Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 29. febrúar 2012 Miðvikudagur
Íhugaði eftirlaunin í janúar
n Forsetinn segist hafa kannað eftirlaun sín
Ó
lafur Ragnar Grímsson forseti
hefur íhugað stöðu sína vand
lega á síðustu mánuðum og
komist að þeirri niðurstöðu að
ef hann gefi kost á sér til áframhald
andi setu í embætti sé hann í raun og
veru að bjóða fram krafta sína í sjálf
boðavinnu. Þetta var meðal annars
það sem kom fram í máli hans á blaða
mannafundi sem haldinn var á Bessa
stöðum á mánudag. Sagðist forsetinn
ekki hafa af því neinn fjárhagslegan
ávinning að bjóða sig aftur fram.
Í desember á síðasta ári sagði Örn
ólfur Thorsson, ritari Ólafs Ragnars,
að forsetinn hefði ekki kannað eftir
launaréttindi sín. Þetta var svar við
fyrirspurn DV um eftirlaunaréttindin í
tengslum við ítarlega umfjöllun á eftir
launaréttindum ráðamanna. Þar kom
meðal annars fram að Ólafur Ragnar
komi í raun til með að njóta tvöfaldra
eftirlauna þar sem hann eigi rétt á
háum eftirlaunum fyrir störf sín sem
forseti og sem ráðherra og þingmaður.
Forsetinn hélt því líka fram á fund
inum að hann hefði tekið af allan vafa
um það í nýársávarpi sínu að hann ætl
aði að hverfa úr embætti. Hann gaf þó
til kynna að vegna gífurlegs þrýstings
hafi hann ákveðið að taka þá ákvörð
un sína til endurskoðunar. Fyrir blaða
mannafundinn tók Ólafur við um það
bil 31 þúsund undirskriftum frá stuðn
ingsmönnum sem skora á hann að
gefa aftur kost á sér. Ólafur þakkaði
þeim fyrir en bætti við að hann væri
ekki tilbúinn að gefa þeim svar.
Í samtali við DV sagði Guðni
Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og
einn þeirra sem stóðu að undirskrifta
söfnuninni, að hann hefði ekki búist
við öðrum viðbrögðum en að hann
vonaðist til að Ólafi myndi snúast hug
ur. Guðni sagðist þá vera sérstaklega
ánægður með hversu vel undirskrifta
söfnunin gekk. adalsteinn@dv.is
Aðkomumaður játar rán:
Hafði hálfa
milljón upp
úr krafsinu
Tæplega tvítugur piltur játaði
við yfirheyrslur hjá lögreglunni
á Akureyri að hafa framið rán í
Fjölumboðinu að Geislagötu á
Akureyri þann 23. febrúar síðast
liðinn. Pilturinn ógnaði starfs
manni með úðabrúsa og tók pen
inga úr afgreiðslukassa.
Pilturinn var handtekinn 25.
febrúar eftir að hafa verið stöðv
aður við akstur á óskráðri bifreið.
Daginn eftir, 26. febrúar, var hann
úrskurðaður í gæsluvarðhald
vegna málsins sem átti að renna
út í dag, miðvikudag. Í tilkynn
ingu frá lögreglu kemur fram að
honum hafi verið sleppt úr haldi
á þriðjudagskvöld og telst málið
upplýst.
Í tilkynningu frá lögreglu
kemur fram að pilturinn hafi haft
um fimm til sex hundruð þúsund
krónur upp úr krafsinu.
Ránsfengnum hafði hann
meðal annars eytt í fíkniefni,
lyf og skuldir. Pilturinn kom frá
Reykjavík þann 22. febrúar síð
astliðinn á stolnum bíl ásamt
rúmlega tvítugum kunningja
sínum en bílnum höfðu þeir
stolið í Reykjavík og einnig bens
íni á hann. Bílinn urðu þeir þó
að skilja eftir í Skagafirði eftir að
hafa fest hann og brotist þar inn
í sumarbústað. Þangað voru þeir
svo sóttir frá Akureyri. Eftir að
annar hafði framið ránið á Akur
eyri tók hinn póstbíl traustataki
þann 24. febrúar síðastliðinn sem
skilinn hafði verið eftir í gangi
við hús á Akureyri. Hann braust
inn í aðra bifreið og stal úr henni
nokkrum smáhlutum og síðan
inn í einbýlishús austan Akur
eyrar og stal þaðan talsverðum
verðmætum.
Hann var síðan handtekinn
sama dag á Svalbarðsströnd eftir
eftirför lögreglu og játaði brot
sín og þýfið komst til skila. Báðir
þessir piltar hafa komið við sögu
lögreglu áður. Auk þess að vera
báðir án ökuréttinda eru þeir
báðir grunaðir um akstur undir
áhrifum fíkniefna.
Svaraði engu Ólafur Ragnar hélt blaða-
mannafund án þess að gefa nokkuð svar um
hvort hann ætlaði að bjóða sig fram eða ekki.
Þ
að er alveg ljóst að þetta hef
ur hvílt mikið á henni,“ segir
einn af heimildarmönnum
DV aðspurður um aðkomu
Telmu Halldórsdóttur, lög
manns á Fulltingi, að alThani mál
inu svokallaða. Ákært var í málinu
í síðustu viku og voru fjórir fyrrver
andi stjórnendur Kaupþings ákærð
ir fyrir umboðssvik, markaðsmis
notkun og önnur brot. Einn hinna
ákærðu í málinu er Ólafur Ólafsson
en einn af samstarfsmönnum Telmu
á lögmannsstofunni, Kristinn Hall
grímsson, hefur unnið náið með fjár
festinum um margra ára skeið.
