaríski herinn ætlaði að fara fram á dauða- refsingu en Bradley Manning verður líklega dæmdur í lífstíðarfangelsi MANNINGS BÍÐUR LÍFSTÍÐARFANGELSI „Ákæran er í 22 liðum, meðal annars er hann sakaður um að „aðstoða óvininn“. Bradley Manning Verður líklega dæmd- ur í lífstíðarfangelsi. Tveir bandarískir hermenn liggja í valnum eftir skotárás: Skotárás í Frankfurt Tveir féllu í skotárás á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi á miðviku- dag. Fórnarlömbin voru bandarískir hermenn á leið til Rammstein-flug- stöðvarinnar, höfuðstöðva banda- ríska flughersins í Evrópu. Skotmað- urinn var 21 árs Kosovo-Albani, Arif Uka að nafni, en ekki er vitað hvað honum gekk til með skotárásinni. Málsatvik voru þau að nokkrir hermenn, nýkomnir frá Bandaríkj- unum, biðu eftir rútu flughersins fyr- ir utan flugstöðina. Þegar rútan var komin og mennirnir voru að stíga um borð hóf Uka skothríð en hann var með skammbyssu innanklæða. Tveir féllu og tveir særðust alvarlega í árásinni. Þegar Uka hafði klárað skot- færi sín flúði hann inn í flugstöðvar- bygginguna þar sem mikil skelfing greip um sig. Lögreglumenn veittu honum eftirför og var Uka handtek- inn innan nokkurra mínútna. Fjöl- margir urðu vitni að skotárásinni og sögðu þeir að rúta flughersins hefði verið öll þakin götum eftir byssukúl- ur. Flugvöllurinn í Frankfurt er einn sá fjölfarnasti í heimi, en þangað hafa Íslendingar meðal annars flogið reglulega um árabil. Í fyrstu var óttast að um hryðju- verkaárás hefði verið að ræða, en nýlega minnkuðu Þjóðverjar við- búnað sinn vegna yfirvofandi hættu á hryðjuverkum. Í nóvember barst þýska þinginu, Reichstag, sprengju- hótun. Síðan þá hefur hryðjuverka- hætta verið talin aðsteðjandi án þess þó að nokkur hryðjuverk hafi verið framin. Boris Rhein, inn- anríkisráðherra sambandsríkis- ins Hessen, sagði voðaverkið vera „óskiljanlegan og hryllilegan glæp“. Hann sagðist jafnframt ekki geta sagt til um hvað Uka hefði gengið til með árásinni. Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, sagði á frétta- mannafundi í Washington að hann væri bæði „sorgmæddur og hneyksl- aður“ yfir árásinni og vottaði hann fjölskyldum fórnarlambanna sam- úð sína. Illa leikin rúta Sjá má gat eftir byssukúlu hjá glugga bílstjórans. Beyoncé söng fyrir Gaddafi Poppsöngkonan Beyoncé Know- les segist hafa gefið það fé, sem hún þáði fyrir að koma fram á einkatón- leikum fyrir Gaddafi-fjölskylduna, í góðgerðastarfsemi. Beyoncé segir nánar tiltekið að hún hafi látið féð renna í neyðarsjóð handa fórnar- lömbum jarðskjálftans á Haítí, sem átti sér stað í byrjun síðasta árs. Það var þó nokkrum dögum fyrr sem hún söng fyrir Gaddafi, eða aðfara- nótt nýársdags 2010. Beyoncé þáði tvær milljónir dollara fyrir þjónust- una, en það samsvarar um 240 millj- ónum íslenskra króna. Tónleikarnir fóru fram á eyjunni St. Barts í Kar- íbahafinu, nema hvað? Danir sleppa sjóræningjum Þrátt fyrir að hafa handsamað rúm- lega 200 sómalska sjóræningja hafa Danir einungis gert tilraun til að sakfella fimm þeirra – og voru þeir degnir fyrir dóm í Hollandi. Danski sjóherinn sendi á sínum tíma her- skip á slóðir sómalskra sjóræn- ingja eftir að danskri skútu með sjö manna áhöfn var rænt. Kenneth Nielsen, aðmíráll í danska sjóher- num, játaði þetta í viðtali við Poli- tiken. „Við höfum sleppt um 200 sjóræningjum sem við höfum haft í haldi á þessum slóðum.“ Danir hafa nú kallað herskipið sem um ræð- ir heim, þrátt fyrir að enn séu níu danskir ríkisborgarar í haldi sóm- alskra sjóræningja, segir Politiken. Höfrungar í hættu Sífellt fleiri höfrungar drepast í Mex- íkóflóa og skolar hræjum af þeim næstum daglega upp á strendur Bandaríkjanna. Er talið að olíulek- inn mikli, sem varð eftir að bor- pallurinn Deepwater Horizon sökk í fyrra, sé ástæðan fyrir höfrunga- harmleiknum. Næstum allir höfr- ungarnir sem hafa fundist dauðir eru aðeins kálfar og segja sumir vís- indamenn að þeir gætu hafa fæðst andvana. Náttúruverndarsamtök í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum eru nú að rannsaka hræin en höfrunga- dauðinn er talinn geta haft slæm áhrif á ferðaþjónustu í ríkinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.