Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 13
­starfsmanna­ Björgólf­ Thors­ á­ hlut­ í­ Given­shire­hafi­verið­tvær­hliðar­á­sama­ peningi,­ að­ tilgangur­ eignarhaldsins­ hafi­verið­sá­sami­en­á­ólíkum­tíma. Misvísandi upplýsingar Í­ gögnunum­ sem­ DV­ hefur­ undir­ höndum­eru­nokkuð­misvísandi­upp- lýsingar­um­hluthafa­Hersis.­í­árshlut- areikningi­ Hersis­ frá­ 30.­ júlí­ 2010­ eru­ eigendur­ félagsins­ sagðir­ vera­ þeir­ Andri­ Sveinsson,­ Birgir­ Már­ Ragnars- son,­ Tómas­ Ottó­ Hansson,­ Þorvaldur­ Björnsson­og­Þór­Kristjánsson.­Í­hluta- skrá­ sem­ fylgdi­ tilkynningu­ til­ ríkis- skattstjóra­ um­ slitin­ á­ félaginu­ kom­ hins­ vegar­ fram­ að­ Björgólfur­ Thor­ hefði­keypt­allt­hlutafé­í­Hersi­þann­20.­ janúar­2008,­hlutafé­sem­var­að­nafn- verði­ 830­ þúsund­ krónur.­ Kaupverðið­ er­ekki­tilgreint. Í­ársreikningi­Hersis­fyrir­fyrri­hluta­ árs­kemur­fram­að­niðurfelldar­­skuldir­ félagsins­ nemi­ 70­ milljónum­ króna.­ Samkvæmt­ ársreikningi­ Hersis­ ­fyrir­ árið­ 2009­ var­ stofnað­ til­ umræddrar­ skuldar­árið­2009.­Ekki­er­tekið­fram­af­ hverju­ Hersir­ tók­ umrætt­ lán.­ Sá­ sem­ lánaði­ Hersi­ umræddar­ 70­ milljónir­ króna­var­Björgólfur­Thor­Björgólfsson­ samkvæmt­þeim­gögnum­sem­DV­hef- ur­undir­höndum.­Björgólfur­virðist­því­ hafa­eignast­Hersi­með­því­að­leysa­fé- lagið­til­sín­upp­í­skuldina.­Hersir­skil- aði­tæplega­70­milljóna­króna­hagnaði­ á­ fyrri­ hluta­ árs­ 2010­ vegna­ þessarar­ niðurfærslu­ Björgólfs­ Thors­ á­ kröfu­ sinni­ á­ hendur­ félaginu.­ Með­ skulda- niðurfærslunni­ eignaðist­ hann­ Hersi­ að­öllu­leyti. Félaginu slitið í stað gjaldþrotaskipta Í­ álitsgerð­ frá­ endurskoðanda­ hjá­ KPMG,­Alexander­G.­Eðvardssyni,­sem­ dagsett­ er­ 9.­ ágúst­ þar­ sem­ tekin­ er­ ­afstaða­ til­ slita­ félagsins­ segir:­ „Sam- kvæmt­fyrirliggjandi­efnahagsreikningi­ er­ eigið­ fé­ félagsins­ neikvætt­ um­ sem­ nemur­um­36,5­milljónum­króna.­Hins­ vegar­ liggur­ fyrir­ yfirlýsing­ frá­ helsta­ kröfuhafa­félagsins­um­að­hann­sé­vilj- ugur­til­að­kaupa­nýtt­hlutafé­í­félaginu­ gegn­skuldajöfnun­krafna­sinna.­Að­því­ gefnu­er­það­álit­okkar­að­ekkert­sé­því­ til­fyrirstöðu­að­félaginu­verðin­slitið.“­ Á­ hluthafafundi­ hjá­ Hersi­ þennan­ sama­dag,­9.­ágúst­2010,­var­svo­Hersi­ slitið.­ Undir­ þá­ fundargerð­ skrifuðu­ þeir­Andri­Sveinsson,­fyrir­hönd­Björg- ólfs­ Thors,­ og­ Þór­ Kristjánsson,­ fyrir­ hönd­ Hersis.­ Í­ fundargerðinni­ segir:­ „Á­ fundinum­ var­ hins­ vegar­ upplýst­ að­ einn­ af­ kröfuhöfum­ félagsins­ [sem­ einnig­var­eini­hluthafi­félagsins,­Björg- ólfur­Thor­Björgólfsson,­innskot­blaða- manns]­ hefur­ lýst­ vilja­ sínum­ til­ þess­ að­fella­niður­kröfur­sínar­á­hendur­fé- laginu­gegn­útgáfu­nýs­hlutafjár,­verði­ það­nauðsynlegt.