Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 62
Davíð Smári Helenarson, oftast kall- aður Dabbi Grensás, opnar nýjan skemmtistað um helgina. Staðurinn hefur hlotið nafnið Vestur en hann er í eigu Davíðs og Armandos Luis Ro- driguez. Báðir eru þeir í Semper Fi- klúbbi Jóns Hilmars Hallgrímssonar, sem er betur þekktur sem Jón stóri. Klúbburinn er staðsettur í Reykjavík. Davíð Smári hefur reglulega brugð- ið fyrir í fjölmiðlum en þá yfirleitt vegna frétta af dómsmálum tengd- um honum. Hann hefur hlotið þó nokkra dóma fyrir líkamsárásir og hef- ur þurft að sitja suma þeirra af sér á Litla-Hrauni. Hann er hvað þekktast- ur fyrir að hafa ráðist á landsliðsfót- boltamanninn Hannes Þ. Sigurðsson en hann var líka ásakaður um að hafa veist að knattspyrnukappanum Eiði Smára Guðjohnsen í miðbæ Reykjavík- ur en bar af sér þær sakir í sjónvarps- viðtali. Þá er hann líka þekktur fyrir að hafa ráðist á knattspyrnudómara þegar hann keppti ásamt utandeildarliði sínu Dynamo Gym 80 sumarið 2008. Semper Fi-klúbburinn var stofnað- ur í kringum áramótin og var ætlunin að hann kæmi sér upp klúbbhúsi. Dav- íð Smári sagði nýverið á Facebook-síðu Jóns Hilmars „það styttist í salinn hjá okkur jón minn“. Í samtali við DV þegar Semper Fi var stofnað sagði Jón Hilm- ar að klúbburinn væri opinn öllum og dæmdum mönnum yrði ekki vísað frá. „Brotamenn mega alveg koma, alveg í tonnatali maður. Það eru nokkrir slík- ir inni í hópnum núna. Það er ekkert að því. Árni Johnsen er velkominn. Við erum með afbrotamenn alls staðar, við getum ekki mismunað í þessum stóra hópi,” sagði Jón Hilmar. 62 | Fólkið 4.–6. mars 2011 Helgarblað Skemmtistaðurinn Vestur opnaður um helgina: DABBI GRENSÁS OPNAR SKEMMTISTAÐ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir er komin til landsins og er farinn að skrifa í Fréttatímann. „Ég er nú bara farin að skrifa í blöð,“ segir hún á Facebook-síð- unni sinni. Á Facebook gantast hún líka við barnsföður sinn. Þegar hann veltir því upp hvort að hann eigi að reyna við nýju stelpuna svarar Þóra: „nýja stelpan hefur geðveikt skap og nennir ekki svona vitleysum“. Þóra er reynd fjölmiðlakona og vakti verðskuldaða athygli í Kastljósinu áður en hún flutti til Noregs, þar sem hún starfaði einmitt í fjölmiðlum. Að vinna með fyrrverandi Tónlistarmaðurinn Þorgrímur Haraldsson, oftast kallaður Toggi, ætlar að halda görðum bæjarins í toppstandi í sumar. Hann er rekstrarstjóri garðaþjón- ustunnar Hreinir garðar sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stórhöf- uðborgarsvæðinu. Toggi er þekktur fyrir allt annað en garðyrkjustörf en hann hefur getið sér gott orð sem tónlistar- maður, myndlistamaður og bloggari. Hann hefur verið iðinn við að semja jafnt fyrir sig og aðra tónlistarmenn, en hann á stóran þátt í lögum sem hafa slegið í gegn í flutningi Páls Óskars á síðustu mánuðum og árum. Toggi í garðyrkju Dabbi Grensás Opnar nýja skemmti- staðinn Vestur þar sem Risið var um tíma. MYND BJÖRN BLÖNDAL Risið Davíð Smári opnar skemmtistað á Tryggvagötunni. MYND RÓBERT REYNISSON Ég er að því alla daga sko. Svo lengi sem þú ert líkamlega hraustur og andlega heil- brigður og jákvæður þá er þetta auðvitað það flottasta og skemmti- legasta sem hægt er að hugsa sér,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um bleyjuskipti en hann er blessunarlega ekki laus við þær í bráð. Bubbi á nefnilega von á sínu öðru barni með fegurðardrottning- unni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur en þetta staðfesti hann í samtali við DV. „Við eigum von á barninu í ágúst,“ segir Bubbi sem er 54 ára gamall en Hrafnhildur er 35 ára. Fyrir eiga þau hjónin dótturina Dögun París sem er nýorðin tveggja ára. Bubbi og Hrafnhildur byrjuðu saman snemma árs 2006 og giftu sig tveim- ur árum síðar. Þau búa í paradísinni við Meðalfellsvatn í Hvalfirðinum þar sem Bubbi ræktar meðal ann- ars rósir. Bubbi var hæstánægður með líf- ið þegar blaðamaður DV náði tali af honum. Hann vildi þó lítið tjá sig en sagði þó að allir aðstandendur fjöl- skyldunnar væru himinlifandi með tíðindin. „Ég vil helst segja sem minnst um þetta en það eru allir standandi hamingjusamir og glaðir og Guð er góður,“ segir Bubbi. „Við eigum bara von á barninu í ágúst og ég er alveg í skýjunum með þetta.“ tomas@dv.is skipta um bleyjur Ekki of gamall til að Bubbi Morthens: n Bubbi Morthens á von á sínu öðru barni með fegurðardrottningunni Hrafnhildi Hafsteins- dóttur n Allir hamingjusamir og glaðir n Eiga von á barninu í ágúst n Að skipta um bleyjur er það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér, segir Bubbi Nýtt barn á leiðinni Bubbi á von á sínu öðru barni með Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. MYND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR Flott par Bubbi og Hrafnhildur. MYND BJÖRN BLÖNDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.