Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur Fyrirtækið Allrahanda byggir tvö þúsund fermetra húsnæði: Stórframkvæmd í kreppunni „Þetta eru rúmir tvö þúsund fermetrar og er stærsta framkvæmd sem fer í gang á Reykjavíkursvæðinu á þessu ári,“ segir Sigurdór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtæk- isins Allrahanda. Á laugardag var tekin fyrsta skóflu- stungan að byggingu nýs húsnæð- is undir starfsemi fyrirtækisins. „Við erum á tveimur stöðum í dag og erum að reyna að sameina þetta,“ segir Sig- urdór en byggingin mun rísa í Kletta- görðum niðri við Sundahöfn. Kostn- aðaráætlun hljóðar upp á um 300 milljónir króna að hans sögn. „Það var allt í lagi. Við áttum góðan sjóð í þetta sjálfir þannig að fjármögn- un er ekki nema um 60 prósent,“ seg- ir hann þegar hann er spurður hvort erfitt hafi reynst að fjármagna fram- kvæmdina. Áætlanir gera ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið um mánaða- mótin ágúst/september en BM Vallá sér um að byggja húsið. Sigurdór seg- ir að lögð hafi verið áhersla á að nota íslenska framleiðslu og vonast hann einnig til þess að framkvæmdin muni skapa störf fyrir íslenska verkamenn. Allrahanda er stórt ferðaþjónustu- fyrirtæki og skipuleggur meðal ann- ars dagsferðir til og frá Reykjavík fyr- ir ferðamenn. Fyrirtækið sér einnig um skólaakstur fyrir sveitarfélögin á höfuð borgarsvæðinu og hefur því í nógu að snúast. Sigurdór segir að yfir vetrartímann séu starfsmenn um 60 en fari vel yfir hundrað yfir sumartím- ann þegar erlendir ferðamenn heim- sækja landið. einar@dv.is Fyrsta skóflustungan Það var Guðrún Þórisdóttir, sölustjóri Allrahanda, sem tók fyrstu skóflustunguna á laugardag. Mynd Gunnar Guðjónsson Lögregla skoðar fingraför: Enginn verið handtekinn Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á bréfi sem barst á ritstjórnarskrifstofu DV á mánudag þar sem tuttugu fyrr- verandi ráðherrum er hótað. Allir höfðu þeir stutt Icesave-samninginn opinberlega. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar hjá rannsóknardeild lög- reglunnar verður leitað að fingraför- um á bréfinu í von um að hafa upp á þeim sem bréfið sendi. Rannsókn málsins er því haldið áfram, þrátt fyrir að fram hafi komið á mánudag að bréfið hafi ekki þótt mjög trúverð- ugt er ljóst að innihald þess er tekið alvarlega og málið rannsakað. Friðrik Smári segir engan þeirra sem tilgreindir eru í bréfinu hafa kært hótunina til lögreglu. Eftir því sem DV kemst næst barst engum þeirra bréfið í pósti persónulega. Eins og fram hefur komið var bréfið skilið eftir í póstkassa DV. Hafa þurft á líf- vörðum að halda DV leitaði til sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar á þriðju- dag og spurði um hótanir sem þessar í gegnum tíðina. Og það þurfti ekki að fara lengra aftur en til október 2008, eftir hrun bankanna, til að finna nýlegasta dæmið. Geir H. Haarde, þáverandi forsætis- ráðherra, og Davíð Oddsson, þá- verandi seðlabankastjóri, þurftu á lífvörðum að halda eins og DV greindi frá á sínum tíma. Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskipta- ráðherra, fékk einnig fylgd lífvarða. Guðni bendir einnig á það í svari sínu við fyrirspurn DV að þegar aðild að NATO var samþykkt hafi hitnað í kolunum. Nánar til- tekið í mars 1949. „Þá var mikill hiti í mönnum og einkum fékk Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra að finna fyrir því. Þá var um stund öryggisgæsla við heimili hans og börn hans (m.a. Björn Bjarnason) gistu annars staðar um stundarsak- ir,“ rifjar Guðni upp. Þriðja dæmið sem sagnfræð- ingurinn man eftir í fljótu bragði er í kringum þingrofið árið 1931. Þá var hitinn svo mikill í mönnum að velunnarar Tryggva Þórhallssonar forsætisráherra