Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 20
20 | Umræða 6. apríl 2011 Miðvikudagur „Ég tel að gjaldeyrishöft- in verki eins og lamandi hönd sé lögð á atvinnu- fyrirtækin. Þau skerða samkeppnisstöðu þeirra og draga máttinn úr þeim.“ n Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði, um gjaldeyrishöftin. – DV „Þetta fólk kostar ein- faldlega miklu meira en Íslendingarnir.“ n Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila eiganda Arion banka, um ofurlaun erlendra bankaráðsmanna bankans. – DV „Snyrtilegasta fólk og jafnvel þeir sem eru ýktir í þrifum geta fengið njálg þannig að hann er alls ekki merki um sóðaskap.“ n Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ, um njálg sem gert hefur vart við sig. – DV „Ég ég held að það væri sérstaklega gott karma fyrir okkur Íslendinga að senda hana ekki úr landi.“ n Sigríður Klingenberg spákona um málefni Priyönku Thapa sem sækist eftir að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðar- sjónarmiða. – DV „Það sem menn kalla tarantúlur eru ótalmargar tegundir og eru allt frá því að vera hættulegar niður í að vera algjörlega mein- lausar.“ n Erling Ólafsson dýrafræðingur um tarantúlur en ein slík fannst í strætis- vagni nýverið. – DV Sökudólgar Í aðdraganda kosninganna um Icesave þrjú er þjóðin klofin eft- ir endilöngu. Já-menn og nei- menn eiga í illvígum deilum um það hvor hópurinn sé verra fólk. Heiftin magnast eftir því sem stytt- ist í kosningarnar. Fólk sem ekkert hefur með ófögnuðinn að gera ann- að en að hafa skoðun á uppgjörs- aðferðinni situr undir ásökunum á báða bóga. Og fylkingarnar auglýsa af mikl- um móð. Barnaþrælkun er fram undan ef marka má rödd Toyota- umboðsins. Og við erum á leið í gin hákarla samkvæmt annarri auglýs- ingu. Öfgarnar eru ráðandi á báða bóga. Meira að segja bólar á lífláts- hótunum. Það versta við allt málið er að í hita leiksins gleymist hverjir eru hin- ir raunverlegu sökudólgar. Á meðan venjulegir, þjóðhollir Íslendingar, berast á banaspjótum, sitja söku- dólgarnir glottandi hjá. Sumir hafa sig meira að segja frammi í um- ræðunni og eiga allt undir því að moðreykurinn verði slíkur að ekki sjáist út úr augum. Og fíflin fara á foraðið. Stjórnendur og skuggastjórnandi Landsbankans þykjast vera lausir allra mála þótt hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að sökin liggur hjá þeim. Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson, Hall- dór J. Kristjánsson, Kjartan Gunnars- son og Sigurjón Árnason eru menn- irnir sem lögðu klafa Icesave á þjóð sína. Og það var fyrst og fremst Davíð Oddsson, valdamesti maður Íslands um áratugi, bar stærsta ábyrgð á því að færa skúrkunum bankann. Hann hrærir nú í pottum sundurlyndis og ólgu. Þjóðin verður að gera upp sakir við þessa menn í stað þess að standa í illvígum innbyrðis deilum. Það skiptir auðvitað máli hvern- ig atkvæðagreiðslan fer um helgina. Íslendingar munu svara því hvort þeir ætla að semja sig frá skuldum áðurnefndra óreiðumanna eða taka áhættuna af dómsmáli. Á krossgöt- unum sem kenndar eru við Icesave eru tveir slæmir kostir. Það breytir ekki því að þjóðin verður að velja. Og menn verða að una lýðræðis- legri niðurstöðu. Hvort sem svarið er nei eða já er afstaðan skiljanleg. Það hafa allir rétt fyrir sér. En íslensk þjóð má aldrei missa sjónar