Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Erlent 6. apríl 2011 Miðvikudagur Kvenréttindasamtök á Ítalíu hafa í hyggju að stefna forsætisráðherran- um, Silvio Berlusconi, fyrir að hafa hlutgert konur í sínum alræmdu svallveislum – sem ganga jafnan undir nafninu „bunga bunga“. Í dag hefjast réttarhöld yfir Berlusc oni en hann hefur verið ákærður fyr- ir að hafa greitt ólögráða vændis- konu fyrir kynlífsþjónustu og því næst notað völd sín til að hylma yfir glæpinn. Nú hefur málið tekið óvænta stefnu þar sem kvenrétt- indasamtökin Arcidonna hafa farið fram á að stefna þeirra verði tekin fyrir samhliða málinu, en samtökin ætla sér að stefna forsætisráðherr- anum í nafni allra ítalskra kvenna. Verði Berlusconi fundinn sekur gæti hann því ekki aðeins þurft að horfa fram á fangelsisvist, heldur gæti hann einnig þurft að greiða konum á Ítalíu skaðabætur. Gæti orðið sögulegt Í bunga bunga-veislum forsætis- ráðherrans var ætlast til þess að þær konur sem voru viðstadd- ar stunduðu nektardans. Þar voru jafnan nafntogaðar konur á Ít- alíu, fyrirsætur eða sjónvarps- þáttastjórnendur. Þær voru hvatt- ar til að klæðast búningum, meðal annars hjúkrunarkvennabúning- um, lögreglubúningum eða jafn- vel jólasveinabúningum í veislum í nóvember og desember. Valeria Ajovalasit er forstöðu- kona samtakanna Arcidonna. „Með þessari misnotkun á líkömum þess- ara kvenna braut forsætisráðherr- ann ekki aðeins á réttindum þeirra sem einstaklinga – heldur braut hann á réttindum allra kvenna. Það verður söguleg stund ef stefna okk- ar verður samþykkt af dómsyfir- völdum.“ Roberta Flaccovio er lögfræð- ingur Arcidonna. „Þetta er í fyrsta sinn sem samtök standa fyrir stefnu í slíku réttarmáli,“ sagði Flaccovio, en hún sagðist þrátt fyrir það von- góð fyrir hönd skjólstæðinga sinna, ítölsku kvenþjóðarinnar allrar. Stendur í fleiri málaferlum Réttarhöldin eiga að hefjast í dag, miðvikudag, en ljóst er að Berlusc- oni verður ekki viðstaddur. Í raun er óvíst hvenær úrskurðað verður í málinu þar sem það gæti allt eins dregist mjög á langinn. Berlusc- oni stendur í fleiri málaferlum um þessar mundir, meðal annars fyrir skattsvik og fjárdrátt. Þá á hann ekki heimangengt til að vera viðstaddur réttarhöldin nema á mánudögum, og þótt ótrúlegt megi virðast ætla dómstólar í heimaborg forsætisráð- herrans í Mílanó að taka þá afsökun til greina. Berlusconi hyggst verja sig sjálfur í öllum sínum dómsmálum, en eftir að réttarhöldin hefjast í dag eru þau nú fjögur talsins. Þess ber þó að geta að hann hefur ætíð úr- valslið ítalskra lögfræðinga innan handar, skyldi hann vanta góð ráð. n Kvenréttindasamtökin Arcidonna hafa farið fram á að skaðabótamál verði tekið fyrir gegn Silvio Berlusconi n Þau segja hann hafa hlutgert konur og að ítalska kvenþjóðin eigi rétt á skaðabótum n Rétt- arhöld yfir Berlusconi hefjast í Mílanó í dag Kvenréttindasamtök stefna Berlusconi Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Við viljum kynlíf, ekki Bunga bunga Frá mót- mælafundi ítalskra kvenna gegn Berlusconi í febrúar. Nú hafa kvenréttindasamtök stefnt forsætisráðherranum. VOR-TILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² kr. 1.689.000,- án fylgihluta kr. 1.989.000,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. 31.5 m² kr. 2.149.000,- án fylgihluta 36.0 m² kr. 2.229.000,- án fylgihluta 39.0 m² kr. 2.499.000,- án fylgihluta Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is 70 mm bjálki / Tvöföld nótun VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400 Vel valið fyrir húsið þitt VOR-TILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM Nú fer hver að verða síðastur VH / 11 -0 4 40 % afsláttur af heimsendingu á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda Pallaefni, girðinga- efni, undirstöður, skrúfur og festingar. 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 34 mm bjálki / Tvöföld nótun Tilboð Garðhús 9,7 m² Tilboð Garðhús 9,9 m² - án gólfs kr. 359.900 án/fylgihluta - áður kr. 389.900 kr. 389.900 m/fylgihlutum - áður kr. 419.900 kr. 304.900 án/fylgihluta - áður kr. 329.900 kr. 314.900 m/fylgihlutum - áður kr. 339.900 kr. 139.900 án/fylgihluta kr. 159.900 m/fylgihlutum Tilboð Barnahús 2,1m²

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.