höfðu uppi gæslu við heimili hans. Maðurinn sem situr í gæsluvarð- haldi grunaður um gróf kynferðis- brot gegn sjö ára syni sínum hefur í gegnum tíðina verið dæmdur fyrir ýmiss konar brot. Gert var hæfnis- mat á manninum að beiðni barna- verndarnefndar Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum. Þar var hann, sam- kvæmt heimildum DV, metinn hæf- ur til að vera með drenginn á móti móður hans. Manninum var dæmd full umgengni við drenginn, sem þýðir að hann mátti hafa hann aðra hverja helgi, önnur hver jól og fjórar vikur á sumrin. Beitt dagsektum Móðir drengsins vildi ekki leyfa manninum að umgangast hann vegna gruns um að maðurinn væri í fíkniefnaneyslu og neitaði að fara eftir dómnum, samkvæmt heim- ildum DV. Mun hafa verið mikil togstreita á milli þeirra en móðirin hefur verið beitt dagsektum vegna þessa. Síðastliðið sumar byrjaði að reyna meira á umgengnisréttinn þar sem faðirinn fór að sækja það fastar að fá að hitta son sinn. Þar sem maðurinn virtist vera í betra formi en áður fór drengurinn oftar til hans en samkvæmt heimildum DV hefur hann einungis gist tvisvar hjá föður sínum yfir nótt. Var á Breiðavík Brotaferill mannsins, sem er um fimmtugt, er langur og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir að ráðast á barnsmóður sína og föður hennar, ásamt því að fremja skemmdarverk á bíl föðurins. Aðr- ir dómar varða meðal annars fíkni- efnalagabrot, fjársvik, þjófnað og hylmingu. Frændi mannsins, á fer- tugsaldri, var einnig handtekinn í tengslum við málið. Húsleit var gerð heima hjá þeim báðum að fengnum úrskurði dómara. Á báðum heimil- unum fundust fíkniefni, meðal ann- ars marijúana. Þá var lagt hald á tölvur beggja mannanna vegna gruns um að í þeim væri að finna myndir sem sýna börn, þar á meðal unga dreng- inn, á klámfenginn og kynferðisleg- an hátt. Mennirnir voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald skömmu eftir að þeir voru handteknir. Faðirinn dvaldi á vistheimilinu Breiðavík á sínum yngri árum og hefur verið í mikilli óreglu sem hófst, samkvæmt heimildum blaðs- ins, á unglingsaldri. Árið 2004 skildi hann við barns- móður sína og fór fram á jafnan umgengnisrétt við drenginn. Sam- kvæmt heimildum DV sótti mað- urinn ekki mikið í samskipti við son sinn fyrr en síðastliðið sumar en vegna neyslu og óreglu var barns- móðir hans mótfallin því að veita honum umgengni. Frekari skýrslutökur Maðurinn var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 6. apríl en Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, segir óvíst hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. „Það eru síðustu skýrslutökur yfir honum á morgun [á miðvikudag, innskot blaða- manns]. Við erum að bíða eftir nið- urstöðu tölvurannsóknardeildar og ég get í raun og veru ekki sagt neitt um það fyrr,“ segir Björgvin. Spurður hvort fjölskyldu drengs- ins verði veitt vernd gagnvart mann- inum, sem hefur verið dæmdur fyr- ir að ráðast á barnsmóður sína líkt og áður kom fram, segir Björgvin að ýmis úrræði séu til staðar fyrir fólk í aðstöðu sem þessari en það verði að koma í ljós hvað verði gert í því máli. Metinn hæfur til að uMgangast drenginn n Grunaður um kynferðisbrot gegn syni sínum n Metinn hæfur af Barnavernd n Móðirin beitt dagsektum n óvíst með áframhaldandi gæsluvarðhald Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Brotaferill manns- ins, sem er um fimmtugt, er langur og hefur hann meðal ann- ars verið dæmdur fyrir líkams árás á hendur barnsmóður sinni og föður hennar. dæmdur fyrir ýmiss konar brot Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna meints kynferðisbrots gegn ungum syni sínum á að baki langan sakaferil. • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.