á sök raun- verulegu skúrkanna. Með öllum til- tækum og löglegum ráðum verður að elta uppi þá sem komu þjóð sinni í þessa stöðu. Það verður að láta þá gjalda fyrir afbrot sín og afglöp. Sum- ir þeirra eiga næga peninga til að greiða samfélaginu skaðabætur. Leiðari Eru lyf tóm steypa? „Það er nokkuð ljóst að lyf sem innihalda sement eru tóm steypa,“ segir Mímir Arnórsson, lyfjafræðingur við Lyfjastofnun. DV greindi frá því í vikunni að í sumum megrunarlyfjum sem seld eru á netinu hafi fundist sement. Brýnt er að vera mjög á varðbergi gagnvart ólöglegum lyfjum og fölsuðum innihaldslýsingum. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar „Það verður að láta þá gjalda fyrir. Eiður skúbbar n Eiður Guðnason, fyrrverandi sendi- herra og ráðherra, er maður ekki einhamur. Hann skúbbaði því á sunnudaginn að Birna Einars- dóttir, banka- stjóri Íslands- banka, hefði lagt í stæði fyrir fatlaða og náði mynd af bílnum á vettvangi sem fór um víðan völl og var birt, meðal annars á DV.is. Eiður, sem er gamall sjónvarps- fréttamaður, mun vera á vaktinni og er beðið eftir næsta skúbbi hans. „Íslenzkur Göbbels“ n Jónas Kristjánsson, bloggari og fyrrverandi ritstjóri, er einn áköf- ustu baráttumanna fyrir því að Íslendingar samþykki fyrir- liggjandi samn- ing um Icesave. Í takti við þá skoðun for- dæmir Jónas Egil Ólafsson, ákafasta Nei- manninn, sem auglýsir að já þýði barnaþrælkun. „Við höfum fengið okkar eigin ís- lenzka Göbbels. Studdur af Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur froðufellir Egill Ólafsson söngvari. Líkir friðarsamn- ingi við alþjóðasamfélagið sem ígildi þess, að börn okkar verði seld í ánauð ...“ bloggar Jónas. Herskár Áfram-hópur n Allt varð vitlaust í forystu flokk- anna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingar sem styðja samþykkt Icesave-samningsins þegar Áfram-hópurinn birti um- deilda og áberandi hákarlaauglýs- ingu í síðustu viku. Er Áfram-hóp- urinn ásakaður um að sprengja baráttuna í loft upp með stórhættu- legum auglýsingum. Andrés Jónsson almannatengill og Björn Brynjúlfur Björnsson eru sagðir mennirnir í kringum áróðursherferð hóps- ins. Báðir eru þekktir fyrir agressífa auglýsingamennsku. Segja menn þar að glannalegar auglýsingar skili greinilega árangri og vilja sumir halda áfram. Náhirðin vill Kristján n Náhirðin í kringum Davíð Odds- son leggur nú allt undir til að koma bæði Icesave og Bjarna Benedikts- syni fyrir kattar- nef. Telur hirðin að kosningin sé endanlegt uppgjör, og sá vængur sem sigri taki flokk- inn yfir. Er þegar byrjað að leita að formanns- efni til að stilla upp gegn Bjarna á næsta landsfundi ef Icesave fellur 9. apríl. Telur náhirðin að vænleg- asti kandídatinn sé Kristján Þór Júlí- usson, þingmaður í Norðausturkjör- dæmi. Hann bauð sig fram gegn Bjarna þegar hann var fyrst kosinn formaður. Kom styrkur Kristjáns Þórs þá á óvart. