Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 21
Umræða | 21Miðvikudagur 6. apríl 2011 Ætlaði að ná verð- launasæti 1 Átök á Akranesi: Leigjendur neita að yfirgefa húsið Leigusali fær ekki hús sitt þrátt fyrir dómsátt. 2 Ólöglegt sleipiefni í búð Björns IngaSleipiefni selt á mona.is inniheldur ólöglegt efni 3 Farþegi strætós um árekstur: „Þetta var mikið áfall“ Strætó lenti í árekstri við jeppa með hjólhýsi í eftirdragi. 4 Kristrún Ösp og Sveinn Andri í ástarsambandi Fyrirsætan og stjörnulögfræðingurinn hafa gert ástarsamband sitt opinbert. 5 Einstæðar mæður: „Engin leið fyrir okkur að lifa“ Tvær einstæðar mæður sendu öllum þingmönnum og ráðherrum bréf. 6 Móðir misnotaðs drengs: „Okkur er ekki óhætt“ Móðir drengs á áttunda ári sem ótt- ast er að hafi sætt grófri misnotkun af hendi föður síns og frænda. 7 Faðirinn á langan brotaferil að bakiMaður situr í gæsluvarðhaldi grun- aður um að hafa misnotað átta ára gamlan son sinn í félagi við annan mann. Marín Laufey Davíðsdóttir er yngsta konan sem hefur hlotið Freyjumenið og titilinn glímudrottning Íslands. Hún ver deginum í skólanum, þar sem hún er að klára 10. bekk, en æfir svo ýmist körfubolta eða glímu á kvöldin. Marín hefur ekki stundað glímu í langan tíma en hún hefur samt sem áður náð góðum árangri. Hver er maðurinn? „Marín heiti ég og ég er í íþróttum og er að klára 10. bekk í Vallaskóla á Selfossi.“ Hvað heldur þér gangandi? „Það er bara gaman að íþróttum og hreyfingu. Það er skemmtilegur félags- skapur í þessu íþróttastarfi. Ég hef bara ánægju af þessu.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Það er mjög misjafnt en vanalega er það bara skóli en svo fer ég stundum að æfa körfubolta og á kvöldin er það annaðhvort körfubolti eða glíma. Inni á milli reynir maður að vinna heimanámið í skólanum.“ Hvaðan fékkstu áhuga á glímu? „Ég var á þemadögum í 7. bekk þar sem var hægt að velja um leikræna tjáningu, Singstar, breik-dans og eitthvað en það var líka boðið upp á glímu. Ég vildi ekki syngja fyrir framan einhverja krakka þannig að ég valdi glímuna, þetta voru nú þemadagar sem snúast um að prufa eitthvað nýtt. Það kom svo þarna einhver maður sem var búinn að vera lengi í glímunni og sagði okkur frá því hvernig hún virkar og söguna á bak við glímuna. Svo fórum við niður í kjallara skólans þar sem var búið að raða fullt af dýnum og full taska af glímubeltum og við fengum aðeins að spreyta okkur. Svo hafði ég bara rosalega gaman af þessu og ég átti vinkonu sem var í glímu og hún dró mig bara á æfingar og ég hef verið í þessu síðan.“ Hvernig undirbýrðu þig fyrir glímumót? „Ég verð oftast rosalega stressuð fyrir svona mót en undirbúningurinn er yfirleitt bara góð og löng upphitun og að hugsa fyrir fram hvað ég ætla að gera og hvernig ég ætla að framkvæma það. Ég er ekki endilega að fíflast eitthvað með einhverjum krökkum þarna, ég dreg mig frekar frá og íhuga keppnina.“ Varstu alltaf viss um að þú myndir ná titlinum? „Alls ekki, það var ekki nema fyrir svona ári eða tveimur árum að ég var sjálf eins og litlu krakkarnir í stúkunni að horfa á fullorðna fólkið að keppa í glímu og hugsaði með mér: Vá, ég myndi aldrei þora að keppa við þetta fólk. Svo var ég mætt á völlinn sjálf og var með hnút í maganum. Það eina sem ég stefndi að á mótinu var að ná verðlaunasæti.“ „Verður ekki að nota allt sem hægt er?“ Þröstur Ingi Guðmundsson 37 ára stöðumælavörður nr. 9 „Alveg sjálfsagt, ekki seinna en í gær.“ Valdimar Tómasson 39 ára gatnamælingamaður „Nei, þeir eiga ekki að geta borgað sig inn í íslenskt samfélag.“ Þórhildur Laufey Sigurðardóttir 33 ára grafískur hönnuður „Ég held ekki, ef þetta er eins og sagt er, að þeir sækist eftir einhverjum auði hérna.“ Ragnheiður Guðjónsdóttir Myndlistarkona „Nei, það er skítalykt af þessu máli.