Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 35
35M E N N I N G A R V E R Ð L A U N D V 2 0 1 0H E L G I N 4 . – 6 . M A R S 2 0 1 1 HEIÐURSVERÐLAUN
Kristinn Sigmundsson segir röddina í fínu formi og að hann eigi nóg eftir. Hann hlakkar til að taka þátt í opnun Hörpu.
Á flakki um
heiminn í 20 ár
Herdís Þorvalds-dóttir leikkona hlaut heiðursverð-
laun Menningarverðlauna DV að
þessu sinni. Það var Ögmundur
Jónas son innanríkisráðherra sem
afhenti Herdísi verðlaunin og
hélt ræðu um ævi og störf þess-
arar mögnuðu leikkonu henni
til heiðurs. Herdís hefur stað-
ið á sviði í hartnær 70 ár og er
ein ástsælasta leikkona Íslands
fyrr og síðar. Leiksigrar hennar
hafa ekki bara verið í leikhúsum
landsins heldur hefur hún leikið
í ódauðlegum myndum eins og
79 af stöðinni, Atómstöðinni og
Hafinu. Auk þess sem hún átti
eftirminnilega frammistöðu nýlega
í sjónvarpsþáttaröðinni Hamarinn
sem sýnd var í Sjónvarpinu.
Verst farna landið
Þegar Herdís hafði þakkað fyrir sig
eftir að hafa tekið við heiðursverð-
laununum notaði hún tækifærið og
vakti athygli á því málefni sem er
henni sérlega hjartfólgið, landeyð-
ingu á Íslandi. Þráðurinn var svo
tekinn upp að nýju þegar blaðamað-
ur DV náði tali af henni. „Þetta var
óvænt uppákoma, ánægjuleg. Vegna
þess að ég gat minnst á verkefni
sem ég hef verið að vinna að,“ segir
Herdís. „Ég hef skrifað ótal greinar
í blöð síðustu 20, 30 ár um gróður-
eyðingu á landinu okkar. Hvernig
við höfum farið með það. Við eigum
þann heiður að vera verst farna land
af búsetu sem þekkist í Evrópu. En
höldum samt áfram sama rányrkju-
búskap enn þann dag í dag. Hvers
vegna?“
Ömurlegt ástand
Herdísi er málið svo hjartfólgið að
hún vinnur nú að gerð heimildar-
myndar um landeyðingu. „Ég er að
gera heimildarmynd um þetta öm-
urlega ástand á landinu og hvern-
ig væri hægt að stöðva stöðug-
ar skemmdir á gróðurríkinu. Mín
von er að fólk átti sig á ástandinu
og það spyrji sig: Eigum við halda
svona áfram næstu 100 árin? Að
halda ekki í við skemmdirnar vegna
lausagöngu búfjár á landinu eða að
breyta rányrkjubúskap í ræktun-
arbúskap með búfé í girðingum í
vörslu eigenda sinna svo að landið
fái frið til að græða sárin.“ Herdís
segir DV hafa verið blaðið sem hafi
vakið athygli á málum sem enginn
annar vilji ræða og að nú sé kominn
tími til að sinna þessu háalvarlega
máli. „Þetta blað hefur oft vakið at-
hygli á því sem miður fer í þjóðfé-
laginu og á að reyna að fela. Og það
er vel. Kannski sendi ég ykkur grein
með frekari skýringum á ástandinu
á landinu.“
Alls staðar girt af
Herdís segir að ástandið sé svo al-
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona hlaut heiðurs verðlaun Menn-
ingarverðlauna DV á miðvikudag. Herdís notaði tækifærið til að
vekja athygli á heimildar mynd sem hún er að gera um gróður-
eyðingu á Íslandi. Hún segir landsmenn girta af á meðan skepnur
hlaupi lausum hala um og tæti upp landið. Herdís seldi málverk
eftir Gunnlaug Scheving til þess að fjármagna myndina sem hún
gerir með hjálp barnabarna sinna.
Fjallkonan
hrópar á vægð
varlegt að á 100 árum hafi Land-
græðslunni ekki tekist að snúa
þróuninni við. „Landgræðslan er
búin að starfa hér í 100 ár. Hún átti
100 ára afmæli fyrir þremur árum.
