Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Qupperneq 26
26 | Fólk 28. mars 2011 Mánudagur
Ásdís Rán alsæl í Búlgaríu á ný:
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdótt-
ir hefur leikið á als oddi eftir að hún
snéri aftur til Búlgaríu í fyrsta skipti
eftir að hún flutti þaðan í sum-
ar. Ásdís hefur verið dugleg við að
deila gleðinni með Facebook-vin-
um sínum og ljóst að ísdrottning-
unni líkar lífið vel í Búlgaríu, enda
gert það gríðarlega gott sem fyrir-
sæta þar undanfarin ár.
En fríið hefur ekki gengið áfalla-
laust fyrir sig. Ferðafélagi Ásdísar
brákaðist þegar vaskurinn á hótel-
herbergi þeirra gaf sig og lenti á fæti
hennar. Ekki var um neinn hasar að
ræða heldur gaf vaskurinn sig þeg-
ar þær vinkonurnar voru að bursta
tennurnar.
Ásdís og vinkonur hennar hafa
verið duglegar við að fara út á líf-
ið en það er töluvert ódýrara að
lifa eins og stjarna í Búlgaríu en í
Þýskalandi þar sem Ásdís er bú-
sett ásamt fjölskyldu sinni. Hvað þá
hér á Íslandi. „Það er ekki allstaðar
sem maður getur boðið þremur út
að borða á geggjaðan matsölustað,
sushi hlaðborð, 4 hvítvínsflöskur
og fleira fyrir 15 þúsund krónur. Ég
elska Búlgaríu!“ sagði fyrirsætan
alsæl á Facebook-síðu sinni fyrir
helgi.
En Ásdís er ekki bara stödd í
Búlgaríu til þess að skemmta sér.
Fyrirsætan vinnur að því að senda
frá sér kjólalínu sem kallast Mid-
night Queen og á Ásdís í viðræðum
við búlgarska verslanakeðju um að
selja kjólana. Hér heima verða kjól-
arnir fáanlegri í Hagkaupi en Ásdís
segir vanta kynþokkafulla kokteilk-
jóla hér á landi. Hún hafi hingað til
þurft að kaupa alla slíka kjóla er-
lendis.
Líkt og fyrr sagði er Ásdís bú-
sett í Þýskalandi þar sem eigin-
maður hennar, Garðar Gunnlaugs-
son, leikur knattspyrnu. Ásdís sagði
í samtali við DV á dögunum á ekki
væri víst með framhaldið þar sem
samningur Garðars kláraðist í sum-
ar. Það er því ekki útilokað að ís-
drottningin snúi aftur til Búlgaríu.
Auglýsir eftir
takkaskóm
Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir mætti
á sína fyrstu fótboltaæfingu í 20 ár í
síðustu viku. Eftir fyrstu æfinguna var hún
komin með stöðu vinstri bakvarðar. „Vinstri
bakvörður hér!“ tilkynnti hún eftir æfinguna
á Facebook-síðunni sinni. Ekki leið á löngu
þar til hún fór að auglýsa eftir takkaskóm
til að spila í en Sigmar Guðmundsson, fyrr-
verandi sambýlismaður Þóru, stingur upp
á því að hún fái sér líka legghlífar. „Þá er ég
ekki að meina svona tískudót,“ sagði hann
til að taka af allan vafa.
FÓTBROT OG
FÍNT AÐ BORÐA
Elskar Búlgaríu Ásdís Rán virðist sakna
Búlgaríu. MYND BJÖRN BLÖNDAL
H
ópur fólks með Ágeir Þór
Davíðsson, Geira í Gold-
finger, í broddi fylkingar fór
með rútu í einkapartí sem
skipulagt var í kringum fegurðar-
samkeppnina Ungfrú Vesturland.
Einkapartíið skipulögðu þær Hildur
Líf og Linda Ýr Kjerúlf sem hvað
frægastar eru fyrir VIP-partí sem
haldið var á skemmtistað Geira,
Re-Play. Þó að tilgangur ferðar-
innar hafi líka verið að fylgjast með
keppninni Ungfrú Vesturland mætti
hópurinn bæði seint og fór snemma
og missti af úrslitunum.
Meðal þeirra sem fóru með í
ferðina ásamt þeim Hildi og Lindu
voru Jón Hilmar Hallgrímsson,
betur þekktur sem Jón stóri leiðtogi
samtakanna Semper Fi, og tengda-
sonur Geira, Ríkharður Ríkharðs-
son, en hann er leiðtogi íslensks
mótorhjólaklúbbs sem er stuðn-
ingsklúbbur erlendu samtakanna
Outlaws. Samkvæmt
skýrslu lögreglunnar sem
DV birti nýverið eru þetta
tveir af fjórum helstu
hópum í undirheimum
landsins. Lögreglan óttast
að til uppgjörs komi milli
hópanna fjögurra, en af
þessu að dæma liggja
engar víglínur milli þess-
ara tveggja hópa. Þvert á
móti virðist Geiri á Gold-
finger vera lím sem teng-
ir þá saman.
Hópurinn vakti mikla
athygli þegar hann mætti
á keppnina og söfnuðust ungmenni
saman fyrir utan húsnæðið þar sem
keppnin var haldin til að reyna að
sjá Jón stóra og flykktust konur á
besta aldri að Geira á Goldfinger og
vildu fá af sér mynd með honum,
samkvæmt heimildum DV. Jón stóri
hjálpaði svo Geira, sem á endanum
fékk nóg, í gegnum þvöguna og dreif
hópinn aftur upp á hótelið sem leigt
hafði verið undir partíið.
Á hótelinu var öllum sem tóku
þátt í partíhöldunum gefnir smokk-
ar til að gæta fyllsta öryggis. Linda
Ýr sá um að dreifa smokkunum á
partígestina, samkvæmt heimild-
um DV.
Partíið ætlaði
Geiri á Goldfinger í sólarhingslöngu partíi:
engan enda að taka
Rútuferð á Akranes
Hópurinn tók saman rútu á
Akranes þar sem keppnin
Ungfrú Vesturland fór fram.
MYND BJÖRN BLÖNDAL
Allir fengu smokka Linda Ýr dreifði smokkum á
alla partígestina. MYND BJÖRN BLÖNDAL
Leiðtogi Outlaws Ríkharður ásamt
dóttur Geira. MYND BJÖRN BLÖNDAL
Atli „Winning“
Fyrrverandi útvarps- og blaðamaðurinn
Atli Már Gylfason sendi vandræðapés-
anum Charlie Sheen myndbandsskilaboð
á vefnum Youtube fyrir helgi. Atli er einn
af þeim 250 sem koma enn til greina sem
aðstoðarmenn kappans en upphaflega
sóttu 75.000 um starfið. Atli vonast til að
komast í gegnum næsta niðurskurð með
myndbandinu en þá verða 50 eftir. Í mynd-
bandinu, sem um 5.000 manns hafa horft á,
svarar Atli einni af þremur spurningum sem
umsækjendum bauðst að svara en hún snýr
að góðgerðamálum tengdum jarðskjálft-
anum í Japan.