Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 22
22 | Fókus 6. apríl 2011 Miðvikudagur Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson með afmælistónleika í Salnum: NíNa tvítug og á FacEbooK Þann 4. maí verða tuttugu ár liðin frá því að þeir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson fluttu Euro- vision-smellinn Nínu á sviðinu í CineCitta-kvikmyndaverinu í Róm- arborg. Það var Eyjólfur sem samdi lagið sem er ein vinsælasta dægur- lagaperla landsins frá upphafi. Í til- efni af tuttugu ára afmæli Nínu ætla þeir félagar að halda afmælistón- leika í Salnum í Kópavogi þann 30. apríl. „Okkur datt í hug að halda upp á þennan merka áfanga,“ segir Eyj- ólfur Kristjánsson „faðir“ Nínu. „Þetta lag hefur verið stór partur af ferli okkar beggja þó svo að það hafi bara lent í 15. sæti í keppninni.“ Til þess að vekja athygli á tónleik- unum hefur Nína fengið sína eigin Facebook-síðu undir nafninu Nína Eyjólfsdóttir. „Hún vildi bara láta vita af afmælinu sínu,“ segir Eyjólf- ur léttur. Miðasala á tónleikana er þegar hafin á midi.is og í Salnum í Kópa- vogi en Eyjólfur segir að Euro- vision-bragur verði á tónleikunum. „Við munum taka okkar uppáhalds Eurovision-lög auk þess sem við munum taka það sem við köllum „Usual Suspects“ eða okkar vin- sælustu lög.“ Ásamt þeim Eyfa og Stebba koma fram Þórir Úlfars- son sem leikur á píanó og Friðrik Sturluson sem leikur á bassa. Eyjólfur útilokar ekki að tón- leikarnir verði fleiri. „Ef það selst upp og færri komast að en vilja þá er ekkert því til fyrirstöðu að kýla á aðra tónleika.“ asgeir@dv.is Áhorfendur vissir um sigurinn Rafpopptríóið Samaris bar sigur úr býtum á Músíktilraunum um helgina á sannfærandi máta. Áhorfendur úti í sal voru margir handvissir um sigur sveitarinnar eftir að hafa hlustað á hana. Bæði vakti vandaður hljóðfæraleikur og fögur raddbeiting aðdáun. Samar- is var stofnuð í janúar 2011. Hana skipa þau Áslaug Rún Magnús- dóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson. Bæði Áslaug og Jófríður eru klassískt menntaðar á klarinett en Þórður stundar nám í tölvutónlist við Tónlistarskólann í Kópavogi. Saman spila þau raf- popp í rólegri kantinum við texta úr gömlum íslenskum sönglögum. Gestir á RFF fögnuðu sýningu Munda ákaft. Mikil eftirvænting var eftir haust- línu hans og sýningar hans síðustu árin hafa þótt afar vel heppnaðar. Á sviðinu ríkti drungalegur vetur. Mundi notaði viftur og gervisnjó til þess að búa til snjókomu á svið- inu og stemningin þótti vel heppn- uð. Fyrirsæturnar komu svo fram ein af annarri íklædd- ar stórum prjóna- flíkum, í skíða- skóm og með skíðastafi. Förðunin var drungaleg, fyrirsæturnar voru málaðar hvítar í framan og með bláar varir. Hæðinn gestur sagði tvo hönnuði á RFF hafa sýnt kænsku þegar kom að því að láta óvanar íslenskar fyrir- sætur ganga eftir pöllunum. Kalda, með því að láta fyrirsæturnar ganga löturhægt á flatbotna skóm, og Munda, með því að láta fyrir- sætur í klossaða skíðaskó. Þannig var reynsluleysi fyrirsætnanna ekki greinanlegt. Mynstraðar flíkur Munda slógu í gegn og litanotkunin þótti framúrskar- andi en hann notaði bleika, bláa og appelsínugula liti með gráum, svört- um og hvítum. Erlendir fjölmiðlar lofa Munda en nú þegar hefur The Sartorialist, eitt frægasta tísku- blogg heims, sagt sýningu Munda hafa markað hápunkt Reykjavik Fashion Festival. Sýning Munda hápunktur RFF: í skíðaskóm fyrirsætur d avíð Örn Arnarsson er einn þeirra sem lögðu grunninn að sigri liðs Kvennaskólans í Gettu betur. Davíð Örn vann sem stuðningsfulltrúi og að félagsmálum í Foldaskóla og þjálfaði tvo liðsmenn sigurliðsins, þá Bjarna Lúðvíksson og