Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 6. apríl 2011 Miðvikudagur Ungstirni boðið til æfinga n Sir Alex Ferguson hefur boðið brasilíska ungstirninu Adryan að æfa með Manchester United næstu vikur en þessi ungi piltur sló í gegn í Suður- Ameríkubikar U17 ára lands- liða á dögunum. United-menn þurfa þó að hafa hraðar hendur því Real Madrid er sagt hafa mikinn áhuga á þessum sextán ára dreng. Nýlega fékk Manchester United annan unga Brassa, Rafael Leao, að láni en Ferguson vill að sögn hafa þá tvo í sama liðinu. Nýr Ronaldo heillar n Meira af ungstirnum því japanska undrið Ryo Miyaichi, sem titl- aður hefur verið hinn nýi Ronaldo, heldur áfram að fara á kostum í hollensku deild- inni. Arsenal er nú þegar búið að klófesta Japan- ann en lánaði hann strax til Feyenoord. „Það er frábært að svona hæfileikaríkur piltur fái að spila með Feyenoord. Ég hef séð fyrstu leikina hans og það er ljóst að þarna er leikmaður sem verður einn sá besti í heimi,“ segir Leo Beenhakker, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Wenger vill Baines n Meira af Arsenal því Arsene Wenger er sagður ætla að losa sig við vinstri bakvörðinn Gael Clichy í sumar og nota hann sem aukagreiðslu í kaupum á Leig- hton Baines frá Everton en þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Mirror. Arsenal mun þó fá samkeppni um Baines sem hefur verið góður með Everton í vetur. Liverpool hefur einnig mikinn áhuga á að næla í kappann en þar á bæ vantar sárlega vinstri bakvörð. Ástin hefur vinninginn n Þungavigtarboxararnir David Haye og Wladimir Klitschko munu loks mætast í hringnum í sumar eftir margra mánaða japl, jaml og fuður. Þeim líkar vægast sagt illa hvorum við annan og nota hvert tækifæri til að skiptast á pillum. Nú síðast lét Haye hafa eftir sér: „Ég hef gaman af hnefa- leikum. Ég elska hnefaleika. Þess vegna mun ég vinna. Klitschko hugsar um allt annað en box þessa dagana og það mun ég nýta mér til að rota hann,“ segir Haye. Hamilton fer hvergi n Slúðurdálkar Formúlukálfanna fóru á fullt á mánudaginn þegar greint var frá að Lewis Hamilton myndi yfirgefa McLaren fyrir Red Bull árið 2012. Við nánari athugun kom í ljós að ekkert var til í því. „Ef Hamilton vildi aka fyrir Red Bull væri ekki hægt að sleppa þannig tækfæri. En mér skilst að hann sé með margra ára samning hjá McLaren sem skilar honum milljónum punda í tekjur. Ég býst því fastlega við að hann sé ekki að fara neitt,“ sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull, við BBC. Molar „Þetta er nákvæmlega eins og þetta á að vera og svona verður þetta líka á fimmtudaginn,“ segir Magnús Þór Gunnarsson, stórskytta körfuknatt- leiksliðs Keflavíkur, um rimmuna mögnuðu gegn KR. Keflavík lenti 2–0 undir í einvíginu en tryggði sér oddaleik á mánudagskvöldið með ótrúlegum sigri á heimavelli, og annan leikinn í röð hafði Keflavík sigur í framlengingu. Veislunni lýk- ur á fimmtudagskvöldið með odda- leik og þar með hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitarimmunni þar sem Stjarnan bíður róleg. Serían til þessa hefur verið hlaðborð af kræsingum en sveiflurnar í leikjunum eru ótrú- legar og sama hversu miklu forskoti annar liðið nær, aldrei er sigurinn í húsi. „Þetta sýnir bara hvað þessi lið