­Í­því­ljósi­standa­all- ar­líkur­til­þess­að­félagið­geti­staðið­við­ skuldbindingar­ sínar.­ Verði­ það­ hins­ vegar­ ekki­ raunin­ mun­ félagið­ verða­ gefið­ upp­ til­ gjaldþrotaskipta.­ Fyrir­ fundinum­lá­álitsgerð­endurskoðanda­ þess­ efnis­ að­ eignir­ félagsins­ hrökkvi­ fyrir­skuldum,­muni­kröfuhafi­félagsins­ breyta­kröfum­sínum­í­hlutafé.“ Félagið tæknilega gjaldþrota Með­þessu­móti­hafði­Björgólfur­Thor­ eignast­ Hersi,­ félagið­ sem­ var­ í­ eigu­ nánustu­ samstarfsmanna­ hans­ og­ keypt­ hafði­ 1­ prósents­ hlut­ í­ Samson­ í­ blálok­ ársins­ 2005,­ og­ ákvað­ hann­ einnig­ að­ slíta­ skyldi­ félaginu­ í­ stað­ þess­ að­ gefa­ það­ upp­ til­ gjaldþrota- skipta.­ Áhugi­ Björgólfs­ á­ félaginu­ er­ ekki­ mjög­ skiljanlegur­ í­ ljósi­ þess­ að­ hagnaður­félagsins­var­að­öllu­leyti­til- kominn­vegna­niðurfærslu­á­skuld­sem­ hann­var­sagður­eiga­við­ félagið­ í­árs- reikningi,­ eigið­ fé­ félagsins­ var­ nei- kvætt­ um­ nærri­ fjörutíu­ milljónir­ og­ skuldir­ félagsins­ í­ ársreikningi­ árs- ins­ 2010­ eru­ nærri­ fjörutíu­ milljónum­ hærri­ en­ skráðar­ eignir­ félagsins.­ Því­ virðist­ Björgólfur­ hafa­ eignast­ tækni- lega­ gjaldþrota­ félag­ með­ skuldajöfn- un­og­ákveðið­að­slíta­félaginu­um­leið­ frekar­en­að­láta­það­verða­gjaldþrota. Þann­ 21.­ desember­ 2010­ gengu­ skilanefndarmenn­ Hersis­ svo­ frá­ hækkun­ á­ hlutafé­ félagsins­ ásamt­ Andra­ Sveinssyni,­ samverkamanni­ Björgólfs­ Thors,­ sem­ hefur­ umboð­ hans­ í­ málefnum­ Hersis.­ „Samkvæmt­ tillögu­ skilanefndar­ skulu­ nýir­ hlutir­ greiddir­ með­ skuldajöfnun,­ sbr.­ yfir- lýsingu­hluthafa­þess­efnis­frá­9.­ágúst­ 2010.“­ KPMG­ kvittaði­ því­ bæði­ upp­ á­ bókhald­Hersis­og­tók­þátt­ í­slitameð- ferð­ félagsins­ í­ gegnum­ Jónas­ Rafn­ Tómasson,­lögfræðing­hjá­KPMG. Ríkisskattstjóri undrandi Embætti­ ríkisskattstjóra­ sá­ hins­ vegar­ ekki­skynsemina­í­þessum­viðskiptum­ og­ veitti­ skilanefnd­ Hersis­ aðeins­ lög- gildingu­með­miklum­semingi,­ líkt­og­ áður­ segir.­ Áðurnefndur­ starfsmaður­ embættisins­ lýsti­ furðu­ sinni­ yfir­ við- skiptunum­í­bréfi­til­Jónasar­enda­virð- ast­þau­alls­ekki­hafa­farið­fram­á­við- skiptalegum­forsendum.­ Í­bréfinu,­sem­finna­má­í­heild­sinni­ hér­til­hliðar,­sagði­Skúli:­„Ég­verð­enn­ að­ segja­ að­ ég­ skil­ ekki­ hvaða­ leik- ur­ er­ þarna­ í­ gangi.­ Ef­ hann­ er­ í­ raun­ eini­ eigandi­ félagsins­ og­ jafnframt­ eini­kröfuhafi­er­auðvitað­eðlilegast­að­ hann­gefi­eftir­svo­mikinn­hluta­kröfu­ ­sinnar­ strax,­ þannig­ að­ endurskoð- andi­geti­með­góðri­samvisku­staðfest­ að­félagið­eigi­fyrir­skuldum.­Það­er­jú­ ein­ af­ forsendum­ fyrir­ því­ að­ löggilda­ megi­skilanefnd.­En­það­virðast­sumir,­ einkum­þeir­sem­helst­komu­þjóðinni­í­ ógöngur,­alltaf­þurfa­að­fara­pínulítið­á­ skjön­við­það­sem­er­eðlilegast­og­jafn- vel­ skynsamlegast­ að­ gera.