Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 16
Ráð til að borða meira brauð Danir borða mikið af grófu rúgbrauði og hér segir að fullorðnir ættu að borða 250 til 300 grömm af brauði og öðrum kornvörum á dag. n Veldu gott brauð svo þú hafir lyst á að borða það. n Kauptu passlegar stærðir svo það nái ekki að verða þurrt og þú þurfir að henda restinni. n Veldu brauð sem er saðsamt en þar má nefna brauð sem inniheldur mikið af kolvetnum og trefjum. Þú getur fundið það á þyngd brauðsins hvort það innihaldi mikið af kolvetnum og trefjum. n Þótt brauðið innihaldi sólblóma- eða sesamfræ er ekki fullvíst að það sé hægt að kalla það gróft brauð. n Borðið ekki mikið af brauði með sól- blóma- eða hörfræjum, því í þeim er tölu- vert magn af þungamálminum kadmíum. Kadmíum safnast fyrir í líkamanum og getur haft slæm áhrif á nýrun. n Skerið þykkar brauðsneiðar eða veljið brauð sem er skorið í þykkar sneiðar. Ein brauðsneið ætti að vera minnst 50 grömm. n Borðið einnig brauð með heitum mál- tíðum. n Borðið brauð, líka rúgbrauð, sem milli- máltíðir. n Hendið brauði með myglublettum. 10-11 styrkir ABC n „Mig langar að hrósa verslun 10-11 við Hverfisgötu. Þar eru til sölu góð- gerðapáskaegg, framleidd af Freyju, til styrktar ABC barnastarfi,“ stóð í handskrifuðu bréfi sem barst DV. Þar sagði bréfritari að til eftirbreytni væri fyrir aðra kaupmenn og framleiðendur að velja sér góðgerða- starf til að styðja í kring um páska. Hann bætti við að lítil túpa af tann- kremi fylgdi hverju eggi. Eldaðu mátu- lega mikið Ert þú einn af þeim sem átt erfitt með að áætla hve mikinn mat þarf að elda og býrð alltaf til aðeins of mikið eða of lítið? Eða jafnvel einn af þeim sem eldar fyrir heila herdeild þó það séu aðeins tveir í mat? Þá ættir þú að skoða síðuna lovefoodhatewaste. com en þar er reiknivél sem finnur út nákvæmlega hve mikið af hráefni þú þarft í matseldina. Vefurinn var stofnaður til að vekja fólk til umhugs- unar um allan þann mat sem er hent og fer til spillis en þar má finna ýmis góð ráð til að komast hjá því. Á þann hátt má bæði spara bæði pening og hafa góð áhrif á umhverfið. Vonbrigði mán- aðarins n „Máltíð mánaðarins var vonbrigði mánaðarins,“ sagði svangur og von- svikinn viðskiptavinur KFC. Eftir langa vinnutörn fór viðskiptavinur- inn um miðjan dag í bílalúgu KFC í Faxafeni. Hann pantaði máltíð mán- aðarins, svokallaðan Tower-borg- ara, sem samanstendur af gosdrykk, frönskum kartöflum og kjúklingaborgara. Borg- arinn reyndist kaldur og þurr og bar þess merki að hafa verið búinn til í hádeginu. „Ég var mjög svekkt eftir að hafa borgað 899 krónur fyrir máltíðina,“ sagði við- skiptavinurinn. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Þak á reikninga vegna internets Vodafone hefur sett þær reglur hjá fyrirtækinu að viðskiptavinir geta ekki stofnað til meiri kostnaðar en sem nemur 50 evrum, eða ríflega átta þúsund krónum, vegna netnotkunar erlendis í farsímum. Viðskiptavinir geta látið hækka upphæðina í 150 evrur eða 300 evrur ef þeir vilja nota netið áfram. Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að netráp í farsímum hafi aukist til muna vegna tilkomu snjallsíma af ýmsu tagi. Mörg dæmi séu þess að fólk fái gríðarlega háan símreikning í bakið þegar heim sé komið, vegna þess hve netnotkun sé dýr í mörgum löndum. Dæmi sé um að einstaklingur hafi fengið reikning upp á 1,5 milljónir króna. Reglurnar eiga að vernda viðskiptavininn en þær hafa verið við lýði á EES-svæðinu frá miðju síðasta ári í kjölfar tilskipunar Evrópu- sambandsins. 16 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 6. apríl 2011 Miðvikudagur Taktu þátt í flugkönnun Neytendasamtökin standa fyrir lítilli könnun á meðal flugfarþega og hvetja alla neytendur til að taka þátt. Í henni er spurt hvort þátttakendur hafi orðið fyrir barðinu á töfum í áætlunarflugi. Spurningarnar lúta annars vegar að innanlands- flugi en hins vegar að millilandaflugi til Evrópu, lengra en til Færeyja eða Glasgow. Spurt er hversu oft farþegar hafi orðið fyrir seinkunum og hvernig flugfélögin hafi brugðist við. Aðeins er um fimm spurningar að ræða og er könnuninni því fljótsvarað. Könnunin er opin til 23. apríl og