Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfest­ ir hefur yfirtekið einkahlutafélagið Hersi – ráðgjöf og þjónustu, sem áður var í eigu nánustu samstarfsmanna hans og afskrifað 70 milljóna kröfu sem hann átti á félagið. Þetta gerðist á seinni hluta síðasta árs. Einkahluta­ félagið Hersir var eigandi að 1 pró­ sents hlut í eignarhaldsfélaginu Sam­ son, móðurfélagi Landsbankans, á árunum 2005–2007. Samhliða skulda­ afskriftinni og yfirtöku Björgólfs Thors á félaginu hefur embætti ríkisskatt­ stjóra löggilt skilanefnd yfir Hersi að kröfu Björgólfs Thors sem ætlar að slíta félaginu. Félagið verður því ekki tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kem­ ur fram í gögnum frá Lánstrausti um starfsemi Hersis sem DV hefur und­ ir höndum, meðal annars tölvupóst­ um á milli starfsmanna skilanefndar Hersis og starfsmanns ríkisskattstjóra. Embætti ríkisskattstjóra samþykkti þó aðeins með semingi að löggilda skilanefndina vegna þess hver núver­ andi eigandi Hersis er, Björgólfur Thor Björgólfsson. Fyrri eigendur Hersis voru Þorvaldur Björnsson, Þór Krist­ jánsson, Tómas Ottó Hansson, Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, en allir voru þeir nánir samstarfs­ menn Björgólfs Thors á árunum fyrir hrunið. „Ég verð enn að segja að ég skil ekki hvað leikur er þarna í gangi,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, í tölvupósti til annars skilnanefndar­ mannanna sem stjórn Hersis hafði kosið til að slíta félaginu í ágúst síðast­ liðnum. Skilanefndarmaðurinn heit­ ir Jónas Rafn Jónsson og er lögfræð­ ingur hjá endurskoðendafyrirtækinu KPMG. Tölvupóstsamskiptin áttu sér stað í byrjun september í fyrra eftir að Hersi hafði verið slitið. Björgólfur fór niður fyrir 20 prósent Skúli útskýrði ekki í tölvupóstinum til Jónasar hvað hann ætti við með orð­ inu „leikur“ og liggur það því ekki fyr­ ir út frá samskiptunum þeirra á milli. Ein af ástæðunum fyrir því af hverju Björgólfur Thor skirrist við að láta Hersi verða gjaldþrota er að félagið átti 1 prósents hlut í eignarhaldsfélag­ inu Samson sem var alfarið fjármagn­ aður með láni frá þessu móðurfélagi Landsbankans. Kaup Hersis á 1 pró­ sents hlutnum í Samson áttu sér stað í desember 2005 og voru tilkynnt til Kauphallar Íslands á næstsíðasta degi ársins, þann 30. desember 2005. Í tilkynningu til Kauphallarinn­ ar þann 30. desember 2005 kom eft­ irfarandi fram: „Hersir – ráðgjöf og þjónusta ehf., hefur í dag gert samn­ ing um kaup á 1% hlutafjár í Samson eignarhaldsfélagi ehf. Samson eignar­ haldsfélag ehf. er eigandi að 40,17% hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. og fruminnherji í bankanum á grundvelli eignaraðildar.“ Kaupin voru fjármögn­ uð með skammtímaláni frá Samson. Kaup Hersis á eignarhlutnum í Samson gerðu það að verkum að Björgólfur Thor átti óbeinan eignar­ hlut í Landsbanka Íslands sem nam 19,88 prósentum í lok árs 2005 en ekki rúmlega 20 prósentum, líkt og hann hefði gert ef Hersir hefði keypt um­ ræddan hlut í Samson. Gat fengið meira lánað – þurfti ekki fyrir stjórn Kaup Hersis gerðu það því að verkum að Björgólfur Thor Björgólfsson var ekki skilgreindur sem tengdur aðili í Landsbankanum og gátu lánveiting­ ar til hans því numið meiru en sem nam 25 prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Lánveitingar til Björgólfs sjálfs voru þó yfirleitt ekki svo háar heldur voru þær í kringum 20 pró­ sent af eiginfjárgrunni Landsbankans síðustu 18 mánuðina fyrir fall bank­ ans, líkt og kemur fram í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má þessi áhætta vegna eins viðskiptavinar, eða aðila sem eru tengdir á ákveðinn hátt líkt og Björgólfur Thor og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni banka. Vegna þessarar skilgreiningar Landsbankans á Björgólfi var hann ekki flokkaður með föður sínum sem tengdur aðili í bankanum. Fjármála­ eftirlitið var ósammála þessu mati Landsbankans. Fjármálaaeftirlitið hefur rann­ sakað áhættuskuldbindingar Lands­ bankans gagnvart Björgólfi Thor og tengdum aðilum eftir hrunið 2008, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum. Um áhættuskuldbindingar Lands­ bankans gagnvart Björgólfi Thor og tengdum aðilum segir meðal annars í skýrslunni: „Þrátt fyrir ábendingar Í fylgiskjali með bréfi Fjármálaeftirlits­ ins, dags. 22. mars 2007, kemst Fjár­ málaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að áhættuskuldbinding Landsbankans gagnvart Björgólfi og tengdum aðil­ um hafi numið að minnsta kosti 51,3 milljörðum kr. sem nam þá 49,7% af CAD eigin fé bankans.