­ Mér­ finnst­ það­ satt­ að­ segja­ ótraustvekjandi,­ svo­ ekki­sé­meira­sagt,­þegar­eigandi­þessa­ félags­segist­ætla­að­„leitast­við­að­rétta­ af­ eigið­ fé­ félagsins­ gerist­ þess­ þörf­ til­ að­slitaferlið­geti­klárast“.“ Skúli­ samþykkti­ þó­ slitameðferð­ Hersis­ þó­ svo­ að­ hann­ segði­ að­ hann­ væri­að­„ganga­út­á­ystu­nöf­í­því­efni“.­ Fyrir­vikið­mun­slitameðferðin­á­Hersi­ fara­ fram­ á­ skrifstofum­ KPMG­ sem­ hluthafafundur­Hersis,­sem­Björgólfur­ Thor­ Björgólfsson­ á,­ valdi­ til­ verksins­ en­ ekki­ hjá­ óháðum­ skiptastjóra­ sem­ skipaður­ yrði­ af­ Héraðsdómi­ Reykja- víkur­ í­ kjölfar­ gjaldþrots­ Hersis.­ Ætla­ má­að­ein­af­afleiðingum­þessa­verði­sú­ að­minni­upplýsingar­muni­koma­fram­ í­dagsljósið­um­eðli­starfsemi­Hersis­á­ síðastliðnum­árum. Bréf forstöðumanns hjá ríkisskattstjóra 7. september 2010 „Sæll Jónas. Já ég var að fara yfir þessi gögn og bið velvirðingar á hve málið hefur tafist. Ég verð enn að segja að ég skil ekki hvaða leikur er þarna í gangi. Ef hann er í raun eini eigandi félagsins og jafnframt eini kröfuhafi er auðvitað eðlilegast að hann gefi eftir svo mikinn hluta kröfu sinnar strax, þannig að endurskoðandi geti með góðri samvisku staðfest að félagið eigi fyrir skuldum. Það er jú ein af forsendum fyrir því að löggilda megi skilanefnd. En það virðast sumir, einkum þeir sem helst komu þjóðinni í ógöngur, alltaf þurfa að fara pínulítið á skjön við það sem er eðlilegast og jafnvel skyn- samlegast að gera. Mér finnst það satt að segja ótraustvekjandi, svo ekki sé meira sagt, þegar eigandi þessa félags segist ætla að „leitast við að rétta af eigið fé félagsins gerist þess þörf til að slitaferlið geti klárast“. Vegna fyrri samskipta við þig trúi ég því að af hálfu skilanefndar verði unnið heiðarlega að slitum félagsins og mun því löggilda skilanefndina þó ég sé að ganga á ystu nöf í því efni. Af sérstökum ástæðum færð þú ekki bréfið fyrr en á mánudag.“ Kveðja/Regards Skúli Jónsson“ Svar starfsmanns KPMG 8. september 2010 „Sæll Skúli. Ég þakka traustið, en ætla að reyna að útskýra fyrir þér hver staða félagsins er, a.m.k. miðað við þá skoðun sem ég [hef] framkvæmt sjálfstætt. Það eru tvær ástæður fyrir því hvers vegna þessi óvenjulega leið er farin, en grundvöllurinn er auðvitað sá að óvissa er um skuldbindingar félagsins. Fyrra atriðið snýr auðvitað að því að nýr hluthafi kom að félaginu á þessu ári og hann getur aldrei verið viss um hvaða skuldbind- ingar kunna að hafa verið gerðar í tíð eldri hluthafa. Seinna atriðið snýr auðvitað að því að nýr hluthafi kom að félaginu á þessu ári [Björgólfur Thor, innskot blaðamanns] og hann getur aldrei verið viss um