“ Gígja Bjargardóttir 25 ára frístundaleiðbeinandi Mest lesið á dv.is Maður dagsins Á að veita auðmönnunum 10 ríkisborgararétt? Skin og skúrir Það skiptust á skin og skúrir á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Ekki voru allir jafnvel reiðubúnir þegar skyndilega gerði mikið úrhelli. Í huga þeirra hefur eflaust verið von um betri tíð. MYND: RÓBERT REYNISSON Myndin Dómstóll götunnar Þ að var svo sem alltaf líklegt að efnahagshrunið myndi leiða af sér pólitískar deilur. Þær hafa frekar orðið minni en maður hefði búist við ef eitthvað er. En líklega hefðu fæstir spáð því að það yrði sameiningartákn þjóð- arinnar, forsetinn sjálfur, sem öðr- um fremur myndi kljúfa þjóðina í fylkingar. Ef til vill er mesti skaðinn af Ice- save þegar skeður. Og þá er ég ekki fyrst og fremst að tala um þá pen- inga sem hafa glatast, því það hefur svo afskaplega mikið af peningum glatast. Hitt er annað, að eftir hrun- ið gafst tækifæri til þess að endur- skipuleggja samfélagið og velta fyrir sér spurningum eins og þeirri hver hafi rétt til að ráðstafa auðlindum þjóðarinnar. Eðlilegt hefði verið að þjóðin myndi skipta sér í fylkingar um slíkar grundvallarspurningar, en allt hefur horfið í skuggann af Ice- save. Skerið sem allt strandar á Sömu menn og áður réðu virðast hafa fengið illa fengin auðævi að hluta aftur upp í hendurnar, nýju bankastjórarnir eru á ofurlaunum eins og þeir gömlu. Það er þó ekki þetta sem fær fólk til þess að krefj- ast réttlætis, heldur það að venju- legir innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái sparifé sitt að hluta greitt út. Icesave er það sker sem allt umbótastarf hefur brotnað á. Að einhverju leyti hefur þetta verið ætlun Sjálfstæðisflokksins, að gera ríkisstjórnina óstarfhæfa með því að berjast gegn samning- um sem þeir sjálfir skrifuðu undir. En nú þykir jafnvel þeim nóg kom- ið. Viðskiptalegir bakhjarlar flokks- ins nenna ekki lengur að tapa pen- ing á pólitísku spili Bjarna Ben á meðan viðskiptin komast ekki í eðli- legt horf. Þannig hafa þeir vafalaust þrýst að honum að láta undan. Skrímslinu sleppt lausu Nú hefur það aldrei þessu vant gerst að allir helstu leikmenn bæði hægri- og vinstriflokka, flest fjöl- miðlafólk, háskólafólk og aðrir málsmetandi aðilar eru sammála um að málinu verði að ljúka. Helstu öflin standa með Icesave-samingn- um, en skrímslinu hefur verið sleppt lausu og erfitt er að beisla það á ný. Svo mikill áróður hefur verið gegn samningunum að meira að segja flokkshollusta sjálfstæðismanna nær ekki að kveða óttann við þá nið- ur. Nú þarf öll þjóðin að kjósa um mál sem fæstir skilja til hlítar. Ekki geri ég það. Í heitu pottunum eru allir sérfræðingar, en fæstir vita í raun nákvæmlega hver niður- staða skilanefndar verður eða um greiðslugetu íslenska ríkisins næstu fimm árin. Hitt er þó ljóst, að eina leiðin til að losa sig út úr Icesave og beina umræðunni í uppbyggilegri farveg er að kjósa já á laugardaginn. Ef ekki, þá er málinu langt í frá lokið, og þarf þá að reka það fyrir dómstól- um næstu mánuði eða ár. Jafnvel þó málið vinnist verður það dýrkeypt, en það hlýtur að teljast ólíklegt að Evrópusambandið gangi í þessu máli gegn kjarnahugsjónum sínum um jafnrétti allra þegna þess. Niður- staðan í töpuðu máli er hins vegar of slæm til að til þess megi hugsa. Hvað myndi Shakespeare segja? Á stundum sem þessum er ekk- ert hægt að gera nema vísa í Shake- speare. Í Kaupmanninum í Feneyj- um segir frá manni sem á kröfu á hendur öðrum kaupmanni. Kröfu- hafinn heimtar að fá höfuð hins, þó að vinir þess síðarnefnda bjóði gull og gersemar í staðinn. Það er fyrst þegar hann sér að málið er að tapast fyrir dómstólum að hann skiptir um skoðun og sættir sig nú við gullið. En það er orðið of seint, og ekki aðeins fær hann ekki gullið, heldur eru allar eigur hans dæmdar frá honum. Það getur verið dýrkeypt að semja ekki í betri aðstöðu, heldur að bíða hinnar verri og semja svo. Ef Íslend- ingar tapa dómsmálinu eiga þeir fáa góða kosti. Ekki er hægt að borga skuldina út í hönd, heldur þarf að semja á ný í langtum verri aðstöðu heldur en nú býðst. Líklega myndu þá margir taka þeim samningi fegins hendi sem nú stendur til að fella. En ekki er jafn líklegt að hann verði enn í boði. Síðasti Icesave-pistillinn ...? Kjallari Valur Gunnarsson„ Í heitu pottunum eru allir sérfræð- ingar, en fæstir vita í raun nákvæmlega hver niður- staða skilanefndar verð- ur eða um greiðslugetu íslenska ríkisins næstu fimm árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.