Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur „Það eina sem ég get sagt er að ég hef gert allt of mikið fyrir þessa stelpu og verið allt of góður við hana. Við höfum átt í erjum áður og guð má vita hvort hún hafi ekki oft átt skil- ið að fá einn löðrung miðað við það hvernig hún hefur hagað sér, en ég er enginn ofbeldismaður,“ segir Ing- var Árni Ingvarsson. Hann er að tala um fyrrverandi kærustu sína, þá sem hann var á dögunum dæmdur fyrir að beita ólögmætri nauðung, sérlega hættulega líkamsárás, hótanir og til- raun til fjárkúgunar. Ósáttur við sambandsslitin Saga þeirra hófst fyrir átta árum. Ingvar Árni var að koma úr fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og ætlaði að bæta líf sitt. Þau tóku saman og Ingvar Árni segir að lífið hafi aldrei verið eins gott. Í desember 2008 hættu þau saman en tengdust áfram í gegnum hundana sem þau áttu saman, chihuahua-tíkurnar Coco og Gloríu. Ingvar Árni átti erfitt með að sætta sig við sambandsslitin og gerð- ist sífellt ágengari. Hún kynntist öðr- um manni úti í Danmörku og þegar Ingvar Árni frétti af því seinna brast eitthvað innra með honum. Hún hafði þó enga ástæðu til þess að ótt- ast hann fyrr en í lok ársins 2009, en í yfirheyrslu hjá lögreglunni greindi hún frá eftirfarandi atviki. Hún var nýkomin aftur til landsins þegar hún þurfti að skjótast í afmælisveislu til vinkonu sinnar og Ingvar Árni ætl- aði að passa hundana fyrir hana á meðan. Þegar hún kom svo að sækja hundana ræddu þau vel og lengi saman áður en talið barst að þessum strák. Ingvar Árni vildi vita hver hann væri en hún vildi ekki gefa nafn hans upp, klæddi sig í vesti og gerði sig lík- lega til að fara. Þá sagði hann að hún færi ekki fyrr en hún hefði sagt hon- um allt og hótaði að hún færi með glóðarauga á nýársfögnuðinn. Hann henti henni í sófann, sparkaði í hana og kleip hana þar til hún fékk mar- blett. Óttaslegin sagði hún honum allt sem hann vildi vita. Hann spurði hvort grasið væri grænna hinum megin og hún neitaði því. „Það var eins og hún væri að leika sér að mín- um tilfinningum. Síðan endaði þetta svona. Hún stórslasaðist.“ Vinkonan beið úti í bíl „Hún gat engu svarað. Þá hugsaði ég með mér að ég ætti þetta ekki skilið, hún væri búin að mölbrjóta hjartað í mér og væri nú að rugla í hausnum á mér. Út frá því kviknaði reiðin,“ segir Ingvar Árni. Í kjölfarið bauð hann henni út að borða á nýársdag. Hún afþakkaði, sagðist ætla að fara út að borða með vinum. Á gamlársdag, tveimur dög- um eftir ofangreint atvik, bað hann hana um að sækja hundana heim til sín. Skelkuð eftir síðustu heimsókn bað hún vinkonu sína um að fylgja sér en það hafði lítið að segja þegar á reyndi. Vinkonan beið úti í bíl og varð þess ekki áskynja þegar Ingvar Árni dró fyrrverandi kærustu sína með ofbeldi inn í íbúðina þar sem hann hélt henni nauðugri þar til hún kastaði sér fram af svölunum í von- lausri tilraun til þess að flýja. Var virkilega illur Þegar inn var komið lýsti hann því fyrir henni hvernig hann ætlaði að tuska hana til. „Hann ætlaði að nef- brjóta mig. Klippa af mér allt hár- ið og raka af mér hárið. Hann sagði bara að ég væri ekki að fara að kom- ast lifandi hérna út. Hann ætlaði bara að drepa mig,“ sagði stúlkan í yfirheyrslu hjá lögreglunni og bætti því við að hann hefði verið virki- lega illur. Var honum gefið að sök að hafa haldið henni nauðugri, veist að henni, rifið í hár hennar, slegið hana margsinnis í andlit og líkama, spark- að í fætur hennar og hótað henni líkamsmeiðingum og lífláti. Eða svo sagði hún. Sjálfur þvertók hann fyrir að hafa beitt hana ofbeldi en dómurinn taldi það engu að síður sannað. Á mynd- um af vettvangi má sjá