Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 19
Erlent | 19Miðvikudagur 6. apríl 2011 Allt er í hers höndum á Fílabeins- ströndinni þar sem hersveitir hliðholl- ar Alassane Ouattara herja á Laurent Gbagbo og hersveitir hans. Ouattara sigraði Gbagbo í forsetakosningum í nóvember í fyrra, en Gbagbo vildi ekki viðurkenna ósigur og hefur setið sem fastast á forsetastóli. Síðan í nóvember hafa friðargæsluliðar á vegum Sam- einuðu þjóðanna aukið viðbúnað sinn á Fílabeinsströndinni þar sem landið hefur verið á barmi borgarastyrjald- ar. Á miðvikudag í síðustu viku stað- festi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun númer 1975, en þar segir að „…SÞ muni beita öllum tiltækum ráð- um til að vernda fulltrúa sína á Fíla- beinsströndinni.“ Allt síðan ályktunin var einróma samþykkt hefur herlið frá SÞ stutt Ouat tara og liðsmenn hans í blóðug- um átökum gegn stuðningsmönnum Gbagbos. Ouattara gæti orðið forseti í dag Á mánudag hóf Ouattara það sem hann kallaði „lokasóknina“ gegn Gbagbo og stuðningsmönnum hans. Herlið Ouattara telur um 9.000 manns og er það dyggilega stutt af herliði SÞ, sem hefur yfir fullkomnum vopna- búnaði að ráða – eins og eldflaug- um, þungavopnum og skriðdrekum. Apollonaire Yapi, forsætisráðherra í hinni alþjóðlega viðurkenndu rík- isstjórn Ouattara, sagði að „… með stuðningi SÞ, gæti þessu verið lokið í fyrramálið [miðvikudag].“ Á þriðjudag var gerð eldflauga árás á forsetahöllina í Abidjan, dvalarstað Gbagbos. Eldflaugunum var skotið úr úkraínskri herþyrlu sem herlið SÞ hefur yfir að ráða. Bæði Ouattara og Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakk- lands, hafa þó lagt áherslu á að mark- miðið sé ekki að drepa Gbagbo, held- ur að fá hann til að samþykkja að stíga til hliðar. Það voru einmitt Frakkar, ásamt Nígeríu, sem lögðu fram álykt- un 1975 fyrir öryggisráðið. Samkvæmt fréttum AP-fréttastofunnar síðdegis á þriðjudag mun Gbagbo og fjölskylda hans vera umkringd í forsetahöllinni, en um 2.000 stuðningsmenn hans höfðu þá gert varnarskjöld handa forsetanum. Ouattara sagði árásina ekki vera gegn Gbagbo sem slíkum. „Ef við náum fram sigri gegn stuðn- ingsmönnum hans, þurfum við ekki að drepa hann og getum dregið hann fyrir rétt.“ Önnur hernaðarályktun á skömmum tíma Ályktun öryggisráðs SÞ númer 1975 kemur í kjölfar ályktunar 1973, sem kvað á um hernaðaríhlutun í Líb- íu. Þetta var því önnur ályktunin á skömmum tíma sem kvað á um al- þjóðlega hernaðaríhlutun í fullvalda ríki. Samtök afrískra menntamanna, sem eru staðsett í Dakar í Senegal, lýstu yfir vonbrigðum sínum með hernaðaríhlutun Sameinuðu þjóð- anna. „Ef ykkur er umhugað um fram- tíð Fílabeinsstrandarinnar, en ekki að ná yfirráðum yfir hvorki þjóðinni né auðlindum hennar, þá verður þeim markmiðum ekki náð með vopna- valdi – heldur með því að leyfa Fíla- beinsstrendingum að semja fyrir sig sjálfa.“ Tölur um mannfall eru enn óljós- ar en talið er að um milljón manns hafi yfirgefið átakasvæði á Fílabeins- ströndinni, aðallega í vesturhluta landsins. n Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, er umkringdur herliði andstæðings síns, Alassanes Ouattara n Herlið Sameinuðu þjóðanna hefur stutt Ouattara undanfarna daga Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is GbaGbo rambar á barmi falls Styðja Ouattara Hermenn vopnaðir vélbyssum og sprengjuvörpum á leið til Abidjan, stærstu borgar Fílabeinsstrandarinnar. ÍSLENSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Í 35 ÁR NORM-X HF | Auðbrekka 6 | 200 Kópavogur | Sími: 565 8899 | Netfang: normx@normx.is n Okkar verð betra verð n Yfir 10.000 ánægðir notendur á Íslandi n Við bjóðum einnig allar lagnir, nuddkerfi, lok og ljósabúnað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.