Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Síða 4
4 | Fréttir 28. mars 2011 Mánudagur
Marcel Wojcik hrökk við þegar hann tók strætó númer sex á sunnudaginn:
Fann tarantúlu í strætó
Hinum 25 ára gamla Marcel Wojcik
var heldur betur brugðið á sunnudag-
inn þegar hann tók strætó númer sex,
sem gengur frá Hlemmi og í Spöngina
í Grafarvogi, með félögum sínum. Aft-
ast í vagninum, í sætinu við hliðina á
honum segist hann hafa fundið stærð-
arinnar tarantúlu. „Einn vinur minn
hljóp fram og talaði við vagnstjórann
og hann bað okkur bara um að fara út,“
segir Marcel. Hann segist þó hafa ver-
ið of forvitinn til þess að yfirgefa dýrið
sem hann segir að hafi þá enn verið á
lífi.
Marcel tók til þess bragðs að skella
tarantúlunni í plastbox sem hann var
með á sér og gerði á það nokkur göt.
Hann tók hana með sér heim og segir
hana lítið hafa hreyft sig, hálftíma síðar
var hún dauð.
„Hún er jafn stór og höndin á mér
og ég er 25 ára karlmaður og ekki með
litlar hendur,“ segir Marcel sem hefur
ekki hugmynd um hvaðan köngulóin
er upprunnin. Aðspurður hvort hann
telji að einhver hafi sleppt henni í
strætisvagninum segir Marcel: „Það
lítur út fyrir það en ég veit það ekki.
Mér finnst bara svo skrítið að finna
svona í strætó.“
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Slakaðu á heima
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
Úrval nuddsæta
Verð frá 29.750 kr.
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Millistjórnendur Með
hærri laun en jóhanna
Fyrir utan Seðlabankastjóra voru
7 starfsmenn bankans með hærri
grunnlaun en forsætisráðherra
í byrjun árs 2010, þrátt fyrir að í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
frá því í maí 2009 sé kveðið á um að
enginn ríkislaun skuli vera hærri en
laun forsætisráðherra. Í öllum tilfell-
um höfðu launahæstu stjórnendur
bankans þó umtalsvert hærri heild-
arlaun. Þannig höfðu 11 starfsmenn
bankans um 1,2 milljónir króna á
mánuði eða meira.
Samkvæmt gögnum sem DV hef-
ur undir höndum var Arnór Sig-
hvatsson alls með 1.432 þúsund
krónur á mánuði snemma á síðasta
ári. Hann hafði 1.065 þúsund krón-
ur á mánuði í grunnlaun, sem ger-
ir grunnlaun hans á þeim tíma 130
þúsund krónum hærri en grunnlaun
Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur
935 þúsund krónur í grunnlaun. Al-
gengt er að millistjórnendur í Seðla-
bankanum hefðu vel yfir milljón
króna á mánuði . Þannig hafði Ing-
var A Sigfússon rekstrarstjóri tæp-
ar 1.340 þúsund krónur á mánuði í
heildargreiðslur.
Millistjórnendur með meira en
milljón
Eftir að Jóhanna settist á forsætisráð-
herrastól, gerði hún málefni Seðla-
bankans að forgangsmáli, meðal
annars með því að reka Davíð Odd-
son. Skömmu síðar lýsti hún því yfir
að enginn ríkisstarfsmaður ætti að
hafa hærri laun en forsætisráðherra.
Samkvæmt sömu gögnum hafði
Arnór hæstu mánaðarlaunin fyr-
ir utan Seðlabankastjóra, en nokkr-
ir aðrir starfsmenn bankans höfðu
umtalsvert hærri grunnlaun en Jó-
hanna forsætisráðherra. Þannig
hafði Jón Þorvarður Sigurgeirsson,
framkvæmdastjóri skrifstofu banka-
stjórnar, 1.208 þúsund krónur á
mánuði í grunnlaun og 1.340 þúsund
krónur í heildarlaun.
Sigurður Sturla Pálsson, fram-
kvæmdastjóri alþjóða- og markaðs-
sviðs, og Tómas Örn Kristinsson,
framkvæmdastjóri peningamála-
sviðs, höfðu báðir 1.180 þúsund
krónur á mánuði í grunnlaun. Sömu
grunnlaun höfðu þær Sigríður Loga-
dóttir aðallögfræðingur bankans og
Kristín Hannesdóttir aðalbókari.
Heildarlaun miklu hærri en
grunnlaun
Alls höfðu 33 starfsmenn Seðla-
bankans meira en 700 þúsund
krónur í heildarmánaðarlaun með
aukagreiðslum. Þannig hafði starfs-
maður á fjármálasviði um 800 þús-
und á mánuði. Starfsmenn á al-
þjóða- og markaðssviði höfðu um
800–850 þúsund krónur í heildar-
laun á mánuði. Þess má geta að það
eru sambærileg laun og ráðherrar
hafa á mánuði. Margir þessara starfs-
manna höfðu hins vegar umtalsvert
lægri grunnlaun sem voru á bilinu
370 til 440 þúsund krónur á mánuði.