“ Þessar lán­ veitingar Landsbankans til Björgólfs Thors og tengdra aðila fóru því yfir lögbundið hámark samkvæmt rann­ sóknarskýrslunni. Svipað og eignarhald á Givenshire Tilgangur einkahlutafélagsins Hers­ is, sem DV hefur heimildir fyrir að hafi komið til tals hjá sérstökum sak­ sóknara, var hugsanlega svipaður og tilgangurinn með því að láta nokkra af starfsmönnum fjárfestingarfélags Björgólfs Thors, Novator, halda utan um fimm prósenta hlut í eignarhalds­ félaginu Givenshire Equities Limi­ ted. Givenshire, sem skráð var í Lúx­ emborg, var félagið sem hélt utan um eignarhlut Björgólfs í eignarhalds­ félaginu Samson, móðurfélagi Lands­ bankans. Samson átti 41 prósents hlut í Landsbanka Íslands og var kjölfest­ ufjárfestir í bankanum og ráðandi aðili frá 2003 til ársins 2008. Á fyrri hluta árs 2007 eignuðust starfsmenn Novators þennan um­ rædda fimm prósenta hlut í Given­ shire, samkvæmt því sem Ragnhild­ ur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, sagði við DV síðla árs í fyrra. Við þetta var óbeinn eignarhlutur Björg­ ólfs Thors í Landsbankanum ekki 20 prósent. „Björgólfur Thor hefur allt­ af átt langstærstan hluta Givenshire einn. Um tíma átti félag í eigu nokkurra starfsmanna Novators lítinn hluta... Þetta félag í eigu starfsmanna Novators átti aðeins lítinn hlut, bara nokkur pró­ sent, og líklega um 5% þegar mest var.“ Ragnhildur vildi ekki gefa upp hvaða starfsmenn Björgólfs Thors það voru sem áttu hlutabréfin í Givenshire. Þetta eignarhald starfsmanna Björgólfs á hlutum í Givenshire, sem aftur hélt utan um hlutabréfaeign Björgólfs Thors í Samson, gerði það að verkum að hann var ekki skilgreindur sem tengdur aðili í Landsbankanum. Þar af leiðandi áttu lög um hámarks­ lánveitingar til tengdra aðila – 25 pró­ sent af eiginfjárgrunni – ekki við um Björgólf Thor. Ein af afleiðingum þessa var líka að ekki þurfti að taka lánveit­ ingar frá Landsbankanum til Björg­ ólfs Thor til umfjöllunar í stjórn Lands­ bankans, líkt og fjallað er um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir starfsmenn Björgólfs Thors sem áttu hlutabréfin í Hersi hafi hugsanlega einnig átt hlutabréfin í Givenshire, eða haldið utan um þau með einum eða öðrum hætti. Líkt og áður segir hef­ ur Ragnhildur Sverrisdóttir ekki viljað svara þessu fyrir hönd Björgólfs Thors. Því kann að vera að eignarhald Hers­ is á bréfum í Samson og eignarhald n Starfsmaður ríkisskattstjóra var harðorður í tölvupósti síðla árs í fyrra n Gagnrýndi viðskipta- fléttu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar harkalega n Leynifélagi sem átti í Samson slitið en ekki sett í gjaldþrot n Björgólfur eini hluthafinn og stærsti kröfuhafinn Ríkisskattstjóri gáttaður á fléttu Björgólfs Thors Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „En það virðast sumir, einkum þeir sem helst komu þjóðinni í ógöngur, alltaf þurfa að fara pínulítið á skjön við það sem er eðlilegast og jafnvel skynsamlegast að gera. 1. Hvernig var krafa Björgólfs Thors á hendur einkahlutafélaginu Hersi tilkomin? Lánaði hann félaginu umrædda fjármuni, 70 milljónir? Ef já, þá af hverju? 2. Hvenær yfirtók Björgólfur Thor félagið? 3. Af hverju tók Björgólfur Thor félagið yfir í staðinn fyrir að láta það fara í þrot? 4. Af hverju sleit Björgólfur Thor félaginu eftir að hafa eignast það? Hefði ekki verið eðlilegra að láta það verða gjaldþrota? 5. Hver voru tengsl Björgólfs Thors við félagið? 6. Hvað gerði þetta félag, Hersir? 7. Af hverju var það stofnað á sínum tíma? 8. Hefur FME eða sérstakur saksóknari verið í sambandi við Björgólf Thor út af umræddu félagi? „Hersir var félag í eigu nokkurra einstaklinga sem veittu sérfræðiþjónustu til Samson og tengdra félaga. Björgólfur Thor lánaði félaginu fjármuni vegna reksturs þess. Þar sem eigið fé stefndi í að verða neikvætt tók Björgólfur félagið yfir sem eini kröfuhafi þess. Félagið var ekki sett í gjaldþrot þar sem það var einfaldlega ekki gjaldþrota og aðeins um að ræða einn kröfuhafa. Hins vegar var það sett í slitameðferð þar sem rekstri þess var hætt. Hvorki FME né sérstakur saksóknari hafa haft samband vegna umrædds félags, enda ekkert tilefni til.“ Svör Ragnhildar Sverrisdóttur við spurningum DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.