Bjarka Frey Magnús son, fyrir spurninga- keppni grunnskólanna, Nema hvað? Hann sá í þeim mikla hæfi- leika og hefur síðan þá stutt þá með ráðum og dáð. Davíð Örn gladdist innilega þegar liðið stöðvaði sigurgöngu MR í Gettu betur um síðastliðna helgi og var fyrstur allra til að hringja og árna liði Kvennaskólans heilla þegar kom í ljós að liðið hafði sigrað í Gettu betur. Horfði á keppnina í sumar- bústað Þegar þeir Bjarki og Bjarni voru í tí- unda bekk sigruðu þeir lið Hagaskóla og vöktu mikla athygli fyrir skelegga framgöngu. Reyndar svo mikla að menntaskólar eins og MR sóttust eft- ir að veita þeim inngöngu. „Það er engin furða, því það sást strax hvað þeir voru mikil efni,“ segir Davíð Örn. „Þetta eru náttúrulega frábærir strákar, með mikinn áhuga á því sem þeir eru að gera. Þeir eiga þetta svo innilega skilið, ég tala nú ekki um að þeir fengu stelpu með sér í lið. Það er frábært að loks skuli stelpa standa á meðal sigurvegara.“ Davíð Örn berst við krabbamein og komst ekki á úrslitakvöldið vegna verkja. Hann horfði á keppnina í sumarbústað með kærustu sinni en segir það merkilegt að meðan á keppninni stóð hafi hann ekki fund- ið fyrir verkjum. „Það er magnað hvernig líkaminn virkar því þegar ég horfði á keppnina var spennan og gleðin svo mikil að ég fann ekk- ert til.“ Þakklátir gamla þjálfaranum Þeir Bjarki og Bjarni hafa átt sam- leið síðan í æsku og eru bestu vinir. Þeir verja nærri öllum sínum tíma í að safna fróðleik. Þeir hafa þegar sett sér það markmið að vinna keppnina öðru sinni. „Davíð Örn vakti áhuga okkar á þessari keppni og þjálfaði okkur. Hann hafði strax mikla trú á okkur. Við erum honum afar þakklát- ir og stefnum að öðrum sigri á næsta ári og höldum áfram að æfa,“ segir Bjarki. Davíð Örn spáði þeim á sínum tíma sigri í Gettu betur. „Ég sagði við þá fyrir nokkrum árum að þeir ættu eftir að vinna Gettu betur tvisvar. Nú hafa þeir náð sínum fyrri áfanga og þá er bara sá seinni eftir. Ég var al- veg viss um að þeir gætu þetta,“ segir Davíð Örn. vildi fá Hljóðnemann aftur í blokkina Steinþór Helgi Arnsteinsson er einn þriggja þjálfara liðsins í dag en hann sigraði einmitt í Gettu betur með liði Borgarholtsskóla árið 2005. Stein- þór segir Davíð Örn hafa komið að máli við sig í veislu síðasta sumar og sagt sér frá þessum efnilegu strákum. „Hann bað mig um að þjálfa þá og ég var hálfefins í fyrstu. Hann sannfærði mig hins vegar og rakti velgengni- sögu þeirra í Grafarvoginum. Sjálfur er ég uppalinn í Foldahverfinu og átti meira að segja heima í sömu blokk og Bjarki í dag. Hann Bjarki náði mér svo alveg inn sem þjálfara þeg- ar hann sagði mér að hann vildi fá Hljóðnemann aftur í blokkina. Hann hitti á viðkvæma taug hjá mér. Svo bættist það við að Laufey á heima í næsta húsi við mig þar sem ég á heima í dag, á Bárugötunni. Þannig að þetta er aldeilis heimilislegt.“ kristjana@dv.is Sá hæfileikana strax í grunnskóla n Davíð Örn arnarsson þjálfaði tvo meðlimi gettu betur liðs Kvennaskólans í grunnskóla n berst nú við krabbamein n Strákarnir þakklátir gamla þjálfaranum Styður strákana með ráðum og dáð Davíð Örn arnarsson vann sem stuðn- ingsfulltrúi og að í félagsmálum í Folda- skóla og kom að þjálfun þeirra Bjarna og Bjarka fyrir spurningakeppni framhalds- skólanna, Hér er hann mættur þegar liðið sigraði FG á dögunum. Frá vinstri: Bjarki, Bjarni og Laufey, Bjarki og Bjarni, liðsmenn Kvennaskólans, Davíð Örn og Steinþór Helgi, einn þjálfara liðsins. Sigurliðið Laufey Haralds- dóttir, Bjarni Lúðvíksson og Bjarki Freyr Magnússon. Stebbi og Eyfi Á sviðinu í undankeppni RÚV fyrir Eurovision árið 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.