Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Page 42
n Ervil Morrell LeBaron var leiðtogi mormóna- og fjölkvænissöfnuðar n LeBaron fyrirskipaði morð á fjölda andstæðinga sinna n Hann réttlætti morðin með trúarsetningu um friðþægingu SPÁMAÐUR ILLSKUNNAR 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 4.–6. mars 2011 Helgarblað E rvil Morrell LeBaron fædd- ist 22. febrúar 1925. Hann komst til æðstu metorða inn- an LeBaron-fjölskyldunn- ar og átti þrettán eiginkonur hið fæsta. Einhverjar eiginkvenna Le- Barons höfðu verið ólögráða þegar hann kvæntist þeim og sumar hverj- ar tóku þátt í þeim morðum sem Le- Baron stóð að. Áður en lengra er haldið er vert að skoða nánar þann grunn sem Ervil Morrell Lebaron spratt upp úr. Eftir að mormónakirkjan Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu lét opinberlega af fjölkvæni í kring- um 1890 flutti hópur mormóna sem aðhylltist fjölkvæni til Mexíkó með það fyrir augum að iðka siði sína án afskipta bandarískra stjórnvalda. Í þessum hópi var Alma Day- er LeBaron eldri og flutti hann árið 1924 ásamt fjölskyldu sinni; tveim- ur konum og átta börnum, til norð- urhluta Mexíkó og byggði sér býlið Colona Lebaron, LeBaron-nýlend- una, í Galeana í Chihuahua og kom trúarlegu samfélagi á laggirnar. Ervil treystir sig í sessi Þegar Alma geispaði golunni árið 1951 færðust völdin innan samfélags- ins til elsta sonar hans, Joels LeBaron, sem að lokum stofnaði samfélagið í Kirkju frumburðar hinna fyrstu tíma og flutti söfnuðinn um set til Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Á fyrstu árum söfnuðarins stóð Ervil Joel næst hvað völd áhrærði en þegar fram liðu stundir samanstóð söfnuðurinn af um þrjátíu fjölskyld- um sem bjuggu í Utah, samfélagi sem nefndist Los Molinos og þar sem meðlimir söfnuðarins höfðu hreiðrað um sig á Baja-skaganum í Kaliforníu. En árið 1972 skiptu bræðurnir með sér völdum innan kirkjunnar og Ervil stofnaði nýja kirkju, Kirkju lambs Guðs, í San Diego í Kaliforn- íu. Sama ár fyrirskipaði hann að Joel bróðir hans skyldi myrtur þar sem hann var staddur í Mexíkó. Söfnuðurinn á Baja-skaganum féll í skaut yngsta LeBaron-bróður- ins, Verlans, sem Ervil reyndi ítrek- að að koma fyrir kattarnef næsta áratuginn. Slapp fyrir horn Réttað var yfir Ervil og hann sak- felldur í Mexíkó fyrir morðið á Joel en dómnum var snúið vegna tækni- galla. Reyndar var haft á orði að mút- ur hefðu komið við sögu. Stuðnings- menn Ervils gerðu í kjölfarið árás á Los Molinos með það fyrir augum að koma Verlan fyrir kattarnef. Verlan var þá staddur í Níkar- agva, fjarri góðu gamni, en Los Mol- inos var lagt í rúst og tveir menn lágu í valnum. Aðrir leiðtogar sem predikuðu með fjölkvæni voru mikill þyrn- ir í augum Ervils og árið 1975 fyrir- skipaði hann morð á einum slíkum, Bob Simons, sem leitað hafði hóf- anna sem klerkur hjá frumbyggjum Ameríku. Ervil Lebaron fyrirskipaði morð á öðrum leiðtoga fjölkvænis- söfnuðar mormóna, Rulon C. All- red, árið 1977. Þrettánda eiginkona Ervils, Rena Chynoweth, sá um drápið í félagi