Í ákæru sérstaks saksóknara í al
Thani málinu kemur fram að svo
mikil leynd hafi verið yfir aðkomu
Ólafs Ólafssonar að því að Telma hafi
ekki vitað um aðild hans fyrr en eftir
að viðskiptin voru um garð gengin. Í
stuttu máli snýst alThani málið um
sýndarviðskipti í hlutabréfakaupum
katarska sjeiksins alThanis á 5 pró
senta hlut í Kaupþingi fyrir 26 millj
arða króna í lok september 2008.
Talið er að viðskiptin hafi verið sett
á svið til að efla tiltrú umheimsins
á Kaupþingi í aðdraganda íslenska
efnahagshrunsins. Í ákærunni segir
um þessa leyndu aðkomu Ólafs: „Í
fjórða lagi hvíldi mikil leynd yfir aðild
ákærða Ólafs að viðskiptunum. Mjög
fáir starfsmenn Kaupþings vissu af
þætti hans í viðskiptunum. Þá er
það til marks um leyndina að að
komu Ólafs að kaupunum var haldið
leyndum fyrir fyrirsvarsmanni Q Ice
land Finance, Telmu Halldórsdóttur,“
segir í ákærunni en Telma var stjórn
armaður í Q Iceland Finance, félagi
sjeiksins sem keypti bréfin. Telma
mun hafa haldið, samkvæmt þessu,
að viðskiptin með Kaupþingsbréfin
hefðu farið fram á venjulegum, við
skiptalegum forsendum.
Bara beðin
Telma hefur því verið hreinsuð af
meintri saknæmri háttsemi í að
komu sinni að alThani viðskiptun
um. Hún var hins vegar yfirheyrð við
rannsókn málsins á sínum tíma og
var með réttarstöðu grunaðs manns.
Líkt og kemur fram hér að framan
fólust veruleg óþægindi í því fyrir
Telmu að vera yfirheyrð í málinu og
hafa réttarstöðu grunaðs manns.
Í viðtali við DV í september 2009
útskýrði Telma aðkomu sína að við
skiptunum með þeim hætti að hún
hefði verið beðin um að sitja í stjórn
Q Iceland Finance.
„Ég var bara beðin um þetta sem
lögmaður. Fyrir bankahrun var mjög
algengt að lögmenn væru beðnir um
að sitja í stjórnum fyrir hönd kúnna.
Þegar búið var að ákveða viðskiptin
vantaði Íslending til að sitja í stjórn
Q Iceland Finance og þá var ég beðin
um þetta.“ Aðspurð hver það var sem
bað hana um að sitja í stjórn Q Ice
land Finance sagðist Telma ekki vilja
greina frá því. „Veistu, ég vil ekki tjá
mig um það því það skiptir ekki máli.“
Ólíklegt er þó annað en að Krist
inn Hallgrímsson hafi verið sá sem
bað Telmu um viðvikið en hann var
stofnandi Q Iceland Finance. DV hef
ur þó ekki heimildir fyrir því að Krist
inn hafi verið yfirheyrður hjá sérstök
um saksóknara vegna málsins.
Hitti aldrei sjeikinn
Telma sagði DV jafnframt frá því að
hennar eina aðkoma að félaginu hafi
verið að tilkynna um viðskiptin til
Kauphallar Íslands og annarra eftir
litsaðila en að hún hefði hins vegar
aldrei hitt sjeikinn alThani. „Ég hef
aldrei hitt sjeikinn. Þetta kenndi mér
það að þetta fer ekki vel saman: að
vera lögmaður og sitja í stjórnum fé
laga og fyrirtækja. Þetta bara gerðu
lögmenn á sínum tíma og þetta er
eitthvað sem maður bara lærir af.“
Einn af heimildarmönnum DV
segir um aðkomu Telmu að viðskipt
unum að aðild hennar að þeim megi
flokka sem gáleysi þó ljóst sé að hún
hafi ekki framið lögbrot. „Það er auð
vitað klárlega gáleysi að taka þátt í
einhverju sem maður veit ekki hvað
er en hún gerði ekkert kríminelt,“
segir hann. Eftir stendur hins vegar
að Telma tengdist umræddu saka
máli um nokkurra ára skeið án þess
að hafa vitað nákvæmlega hvernig lá
í viðskiptunum sem hún léði nafn sitt
en hún var þó hreinsuð af grun í mál
inu á endanum.
Telma blekkT og
Tengd sakamáli
n Kristinn talinn hafa beðið Telmu um viðvikið n Hreinsuð af grun
„Það er auðvitað
klárlega gáleysi að
taka þátt í einhverju sem
maður veit ekki hvað er en
hún gerði ekkert kríminelt.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Forvitnileg hliðarsaga Ein af
hliðarsögunum í al-Thani málinu er aðkoma
samstarfsmanns Kristins Hallgrímssonar,
lögmanns Ólafs Ólafssonar, að málinu.
Telma Halldórsdóttir hefur hins vegar
hlotið uppreist æru eftir útgáfu sérstaks
saksóknara þar sem fyrir liggur að hún sjálf
var blekkt þegar hún var beðin um að taka
þátt í viðskiptunum.Blekkt Telma vissi ekki að Ólafur Ólafsson tengdist al-Thani viðskiptunum.
Ektafiskur hefur ætíð og
eingöngu notað vottað
matvælasalt frá Salt-
kaupum í allar sínar vörur!
Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is
virðing
gæði
Þessigamligóði