Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Miðvikudagur 6. apríl 2011 „Ég var mjög vondur“ félaginu, ef svo má segja, heim til mannsins sem stóð að baki þessu. Þetta er náttúrulega bara krimmalið hér í bænum. Hann var skíthræddur og reyndi að borga þeim til að snú- ast gegn mér og láta mig hverfa. Leit- aði síðan til lögreglunnar sem bað mig um að halda mér rólegum. En ég vildi fá það borgað sem var eyðilagt heima hjá mér. Það er nú málið. Fyrir dómi var þetta kallað fjárkúgun,“ seg- ir hann. Fjárkúgun á Facebook Facebook-skilaboð hans til fyrrver- andi kærustu sinnar voru lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Þar hótaði hann henni og bróður henn- ar líkamsmeiðingum eða lífláti ef hún greiddi ekki tvær milljónir inn á bankareikning fyrir lokun bank- ans næsta dag. Í skilaboðunum sagði meðal annars: „Ég mun ekki hætta fyrr en ég er búinn að eyðileggja líf þitt gjörsamlega og bróður þíns líka, það munu stelpur ganga frá þér og útlend- ingur frá bróður þínum, ef ég væri þú þá myndi ég flytja úr landi því ég hætti ekki fyrr en ég fer í fangelsi eða verð drepinn.“ Gaf hann síðan upp nafn sitt, kennitölu og reikningsnúmer. Ingvar Árni dregur enga dul á sekt sína í þessum málum og viðurkennir að hafa sent þessi skilaboð, þótt hann geti ekki fallist á að þetta sé fjárkúgun. Í hans huga var þetta innheimta. „Ég er alveg búinn að láta hana heyra það. Fjölskylda hennar er öll skíthrædd, enda er ég búinn að sýna þeim að ég get alveg verið með hrottaskap ef ég vil það,“ segir Ingvar Árni blákalt. „Bróðir hennar komst naumlega und- an á annan í jólum þegar það átti að ráðast að honum og ég viðurkenni al- veg að það var á mínum vegum. Mér þykir leitt að hafa ráðist að honum, eða nei, mér þykir það svo sem ekkert leitt. Mér þykir það kannski leitt vegna foreldra þeirra því mér þykir vænt um þá.“ „Sonur þinn verður limlestur“ Kærleikurinn kom þó ekki í veg fyrir að hann sendi þessi skilaboð á fyrr- verandi tengdamóður sína: „Sonur þinn verður limlestur fyrir að fyrir- skipa árás á heimilið hans Ingvars og líf ykkar lagt í rúst.“ Eins og gefur að skilja leið henni skelfilega þegar hún tók á móti þessari hótun og lamað- ist nánast af hræðslu. Hún taldi allt eins líklegt að Ingvar Árni myndi láta verða af hótunum og tók þær því mjög alvarlega. Ráðist að bróður hennar Framan af taldi Ingvar Árni nefni- lega að fyrrverandi mágur sinn stæði að baki árásinni á heimili hans. Síðar komst hann að því að svo var ekki, en það var ekki fyrr en eftir að hann hafði sent handrukk- ara á hann. „Þeir ætluðu að stinga hann en ég sagði að það kæmi ekki til greina, þeir ættu bara að láta hann finna fyrir því. Hann komst undan þannig að þeir lögðu bílinn hans í rúst. Félagi minn hringdi svo í hann, sagði honum að hann væri heppinn að vera á lífi og krafði hann um miskabætur. Hann fékk nokkra daga til þess að verða sér úti um peninginn og þá taldi ég að mál- inu væri lokið af minni hálfu. En þetta hefur verið langt og strangt mál og þessar 500.000 krónur duga skammt. Þeir vildu auðvitað fá sitt þessir gæjar sem gengu í þetta fyr- ir mig. Þetta eru handrukkarar og hrottar, nýkomnir úr fangelsi og ég átti