Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 6. apríl 2011 Miðvikudagur Kristrún Ösp Barkardóttir og Sveinn Andri Sveinsson: 27 ára aldursmunur Kristrún Ösp Barkardóttir staðfesti í samtali við DV að hún og stjörnu- lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson ættu í ástarsambandi. „Ég er mjög hamingjusöm,“ sagði hún. Aðspurður um sambandið sagði Sveinn Andri að þau tvö væru ástfangin. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það,“ sagði hann hins vegar að- spurður hvernig þau hefðu kynnst. Greint var frá sambandinu á þriðju- dag en þá hafði verið orðrómur um samband þeirra um nokkurt skeið, sem ekki hafði fengist staðfestur. Greint var frá því fyrir skömmu í slúðurblaðinu Séð og heyrt að skötuhjúin hafi verið saman í sól- inni á Tenerife. Sveinn Andri vildi ekkert tjá sig um málið þegar DV náði tali af honum meðan á Te- nerife-ferðalaginu stóð en hann sagði einfaldlega: „Ég er alla vega á Tenerife.“ Staðfesting Kristrúnar Aspar á sambandi sínu við stjörnu- lögfræðinginn þykir þó skjóta styrk- um stoðum undir söguna um Te- nerife-ferðina. Samband Kristrúnar Aspar og Sveins Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá sök að talsverður aldurs- munur er á þeim. Kristrún Ösp er fædd árið 1990 en hún er 27 árum yngri en Sveinn Andri, en hann er fæddur árið 1963. Ljóst er að ástin spyr ekki um aldur í tilfelli Kristrún- ar og Sveins en þau fara ekki í laun- kofa með samband sitt á Facebook, þar sem þau eru skráð í sambandi. Þar fljúga líka hjörtun á milli þeirra á Facebook-veggjum hvors annars. Kristrún Ösp er hvað þekktust fyrir samband sitt við knattspyrnu- kappann Dwight Yorke sem hún hefur verið í sambandi við með hléum um nokkurt skeið. Hún er þó tiltölulega nýhætt með kærasta sínum til nokkurra mánaða, Stef- áni Lárusi Reynissyni, en hún sleit sambandinu við hann á sjálfan Val- entínusardaginn. Hún virðist núna hafa fundið ástina hjá Sveini Andra sem lengi hefur þótt einn eftirsótt- asti piparsveinn landsins. Hættur með barnsmóðurinni Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann er hættur með kærustunni, Báru Björk Elvarsdóttur. Þetta tilkynntu þau bæði á Facebook-síðum sínum en Bára Björk sagði einfaldlega: „Hið óumflýjanlega hefur gerst.“ Heiðar hefur verið einn vinsælasti útvarpsmaður landsins undanfarin ár en rödd hans hefur ómað á útvarpsstöðinni FM957 um nokkurra ára skeið. Hann kynntist Báru Björk þegar hann var einn eftirsóttasti piparsveinn landsins og með henni eignaðist hann barn. Heiðar horfir þrátt fyrir skilnaðinn fram á veginn. „Það er ástæða fyrir öllu :0)“ skrifar hann á Facebook-síðu sína. M ér fannst hann svolítið ógnvekjandi fyrst þegar ég sá hann,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, um breska stórleikarann Je- remy Irons sem var hér á landi í vik- unni. „Ég var skíthræddur við hann. En svo þegar ég fór að tala við hann kom í ljós að hann er mjög indæll og viðkunnanlegur.“ Jeremy og föruneyti voru hér á landi við gerð heimildarmynd- ar um rusl og mun hluti myndar- innar fjalla um sorpbrennslustöð- ina Funa í Skutulsfirði. Mikið hefur verið fjallað um stöðina að undan- förnu eftir að í ljós kom að mikið díoxíð safnast upp í dýrum og nátt- úru vegna mengunar frá stöðinni. „Hann er að vinna í heimildar- mynd um sorp almennt í heimin- um og verður í tökum eitthvað fram á haust,“ heldur Daníel áfram en hann er einn þeirra sem Jeremy tók viðtal við fyrir myndina. „Ástæð- an fyrir því að þeir komu hingað er vegna þess að mér skilst að það eigi að fjölga sorpbrennslustöðv- um í Bretlandi til muna. Því þær eigi að vera svo æðislegar. En svo ertu með dæmi eins og hérna og þá velta menn því fyrir sér hvort yfirvöld segi ekki bara að þetta sé hið besta mál en svo sé raunin önnur. Þeir fóru og skoðuðu Funa en voru aðallega að taka viðtöl. Svo er bara spurning hvernig þeir klippa þetta saman og hversu mikið verður notað í mynd- ina.“ Daníel segir að skondið atvik hafi átt sér stað þegar hann var í viðtalinu hjá Jeremy. Hann hafi þá verið að spyrja Daníel út í heilsufar fólks og hvaða áhrif þetta hafi haft. Þegar Daníel gat litlu svarað sagði hann: „Af hverju spyrðu ekki þenn- an mann?“ en þá var Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra ein- mitt að ganga fram hjá. „Þannig að hann kom þarna inn í viðtalið líka. Svo þegar viðtalið var búið spurði Jeremy: Hvað er hann að gera hér? Ég útskýrði þá fyrir honum að svona væri Ísland í hnotskurn.“ Daníel segir að Jeremy hafi heillast af landinu. „Eins og allir sem koma hingað vestur. Hann ætlar að koma hingað aftur við tækifæri.“ Je- remy Irons þarf vart að kynna en hann hefur leikið í fjölmörgum stór- myndum á löngum ferli. Frægastur er hann þó sennilega fyrir hlutverk illmennisins Simons Gruber í Die Hard: With a Vengeance. Hann hef- ur einnig hreppt Óskarsverðlaun en það gerði hann fyrir leik í myndinni Reversal of Fortune árið 1990. asgeir@dv.is Ógnvekjandi jeremy irons n „Ég var skíthræddur við hann“ n Reyndist indæll og viðkunnanlegur n Gerir heimildarmynd um sorp n Heilbrigðisráðherra gekk inn í viðtalið með leið á Icesave Fjöldi Íslendinga er kominn með leið á um- ræðunni um Icesave-samninginn sem er í algleymingi þessa dagana. Magnús Jónsson listamaður er einmitt í þeim hópi en hann skrifaði á Facebook-síðuna sína á mánudag: „Spurning um að fara til Feneyja fram yfir Icesave.“ Hjálmar Hjálmarsson leikari, sem um þessar mundir birtist á sjónvarpsskjám landsmanna í þáttunum Tími nornarinnar, tekur undir með Magnúsi og segist ætla að vera á „Íbúfeneyjum fram yfir helgi“. Jeremy og Daníel Ekki skrítið að Daníel hafi þótt hann ógnvekjandi í fyrstu. Hann lék nú einu sinni Simon Gruber í Die Hard 3. Ræða málin Jermy Irons gerir heimildarmynd um sorp í heiminum. Eru ástfangin „Já,“ sagði Sveinn Andri einfaldlega þegar hann var spurður hvort hann og Kristrún væru ástfangin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.