Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 46
46 | Lífsstíll Texti: SVAVA Myndir: Róbert Reynisson 4.–6. mars 2011 Helgarblað Pétur Gautur myndlistarmaður og eiginkona hans, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, festu kaup á húsinu fyrir fimm árum. Þá fengu þau sér golden retriever-tíkina Sunnu sem liggur í stofunni með skó í kjaftinum. „Konan sá þetta hús og ég var ekki hrifinn fyrst þeg- ar ég sá það. Ég var með allt aðrar hugmyndir og sagði að það væri ljótt. Ég sá hins vegar að það var fullkomið þegar ég skoðaði það að innan. Fyrir það fyrsta var búið að gera það allt upp þannig að við þurftum ekki að gera neitt sjálf fyrir utan að við létum setja dyr úr stofunni út í garðinn fyrir framan húsið. Konan mín hannaði garðinn sem er frábær á sumrin. Þá eru dyrnar yfirleitt alltaf opn- ar og við erum í rauninni með útistofu þar sem ég mála oft á sumrin.“ Þótt Pétur Gautur og Berglind hafi ekki tekið húsið í gegn breyttu þau ýmsu að sínum smekk. Hann segir þau mikið fyrir að hvítta hluti. Brúnt parketið var hvíttað og kirsuberjainnréttingin í eldhúsinu var máluð hvít. Dökk- gráar flísarnar voru líka málaðar hvítar. „Það er allt ann- að andrúmsloft í eldhúsinu. Þessar breytingar kostuðu nokkur þúsund krónur en það hefði verið dýrt að skipta um innréttingu.“ Túlipanatími Listmálari. Landslagsarkitekt. „Ég held við höfum þrosk- ast vel saman. Berglind er með sinn ákveðna stíl en ég er miklu kærulausari.“ Útkoman: Hlýlegt heimili þar sem blandað er saman sígildum húsgögnum og rómantískum smáhlutum. „Heimili á fyrst og fremst að vera griðastaður. Róm- antískt og þægilegt.“ Hjónin námu í Danmörku á sínum tíma og Pétur Gautur neitar því ekki að á heimilinu gæti danskra áhrifa svo sem hvað varðar stílinn og húsgögn. Borðstofuborð- ið er til dæmis dönsk hönnun sem og Fritz Hansen-stól- arnir sem kallaðir eru „sjöan“. „Þetta eru sterkar og góðar vörur.“ Ljósi liturinn einkennir líka húsgögnin. „Mér finnst að heimili eigi að vera hlutlaust en síðan poppar maður það upp með flottum málverkum sem mega þá vera í miklum litum.“ Athygli vekur hve fá málverk eftir Pétur Gaut eru áberandi á heimilinu. „Ég vil njóta málverka eftir aðra. Konan hefur viljað fá þessar myndir sem eru eftir mig. Mér finnst það vera svo egósentrískt að vera með fullt af málverkum eftir sjálfan sig.“ Nokkur málverk skreyta stofuna og má þar nefna mál- verk eftir Eirík Smith, Svavar Guðnason, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Þennan dag stendur óklárað málverk úti í bílskúr. Það sýnir túlipana í vasa. Nokkrir túlipanar standa í blóma- vasa rétt við trönurnar. Eiginkona listamannsins er nýbú- in að eiga afmæli og fékk túlipanana í afmælisgjöf. „Núna mála ég túlipana því nú er túlipanatími. Mér finnst gott að helga mig einhverju einu. Ég nenni ekki að grufla í of miklu. Ég tek períódur þar sem ég vinn eiginlega með enga liti; það er að segja, ég vinn voðalega mikið svart- hvítar myndir. Þegar ég fæ leið á því tek ég tímabil þar sem ég vinn mikið í sterkum litum. Ég vinn oft svarthvítar myndir yfir veturinn og síðan meiri litamyndir á sumrin.“ Þægileg, sígild tónlist hljómar í bílskúrnum. „Það hljómar klisjukennt en bestu myndirnar verða til þegar ég hlusta á tónlist eða sögur.“ Hlýleikinn og ljósir litir eru ráðandi á heimili Péturs Gauts myndlistarmanns og fjölskyldu hans. Stíllinn er kannski svolítið danskur en húsráðendur námu á sínum tíma í landi herraþjóðarinnar fyrrverandi. Rómantískur griðastaður „Ég vil njóta málverka eftir aðra. Konan hefur viljað fá þessar myndir sem eru eftir mig. Mér finnst það vera svo egósentrískt að vera með fullt af málverkum eftir sjálfan sig. Fallegt Málverk eftir Pétur Gaut og rauðir túlipanar í hvítum vasa. Ljóst yfirbragð poppað upp Loftljósið var keypt í Saltfélaginu. Hjónin kjósa ljóst yfirbragð á heimilinu. „Mér finnst að heimili eigi að vera hlutlaust en síðan poppar maður það upp með flottum málverkum sem mega þá vera í miklum litum.“ Opnað út í garð Hjónin keyptu borðið og Fritz Hansen- stólana, „sjöuna“, í Danmörku og í Epal. Skápurinn var keypt- ur í Tekk Copmany. Hjónin létu gera dyr út í garðinn. Hvítt og létt Tíkin Sunna í stofunni. Húsráðendur létu lúta parketið hvítt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.