Landið var bókstaflega að fjúka hér
út á haf þegar hún var stofnuð. Á
þessu afmæli var þetta tekið upp,
hvað landgræðslan hefur fengið
mikla fjármuni og hvað hún hefði
áorkað á þessum hundrað árum.
Þeir geta ekki sannað það að á 100
árum hafi þeir haft undan. Að þeir
vinni á. Skemmdirnar eru það mikl-
ar og stöðugar að þeir hafa bókstaf-
lega ekki undan. Eigum við að halda
svona áfram í 100 ár?“
Herdís segir að skipulagið sé á
hvolfi. „Gaddavírsgirðingar eru hér
þvers og kruss um landið sem við
fólkið höfum borgað. Þúsundir kíló-
metra eftir vegum. Svo er ekki bara
kostnaður við að koma þessu upp
heldur er viðhaldið óheyrilegt. Þetta
er gert í staðinn fyrir að girða bara
af skepnurnar og að eigendurnir beri
ábyrgð á þeim. Að þær séu girtar af
í staðinn fyrir fólkið í landinu. Þá
gjörbreyttist þetta allt og landið gæti
farið að gróa. Við gætum farið að
losna við þennan gaddavír. Þetta er
orðið bara eins og flóttamannabúðir.
Við erum alls staðar girt af.“
Skólarnir hafa brugðist
Að mati Herdísar hafa skólar lands-
ins brugðist þeirri skyldu sinni að
fræða landsmenn um hversu al-
varlegt ástandið sé í raun og veru.
„Skólarnir hafa algjörlega brugðist
í þessum efnum. Ég heyri það. Fólk
bara veit ekkert af þessu. Það fer
allt á annan endann út af einu álveri
fyrir austan sem er 0,5 prósent af
landinu. En þó að landið okkar fjúki
út á haf í tonnatali á hverju ári, þá
segir enginn neitt.“
Herdís segir kosningarkerfið í
landinu spila þar stóra rullu. „Þetta
virðist alltaf vera eitthvert feimnis-
mál. Það má ekki snerta við bænd-
unum. Því þeir eru fjögur eða fimm
atkvæði á móts við okkur. Atkvæða-
jafnvægið er svo skelfilegt. Þess
vegna þorir enginn flokkur að hrófla
við þeim því þá hóta þeir bara að
kjósa ekki þann flokk. Þeir eru svo
hræddir um atkvæðin sín.“
Fjallkonan hrópar á vægð
Herdís, sem 87 ára, lætur aldurinn
ekki stoppa sig í því að gera heim-
ildarmyndina sem ber nafnið Fjall-
konan hrópar á vægð. „Ólafur Egill
Ólafsson, dóttursonur minn, hefur
verið mér innan handar. Hann fer
yfir handritið og hjálpar mér. Svo á
ég dótturdóttur sem er lögfræðingur
og hún hjálpar mér með fjármálin.“
Myndin hefði ekki orðið að veru-
leika ef barnabörn Herdísar hefðu
ekki lagt henni lið. „Ég nefndi þetta.
Að mig langað svo mikið til að
gera þessa mynd. Svo seldi ég stóra
Scheving-mynd sem ég átti og fjár-
magnaði þetta þannig. En ég hefði
ekki farið út í þetta nema út af því
að þau sögðu: Amma, ég skal hjálpa
þér með þetta.“
Myndin var tekin upp síðasta
sumar og er nú í klippingu. „Ég
hugsa að ég sýni myndina nú ekki
í sumar en svona með haustinu.
Sjónvarpið ætlar að sýna hana, sem
er frábært.“
Fullt af frábærum leikurum
Herdís hefur undanfarið ár farið
með hlutverk móður Jóns Hregg-
viðssonar í Íslandsklukkunni. Þetta
eru tímamót, bæði fyrir Þjóðleikhús-
ið og fyrir Herdísi. Hún fór nefnilega
einnig með hlutverk í Íslandsklukk-
unni fyrir rúmum 60 árum þegar
leikhúsið var stofnað. Þetta er því
fyrsta verk Herdísar og það síðasta.
