Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 44
44 | Fókus 4.–6. mars 2011 Helgarblað Carmen sýnd á Akureyri og í Kringlubíói: Ópera í þrívídd Á laugardaginn verður í fyrsta skipti á Íslandi sýnd ópera í þrívídd en það eru Sambíóin sem standa fyrir sýningunum. Ein ástsælasta ópera allra tíma, Carmen, verður frum- sýnd í þrívídd á laugardagskvöldið. Carmen er ein allra stærsta ópera sögunnar en hún er eftir Georges Bizet. Upphaflega var þetta samvinnu- verkefni RealD og Konunglegu óp- erunnar í Lundúnum en upplifunin ætti að verða mögnuð fyrir alla unn- endur óperunnar. Með þrívíddar- tækninni verður nú hægt að sökkva sér dýpra en nokkru sinni áður í þessa spennandi óperu um ástir, af- brýðisemi og svik. Carmen í þvívídd verður sýnd frá og með fimmta mars og verður boð- ið upp á skjátexta á ensku, frönsku, spænsku, þýsku, portúgölsku, ít- ölsku og japönsku þar sem það á við. Í fréttatilkynningu frá Sambíó- unum segir: „Carmen í þrívídd er einstakur viðburður, sem státar af einhverri dáðustu óperutónlist sem samin hefur verið, í flutningi nokk- urra bestu söngvara heims. Þetta er tilvalinn viðburður fyrir þá sem hafa dálæti á óperutónlist jafnt og fyrir þá sem eru að kynnast henni í fyrsta skipti.“ Sæti á sýningarnar verða núm- eruð en heimsfrumsýningin verður í Kringlubíói og á Akureyri klukk- an 17.00 á laugardaginn. Þrjár aðr- ar sýningar verða svo í boði. Ní- unda mars klukkan 18.00, 12. mars klukkan 17.00 og síðasta sýningin verður svo 26. mars klukkan 17.00. Seinni þrjár sýningarnar eru allar í Kringlubíói. Hvað ertu að gera? mælir með... LEIKVERK Nei, ráðherra! „...frammistaða leikenda allmisjöfn. Sumir misstu sig í ofleik; aðrir héldu sig betur á mottu skýrrar persónusköpunar.“ Jón Viðar Jónsson KVIKMYND 127 Hours „Frábærlega raunsönn og frumleg mynd sem á allar óskarsverðlaunatilnefningarnar fyllilega skildar.“ Valgeir Örn Ragnarsson LEIKVERK Ballið á Bessa- stöðum „Sem bókmenntaverk er leikritið ekki nema upp á svona tvær stjörnur, ef þá það. Sýningin slagar hins vegar hátt í fjórar.“ Jón Viðar Jónsson mælir ekki með... KVIKMYND How Do You Know „Fín mynd til að steingleyma.“ Erpur Eyvindarson Gísli Einarsson, dagskrárgerðarmaður og nýrkrýndur sjónvarpsmaður ársins Á hvaða tónlist ertu að hlusta núna? „Það glamrar hérna einhver safndiskur af klassískum verkum fyrir imba. Svona klassísk verk fyrir byrjendur. Ég læt þetta rúlla í tölvunni svona við og við.“ Hvaða tímarit eru í uppáhaldi og hvers vegna? „Það er nú bara Andrés önd. Hjá Andrési önd má finna alla þá heimspeki sem í einum manni er að finna.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ætli ég setji ekki bara tærnar upp í loftið. Svo kíki ég kannski í sund í Borgarnesi og fæ mér jafnvel einn öl ef þannig liggur á mér.“ Hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá þér? „Núna er það Hringnum lokað eftir Michael Ridpath. Þetta er erlend spennusaga sem gerist á Íslandi í fortíð og nútíð. Svo er ég ávallt með Íslandsatlasinn á skrifborðinu. Ég verð að glugga í hann við og við, svona starfsins vegna. Annars er ég í vondum málum.“ Andrés önd fullur af heimspeki Ný upplifun Carmen í 3D. Helgi Björnsson mun á minn-ingartónleikum um Hauk Morthens syngja lag sem margir hafa veigrað sér við að syngja, Til eru fræ. „Það stoppar mig ekki af, þetta er svo fallegt lag, það á að heyrast,“ segir Helgi. Tón- leikarnir fara fram föstudagskvöld- ið 4. mars í Salnum í Kópavogi. Helgi segist hafa verið heillað- ur af Hauki Morthens í langa tíð og að hann sé hans helsta fyrirmynd. „Haukur var einstakur söngvari og það er erfitt að feta í hans fót- spor, reyndar er það ómögulegt en það er mér að sama skapi kært að heiðra minningu hans með þess- um hætti.