Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 24
24 | Viðtal 4.–6. mars 2011 Helgarblað B rynhildur Guðjónsdóttir ætl- ar ekki alltaf að vera leikkona og ætlar að hefja nýjan kafla í lífi sínu bráðlega með því að flytja til Bandaríkjanna til að læra leik- ritun í Yale. Hún ætlar sér þó ekki að sigra heiminn, er með fæturna á jörð- inni og mun snúa aftur til landsins að námi loknu. Hún sér fyrir sér að vinna eins lengi og heilsan leyfi en lætur sig dreyma um að hafa það náðugt í ell- inni í fjallakofa með útsýni yfir lítið þorp. Hún er afkastamikil leikkona og tekst á við hvert verkefnið á fætur öðru án þess að láta persónurnar á sig fá og segir hægt að finna hjarta í öllum per- sónum, líka þeim ófrýnilegustu. Það er ágætis veður úti á meðan ég rölti upp að ómáluðu bárujárnshúsi í miðbæ Reykjavíkur. Ég hringi dyra- bjöllunni og lítil stelpa kemur til dyra og bíður eftir að ég hósti upp úr mér erindinu. „Er Brynhildur hérna?“ segi ég og bíð svars. „Já,“ segir hún. „Má ég koma inn?“ spyr ég þá, ekki alveg viss um hvort ég sé á réttum stað. „Jú, koddu inn,“ segir stelpan. Brynhildur leikkona tekur svo móti mér í eldhús- inu með gula gúmmíhanska á hönd- um og heilsar mér brosandi, býður mér kaffi og byrjar að spjalla. Alltaf smá hluti af manni í karakternum Það verður seint sagt að Brynhild- ur hafi ekki nóg fyrir stafni en hún er með mörg verkefni í gangi í einu. Brynhildur er á fullu í Þjóðleikhúsinu þar sem hún er bæði að sýna og æfa. Hún frumsýnir í næstu viku leikritið Heddu Gabbler þar sem hún fer með hlutverk Theu Elvsted. Á sama tíma sýnir hún Brák í kassanum, litla svið- inu í Þjóðleikhúsinu, og svo var kvik- myndin Okkar eigin Osló frumsýnd á miðvikudag en Brynhildur leikur þar eitt aðalhlutverkanna. „Frumsýningin á Okkar eigin Osló var í gær (miðvikudag), ótrúlega skemmtilegt og ég er mjög ánægð með myndina,“ segir Brynhildur sem er á fullu þessa dagana. „Ég var að sjá hana í fyrsta skipti þó að ég hafi séð hana grófklippta hjá Steffí klippara en maður áttaði sig ekki alveg á hvernig senurnar væru klipptar. Senurnar eru kannski lengri þegar að við vinnum þær og svo er kannski klippt út þannig að maður er svona „ú, kemur ekki koss þarna?“.“ Brynhildur snýr sér að kaffi- vélinni sinni sem er miðpunktur eld- hússins og hellir upp á bolla. „Hand- ritið er alveg æðislegt,“ segir hún og fer að tala um hvernig karakterinn hennar, Vilborg, var eiginlega full mótaður þegar hún tók við keflinu af handritshöfundinum Þorsteini Guð- mundssyni. „Hann er dálítið hræddur en hún er dálítið óhefluð, en þau vega hvort annað ofboðslega upp,“ segir hún um aðalpersónurnar í myndinni sem hún segir þó ekki vera neitt rosa- lega líka sér. „Minn karakter var eiginlega bara þarna á blaðinu og kom eiginlega strax, hann var eiginlega bara tilbú- inn í handritinu,“ segir hún og seg- ir þar að þakka hversu mikill mann- þekkjari Þorsteinn sé. „Það er erfitt að viðurkenna að maður sé svona, ég er ekki alveg svona mikil skvetta með allt í steik en auðvitað er það þannig að þegar mikið er að gera þá er mikill há- vaði í hausnum á manni. Þá er mað- ur ekki endilega til í að fara út í Bónus að versla og minnstu hlutir geta vafist fyrir manni,“ segir hún um hvort hún hafi fundið sjálfa sig í karakternum. „En það er allt í lagi því það lagast bara eftir korter,“ segir hún og hlær. Alltaf eitthvað af manni sjálfum „Óhjákvæmilega, þegar maður er að leika í svona bíómynd, verður þú að nota þig. Þetta er svo nálægt. Það er það sem er ofsalega skemmtilegt við kvikmyndavinnu, þar er svo margt sem fer fram „versus“ svið. Þú verð- ur að taka allt út og þú verður að sýna – það eru 500 manns sem sitja bara þarna (og bendir fyrir framan sig) og þú ert langt, langt í burtu – þetta er allt önnur vinna. Þú verður að taka allar tilfinningarnar út en þarna þarf bara eitt augnagot.“ Hún segir að þar hjálpi mikið að hafa góðan leikstjóra, og seg- ir að Reynir Lyngdal hafi verið frábær að vinna með. „Auðvitað notar maður allt sem mað- ur hefur gengið í gegnum sjálfur. Mað- ur er bara sín eigin verkfærataska,“ segir hún. En sér maður þá leikarana sjálfa í persónunum sem þeir leika? „Já, eða bara eitthvert fólk sem maður hefur hitt. Leikaravinna er náttúrulega bara þannig að þú ert að þykjast vera einhver annar en þú ert.