Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Blaðsíða 3
Harmurinn sameinar þjóð Guðbergur Bergsson rithöfundur „Sjálfsmyndin er eins og hún hefur alltaf verið. Ísland er einangrað land og þess vegna hefði verið sálrænt séð gott að við borguðum þetta ekki. Við einangruðumst og stæðum saman og við munum aldrei falla. Þegar Rómverjar réðust inn í Spán voru þorp eða bæir sem vildu ekki gefast upp, heldur falla allir en að gefast upp. Eins með þessa þjóð, þessi þjóð hefði bara tekið því mjög vel. Allt í lagi, þetta hefur kom- ið fyrir okkur, þetta er okkar sjálf- skaparvíti, nú stöndum við saman og verðum eins og áður var. Þegar skip fórst tók öll þjóðin þátt í harminum. Það sem sameinaði þjóðina var harm- urinn. Þetta myndi líka sameina þjóðina ef hún myndi ekki borga, einangrast og standa bara með sjálfri sér. Vera ekkert að hugsa um það hvaða álit hinn stóri heimur hefur á okkur. Stóri heimurinn hugsar ekkert mjög mikið um okkur.“ Úr viðtali við Guð- berg í DV í júní 2009. Einar fer út Einar Sveinsson, stjórnar- formaður N1, verður ekki lengur hluthafi í N1 í kjölfar fjár- hagslegrar endur- skipulagningar á olíufélaginu en Hermann Guð- mundsson mun stýra því áfram þrátt fyrir eigenda- breytingarnar. Fréttir | 3Miðvikudagur 6. apríl 2011 Hvað segja þau um Icesave? Helmingi lægri vextir en öðrum bjóðast Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor „Rót Icesave-deilunnar er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda haustið 2008 að ráðstafa eignum þrotabús Landsbankans þannig að útkoman var hagstæðari fyrir þá sem áttu innstæður á reikningum bankans á Íslandi en þá sem áttu innstæður í sama banka í Bretlandi og Hollandi. Deilan snýst um skiptingu kostnaðar við að gera innstæðueigendurna jafnvel setta. Nú hefur náðst um það samningur sem er afar hagstæður fyrir íslenska ríkið. Það sést meðal annars á því að vextirnir sem miðað er við eru um helmingur þess sem Evr- ópuþjóðir bjóða nú ríkissjóðum Grikklands og Írlands. Vitaskuld eigum við að taka í þessa útréttu sáttarhönd nágranna okkar. Kostnaður af frekari töf- um verður alltaf miklu meiri en hugsanlegur ávinningur og áhættan óásætt- anleg. Tafirnar hafa þegar kostað okkur stórfé, bæði vegna minni fjárfesting- ar, sem vinnur gegn hagvexti og viðheldur atvinnuleysi, og hærri kostnaðar við að endurfjármagna útistandandi erlend lán landsmanna. Sá kostnaður verður þegar upp er staðið miklu hærri en þær greiðslur sem ríkið kann að inna af hendi til að ljúka málinu.“ Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, mun áfram stýra olíufélaginu í kjölfar yfirtöku kröfuhafa félags- ins á starfsemi þess, samkvæmt heimildum DV. „Hermann heldur áfram,“ segir heimildarmaður DV. Þetta á við að minnsta kosti þar til olíufélagið verður selt til nýrra eig- enda en ætla má að nýir eigendur félagsins reyni að selja það á næst- unni. Tilkynnt var um yfirtöku kröfu- hafa félagsins, aðallega Íslands- banka og Arion banka, auk skulda- bréfaeigenda og minni kröfuhafa, á þriðjudaginn. Þá sendi Einar Sveinsson, fráfarandi stjórnarfor- maður N1 og stærsti óbeini hlut- hafi olíufélagsins í gegnum eignar- haldsfélagið BNT, móðurfélag N1, frá sér tilkynningu um yfirtökuna fyrir hönd stjórnar N1. Arion banki verður stærsti eig- andi N1 eftir yfirtökuna, með 39 prósenta hlut, og Íslandsbanki sá næststærsti, með 32 prósenta hlut, á meðan skuldabréfaeigendur munu eiga 21 prósent. BNT ekki skilað ársreikningi Stjórnendur og eigendur N1 hafa unnið að samkomulaginu við lán- ardrottna félagsins frá því um mitt síðasta ár, samkvæmt tilkynningu Einars. Ástæða yfirtökunnar er mikil skuldsetning fasteignafélags N1, Umtaks, sem og móðurfélags- ins, BNT, segir Einar í tilkynning- unni. Með þessu telja stjórn og eigendur N1 sig hafa tryggt áfram- haldandi rekstur N1 og þar með þau 600 störf sem N1 skapar víða um land – félagið er stærsta olíu- félag landsins með 115 starfsstöðv- ar. Einar segir líka í tilkynningunni að óljóst sé hvað verði um BNT og Umtak en að ljóst sé að eiginfjár- staða þessara félaga er neikvæð. Yfirtakan hefur lengi