hvar rakvél- in liggur og boxhanskarnir standa á stofuborðinu. Stúlkan hafði það eftir honum að hann ætlaði að nota rak- vélina til þess að raka af henni hárið og sagði að hann hefði klæðst box- hönskunum á meðan hann sagðist ætla að mölva á henni andlitið. Þrátt fyrir niðurstöðu dómsins þvertekur Ingvar Árni enn í dag fyrir að hann hafi beitt hana ofbeldi. Hann ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar og segist bíða pollrólegur eftir niður- stöðu hans. „Ég hélt henni nauðugri“ Hann játar þó ólögmæta nauðung. „Ég viðurkenni að ég hélt henni nauðugri þarna inni. Ég er ekkert smástykki og hún vissi að hún var ekkert að fara þarna út. Það er heil- agur sannleikur. Ég var reiður og veit að sennilega hefur henni fundist ég ógnandi. Ég var mjög vondur og sagði að hún færi ekki þaðan fyrr en hún væri búin að útskýra þetta fyrir mér.“ Í hjólastól eftir fallið Hún óttaðist um líf sitt og hugðist nýta tækifærið þegar hann fór inn í eldhús að fá sér vatn til þess að flýja út um svaladyrnar, vitandi það að öðruvísi kæmist hún ekki út. Hann hafði fyrirskipað henni að bíða hans grafkyrr í sófanum en varð þess strax áskynja þegar hún gerði sig líklega til þess að fara og náði henni þegar hún var komin upp á svalahandriðið. Hvað gerðist næst er óljóst, þar sem þau greinir á í frásögn sinni en Ingvar Árni var engu að síður dæmdur fyrir líkamlega valdbeitingu. Hún náði að rífa sig lausa en missti jafnvægið með þeim afleiðingum að hún féll fram af svölunum og fjóra metra niður á ver- önd. Þar sem hún var ekki í jafnvægi náði hún ekki að stýra fallinu og lenti á vinstri hliðinni á hellulagðri ver- öndinni. Við það hlaut hún fram- handleggs- og úlnliðsbrot, spjald- beinsbrot, mjaðmabeinsbrot, skurð á enni, mar neðan við hægra auga og víðar um líkamann. Eftir þetta var hún rúmliggjandi í viku og í hjólastól í tvær vikur, auk þess sem hún fékk gifs á vinstri hendi og þjáðist af mikl- um verkjum og eymslum. „Hvað varstu að spá?“ Í stað þess að fara niður og huga að henni lét Ingvar Árni sig hverfa. Það var metið honum til refsiþyngingar. Klukkan var farin að ganga sex þegar hann sendi henni SMS: „Hvað varstu að spá, er svona erfitt að tala við mig, er í lagi með þig, ég er í sjokki!“ Klukkan tíu sendi hann henni enn önnur skilaboð þar sem hann sagðist vera miður sín. „Ég hef aldrei gert þér neitt, þó svo að ég sé búinn að ógna þér, ég er ekki vondur maður og hef komið fram við þig eins og prinsessu, alltaf.“ Sagðist hann vera hjá vini sín- um og búinn að gráta úr sér augun því honum þætti þetta svo súrt. Iðrunin var ekki eins greinileg þeg- ar hann sagði á Facebook að „þegar einhver villidýr eru með yfirgang inná mínu heimili á fara þau styttri leið- ina út eða sem sagt fljúga svalameg- in út. Síðasta villidýr meiddist mik- ið og er að kæra mig, thihihhihihihi.“ Aðspurður sagði hann þessa athuga- semd grín á milli vina, hún hafi verið látin falla í hálfkæringi. Grímuklæddir menn ráðast inn Miðvikudaginn 24. nóvember 2010 mætti stúlkan á lögreglustöð þar sem hún lagði fram kæru á hendur hon- um fyrir hótanir. Þá hafði hann sent handrukkara á hana, bróður hennar og kærasta. Í dómnum kemur fram að hann taldi að fyrrverandi kær- asta sín og aðilar henni tengdir hefðu staðið að baki árás á heimili hans og valdið honum miklu eignatjóni. Segir hann að tveir menn hafi ráðist heim til hans að næturlagi vopnaðir hafnaboltakylfum og í vígahug. „Ég fékk heimsókn frá grímuklæddum mönnum miðvikudaginn fyrir síðustu verslunar mannahelgi. Klukkan var að ganga þrjú þannig að það var lán í óláni að ég var vakandi og gat tekið á móti þeim. Ég heyrði eitthvað bank og síðan sá ég bara hafnaboltakylfu