“ Hún segir að það sé ekki vandamál að setja sig í kar- akterinn sem á að leika þó að að mað- ur vilji ekki samsama sig hlutverkinu. „Þú verður að standa með þínum kar- akter. Þú verður að gera það, ef þú ger- ir það ekki, þá gerir það engin annar. Ef þetta er einhver manneskja sem er að meiða annað fólk eða eitthvað slíkt þá er náttúrulega erfiðara að standa við bakið á henni, en þú finnur alltaf eitthvert hjarta.“ Á leið til Bandaríkjanna í skóla Brynhildur finnur reglulega þörf fyr- ir að gera breytingar og fara á nýj- ar slóðir. Hún bjó um tíma í Svíþjóð þegar hún var 7 ára, hún lærði í há- skóla í Frakklandi og lærði svo leiklist í Bretlandi. Núna er kominn tími til að fara aftur út, í þetta skiptið til Banda- ríkjanna. „Ég er að fara í Yale í haust. Þannig að við erum að fara að flytja til Bandaríkjanna í ár. Ég er að fara í eins árs dvöl í Yale og ég verð svokall- aður „special-scholar“ í leikritunar- deild Yale. Ég verð undir handleiðslu prófessoranna þar. Þetta er þriggja ára mastersnám en ég fer ekki inn í það,“ segir Brynhildur sem er aug- ljóslega spennt að takast á við enn eitt nýtt verkefni. Leikritunardeild Yale er ekki stór en hún er rétt eins og skól- inn mjög virt. „Þau eru 3 sem eru tekin inn á ári, í þriggja ára nám, þannig að þetta eru alltaf níu nemendur en ég fæ að vera þarna í einn vetur sem „spec- ial-scholar“. Ég bara víkka sjóndeildar- hringinn og fæ frið til að skrifa og njóta þess. Það verður geggjað.“ En hvernig kom þetta til?„Ég þarf alltaf að hafa mikið að gera. Ég hef náttúrulega skrifað mikið og nú er búið að leika þrjú verk eftir mig. Ég hef alltaf haft þörf til að fara og skoða. Svo sá ég þetta nám og kynntist Paulu Vogel, sem skrifaði Ökutíma, og hún er yfir deildinni. Svo var bara allt í einu komin þörfin til að fara og gera eitt- hvað. Hún tekur sig upp stundum,“ segir Brynhildur en henni var boðið að koma til eins árs þar sem þeim sem mátu umsóknina hennar þótti hún vera búin að gera svo mikið að þeim fannst ekki ástæða til þess að taka hana inn í þriggja ára nám. „Þeir vildu samt gjarnan fá mig.“ Hún hikar ekki við að taka fjöl- skylduna með sér en 10 ára dótt- ir hennar er líka spennt að fara út. „Það verður dásamlegt fyrir 10 ára stelpu að vera eitt ár í Bandaríkjunum og koma bara heim með fullkomna ensku. Ég bjó sjálf í Svíþjóð þegar ég var 7 ára og bý nú alltaf af því að tala góða sænsku,“ segir hún og hlær. „Það verður ævintýri að prófa að vera ann- ars staðar. Þetta er líka frábær stað- ur, fjörtíu mínútur frá New York. Há- skólabærinn New Haven sem er bara byggður upp í kringum Yale.“ Brynhildur segist þó viss um að koma heim eftir tímann í Bandaríkj- unum. „Við eigum alltaf heima hérna það er alveg á hreinu. Lítil stúlka þarf bara að komast í skólann sinn aftur og svona.“ En ætlar hún ekki að reyna að sigra Bandaríkin? „Nei, ég er alveg með lappirnar á jörðinni hvað það varð- ar. Ég hef aldrei verið með þá þörf að sigra heiminn eða eitthvað svoleiðis. Á meðan mér líður vel í hjartanu og á meðan ég er spennt fyrir því sem ég er að gera, þá er allt gott. Það var góð- ur maður sem kenndi mér að ef mað- ur gefur fullt af ást þá fær maður það hundraðfalt til baka.“ Fjallakofi í ellinni Húsið hennar Brynhildar er mjög per- sónulegt og maður finnur að maður er Brynhildur Guðjónsdóttir útskrifaðist úr leiklistarskóla í London árið 1998. Á skömmum tíma varð hún ein fremsta leikkona Íslendinga og sló í gegn sem Edith Piaf. Hún hefur nóg að gera þessa dagana og segist hamingjusöm þegar hún hafi nóg fyrir stafni. Hún hefur tekist á við breytingar að undanförnu og hyggst fara enn lengra og hefja nám í Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hún býr sátt við lífið og leiklistina í litlu bárujárnshúsi bak við Þjóðleikhúsið ásamt manninum sínum, tíu ára dóttur sinni, sem hjálpar henni að læra texta, og köttunum sínum tveimur. „Maður er sín eigin verkfærataska“ „Ég hef aldrei verið með þá þörf að sigra heiminn eða eitthvað svoleiðis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.