legið í loft- inu og var byrjað að kvisast út að hún stæði til fyrir nokkrum mán- uðum en mikil skuldsetning BNT og Umtaks er löngu kunn þó svo að BNT hafi ekki skilað ársreikn- ingi síðan árið 2007. Arion banki er stærsti lánardrottinn Umtaks á meðan Íslandsbanki er stærsti lán- ardrottinn BNT. Tekið skal fram að yfirtakan á N1 er tilkomin vegna mikillar skuldsetningar þessara eignar- haldsfélaga sem koma að N1 en ekki út af slælegum rekstri félags- ins. 53 milljarða króna skuldir Samanlagðar skuldir Umtaks og BNT liggja ekki alveg fyrir. Vitað er að Umtak skuldaði rúmlega 27 milljarða króna í árslok 2009, sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir það ár, en heildarskuldastaða BNT liggur ekki fyrir sökum þess að fé- lagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árin 2008 og 2009. Nefnd hef- ur verið talan 60 milljarðar króna í því samhengi en samkvæmt því skuldar BNT enn meira en Umtak. Heimildir DV herma hins veg- ar að þessar skuldir séu aðeins lægri, um 53 milljarðar króna. „Þetta eru um 53 milljarðar króna sem BNT og Umtak skulda sam- tals,“ segir heimildarmaður DV. Þessi tala gæti skýrt þá staðreynd að Arion banki, stærsti kröfuhafi Umtaks, á stærsta hlutinn í N1 eftir yfirtökuna, á meðan Íslandsbanki, stærsti kröfuhafi BNT, á næst- stærsta hlutinn. Vitað er að Um- tak skuldaði Arion banka rúma 27 milljarða króna í árslok 2009, sam- kvæmt ársreikningi, á meðan ekki er vitað nákvæmlega um skuldir N1. Mismunurinn á eignarhlutum Arion banka og Íslandsbanka gæti því gefið til kynna að skuldir Um- taks við Arion banka séu hærri en skuldir BNT við Íslandsbanka. Heimildir DV herma að lánar- drottnar N1 gætu þurft að afskrifa á milli 35 og 40 milljarða króna af skuldum félaganna tveggja í kjöl- farið á sölu N1. N1 er gott fyrirtæki með stóra markaðshlutdeild á ol- íumarkaði en ljóst má vera að ekki fæst mikið meira fyrir það en 10 til 15 milljarðar króna. Einar og Benedikt fara út Heimildir DV herma að bræðurn- ir Einar og Benedikt Sveinssyn- ir, stærstu hluthafar N1 í gegnum BNT, muni alfarið segja skilið við félagið í kjölfar þessarar yfirtöku. „Engeyingarnir fara alveg út,“ seg- ir heimildarmaður DV. Stjórn N1 munu þó sitja áfram þar til næsta sumar en þá er stefnt að því að ljúka fjárhagslegri endurskipu- lagningu félagsins. Þetta er gert að ósk lánardrottna samkvæmt því sem Einar segir í yfirlýsingunni. Einar og Benedikt höfðu verið ráðandi aðilar í N1 síðan árið 2006 þegar félagið varð til við samein- ingu Bílanausts og Olíufélagsins hf., Esso. Hermann hafði sömu- leiðis stýrt félaginu síðan þá en hann stýrði Bílanausti áður. Ekki náðist í Hermann á þriðjudaginn til að ræða við hann um framtíð N1 og hvort hann hyggist sjálfur reyna að kaupa félagið sem hann hefur stýrt síðastliðin fimm ár en hávær orðrómur hefur verið þar um. Ákveðið snögglega í síðustu viku Líkt og áður segir hefur yfirtakan legið í loftinu um langt skeið. Lít- ið hefur hins vegar spurst út um samningaviðræður lánardrottna N1 og eigenda og stjórnenda félagsins síðustu mánuðina og vik- urnar. Þær hafa þó staðið yfir síð- astliðna mánuði. Svo var það dag einn í síðustu viku að komist var að samkomulagi um að yfirtakan á fé- laginu myndi fara fram með áður- nefndum hætti samkvæmt heim- ildum DV. Með þessari yfirtöku lýkur margra mánaða ferli með niðurstöðu sem legið hefur í loft- inu enn lengur. Ekki er búið að skrifa undir samkomulagið við lánardrottna N1 sem nú liggur fyrir. Samkomulagið verður að öllum líkindum undirrit- að öðrum hvorum megin við næstu helgi samkvæmt heimildum DV. „Þetta eru um 53 milljarðar króna sem BNT og Umtak skulda samtals. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Arion banki og Íslandsbanki yfirtaka N1 n Yfirtakan hefur legið í loft- inu í marga mánuði n Skuldir tveggja eignarhaldsfélaga sem standa að N1 nema 53 milljörðum króna n Nýir eigendur munu selja félagið Hermann Heldur áfram að stýra n1 n Arion banki 39% n Íslandsbanki 32% n Skuldabréfaeigendur 21% n Minni hluthafar Nýtt eignarhald á N1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.