koma í gegnum hurðina. Ég komst að því seinna að annar þessara manna var félagi minn en hann seldi vináttu okkar fyrir eitthvað klink,“ segir hann og ber það með sér að vera verulega ósáttur. Með hnífa úti um allt Með hjartað í buxunum tók hann á móti árásarmönnunum og reyndi að verjast þar til hann neyddist til að leggja á flótta. Á meðan var heimili hans lagt í rúst. „Auðvitað stóð mér ekki á sama. Mér brá ofboðslega og komst við illan leik í burtu. Þetta var morðtilraun. Hefðu þeir ekki verið með kylfur hefðu þeir lent illa í því, ég get lofaði þér því.“ Hann á sjálfur hafnaboltakylfu sem hefur fylgt honum frá því að hann var lítill strákur. „Hún var ekki dregin fram þetta kvöld en núna er hún allt- af við rúmstokkinn hjá mér auk þess sem það eru hnífar hér og þar um íbúðina, í sófanum og víðar þar sem auðvelt er að nálgast þá. Ég er við öllu búinn. Líka af því að ég á dóttur og er reglulega með pabbahelgar. Ég ætla ekki að bjóða dóttur minni upp á það að vakna upp við einhverja brjálæð- inga heima hjá okkur. Hins vegar vita það nú flestir að ég á góða og sterka vini.“ Semper Fi-strákarnir standa saman Sumir þeirra eru, líkt og Ingvar Árni, meðlimir í Semper Fi, samtökum Jóns stóra. „Þessi samtök standa svo sem ekki fyrir neitt en þessir strák- ar standa allir saman. Það er búið að blása það upp að þetta séu einhver glæpasamtök en þetta er bara svona Frímúrararegla, nema hvað þetta eru strákar á sakaskrá sem komast ekki inn í Frímúrararegluna. Það er nú til- fellið,“ segir hann og bætir því við að þeir bakki hann allir upp í þessu máli. „Einn af þeim sem stofnuðu Semper Fi reyndi að miðla málum, segja henni að hún þyrfti ekki að óttast mig heldur að segja sannleikann. Síðan fékk ég tvo félaga mína með mér í lið sem eru þarna líka. Þetta eru ekki menn sem eru að beita ofbeldi, kúga fólk eða níðast á því að fyrra bragði. Aftur á móti standa þeir saman ef það kemur eitthvað upp.“ Sendi handrukkarar af stað Engu að síður fylgir óttinn honum alltaf. „Ég veit aldrei á hverju ég á von. Á hverju einasta kvöldi hugsa ég um þetta þegar ég er kominn upp í rúm. Ég er hvergi óhultur. Ég gæti allt eins verið stunginn hvar og hvenær sem er. Fólk er orðið svo geðveikt,“ seg- ir hann og bætir því að annar þeirra sem gekk erinda hans í þessu máli hafi nýlega setið í fangelsi fyrir að klippa framan af fingri manns. Fjárkúgun var á meðal þeirra at- riða sem hann var dæmdur fyr- ir. „Heima hjá mér var allt brotið og bramlað, hurðir, rúður, flatskjár, myndir sem dóttir mín gaf mér og fleira. Ég vildi fá það bætt. Þannig að ég sendi tvo félaga mína, sem eru í þessari jaðarmenningu í sam- „Ég var mjög vondur“ n Ingvar Árni Ingvarsson er á leið í fangelsi n Dæmdur fyrir líkamsárás, hótanir og tilraun til fjárkúgunar n „Ég hélt henni nauðugri þarna inni“ n Sendi handrukkara á fyrrverandi kærustu, bróður hennar og kærasta n „Þetta var morðtilraun“ n Semper Fi-strákarnir standa saman n Líkir Litla-Hrauni við heimavist Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Boxhanskar á borðinu Ingvar Árni er mikill áhugamaður um heilsurækt en stúlkan sakaði hann um að klæðast boxhönskum á meðan hann hótaði henni. Fór í eldhúsið til að fá sér vatn Glasið stóð uppi á vaskbrúninni sem gaf til kynna að hann hefði lagt það frá sér í flýti. Á meðan hann fékk sér vatnssopa flúði hún út á svalir. Rakvél og skæri Stúlkan sagði Ingvar Árna hafa hótað því að skerða hár hennar. Þegar lögreglan kom á vettvang lá þetta á borðinu. „Ég viðurkenni að ég hélt henni nauðugri þarna inni. Ég er ekkert smástykki og hún vissi að hún var ekkert að fara þarna út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.