Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Page 19
Umræða | 19Miðvikudagur 9. mars 2011 „Fátt betra en gull“ 1 Móðirin látin laus: Myrti nauð-gara dóttur sinnar Mari Carmen Garcia er laus úr fangelsi en hún myrti nauðgara dóttur sinnar árið 2005. 2 Jón Trausti Lúthersson: „Fullgildur meðlimur í Outlaws“ Óttast er að Jón Trausti hyggi á hefndir vegna brotthvarfs síns úr Fáfni. 3 „Hugrakkasta kona veraldar“ flúði Hin tvítuga Marisol Valles tók að sér starf lögreglustjóra en hefur gefist upp. 4 Elvis fékk sendingu frá Grace-land Theodór Elvis fékk á dögunum sendan pakka frá Graceland, heimili kóngsins í Bandaríkjunum. 5 Sonurinn fer ekki í skóla vegna eineltis: „Hætt að geta grátið yfir þessu“ Móðir ellefu ára drengs um einelti. 6 Bræðurnir ekki til rannsóknar Friðjón og Haraldur Þórðarsynir eru ekki til rannóknar hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. 7 Hundur át tærnar af eiganda sínum á meðan hann svaf James Little vaknaði upp við að hundurinn hans hafði étið af honum þrjár tær. Dóra María Lárusdóttir skoraði sigurmark íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gegn Danmörku á Algarve-mótinu á mánudaginn en það var í fyrsta skiptið sem Ísland leggur Dani að velli. Stelpurnar hafa unnið alla leiki sína á mótinu og spila til úrslita í fyrsta skiptið í sögunni í dag, miðviku- dag. Þar mætir Ísland liði Bandaríkj- anna sem hefur verið eitt allra besta landslið heims undanfarin ár og áratugi. Hver er konan? „Dóra María Lárusdóttir“ Hvar ertu uppalin? „Vesturbænum og síðar í Fossvogi.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er bara að gera alltaf betur en síðast.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Ég bý í Svíþjóð og mér líður ágætlega þar.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það eru nautalundir.“ Besta bíómynd sem þú hefur séð? „Það er Stella í orlofi.“ Uppáhaldsknattspyrnumaður eða -kona? „Það er Romario.“ Hvernig var að koma inn eftir meiðsl og skora sigurmarkið gegn Dönum? „Það var mjög notaleg tilfinning.“ Hvernig er tilfinningin að vera að fara að spila til úrslita á þessu sterka móti? „Hún er bara frábær, þetta bara styrkir okkur sem lið og við erum komnar þarna til að láta finna fyrir okkur. Það er bara frábært.“ Hver er helsta ástæða þessa frábæra gengis núna? „Þetta er bara hópur sem er búinn að vera lengi saman og þekkjum vel inn á hver aðra og erum alltaf hungraðri í að gera betur. Eigið þið möguleika í Bandaríkin? „Þær eru vissulega með mjög gott lið og örugglega það besta í heiminum. En við höfum staðið í þeim áður og gert jafntefli við þær. Ég tel enga spurningu að við eigum séns á móti þeim en það verður erfitt og við verðum algjörlega að eiga okkar besta leik.“ Er gott silfur gulli betra? „Nei, ég held að það sé fátt betra en gull.“ „Frekar illa. Það er leiðinlegt að vinna í svona færð.“ Stöðuvörður númer 13. „Hann er fínn.“ Daniel Spirite 23 ára öryggisvörður. „Hann er indæll, ég kann að meta hann.“ Hanna Casey 25 ára listamaður. „Bara vel, þá verður bjart og fínt.“ Halla Kristjánsdóttir 36 ára skrifstofustjóri. „Mér líkar snjór.“ Alexander 30 ára veitingamaður. Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hvernig líkar þér snjórinn? Hægt en örugglega Vetur konungur tók hraustlega á móti flestum landsmönnum þegar þeir skriðu úr fylgsnum sínum í gærmorgun. Vel búnir bílar komust greiðlega leiðar sinnar en miklar umferðartafir urðu á stofnæðum. Mynd: Sigtryggur Ari Myndin Dómstóll götunnar S jálfsmynd hvers einstakl- ings byggir á kortlagningu. Fólk metur innra borð sem ytra, eiginleika sína, kosti, galla og eigin forráð gagnvart sínum nánustu og heildinni. Sjálfsmynd þjóðar byggir á sama grunni, heil- drænu mati. Í þessu hefur landan- um misreiknast og þrátt fyrir slæman skell tregðast hann við að skipta um reikniformúlu. Eitt sem einkennir kortlagningu þessarar fámennu eyþjóðar er remb- ingurinn við að vera stórþjóð. Mikil- mennskubrjálæðið birtist hve gleggst í alheimsfjármálamiðstöð á Íslandi. Óprúttnir aðilar nýttu sér þessa glámskyggni og kollvörpuðu hér öllu siðferði á örfáum árum. Nú er blekk- ingin öllum ljós. Engu að síður draga menn lappirnar í nauðsynlegu end- urmati. Þrjú hundruð þúsund manna þjóð er eins og breiðstræti í Berlín. Samt ætlum við að byggja hátæknis- pítala sem með réttu ætti að þjóna milljón manna upptökusvæði, hann á líka að vera háskólasjúkrahús og mennta lækna sem skila sér illa eða ekki til baka. Við sjáum háskóla í hverjum vog sem eiga að standast samanburð við það besta í heimin- um. Látum í veðri vaka að tónlist- arhús sé þjóðinni eins og stígvél- ið bóndanum forðum. Að ekki sé minnst á allt malbikið, göngin og íþróttahúsin, hvergi er þyrping nema þessa njóti. Helmingur vinnuafls trítlar um ganga hins opinbera og varla til það flokksskírteini sem ekki á víst sæti í einhverri nefnd. Þrískipting valdsins er samrassa virðingu alþingis og yfir- lýst markmið valdhafa ýmist aftur- kölluð eða ná ekki flugi vegna hreins klúðurs. Sumir sjá svo ESB í hillingum og halda að rödd 300 þúsund hræðna glymji í Brussel og bergmáli. Sam- hliða er tuggið á ónýtri krónu og ein- hverjum skuldbindingum gagnvart áhættufjárfestum í Hollandi og Bret- landi. Enginn nefnir þá leið að gefa veiðileyfi á bankaræningjann sjálfan. Nei, íslenskum skattborgurum skal beitt fyrir þessa ánauðar þreskivél. Rök um lánastopp og einangrun eru endurtekin og þjóðinni hótað heims- endi gangi hún ekki til samninga. En þjóð sem stendur gegn ranglæti, trú- ir á málstað sinn og fylgir honum eftir mun vinna þó hún tapi. Þannig þjóð mun njóta virðingar og eftirspurnar, þjónkun og smjaður hins vegar aldrei. En hvernig getum við aukið verð- mætasköpun? Til þess þarf einka- framtaksvæðingu þar sem frelsi og ábyrgð eru ekki aðskilin. Vinstri- vængurinn þarf að koma út úr skattaskápnum og hægri vængurinn að sprengja af sér þrönghagsmuna- fjötrana. Fyrst og síðast verður þó að kortleggja þjóðina samkvæmt íbúa- fjölda og auðlindum. Á vogarskál hagkvæmninnar er sú tvenna þjóð- inni afar hagstæð og hrein vitfirring að afsala slíku tækifæri hvort sem er til annarra þjóða eða í hendur sjálf- hyglishópa hér heima fyrir. Hætt- um að vera stór og þá munum við stækka. Hættum að vera svona stór Kjallari Lýður Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.