„Ég get varla ímyndað mér það.
Að leika meira héðan af. Þetta er
svona lokaverkefni og ég er mjög
fegin að geta klárað það. Þá hef ég
skilað mínu.“
Hún segir mikinn mun á leiklist-
inni í dag og þegar hún var að stíga
sín fyrstu skref. „Á þessum árum,
í kringum 1950, þá þekkti maður
allt þetta listafólk. Bæði málarana
og leikarana. Í dag er þetta fólk í
hundraðatali. Það hafa útskrifast
átta leikarar annað hvert ár í öll
þessi ár svo þú getur ímyndað þér
hver fjöldinn er orðinn. Maður get-
ur ekki orðið fylgst með öllu þessu
nýja fólki. Það er orðið mjög vel
skólað og meira fagfólk en við vor-
um á sínum tíma.
Það er bara eitt sem ég hef ekki
verið nægilega ánægð með og það
er framsögnin. Fólk er farið að tala
meira saman eins og það gerir bara
úti á götu. En stórum í leikhússal
þurfa allir að heyra. Þetta er ekki há-
vaði heldur að taka vel utan um svo
allir heyri.“
Herdís segir dásamlegt hversu
mikið af frábærum leikurum þjóðin
eigi í dag. „Leikhúsin eru uppfull
af frábæru fólki. Og nú er Harpa að
koma. Og allir hrópa húrra. Það er
fínt,“ segir Herdís og hlær að lokum.
Æviágrip
Herdís Þorvaldsdóttir er þjóðþekkt fyrir hlutverk sitt
á leiksviðinu síðustu áratugina. Hún hefur verið einn af
burðarleikurum þjóðarinnar í meira en hálfa öld og fært íslensku
þjóðinni stórkostlegar gjafir.
Herdís hóf leiklistarferil sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið
1941, eða fyrir 69 árum. Leikferill Herdísar spannar því orðið
sjötíu ár eða lengur en nokkurs annars íslensks leikara fyrr
eða síðar og á ferli sínum hefur hún leikið yfir 120 hlutverk í
Þjóðleikhúsinu.
Herdís var fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá upphafi og hefur
því verið hluti af leikarahópi Þjóðleikhússins í þau rúmu sextíu
ár sem leikhúsið hefur starfað. Fyrsta hlutverk hennar var
Snæfríður í leikgerð Íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness og
Lárus Pálsson og á næstu árum lék hún fjölda stórra hlutverka
á sviði leikhússins. Herdís hefur aldrei kvatt sviðið eða hætt
að þroskast í list sinni. Þá hefur hún leikið mikið í útvarp og
sjónvarp og á síðari árum í kvikmyndum. Og enn stendur Herdís
á sviðinu, nú síðast í hlutverki móður Jóns Hreggviðssonar í
leikgerð Benedikts Erlingssonar á Íslandsklukkunni.
Herdís hefur einnig verið afkastamikill leikari í útvarpi og á
seinni árum áberandi í hlutverkum á hvíta tjaldinu.
Herdís Þorvaldsdóttir hefur séð tvenna tíma í íslenskri
leiklistarsögu. Þegar hún kom fram var ekkert atvinnuleikhús
til í landinu og mjög margir höfðu megnustu ótrú á slíku.
Atvinnuleikari var jafnvel háðsyrði á götum Reykjavíkur. Herdís
var í hópi þeirra ungu leikara sem tóku þeirri áskorun sem í því
fólst að þjóðin eignaðist atvinnuleikara og hefur aldrei brugðist
þeim skyldum sem því fylgdu. Í fagmannlegum vinnubrögðum
hefur hún orðið yngri leikurum sönn fyrirmynd, ekki síst í
meðferð íslenskrar tungu sem henni hefur jafnan verið mjög
hugleikin, enda er hún einn af okkar bestu ljóðaflytjendum.
Herdís og
Ögmundur
Ráðherrann
afhenti Herdísi
heiðurs -
verðlaunin.
60 ár í Þjóðleikhúsinu
Herdís í sínu síðasta hlutverki.