Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Miðvikudagur 6. apríl 2011 Lokaumferðin í handboltanum n Á fimmtudagskvöldið verður leikin lokaumferðin í N1-deild karla í handbolta. Lítil spenna er fyrir umferðina þar sem ljóst er hverjir verða meistarar, hverjir falla og hvaða lið fara í úrslitakeppnina. Eina spurningin er hvort HK, sem mætir FH, nái þriðja sætinu af Fram sem á leik gegn Akureyringum fyrir norðan. Ljóst er að liðið sem endar í fjórða sæti mætir Akureyri í undanúrslit- um N1-deildarinnar en Akureyri er nýkrýndur deildarmeistari. Skaginn mætir Keflavík n Riðlakeppni Lengjubikars karla fer senn að ljúka en þrír áhugaverð- ir leikir eru í boði á fimmtudaginn. ÍA tekur á móti Keflavík í Akranes- höllinni klukkan 18.00, ÍR og BÍ/ Bolungarvík mætast í Breiðholtinu hálftíma síðar og þá eigast Þróttur og Stjarnan við á gervigrasinu í Laugardal klukkan átta. ÍA á enn góða möguleika á að komast í undanúrslitin en hin liðin eiga enga möguleika á slíku. Sverre mætir Lemgo n Landsliðsmaðurinn í handbolta Sverre Jakobsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswall- stadt eru komnir í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða í hand- bolta en dregið var í undanúr- slitaviðureignirn- ar í gær. Sverre og félagar mæta þýska liðinu Lemgo sem Logi Geirsson lék lengi með. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast þýska liðið Göppingen og spænska liðið Naturhouse la Rioja. Missti næstum fótinn n Franski miðjumaðurinn Hatem Ben Arfa, sem hefur ekki spilað með Newcastle síðustu mánuði vegna fótbrots sem hann hlaut af völdum Nigel De Jong, greindi frá því í gær að hann hefði verið hárs- breidd frá því að missa fótinn. Sýking komst í fótinn eftir upp- skurð og þurfti hann að fara rakleiðis í aðra aðgerð til að varna því að hann yrði einfættur. Ben Arfa fór frábær- lega af stað með Newcastle og verður hann mikill styrkur fyrir liðið er hann kemur aftur. Molar Veislunni lýkur í Vesturbænum Breska blaðið Daily Mail tók forskot á sæluna í gær og birti það sem það heldur fram að sé áreiðanlegur listi yfir þá sex sem koma til greina sem leikmaður ársins í ensku úrvals- deildinni. Aðeins einn Englending- ur kemur til greina, Scott Parker hjá West Ham, en annars samanstendur listinn af leikmönnum frá Argentínu, Serbíu, Wales, Skotlandi og Frakk- landi. Nemanja Vidic og Scott Parker þykja einna líklegastir til þess að hreppa hnossið. Það eru leikmenn- irnir í deildinni sem kjósa sjálfir og verður kosningin því oft smá vin- sældarkeppni. Það er væntanlega vegna hennar sem Portúgalinn Luis Nani komi ekki einu sinni til greina þrátt fyrir að hafa farið gjörsamlega á kostum með Manchester United í vetur. Nani hefur ekki beint unnið sér inn mörg prik fyrir framkomu sína á vellinum þó frammistaða hans hafi verið mögnuð. Fyrirtækið Actim heldur utan um tölfræði allra leikmanna og uppfærir eftir hverja umferð lista þar sem gefin eru stig fyrir frammistöðu leikmanna. Efsti leikmaðurinn þar, Dimitar Berbatov, kemur ekki til greina sem leikmaður ársins og heldur ekki leik- mennirnir í 2., 5., 6. og 7. sæti. Fjórir af þeim sex sem koma til greina eru á topp 20 á Actim-list- anum, Scott Parker er í 33. sæti en Charlie Adam, Skotinn magnaði hjá Blackpool, kemst ekki á topp100. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Sex bestu á Englandi Bestur en getur fallið? Charlie Adam kann að verða valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fallið með Blackpool. MyND ReuteRS n Breska blaðið Daily Mail á undan úrvalsdeildinni n Nani ekki á meðal sex efstu n Aðeins einn englendingur kemur til greina Carlos tevez Manchester City Leikir: 27 Mörk: 19 Stoðsendingar: 6 Actim-stig: 479 (3. sæti) Carlos Tevez hefur verið hreint magnaður með Manchester City í ár og er ekki ólíklegur til þess að hirða markakóngstitil- inn af Dimitar Berbatov. Verstu leikir City hafa jafnan verið þegar Tevez var fjarverandi en hann er liðinu afar mikilvægur. Samir Nasri Arsenal Leikir: 24 Mörk: 9 Stoðsendingar: 1 Actim-stig: 380 (20. sæti) Eins og hjá Bale hefur aðeins dofnað yfir Nasri að undan- förnu, ekki síst vegna meiðsla. Hann hefur þó verið frábær fyrir Arsenal og ekki að ástæðulausu að hann sé oft kallaður hinn nýi Zidane. Nemanja Vidic Manchester united Leikir: 29 Mörk: 4 Stoðsendingar: 1 Actim-stig: 471 (4. sæti) Vörn Manchester United lítur oft kjánalega út sé Nemanja Vidic ekki með. Hann gerir alla í kringum sig betri og hefur án efa verið langbesti varnarmaður deildarinnar í ár. Scott Parker West Ham Leikir: 29 Mörk: 5 Stoðsendingar: 2 Actim-stig: 357 (33. sæti) Ef West Ham bjargar sér frá falli verður það ekki síst að þakka þessum manni. Scott Parker hefur verið jafnoki allra miðjumanna deildarinnar í ár og borið heilt lið á herðum sér hvað eftir annað. Gareth Bale tottenham Leikir: 25 Mörk: 7 Stoðsendingar: 1 Actim-stig: 401 (14. sæti) Lítið hefur farið fyrir Gareth Bale undanfarið en fyrr á tímabilinu fór hann hreinlega á kostum og gerði meðal annars grín að besta hægri bakverði heims, Maicon, í Meistaradeildinni. Charlie Adam Blackpool Leikir: 28 Mörk: 9 Stoðsendingar: 6 Actim-stig: Kemst ekki á topp 100 Það er sjaldan sem leikmaður nýliða vekur jafnmikla athygli og hefur verið raunin hjá Charlie Adam. Handan við hornið bíða hans gull og grænir skógar hjá stærra liði en ef einhver bjargar Blackpool frá falli verður það hann. Áhugavert er samt að hann komist ekki á topp 100 á Actim-listanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.