Hvað gerði bankinn?
DV leitaði svara hjá Seðlabankanum
um hvort bankinn hefði brugðist við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
um að engin ríkislaun skuli vera
hærri en laun forsætisráðherra með
því að lækka laun starfsmanna sinna.
Einnig spurði DV hversu margir
starfsmenn bankans hefðu nú hærri
grunnlaun en forsætisráðherra.
Vegna anna við kynningu áætlunar
um afnám gjaldeyrishafta hafði svar
við fyrirspurninni ekki borist þegar
DV fór í prentun.
n Framkvæmdastjórar í Seðlabankanum með umtalsvert hærri laun en
forsætisráðherra n Arnór Sighvatsson var með 1.432 þúsund á mánuði
n Ríkisstjórnin vildi að engin ríkislaun væru hærri en laun forsætisráðherra
Heildarlaun stjórnenda og millistjórnenda í Seðlabankanum í ársbyrjun 2010.
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri kr. 1.432.500
Ingvar A. Sigfússon rekstrarstjóri kr. 1.340.719
Þórarinn Gunnar Pétursson framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar kr. 1.340.719
Jón Þorvarður Sigurgeirsson framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar kr. 1.312.375
Sigurður Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs kr. 1.312.375
Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri peningamálasviðs kr. 1.312.375
Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs kr. 1.312.375
Martin Seneca hagfræðingur á hagfræðisviði kr. 1.224.500
Kristín Hannesdóttir aðalbókari kr. 1.195.378
Erla Árnadóttir aðalbókari kr. 1.195.375
Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur bankans kr. 1.195.375
Laun í Seðlabanka
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
„Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri
alþjóða- og markaðssviðs, og Tómas Örn
Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs,
höfðu báðir 1.180 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun.
Arnór Sighvatsson Hafði
1.432 þúsund krónur í heildar-
laun á mánuði í fyrra.
Jóhanna Sigurðardóttir Lýsti því yfir
í maí 2009 að engin ríkislaun ættu að vera
hærri en forsætisráðherralaun. Rúmu hálfu
ári síðar höfðu fjölmargir millistjórnendur í
Seðlabankanum umtalsvert hærri grunn-
laun en hún.
Unglingar
á Re-Play
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
þurfti að hafa afskipti af skemmti-
staðnum Re-Play við Grensásveg
aðfaranótt sunnudags. Fjölmennt
var á staðnum og þurfti lögreglan
að vísa tuttugu gestum, sem ekki
höfðu aldur til þess að vera þar, út af
staðnum.
Stutt er síðan lögreglan þurfti að
leysa upp samkvæmi á staðnum.
Í febrúar þurfti lögreglan að leysa
upp stórt samkvæmi á staðnum og
var ástæðan sú að allir gestir stað-
arins voru undir lögaldri. Eigandi
staðarins er Ásgeir Þór Davíðsson,
oftast nefndur Geiri á Goldfinger, en
hann er einnig eigandi nektardans-
staðarins Goldfinger í Kópavogi.
Flestir vilja mál-
sókn gegn Bretum
Samkvæmt viðhorfskönnun sem
MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið
Andríki fyrr í þessum mánuði, telja
86,5% Íslendinga að íslensk stjórn-
völd hefðu átt að draga Breta fyrir
dóm vegna beitingar hryðjuverkalaga.
Í könnuninni var spurt: „Telur
þú að íslensk stjórnvöld hefðu átt að
stefna breskum stjórnvöldum fyrir
dóm vegna beitingar hryðjuverkalaga
gegn Íslendingum í nóvember 2008?“
Af þeim sem svöruðu sögðu 86,5%
já. Nei sögðu 13,5%. Mikill meirihluti
í öllum aldurs-, menntunar-, tekju-
og starfshópum telur að draga hefði
átt Breta fyrir dóm vegna beitingar
hryðjuverkalaganna. Úrtak var 902
einstaklingar á aldrinum 18–67 ára.
Afstöðu tóku 72,7%.
Rannsaka bruna
á Range Rover
Tæknideild lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu rannsakar Range
Rover-bifreið sem brann til kaldra
kola í Hveragerði aðfaranótt
sunnudags. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á Selfossi
eru eldsupptök ókunn, en eigandi
bílsins er búsettur í Hveragerði.
Lögreglan vill ekki útiloka að
kveikt hafi verið í bílnum og engar
upplýsingar er að fá um hvort
einhver hafi verið yfirheyrður í
tengslum við brunann. Líklega er
um milljónatjón að ræða, en ekki
liggur fyrir hvaða árgerð bíllinn er.
Forvitinn Marcel var svo forvitinn
að hann ákvað að setja tarantúluna í
plastbox, hálftíma síðar dó hún.