eru jöfn og sterk. Það er ekkert búið þó maður lendi 15–20 stigum und- ir. Menn sjá bara fjórða leikinn. Þar vorum við níu stigum undir og fjór- ar mínútur eftir. Þetta sýnir styrk- leika okkar,“ segir Magnús Þór sem sjálfur átti stórleik á mánudags- kvöldið og skoraði sjö þriggja stiga körfur. Af hverju eru þeir ekki að hlaupa okkur í kaf? Það hefur seint þótt sniðugt að afskrifa Keflavík sem gæti á fimmtudaginn unnið sama afrek og liðið gerði árið 2008. Þá var það 2–0 undir í undanúr- slitarimmunni gegn ÍR en kom til baka og valtaði yfir ÍR-inga þrívegis. „Við erum bara á þeirri skoðun að 2008 sé að endurtaka sig. Við eigum einn leik eftir gegn KR og þá eigum við eftir að vinna þrjá leiki til að verða Íslands- meistarar. Við hugsum þetta bara eins og háskólakörfuboltann í Bandaríkj- unum núna. Við þurftum sex leiki til að verða meistarar og það eru tveir komnir. Stígandinn er með okkur þar sem við erum búnir að vinna tvo í röð,“ segir Magnús kokhraustur. Eftir fyrstu tvo leikina var mikið talað um að breidd KR-liðsins væri of mikil fyrir Keflavík og að liðið gæti ekki haldið í við Vesturbæinga í fjöru- tíu mínútur. „Þetta var ekkert annað en vanmat. Við pældum ekkert sér- staklega í þessu en maður heyrði þetta auðvitað aftur og aftur. Þetta bara hvetur mann áfram. Maður spyr sig af hverju þeir séu ekki að hlaupa okkur í kaf núna. Svo er líka komin hörku- pressa á þá. Það er erfitt að vera kom- inn í 2–0 því þú þarft alltaf að vinna einn leik til viðbótar. Þeir tala ekkert um það en það er svaka pressa á KR að vinna heimaleikinn,“ segir Magnús Þór Gunnarsson. Erum með betra lið Fyrirliði KR, Fannar Ólafsson, var hinn kátasti þegar DV náði tali af honum. „Þessi fjórði leikur var bara líf og fjör. Körfuboltaleikur eins og þeir gerast bestir. Doddi gjaldkeri var náttúru- lega búinn að „jinxa“ þetta því hann vildi fá þrjá leiki til að koma rekstrin- um í almennilegan plús,“ segir Fannar og hlær. „Nú erum við að fá Keflavík á ógnar sterkan heimavöll okkar þar sem mér telst til að við höfum bara tapað fimm leikjum í deildinni undanfarin fimm ár. Það er mjög sterkt.“ Fannar gat útskýrt hvers vegna Keflavík nær að halda í við hina svaka- legu breidd KR-liðsins. „Þeir hægja töluvert á leiknum með svæðisvörn- inni. Við erum heldur ekkert að ná að hlaupa þetta eins og við viljum og það hjálpar þeim. Maður horfir samt á stóru mennina þeirra blása alls- vakalega undir lokin. Það sést alveg að þetta tekur á hjá þeim. Þeir eru heldur ekki að hlaupa á eins mörgum mönn- um og það telur í svona langri seríu,“ segir Fannar sem hlakkar til fimmtu- dagsins en áttar sig á því að Keflvíking- ar eru komnir með blóð á tennur. „Þetta verður hörkuviðureign. Ég spilaði sjálfur einu sinni í Keflavík og þekki þetta mjög vel. Það er kom- in grimmd í þá sem gerir þetta bara skemmtilegra. Það verður samt erf- itt fyrir þá að reyna að vinna okkur fyrir framan stútfulla höll. Við telj- um okkur líka vera með mun betra lið en Keflavík, það er að segja liðs- heild,“ segir Fannar Ólafsson, fyrir- liði KR. Veislunni lýkur í Vesturbænum n Oddaleikur KR og Keflavíkur fer fram á fimmtudags- kvöldið í DHL-höllinni n Árið 2008 er að endurtaka sig, segir Magnús Þór Gunnarsson n Erum með betra