Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur Einstæðar mæður skrifa bréf til þingmanna og ráðherra: „Engin leið að lifa“ „Við erum alveg tilbúnar að taka á okk- ur eðlilegar álögur til að rétta þjóðfé- lagið af en ef hækkanir á mat, bensíni og öðrum nauðsynjum halda áfram í sama takt og hafa verið þá er engin leið fyrir okkur að lifa frá mánuði til mán- aðar,“ skrifa Ásta Hafberg og Eyrún Dögg Ingadóttir, tvær einstæðar mæð- ur, í bréfi sem þær hafa sent öllum þingmönnum og ráðherrum. Þar telja þær upp ýmsa hluti sem þær hreinlega hafi ekki efni á lengur til handa sér og börnunum sínum og gagnrýna þær stjórnvöld harðlega. Þær benda á að staða þeirra sé ná- kvæmlega eins og fyrir ári en nú sé ómögulegt að láta enda ná saman á sömu kjörum vegna hækkana á nauð- synjum. „Nú er staðan þannig að við erum nákvæmlega eins og við vorum fyrir hrun en í dag er okkur orðið ill- mögulegt að halda því áfram þar sem endinn sem áður náði saman er orð- inn að garnaflækju sem endar hvergi.“ Ásta og Eyrún segia að staðan sé nú orðin sú að ekki megi gera ráð fyr- ir neinum aukaútgjöldum nema þeim sé deilt á alla mánuði ársins því annars sé peningurinn búinn strax í upphafi mánaðar. Þær benda á að fjárhagsleg staða þeirra hafi ekki breyst síðasta árið og fyrir hálfu ári hafi endar náð saman í hverjum mánuði. En í síðasta mánuði var bankabókin tóm í kring- um 20. mars. „Við höfum farið þá leið að spara við okkur allt sem hægt er að spara og því miður þýðir það t.d. að matarvenj- ur barnanna okkar eru nú töluvert aðr- ar en áður var.“ Þær undra sig á uppsetningu hins norræna velferðarkerfis á Íslandi og eru ekki bjartsýnar á framtíðina. „Eins og þetta lítur út fyrir okkur í dag eru Íslendingar aftur á leið til hinna róm- uðu torfkofa með sjálfsþurftarbúskap, heimaprjónuðum fötum, pottaklipp- ingu, grænmetisgarð og þvingaðrar sambúðar þar sem að einn aðili getur ekki séð fyrir heimilishaldinu fjárhags- lega,“ skrifa þær að lokum og spyrja hvað þingmennirnir ráðleggi þeim að gera í þessari stöðu. mikael@dv.is David Lesperance, lögmaður erlendu auðmannanna tíu sem hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, segir að- spurður í samtali við DV að vissulega sé það einn af kostunum við íslenskan ríkisborgararétt að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og Schen- gen-samstarfinu. Lesperance svaraði nokkrum spurningum um umsóknir auðmannanna tíu sem DV lagði fyrir hann. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum vilja auðmennirnir tíu fá ís- lenskan ríkisborgararétt og fjárfesta hér á landi fyrir mikla peninga. Í svari sínu við fyrirspurn DV um hvaða fjárhagslegu ástæður liggi á bak við þá ákvörðun auðmannanna tíu að sækja um íslenskt ríkisfang nefnir Lesperance Evrópska efnahagssvæð- ið og Schengen-samstarfið sérstak- lega. „Það er ekki spurning að að- ild Íslands að Schengen-samstarfinu skiptir miklu máli fyrir íslenska ríkis- borgara. Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er eitthvað sem Ís- lendingar eiga að vera stoltir af.“ Eitt af því sem ekki hefur legið nægilega vel fyrir varðandi þessar umsóknir eru ástæðurnar fyrir áhuga auðmannanna á því að gerast ís- lenskir ríkisborgarar, aðrar en þær að hér sé gott að búa, náttúran og um- hverfið fallegt og slíkar ástæður, sem Lesperance nefnir vissulega líka. Svar Lesperance, þó ekki sé það ítar- legt, bendir til að auðmennirnir vilja fá ríkisfang á Schengen-svæðinu og í landi sem tilheyrir Evrópska efna- hagssvæðinu. Segir lög hafa verið brotin Lesperance vill ekki svara því hversu marga umbjóðendur hann vinnur fyrir eða hversu margir auðmenn hafi lýst yfir áhuga á að gerast ís- lenskir ríkisborgarar en segir þó að margir myndu vilja fá íslenskan rík- isborgararétt. „...ég vinn fyrir marga frumkvöðla sem hvaða land sem er myndi taka við fegins hendi sem ríkis borgurum. Hins vegar er það svo að ef íslenskir stjórnmála- og emb- ættismenn öðlast það orðspor að fara ekki eftir landslögum í störfum sínum munu áhugsamir umsækj- endur ekki þora að sækja um af ótta við að brotið verði á þeim með ólög- legum hætti.