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Fátt er betra en þegar menn ná að ríghalda í æskuna út yfir þroska og blóma. Slíkir menn búa yfir miklu leyndarmáli, einhverjum dular- fullum elixír. Sveinn Andri Sveinsson lögmað-ur er einn þessara manna. Þessi 47 ára gamli lögmaður hefur á nokkrum árum breyst úr miðaldra skrifstofumanni með bumbu í ung- æðislegan fola. Eins og unga fólkið segir hefur hann „kjötað sig upp“, er kominn á sportbíl og nú seinast inn- siglaði hann leiftrandi ástarsamband við tvítugu fyrirsætuna Kristrúnu Ösp Barkardóttur. Sveinn Andri er „winn- ing“. Hver man til dæmis ekki eftir myndunum af honum á kvennasíð- unni bleikt.is, þar sem hann var ber að ofan í svokölluðu „sexí-spinning“? Charlie Sheen er annar slíkur maður, sem bergir enn af brunni æskunnar, 45 ára gamall. Flestir jafnaldrar hans eru frómir fjölskyldu- menn, sem upplifa hámarksspennu þegar liðið þeirra skorar í enska bolt- anum, eða þegar þeir tengja fellihýsið við skutbílinn sinn. En ekki Charlie Sheen. Hann hafnaði steríótýpískum lífsstíl hins miðaldra manns og gaf sig allan gleðinni á vald. Hann hélt stöð- ugan gleðskap, og það gjarnan með gleðikonum, og hóf sambúð með barnfóstru og klámmyndastjörnu. Hér er eitt ofsafengið tundurdufl sannleikans.Árið 1965 kynnti kanadíski sál- fræðingurinn Elliott Jacques til sög- unnar hugtakið miðlífskrísu, sem lýsti efasemdum nútímamannsins um sjálfan sig upp úr miðjum aldri. Meðal helstu einkenna ástandsins sem hugtakið vísar til er löngunin til að upplifa ungæðistilfinningu að nýju. Þessu fylgja ýmsar hegðunar- breytingar. Sumir verða helteknir af eigin útliti og eyða peningum í alls kyns græjur, mótorhjól, sportbíla eða glingur. Talið er að óöryggi miðaldra manna knýi sportbílamarkaðinn að miklu leyti. Þetta getur líka brotist út í öðrum öfgum, eins og til dæmis ofneyslu á vímuefnum. Að auki er afgerandi einkenni miðlífskrísu að hefja samband með yngra fólki og sprettur þaðan íslenska heitið grái fiðringurinn. Stjörnusálfræðingurinn Sigmund Freud var sannfærður um að flestar hugsanir miðaldra fólks væru gegnsýrðar af óttanum um yfir- vofandi dauða. (Kannski er ekki fullt mark takandi á manni sem var heltek- inn af kókaín-fíkn). Það er hin hliðin á gráa fiðringnum; óttinn við dauðann sem knýr menn til að endurskapa sjálfa sig. Þarna liggur kjarninn í þessu öllu saman. Menn með gráa fiðringinn eru menn sem bjóða hinu hefðbundna, nánast fyrirframákveðna lífi birginn. Þeir brjótast til frelsis undan forminu. Sveinn Andri útskýrði vel muninn á kynjunum í viðtali við kvenna-vefinn Bleikt. Um konur sagði hann: „Auðvitað er það kostur hversu umhugað þeim er að hafa heimilið fínt og börnin vel til höfð, en að sama skapi er það ókostur að þurfa alltaf að vera að blanda karlmanninum inn í þetta.“ En það hefur einmitt gerst. Karl- mönnum hefur verið blandað inn í þetta.Í femínisma nútímans er stöðugt verið að krefjast þess að menn svíki eðli sitt og taki til á heimilinu. Eins og Sveinn segir: „Hjá karlmönnum snýst lífið í meira mæli en hjá konum [um] að sinna frumþörfunum auk þess sem í karlmönnunum blundar enn veiði- eðlið sem skilar sér í því að karlmenn hafa margfalt meiri þörf en konur til þess að leika sér.“ Talandi um tundur- dufl sannleikans. Framtíðin mun dæma. Bríet Bjarnhéðinsdóttir karl- kynsins er komin fram. Gráa byltingin er næst. Eðli karlmanna er ekki að keyra um á skutbíl, heldur vera veiði-menn! Genin vilja út að leika. Sveinn Andri er eins og lítil Líbía, sem berst til frelsis undan Gaddafí félags- mótunarinnar. Hann og Charlie Sheen brjótast undan oki siðmenningar og gera uppreisn gegn kúgun samfélags- ins á miðaldra körlum. Svarthöfði GRÁI FIÐRINGURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.