lið, segir Fannar Ólafsson n Jafnt í spánni Sérfræðingar spá í spilin Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn. „Fyrirfram bjóst ég við spennandi seríu en þegar KR komst í 2–0 hélt ég að þetta væri búið. Þetta á samt ekki að koma manni neitt á óvart því Keflavík hefur sýnt mikinn styrk. Það eru aðeins örfá lið sem hafa náð að jafna í 2–2 og bara Keflavík sem hefur unnið eftir að lenda 2–0 undir. Svæðisvörn Keflavíkur í síðustu tveimur leikjum hefur ekki verið að halda KR sóknarlega en Keflavík er þó að fá fleiri fráköst og keyra upp völlinn og ná í þessi auðveldu stig sem það þarf. Þessi vörn hefur hentað vel á móti KR. Ég spáði KR samt sigri í seríunni og held mig við það. Sigrarnir hjá Keflavík voru þannig að þeir hefðu getað dottið inn hjá báðum liðum. Það er ekkert langt á milli þessara liða. Ég held að KR muni springa út gegn svæðisvörn Keflavíkur á fimmtudaginn og klára þetta.“ KR ÁFRAM Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur. „Þessi rimma er einfaldlega í lausu lofti núna. Tveir síðustu leikir hafa verið algjörlega frábærir. Ég hélt að þetta væri alveg borðliggjandi sópun hjá KR eftir að það komst í 2–0. En Keflavík hefur sýnt ótrúlega þrautseigju í að koma til baka og ég fór að trúa því eftir fjórða leikinn að Keflavík myndi hafa þetta, eins og ótrúlega og það hljómaði nú fyrir nokkrum dögum. Keflavíkurliðið hefur verið skynsamt að breyta í 2/3 svæðisvörn. Það er snjallt. Þó svo KR- ingar setji niður nokkrar körfur hverfa Keflvíkingar ekkert frá skipulaginu. Þeir treysta bara á að Keflavík hitti ekki vel. Það er líka málið. Ef KR ætlar ekki að hitta á fimmtudaginn þá tapar það. Ég var á því í byrjun úrslitakeppninnar að KR yrði fyrsta liðið til að fara í gegnum hana alla án þess að tapa leik. En nú er komið eitthvað bakslag. Keflavík hefur nú unnið tvo í röð, stígandinn er með þeim og leik- menn liðsins hafa sýnt hversu ótrúlega sterkir þeir eru í hausnum. Ég ætla því að leyfa þeim að njóta vafans og spá Keflavík í úrslitin.“ KEFLAVÍK ÁFRAM Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is „Ef þú mætir ekki á þennan leik og ert stuðningsmaður Keflavíkur eða KR er eins gott að þú sért búsettur erlendis eða pikkfastur í geimrannsóknastöðinni! Það er algjör gósentíð í gangi hjá þessum tveimur félögum. KR hnyklaði vöðvana í leikjum eitt og tvö en Keflavík svaraði því. Verði Hjörvari Hafliðasyni að góðu að setja stuðul á oddaleikinn. KR mun halda áfram að keyra í bakið á Keflavík enda vopnaðir Marcus „The Bullet“ Walker. Hver myndi ekki hlaupa með hann innan- borðs? Keflavík glottir hins vegar við tönn þegar KR fellur í þá gryfju að gera þetta að þriggja stiga keppni, þú nefnilega ybbar ekki gogg við Magga Gunn fyrir utan línuna. Liðin hafa sýnt að þau bæði verðskulda að vera komin í oddaleik, sama hvernig horft er á málið. Enginn er spámaður í eigin föðurlandi svo mér dettur ekki til hugar að snerta þennan leik úr fánastangarfjarlægð. Ég er samt viss um að við fáum jafnan og spennandi leik og er þá vægt til orða tekið.“ EnGin SpÁ Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Komu til baka Magnús Þór Gunnarsson var magnaður í leik fjögur. MynD TOMASz KOLODziEJSKi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.