Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 4.–6. mars 2011 Hárbeitt og fjörug dansveisla í Borgarleikhúsinu: Kraftmikill dans og sirkuslistir Íslenski dansflokkurinn frumsýnir dansveisluna Sinnum þrír í kvöld á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Sýnd verða þrjú ólík verk á einu kvöldi  og munu áhorfendur upplifa kraftmik- inn dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir. Fyrsta verkið ber heitið Grossstadtsafari  og er nýtt verk eft- ir Jo Strömgren sem hefur áður unn- ið með Íslenska dansflokknum. Hann er höfundur Grímuverðlaunaverks- ins  Kvart  sem dansflokkurinn hefur sýnt hérlendis sem og víða erlendis og fengið frábæra dóma. Verkið White for Decay er eftir Sigríði Soffíu Níels- dóttur sem kemur nú til liðs við ÍD í fyrsta sinn.  Sigríður er ungur dans- höfundur sem hefur vakið mikla at- hygli fyrir verk sín þar sem hún bland- ar gjarnan myndlist við dans. Að lokum er það Heilabrot eftir tvíeyk- ið Steinunni og Brian en barneign- ir, ástarsorg, sjálfsálit, lýtaaðgerðir og glamúrstílistar eru meðal þess sem ber á góma í þessu grátbroslega verki. Steinunn Ketilsdóttir segir þau Brian hafa fengið hugmyndina að verkinu í hugmyndavinnu fyrir djammviku haustið 2009 en þá var það kynnt sem verk í vinnslu. „Þetta er ólínuleg saga margra aðila sem tvinnast saman í eina heild. Hver karakter í verkinu er að glíma við sitt og við fáum innsýn í heim þeirra. Er heimur þeirra raun- verulegur eða óraunverulegur? Við rýnum í ýktar tilfinningar þeirra og veltum upp spurningum um hvernig við erum lituð af samfélaginu.“ Hvað er að gerast? n Margrét syngur Tjarnarbíó og Majónes leikhúsbar bjóða til nokkurra viðburða á næstunni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá ásamt hlaðborði í sal Tjarnarbíós. Munu viðburðirnir heita Stundin. Fyrsta kvöldið er núna á föstudagskvöld en þá mun stórsöngkonan Margrét Eir vera með Söngleikjastund. Fyrir sýninguna munu þær Áslaug Snorra og Anna Bogga galdra fram suðrænt hlaðborð. Húsið er opnað klukkan 18.30 fyrir matargesti en sýningin sjálf hefst klukkan átta. n Dansað á Nasa Hinn magnaði Alex Metric sem kom sá og sigraði á síðustu Iceland Airwaves-hátíð verður í brjáluðu stuði á Nasa á föstudags- kvöldið. Alex Metric hefur verið að slá í gegn um alla Evrópu með slagara sínum Open Your Eyes. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:59 á föstudagskvöldið og standa fram eftir nóttu. Miðinn kostar 1.500 krónur en hægt er að nálgast einn slíkann á miði.is. n Wacken Metal Battle á Sódómu Wacken Open Air er stærsta og virtasta þungarokksfestival í heiminum og hefur verið haldið sleitulaust síðan 1990. Árið 2004 stofnaði festivalið til hljómsveitar- keppni, Wacken Metal Battle. Keppnin hefur vaxið jafnt og þétt frá 2004 og í ár munu 30 þjóðir halda undankeppnir í sínu landi og verður Ísland þar á meðal í þriðja sinn. Sig- ursveitin í hverju landi fyrir sig fyrir sig hlýtur að launum þátttökurétt í lokakeppninni á Wacken. Sveitirnar sem taka þátt í ár eru: Angist, Atrum, Gruesome Glory, Ophidian I, Gone Postal og Carpe noctem ásamt þremur gestaveitum, Skálmöld, Wistaria og Moldun. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og kostar 1000 krónur inn. n Litli tónsproti Sinfó Litli tónsprotinn er hluti af frábærri tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitarinnar en hún er áskrift að góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna og gefur yngstu tónlistarunn- endunum einstakt tækifæri til að kynnast töfrum tónlistarinnar á klukkutímalöngum tónleikum. Þar eru sígild ævintýri spiluð en meðal annars verður töfraflautan í styttri útgáfu og með sögumanni. Tónleikarnir hefjast klukkan 14.00 en miðinn kostar 1.700 krónur. Hægt er að kaupa einn slíkan á miði.is. n Guðrún heiðrar Ellý Söngkonan glæsilega Guðrún Gunnars- dóttir heldur tónleika í Hofi á Akureyri á laugardagskvöldið. Tónleikarnir verða til heiðurs Ellý Vilhjálms sem hefði orðið 75 ára í desember síðastliðnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 en miða er hægt að kaupa á miði.is. Verðið er 3.900 krónur. n Eivör og vinir í Austurbæ Á sunnudagskvöldið verða magnaðir tón- leikar í Austurbæ þar sem söngkonan Eivör Pálsdóttir mun spila sína frábæru tónlist ásamt vinum sínum. Ávallt er uppselt á tónleika Eivarar sem á ótal aðdáendur hér á landi. Tónleikarnir eru eins og áður segir í Austurbæ á sunnudagskvöldið og hefjast klukkan 20.00. Miðinn kostar 3.300 krónur en hægt er að næla sér í miða á miði.is. 04 mar Föstudagur 05 mar Laugardagur 06 mar Sunnudagur Til eru fræ Hallgrímur J. Hallgrímsson Nonni Quest Erpur Ey vindarson Sigurður Guðmundsson Haukur Holm er skemmtileg borg og mér þykir vænt um hana, sérstaklega vegna þess að ég á marga vini þar í dag.“ Duran Duran-aðdá- endur komast í feitt Helgi og eiginkona hans, Vilborg Hall- dórsdóttir, búa í Reykjavík en Helgi leigir íbúð í Berl- ín þar sem hann dvelur eins og áður segir eina viku í mánuði. „Ég þarf að geta átt hér fastan stað þegar verk- efnin eru mikil í leikhúsinu. Næst á döfinni er uppistand með Helge Sneide. Íslendingar vita lík- lega ekki hver það er en hann mætti kalla eins konar Ladda Þýskalands,“ segir Helgi og skellir upp úr. Helgi nefnir að ótrúlegustu uppákomur séu haldnar í þessu litla en virðu- lega leikhúsi í Berlín, í fyrra hafi Muse haldið tónleika í leikhúsinu sem hafi verið mikil upplifun og í maímánuði gefst hörðum aðdáend- um hljómsveitarinnar Duran Duran tækifæri til þess að hlýða á sveitina spila í sal leikhússins. „Þetta verða spennandi tónleikar í leikhúsinu í maí og eflaust á mörgum eft- ir að þykja eftirsóknarvert að sjá þessa sveit spila í 1.700 manna sal. Þetta er leikhús þar sem leikhúsupplifun- in er oft brotin upp með skemmtilegum hætti.“ Kristjana@dv.is Heiðrar minningu Hauks Morthens Helgi Björnsson syngur þekkt lög Hauks Morthens á tónleikum í Salnum í Kópavogi, föstudagskvöldið 5. mars. MyND Hörður SvEiNSSoN Kabarett, sirkuslistir og hárbeittur kraftmikill dans Sýnd verða þrjú ólík verk á einu kvöldi og munu áhorfendur upplifa kraftmikinn dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.