“ Helgi hefur ávallt verið hrifinn af tónlist frá árunum 1950– 1960 og á tónleikunum mun hann syngja helstu lögin sem Haukur gerði fræg á sínum tíma. Fleiri plötur á leiðinni Helgi Björnsson er mikilvirkur í söngnum þessa dagana því auk þess að heiðra Hauk Morthens stefnir hann á að gefa út þriðju plötu Reið- mannanna í sumar. Hann er að auki með önnur lög í kollinum sem hann ætlar að gefa sér tíma til að vinna úr. „Vinsældir Reiðmannanna í sumar komu okkur þægilega á óvart. Plat- an seldist vel og það er alltaf gam- an að því. Við gefum út okkar þriðju plötu í sumar og vonandi verður hún jafnfarsæl.“ Kemur enn að starfi Admiralspalast í Berlín Það er þó ekki bara söngurinn sem á hug hans því Helgi á enn hlut í leikhúsinu Admiralspalast í Berl- ín og kemur enn að starfi leikhúss- ins og hugmyndavinnu þótt hann sé dottinn úr daglegum rekstri þess en eins og þekkt er dró Helgi sig úr rekstrinum eftir efnahagshrunið og tapaði umtalsverðum peningum á uppfærslum leikhússins. Leikhús- ið er farsælt og Helgi hefur gaman af því að tengjast því enn sem hlut- hafi. „Ég tek ekki lengur þátt í dag- legum rekstri leikhússins sem slík- um, sem hluthafi fæ ég þó að koma að hugmyndavinnu tengdri leik- húsinu og hef ákaflega gaman af því.“ Helga þykir ákaflega vænt um borgina og dvelur þar um vikutíma í hverjum mánuði. „Berlínarborg er alveg yndisleg borg og mér líður afskaplega vel í henni. Hér er mikil saga og hér er afslappað andrúms- loft. Ég er alltaf með annan fótinn í Berlín og djöflast þar eitthvað. Þetta Til eru fræ Helgi Björnsson mun á minningartónleikum um Hauk Morthens syngja lag hans Til eru fræ sem margir söngvarar hafa veigrað sér við að syngja enda samofið persónu Hauks. Helgi lætur það ekki stoppa sig: „Þetta er svo fallegt lag, það á að heyrast.“ Mottu- mars Nonni Quest og Beta í Kristu styðja við Mottumars og fengu þau 25 nafntogaða karlmenn til liðs við sig, alla með mottu. Strák- arnir í Illusion tóku síðan þessar flottu portrettmyndir af þeim sem verða til sýnis í Kringlunni. Hægt er að festa kaup á þessum myndum en ágóðinn rennur til Krabbameinsfélagsins. Aðalbjörn Tryggvason Kristján Kristjánsson Pétur Örn Guðmundson Um Hauk Morthens Óumdeilt er að Haukur Morthens hafi verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Haukur fæddist 17. maí 1924 í Reykjavík, sonur Edvards Morthens og Rósu Guð- brandsdóttur. Haukur söng fyrst með kór Miðbæjarskóla sem barn. Engum duldust hæfileikar hans og hann helgaði sig söngnum alla sína ævi. Síðasta söngskemmtun hans var á nýársdag 1992 en skugga bar á þá skemmtun því Haukur var þá orðinn mjög veikur og lést skömmu síðar. Haukur var ekki bara vinsæll á Íslandi, ferðaðist með eigin hljómsveit og aflaði sér mikilla vinsælda í Danmörku og Færeyjum. Haukur var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar og æðstu orðu Góðtemplarareglunnar á Íslandi og var bæði vel liðinn og virtur. Haukur var bindindismaður og þótti góð fyrirmynd í sinni stétt. Kannski var það einmitt þess vegna sem hann var svo afkastamikill og úthaldsgóður en alls er talið að hann hafi tekið upp allt að fjögur hundruð lög þótt ekki séu þau öll aðgengileg aðdáendum hans. Plötur Hauks eru eftirsóttir safngripir og meðal hans heitustu aðdáenda eru Syk- urmolarnir sem léku oft lög með Hauki Morthens í upphafi tónleika sinna. Sigtryggur Baldursson hefur löngum byggt sinn söngstíl og lagaval á Hauki Morthens og Helgi Björnsson heiðrar hann nú á tónleikum í Salnum laugardagskvöldið 5. mars. Helgi mun á minningartónleikum syngja helstu lögin sem Haukur gerði fræg á sínum tíma, þar á meðal Til eru fræ sem margir söngvarar hafa veigrað sér við að syngja enda samofið persónu Hauks.Þykir vænt um Berlín Helgi dvelur þar eina viku í hverjum mánuði. MYND HÖRðuR sVEINssoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.