hvaða skuldbindingar kunna að hafa verið gerðar í tíð eldri hluthafa. Seinna atriðið snýr að því að á árinu 2006 ákvað félagið að taka þátt í fjárfestingaverk- efni og veitti af því tilefni hlutafjárloforð að fjárhæð um 70 milljónir króna, skilyrt því að aðrir hluthafar legðu fram hlutafé á móti. Hlutafjárhækkunin sem um ræddi var aldrei kláruð, ekki greidd inn og þar af leiðandi ekki skráð. Ég tel því að allar skuldbindingar félagsins vegna hlutafjárloforðsins séu fallnar niður, m.a. með vísun til 28. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, enda eru meira en fjögur ár síðan. Ef svo ólíklega myndi vilja til að hækkun hlutafjár yrði talin lögmæt meira en fjórum árum síðar, þá er krafan að mínu viti fyrnd, enda er almennur fjögurra ára fyrningarfrestur liðinn. Það er því á grundvelli þessarar óvissu sem hluthafinn vill stíga varlega til jarðar, á þann hátt að komi til þess að kröfulýsingar berist í bú félagsins á kröfulýsingarfresti, kröfur sem skilanefnd myndi samþykkja, þá væri óheppilegt að hluthafinn væri búinn að af- skrifa sínar kröfur og fengi því ekkert við slit félagsins. Komi fram réttmætar kröfur í bú félagsins sem eru umfram það sem félagið ræður við, þá er ljóst að skilanefnd ber að óska eftir gjaldþrotaskiptum, á grundvelli 5. mgr.88 ehfl., og mun það verða gert komi til þess. Bkb, Jónas.“ Fréttir | 13Miðvikudagur 6. apríl 2011 Ríkisskattstjóri gáttaður á fléttu Björgólfs Thors Andri með umboðið Andri Sveinsson, starfsmaður Björgólfs Thors, var einn af eig- endum Hersis um tíma. Björgólfur veitti honum jafnframt umboð sitt til að slíta félaginu eftir að hann hafði eignast það sjálfur í fyrra. Áttu meira en 20 prósent Hersir keypti hlut í Samson í árslok 2005, eftir að Magnús Þorsteinsson hafði selt hlut sinn í félaginu. Þá stóðu Björgólfs- feðgar uppi með meira en 20 prósenta óbeinan eignarhlut hvor í Samson og voru því skilgreindir sem tengdir aðilar samkvæmt reglum bankans. Myndin var tekin í Þjóðmenningarhúsinu árið 2002 þegar Samson keypti Landsbankann. Umboð Björgólfs Thors „Umboð – Frakkland, 7. ágúst 2010 Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björg- ólfsson kt. 190367-3479, veiti hér með Andra Sveinssyni kt. 210971-3439, fullt og ótakmarkað umboð mitt til að skrifa undir öll skjöl og alla löggerninga er varða slit á félagi mínu Hersir-ráðgjöf og þjónusta ehf, kt. 600203-2070, þ.m.t. fundargerðir og skjöl til opinberra yfirvald, svo að undir- skriftin skuldbindi mig að lögum. Allt sem Andri gerir fyrir mína hönd sam- kvæmt umboði þessu, er jafngilt því að ég hefði sjálfur gert. Umboð þetta gildir þar til félaginu hefur verið formlega slitið, skv. lögum. Björgólfur Thor Björgólfsson“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.