Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Side 4
4 | Fréttir 9. mars 2011 Miðvikudagur
Vinna við siðareglur ráðherra og starfsmanna ráðuneyta á lokastigi:
Styttist í siðareglurnar
Vinna við setningu siðareglna fyrir
ráðherra ríkisstjórnarinnar er á loka-
stigi, segir í svari frá forsætisráðuneyt-
inu við fyrirspurn DV. Í júní síðastliðn-
um var samþykkt á Alþingi frumvarp
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra þess efnis að settar yrðu al-
mennar siðareglur fyrir alla ríkisstarfs-
menn. Í frumvarpinu kom einnig fram
að forsætisráðherra ætti að staðfesta
sértækari siðareglur fyrir ráðherra og
starfsmenn Stjórnarráðs Íslands.
Svarið frá forsætisráðuneytinu er
svohljóðandi: „Undirbúningur fyr-
ir setningu siðareglna ráðherra er á
lokastigi en drög að þeim hafa verið
til skoðunar á vettvangi forsætisráðu-
neytisins og samhæfingarnefndar um
siðferðileg viðmið í stjórnsýslunni
sem skipuð var sl. haust á grundvelli
laga um Stjórnarráð Íslands.“
Í fréttum um frumvarp Jóhönnu
í fyrra kom fram að áhersla yrði lögð
á að reglurnar yrðu settar í samráði
við þá sem fara ættu eftir þeim og að
þær yrðu innleiddar með markvissum
hætti, til að mynda með námskeið-
um. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði
að setja fram kvartanir um brot á þess-
um siðareglum til embættis umboðs-
manns Alþingis.
Samkvæmt þessu svari forsætis-
ráðuneytisins verður þess því ekki
langt að bíða að umræddar siðareglur
fyrir ráðherra verði kláraðar og settar
formlega.
Í svari forsætisráðuneytisins kem-
ur einnig fram að forsetaembættið
vinni að setningu sértækra siðareglna
fyrir embættið í samvinnu við Alþingi.
Því ættu sérstakar siðareglur fyrir for-
seta Íslands einnig að líta dagsins ljós í
náinni framtíð.
ingi@dv.is
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Rafknúnir
hægindastólar
sem auðvelda
þér að setjast
og standa upp
Fjölbreytt úrval
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Leiðrétting
Í frétt DV á mánudaginn var því
ranglega haldið fram að Friðjón
Þórðarson fjárfestir hefði verið
rekinn úr starfi sínu hjá verð-
bréfafyrirtækinu Virðingu haustið
2008 í kjölfar rannsóknar lögregl-
unnar á meintum efnahagsbrot-
um hans hjá fyrirtækinu. Lögregl-
an hefur nú fallið frá rannsókn á
ætluðum brotum Friðjóns. Hið
rétta er að Friðjón sagði upp
starfi sínu hjá Virðingu. Þetta
kemur fram í athugasemd frá
Virðingu sem send var á ritstjórn
DV. Þetta leiðréttist hér með.
Mikill áhugi er meðal fjárfesta á
fraktflugfélaginu Bláfugli sem er í
meirihlutaeigu Íslandsbanka í gegn-
um eignarhaldsfélagið Miðengi,
samkvæmt heimildum DV. Félagið
var áður í eigu Icelandair Group en
færðist yfir til Íslandsbanka og Glitn-
is í kjölfar fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar félagsins. Íslandsbanki á
71 prósent í félaginu. Tilkynnt var
um breytinguna á eignarhaldi í byrj-
un þessa mánaðar. Bláfugl var yfir-
tekið af Icelandair í febrúar árið 2005
og hefur verið hluti af samstæðunni
síðan þá. 44 starfsmenn störfuðu hjá
fyrirtækinu árið 2009.
Bláfugl á eina þotu sem flýgur í
fraktflugi með ýmiss konar varning
og vörur, meðal annars íslenskan
fisk, til Kölnar í Þýskalandi á hverri
nóttu auk þess sem félagið leigir fjór-
ar þotur sem notaðir eru erlendis til
að fljúga með sendingar fyrir flutn-
ingafyrirtækin Fedex og DHL. Þessar
fjórar vélar fljúga því ekki frá Íslandi.
Rekstur fyrirtækisins hefur gengið
afar vel og er það ekki síst að þakka
góðum samningum við Fedex og
DHL, samkvæmt heimildum DV, en
þoturnar fjórar fljúga einungis með
sendingar fyrir fyrrnefnd tvö fyrir-
tæki.
Hlutast til um starfsemina
Samkeppniseftirlitið hefur skyld-
að Miðengi til að selja Bláfugl eins
fljótt og auðið er vegna samkeppn-
issjónarmiða, meðal annars vegna
þess að Íslandsbanki á hlut í Ice-
landair Group, en dótturfélag þess,
Icelandair Cargo, á í samkeppni við
Bláfugl. Þetta kom fram í úrskurði
sem Samkeppniseftirlitið sendi
frá sér nú í febrúar. Í úrskurðin-
um sagði: „Íslandsbanki skal selja
eignarhlut sinn í Bláfugli eins fljótt
og verða má og eigi síðar en [...]“
en vegna trúnaðar mátti ekki nefna
hvenær þarf að vera búið að selja fé-
lagið. Heimildir DV herma að um sé
að ræða um það bil tveggja mánaða
frest.