“ Með þessum orðum vísar Lesper- ance til þess að nöfn umsækjend- anna tíu hafi lekið út til íslenskra fjöl- miðla innan úr stjórnkerfinu án þess að hann eða umræddir auðmenn hafi gefið leyfi fyrir því. „Nöfn þessara tíu umsækjenda láku út í fjölmiðla án þess að ég, eða umsækjendurnir sjálfir, gæfu fyrir því leyfi. Sama hver lak þessum upplýsingum og sama hvort um var að ræða brot á lögum þarf íslenska lögreglan að rannsaka þetta mál og ákæra í því ef svo ber undir,“ segir Lesperance. Skilur ekki andstöðu stjórnmálamanna Lesperance segist aðspurður ekki skilja þá andstöðu sem íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt í málinu þar sem hann telji að um sé að ræða mjög gott tækifæri fyrir Íslendinga. „Að hugsa um væntanlega umsækj- endur um íslenskan ríkisborgarétt er ekki tímabært. Er Ísland reiðubúið og áhugasamt um að veita góðu fólki, sem aukið getur hagsæld í landinu, ríkisborgararétt? Ef Ísland er reiðu- búið til þess munu margir sækjast eft- ir því. Ef þetta leiðir til efnahagslegs stöðugleika á Íslandi og niðurgreiðslu á skuldum þjóðarbúsins þá er þetta frábært tækifæri!... Ég var mjög hissa þegar ég hafði samband við íslenska stjórnmálamenn til að ræða um þetta þar sem þeir svöruðu mér ekki allir. Tilgangur minn var að fá að hitta þá til að gefa þeim tækifæri til að velta þessu tækifæri fyrir sér af alvöru og til að spyrja mig spjörunum úr áður en þeir tækju ákvörðun um málið.“ „Sama hver lak þessum upplýs- ingum og sama hvort um var að ræða brot á lögum þarf íslenska lög reglan að rannsaka þetta mál og ákæra í því ef svo ber undir. VILJA RÍKISFANG Á SCHENGEN-SVÆÐINU n Lesperance er ósáttur við leka á upplýsingum um auðmennina tíu n Nefnir Schengen og Evrópska efnahagssvæðið sem fjárhagslegar ástæður n Skilur ekki andstöðu íslenskra stjórnmálamanna Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Segir lögregluna eiga að skoða málið Lesperance er ekki sáttur við að upplýsingar um nöfn viðskiptavina hans hafi lekið út í fjölmiðla á Íslandi. Hann segir lögregluna á Íslandi geta rannsakað lekann og ákært í málinu ef svo ber undir. Auðmennirnir tíu og ríkisborgararétturinn Verslun Björns Inga: Ólöglegt sleipiefni „Við munum að sjálfsögðu taka þetta efni úr sölu og hafa sam- band við Lyfjastofnun,“ segir Soffía Steingrímsdóttir hjá vefverslun- inni mona.is. DV fékk ábendingu um að verslunin selji sleipiefni sem inniheldur efni sem sérstakt leyfi Lyfjastofnunar þarf til að mega flytja inn. Vefverslunin mona.is er meðal annars rekin af Birni Inga Hrafnssyni eins og vefirnir press- an.is, bleikt.is og butik.is. Í lýsingu á heimasíðunni mona.is er vörunni lýst þannig að um sé að ræða sleipi- efni fyrir konur og karla til þess að auðvelda endaþarmsmök. Sleipiefn- ið er með kirsuberjabragði. Tekið er fram að mikilvægt sé að nota vel af sleipiefni til að hringvöðvinn skaðist ekki. Fram kemur að Analeaze sé mest selda sleipiefnið í dag. Í júní 2008 var eigandi hjálpar- tækjabúðarinnar Amors dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur í sekt fyrir að flytja til landsins handjárn og áðurnefnd Analeaze sleipiefni. Lyfjastofnun komst að því eftir að hafa rannsakað efnið að það innihélt benzocain 10% en það er staðdeyfi- lyf, samkvæmt því sem fram kemur á vef Lyfjastofnunar. Eigandinn var fundinn sekur um brot gegn lyfja- og vopnalögum. Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar en Soffía hjá mona.is þakkaði DV fyrir ábend- inguna og sagði að henni hefði ekki verið kunnugt um að varan innihéldi ólöglegt efni. Varan yrði tekin úr sölu tafarlaust. Skömmu eftir að DV hafði sam- band við Soffíu hjá mona.is í morg- un birtist frétt um málið á Pressunni þar sem hún er í viðtali um málið. Bæði fyrirtæki eru í eigu Björns Inga og félaga. baldur@dv.is Endar ná ekki saman Ásta Hafberg og Eyrún Dögg segja að bankabókin hafi verið tóm í kringum 20. mars síðastliðinn. Niðurföll og rennur í baðherbergi evidrain Mikið úrval margar stærðir COMPACT 33cm 7.495 PROLINE NOVA 60 cm 19.900 AQUA 35cm 11.900 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.