við aðra konu að nafni Ramona Marston. Réttað var yfir Renu vegna morðsins og hún sýknuð af ákær- um. Reyndar játaði hún á sig morð- ið árið 1990 í endurminningum sínum, The Blood Covenant, Blóð- sáttmálanum. Í bókinni lýsti hún einnig lífinu innan söfnuðar Ervils og sagði að heilaþvottur og ótti hefðu verið notuð til að halda með- limum í skefjum. Enginn óhultur Ervil LeBaron fyrirskipaði einnig morð á fjölskyldumeðlimum á með- al eigin fylgismanna. Tíunda eigin- kona Ervils, Vonda White, var sak- felld og dæmt til lífstíðarfangelsis fyrir morðið á Dean Grover Vest, einu handbenda Ervils. Dean hafði sér til saka unnið að hafa reynt að yfirgefa söfnuðinn. Vonda ku einnig hafa séð um að stytta Noemi Zarate Chynoweth aldur. Noemi var ein eiginkvenna Buds Chynoweth, eins tengdafeðra Ervils en dóttir hans, Lorna Chynoweth, var ein eigin- kvenna Ervils. Snúið? Noemi hafði gagnrýnt starfshætti Ervils og sett ofan í við hann þegar hún kvæntist Bud. Samkvæmt vitn- um aðstoðaði Thelma Chynoweth (fyrsta eiginkona Buds og móð- ir Lornu Chynoweth) við drápið á Noemi. Ervil LeBaron var einnig bendl- aður við morðið á sinni eigin dótt- ur, Rebeccu. Rebecca var þá sautj- án ára, þunguð af sínu öðru barni og hafði látið í ljós vilja til að yfirgefa söfnuðinn. Talið er að Eddie Mars- ton (stjúpsonur Ervils) og Duane Chynoweth (mágur Ervils) hafi kyrkt Rebeccu í apríl 1977. Boðorð um morð á óhlýðnum Þann 1. júní 1979 var Ervil LeBaron handtekinn af mexíkósku lögregl- unni og framseldur til Bandaríkj- anna þar sem hann var ákærður og sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað morðið á Allred. Árið 1980 var hann dæmdur til lífstíðarfangelsis og dó á bak við lás og slá 16. ágúst 1981. Verlan, bróðir Ervils, sem Ervil hafði ítrekað reynt að fá myrtan, dó í umferðarslysi í Mexíkóborg tveimur dögum síðar. Ervil sat ekki auðum höndum þann stutta tíma sem hann var í fangelsi. Hann skrifaði 400 síðna „biblíu“, Bók hinna nýju sáttmála, þar sem var meðal annars að finna boðorð sem kvað á um að myrða ætti óhlýðna safnaðarmeðlimi, sem var að finna á lista Ervils yfir fólk sem átti að sendi yfir móðuna miklu. Tuttugu eintök voru prentuð og síðan dreift. Klukkan fjögur síðdegis, 27. júní 1988, voru þrír á listanum drepnir og átta ára dóttir eins þeirra. Duane Chynoweth, fyrrverandi fylgismað- ur Ervils, og átta ára dóttir hans voru skotin til bana við útréttingar. Eddie Marston, stjúpsonur Ervils og böðull, var skotinn til bana, og Mark Chynoweth, sex barna faðir, var skotinn þar sem hann var við vinnu á skrifstofu sinni í Houston í Texas. Af þeim sjö sem stóðu að baki „klukkan fjögur morðunum“ voru fimm sakfelld. Einn sakborninga, Cynthia LeBaron, vitnaði gegn systk inum sínum gegn því að njóta friðhelgi. Talið er að allt að 25 manns hafi verið myrtir fyrir tilstilli fyrirmæla sem Ervil gaf út þegar hann var á bak við lás og slá. „Sama ár fyrirskip- aði hann að Joel bróðir hans skyldi myrtur þar sem hann var stadd- ur í Mexíkó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.