Hagnaðist 2008 og 2009
Í ársreikningum Bláfugls fyrir árin
2008 og 2009 kemur fram að félag-
ið hagnaðist umtalsvert á árunum
2008 og 2009. Árið 2008 var hagnað-
urinn nærri fjórar milljónir dollara,
um 460 milljónir króna á núvirði, og
árið 2009 var hagnaðurinn rúmlega
500 þúsund dollarar, tæplega 60
milljónir króna á núvirði. Hagnað-
urinn árið 2008 varð til þess að félag-
ið greiddi út arð upp á 1,8 milljónir
dollara árið 2009 vegna rekstrarárs-
ins þar á undan. Íslenska efnahags-
hrunið og kreppan hér á landi sem
fylgdi hefur því ekki sett verulegt
strik í reikninginn í starfsemi félags-
ins enda er starfsemi þess að lang-
mestu leyti utan Íslands auk þess
sem tekjur þess eru í evrum.
Rekstrartekjur félagsins námu
rúmlega 41 milljón dollara, um 4,7
milljörðum króna, árið 2009 og er
eiginfjárstaða þess jákvæð um nærri
18 milljónir dollara, rúma tvo millj-
arða króna. Á móti eru skuldir upp
á rúmlega 33 milljónir dollara, tæp-
lega 3,8 milljarða króna á núvirði,
sem ekki telst mjög mikil skuldsetn-
ing þegar litið er til rekstrartekna
félagsins. Af þessum sökum verður
ekki annað sagt en að um sé að ræða
afar álitlegt fyrirtæki.
Skráning í Kauphöllina möguleg
Nýir eigendur félagsins þurfa að
selja það eins fljótt og auðið er líkt
og áður hefur komið fram. Form-
legt söluferli á félaginu er hins veg-
ar ekki hafið, samkvæmt heimildum
DV. Meðal þess sem Íslandsbanki og
Glitnir muni vera að velta fyrir sér
um þessar mundir sé með hvaða
hætti selja eigi félagið og hafi sá
möguleiki verið ræddur að bjóða
hlutabréf í félaginu til sölu í Kaup-
höll Íslands frekar en að selja það
til fagfjárfesta. Ein af ástæðunum
fyrir því að þessi möguleiki er inni í
myndinni er sá að margir kynnu að
hafa áhuga á félaginu sökum þess
hversu vel það hefur gengið og að
því gæti verið grundvöllur fyrir því
að skrá félagið í Kauphöllina.
Ekkert hefur hins vegar verið
ákveðið í þessum efnum og kann
því að fara svo að reynt verði að selja
félagið til fagfjárfesta frekar en á
hlutabréfamarkaði.
Bláfugl gæti farið á
hlutabréfamarkað
n Mikill áhugi er á fraktflugfélaginu Bláfugli n Íslandsbanki yfirtók félagið n Fyrirtækið
skilaði góðum hagnaði n Rekstrartekjur námu nærri 5 milljörðum króna árið 2009
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„ Íslandsbanki skal
selja eignarhlut
sinn í Bláfugli eins fljótt
og verða má og eigi síðar
en […]
Gott fyrirtæki Mikill áhugi mun vera á fraktflugfélaginu
Bláfugli, sem var áður í eigu Icelandair. Félagið á eina þotu
sem flytur vörur frá Íslandi til Kölnar á hverri nóttu og leigir
aðrar fjórar sem notaðar eru til flutninga utan Íslands. Af
ársreikningi félagsins að dæma stendur það afar vel.
Íslandsbanki stærsti hluthafinn Eignarhaldsfélag Íslandsbanka, Miðengi,
er stærsti hluthafi Bláfugls. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Húsleit í byggingarvöruverslunum:
Neita allri sök
Lögreglan og Samkeppniseftirlitið á
höfuðborgarsvæðinu gerðu húsleit í
byggingarvöruverslununum Byko og
Húsasmiðjunni á þriðjudag vegna
gruns um meint verðsamráð við inn-
flutning og sölu á timbri og annarri
grófvöru. Samkvæmt því sem DV
kemst næst var lagt hald á tölvugögn
og annað slíkt í húsleitunum og í
kjölfarið var starfsfólk verslananna
yfirheyrt. Rannsóknin beinist ein-
göngu að meintu samráði við inn-
flutning og sölu á timbri.
Fyrirtæk-
in voru fljót að
bregðast við
ásökunum og
sendu út yfirlýs-
ingar þar sem
ásökunum um
verðsamráð var
hafnað. „BYKO
hefur ávallt lagt
sig fram um að tryggja að starfsemi
fyrirtækisins og viðbrögð þess á
markaði séu í samræmi við sam-
keppnislög. Fyrirtækið hefur unnið
með rannsóknaraðilum og afhent
þau gögn sem óskað hefur verið
eftir,“ segir í tilkynningu sem Iðunn
Jónsdóttir, stjórnarformaður BYKO,
sendi frá sér vegna húsleitanna.
Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar, sendi einnig frá sér til-
kynningu þar sem hann segir að fyr-
irtækið muni aðstoða við rannsókn
málsins enda hafi það ekkert að fela.
„Af þessu tilefni vill Húsasmiðjan
taka fram að hún vísar öllum ásök-
unum um verðsamráð á bug.“