engan pening til þess að borga þeim. En þeir tóku þetta bara í sín- ar hendur,“ segir Ingvar Árni sem krafðist þess að fá um tvær milljónir greiddar. Hann tók það þó fram að það væri ekkert heilög tala. Sjálfur vildi hann fá milljón í „miskabætur“ og svo vildu félagar hans fá eitthvað fyrir sinn snúð fyrir innheimtuna. Mun hiklaust leita hefnda Fyrir dómi sagðist fyrrverandi kær- asta hans hvorki kannast við það að hún eða nokkur á hennar vegum hefði staðið á baki árásinni né að Ing- vari Árna hefðu verið greiddar skaða- bætur. Aftur á móti sagði hún að menn hefðu haft í hótunum við hana, bæði tveimur vikum fyrir aðalmeð- ferð og aftur daginn fyrir hana og sagt að það myndi hafa slæmar afleiðing- ar fyrir hana ef dómur félli henni í vil. Sjálfur segir Ingvar Árni að málinu sé hvergi nærri lokið. Hann vill rétt- læti, segir hann og segist ekki geta tekið árásinni á heimili sitt þegjandi og hljóðalaust. „Lögreglan vinnur á hraða snigilsins. Það er ekkert að ger- ast í þessu máli. En hún hefur marg- oft beðið mig um að vera rólegur á meðan hún er að vinna í þessu. Ég mun hiklaust leita hefnda ef enginn verður sakfelldur fyrir þetta,“ segir Ingvar Árni. Hótaði nauðgun Handrukkarar á hans vegum hafa þegar hringt í kærasta stúlkunn- ar, öskrað á hann og haft í hótun- um. „Þeir sögðu að nú væri komið að skuldadögum. Ég fengi greiddar skaðabætur ella yrði gengið frá hon- um. Annar þeirra sagði að þeir myndu taka fyrrverandi kærustu mína og láta nauðga henni og einhvern djöfulinn. Þetta eru náttúrulega algjörir hrottar, ég ætla ekkert að neita því.“ Í kjölfarið fóru þeir heim til hennar og sambýlismannsins. Son- ur hans var heima á meðan árásar- mennirnir sögðu henni að hún yrði að borga umrædda peninga, annars yrði henni nauðgað og hún síðan drepin. Samkvæmt lýsingum henn- ar voru þeir hátt uppi, æstir og lík- legir til alls þannig að hún kallaði Securitas á vettvang. Eftir allt sem á undan var gengið óttaðist hún mjög um líf sitt og öryggi, enda voru árás- irnar svo alvarlegar að hún þurfti áfallahjálp. Fer brosandi á Litla-Hraun Reiðin er að gera út af við Ingvar Árna. Hann segist þó ekki vilja hjálp við að takast á við reiðina því hann vilji hefnd en ekki fyrirgefningu. „Eins og málið stendur núna má reiðin sitja í mér. Ég ætla ekki að láta fólk komast upp með það að ráð- ast inn á heimilið mitt og mun ekki sofa rólega fyrr en að því hefur verið refsað. Ég fer brosandi upp á Litla- Hraun ef það verður enginn dæmd- ur fyrir það sem mér var gert,“ segir Ingvar Árni sem hefur reynsluna. Hann sat inni í tvö ár árið 2001 fyrir fíkniefnainnflutning og þarf nú að afplána tveggja ára dóm fyrir þetta mál. Hann óar svo sem ekkert við því. „Það er nú lítið mál að sitja í fangelsi hér á Íslandi. Eftir smátíma er þetta bara eins og heimavist fyrir stráka.“ „Fjölskylda hennar er öll skíthrædd, enda er ég búinn að sýna þeim að ég get alveg ver- ið með hrottaskap ef ég vil það. „Ég mun ekki hætta fyrr en ég er búinn að eyði- leggja líf þitt gjör- samlega og bróður þíns líka, það munu stelpur ganga frá þér og útlendingur frá bróður þínum. Sv ið Se t t M y n d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.