verða niðurstöður hennar kynntar undir lok mánaðarins, að því er fram kemur á ns.is. Grænmeti, rúgbrauð, kartöflur og vatn eru það sem ætti að vera uppi- staðan í matnum okkar samkvæmt matarpýramída sem dönsku neyt- endsamtökin útbúa ár hvert. Pýra- mídinn segir til um hvaða mat við eigum að borða og í hvaða hlutföll- um. Við vitum núna hvað er hollt og gott fyrir okkur. Hins vegar getur það reynst fólki erfiðara að breyta göml- um vana og tileinka sér nýjar og betri matarvenjur. Á síðu sem danska Matvæla- stofnunin heldur úti ásamt öðrum opinberum stofnunum eru gefin góð ráð um hvernig við getum tekið upp heilsusamlegri matarvenjur en hér eru ráðleggingar stofnunarinnar um hvernig við getum bætt þessum hollu matvælum inn í okkar daglega neyslu. n Fólki getur reynst erfitt að tileinka sér nýjar og betri matarvenjur n Hér eru ýmis ráð sem danska Matvælastofnunin gefur um hvernig bæta má hollum mat inn í daglega neyslu n Til dæmis er gott að halda matardagbók Svona nærðu fram betri matarvenjum Ráð til að drekka meira vatn Þegar við drekkum vatn sjáum við líkam- anum fyrir þeim vökva sem hann þarfnast án þess að bæta við sykri. Bæði börn og full- orðnir drekka allt of mikið af svaladrykkjum með viðbættum sykri en rannsóknir sýna samhengi á milli offitu og neyslu slíkra drykkja. Með hverju glasi af sykurbættum drykk sem við innbyrðum, aukast líkurnar á yfirþyngd um 60 prósent. Það er því mikill ávinningur í því að skipta út gosdrykkjum og öðrum sætum drykkjum fyrir vatnið. Nægilegt magn af vatni kemur auk þess í veg fyrir að maður finni fyrir óþægindum svo sem höfuðverk, einbeitingarskorti og svima. Börn og fullorðnir ættu að drekka um það bil 1,5 lítra af vökva á degi hverjum. Ef heitt er í veðri eða maður stundar líkamsrækt og svitnar þarf maður enn meiri vökva. Of mikið magn af vatni getur þó verið hættulegt og því varasamt að pína í sig meira vatn en ráðlagt er. Til þess að sjá líkamanum fyrir nægilegum vökva upp á 1,5 lítra og um leið fá þau víta- mín og steinefni sem við þurfum er hægt að drekka eftirfarandi yfir daginn: n 1 glas af hreinum ávaxtasafa n ½ lítri af mjólkuvörum n ½ lítri af kaffi (í mesta lagi, en kaffi er vatnslosandi líkt og áfengi) n Svalið þorstanum svo með vatni Ráð til að bæta kartöflum inn í matardagskammtinn n Kartöflur skulu taka meira pláss á matardisknum en kjöt. Reiknið með að minnsta kosti 300 grömmum af kartöflum á mann. n Sjóðið stóran skammt af kartöflum og búið til kartöflusalat daginn eftir. Takmarkið notkun á majónesi og sýrðum rjóma. n Setjið kartöflur í nestisboxið, til dæmis sem álegg með kjötáleggi. n Gerið ráð fyrir meira en einni bökunarkartöflu á mann. Látið framboðið ráðast af eftir- spurn. n Bökunarkartöflur geta verið sjálfstæð máltíð en þær má bera fram fylltar með skinku, lauk og fitulítilli dressingu. n Kartöflumús er vinsæl hjá yngstu kynslóðinni. Takmarkið þó smjör eða sleppið því alveg. n Notið kaldar kartöflur í salat. n Búið til kartöflusúpu og notið kartöflur í grænmetis- og fiskisúpur. Hollur matur Með einföldum ráðum getum við bætt matarvenjur okkar. Banaslys af völdum áfengis eða vímuefna n Á árunum 2005–2009 urðu 86 banaslys í umferðinni n Áfengi, lyf og fíkniefni koma við sögu í 34 slysum, eða 40% banaslysa í umferðinni n Lögleg lyf koma við sögu í 6 banaslysum, ein og sér eða með áfengi n Oftast er um svefnlyf eða róandi lyf að ræða n Ólögleg fíkniefni koma við sögu í 5 banaslysum, ein og sér eða með áfengi n Amfetamín, alsæla, kannabis og kókaín hafa komið við sögu og amfetamínið oftar en hin Ráð til að borða meira af græn- meti og ávöxtum Jafnvel þótt maður viti að maður eigi að borða minnst 300 grömm af grænmeti og sama magn af ávöxtum á dag getur verið erfitt fyrir suma að muna eftir þessum matvælum. Ráð við þessu er að skoða vel matarvenjur sínar og ágætis leið til þess er að halda matardagbók þar sem maður skrifar niður hvað maður borðar yfir daginn og telja svo hve mikið af ávöxtum og grænmeti maður hefur innbyrt. Með þessu má auðveldlega sjá hvað betur mætti fara. Grænmeti og ávextir ættu að vera hluti af öllum mál- tíðum dagsins sem og millibitum. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.