Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Side 10
10 Fréttir 29. febrúar 2012 Miðvikudagur E ignarhaldsfélag í eigu Guð- laugs Þórs Þórðarsonar fékk greiddar tæpar 33 milljónir króna frá Landsbanka Ís- lands í júní 2003. Greiðslan var vegna sölu Guðlaugs Þórs á um- boði fyrir tryggingamiðlun sviss- neska tryggingafélagsins Swiss Life sem hann seldi til Landsbankans á þessum tíma. Peningarnir voru lagðir inn á reikning eignarhalds- félagsins Bogmannsins ehf., sem Guðlaugur Þór átti ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Johnson. Þetta kemur fram á reikningsyfirliti frá Lands- bankanum sem DV hefur undir höndum. Guðlaugur staðfestir, í samtali við DV, að viðskiptin hafi átt sér stað. Millifærslan frá Landsbankanum til eignarhaldsfélags Guðlaugs Þórs var framkvæmd þann 13. júní 2003. Bogmaðurinn var stofnaður þann 11. júní 2003, samkvæmt samþykkt- um félagsins frá þeim degi, og virð- ist því hafa verið komið á laggirnar gagngert til að taka við greiðslunni frá Landsbankanum. Tilgangur félagsins er sagður vera auglýsinga- miðlun. Er sjálfur með Swiss Life Mánuði áður, í kosningunum til Al- þingis í maí 2003, komst Guðlaug- ur Þór inn á þing fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins. Áður en Guðlaugur Þór fór inn á þing hafði hann verið starfsmaður Búnaðarbankans þar sem hann starfaði í tryggingadeild- inni. Guðlaugur Þór var auk þess einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á árunum 1998 til 2006. Hann hætti í Búnaðarbankanum um það leyti sem bankinn samein- aðist Kaupþingi og fór skömmu síð- ar inn á Alþingi Íslendinga þar sem hann hefur setið síðan. Guðlaugur Þór segir að viðskipt- in með íslenska umboðið fyrir Swiss Life tengist starfslokum hans í Bún- aðarbankanum. Hann segist hafa varið í það miklum tíma, einu til tveimur árum, að tryggja Búnað- arbankanum umboðið fyrir Swiss Life hér á landi í gegnum skrif- stofur félagsins í Liverpool á Eng- landi. Búnaðarbankinn keypti svo þetta umboð fyrir tilstilli Guðlaugs Þórs. „Við erum með fyrstu Swiss Life-trygginguna sjálf, ég og Ágústa. Þessar tryggingar voru miklu hag- stæðari og veittu miklu meiri trygg- ingavernd,“ segir Guðlaugur Þór sem varð í kjölfarið tengiliður Bún- aðarbankans við Swiss Life. „Ég stýrði þessu og seldi þessar vörur.“ Keypt með láni frá bankanum Þegar Guðlaugur Þór hætti í Bún- aðarbankanum við sameininguna við Kaupþing varð niðurstaðan sú að hinn sameinaði banki vildi ekki halda umboðinu fyrir Swiss Life. „Niðurstaðan varð sú að ég keypti Swiss Life því ég hafði unnið mjög hart að því að ná þessum samning- um og vildi að þetta héldi áfram hér á landi.“ Guðlaugur Þór segist aðspurður hafa keypt Swiss Life-umboðið með skammtímaláni frá Búnaðarbank- anum. „Ég man það ekki alveg en ég held að ég hafi fengið skamm- tímalán, væntanlega frá Búnaðar- bankanum. Það leið mjög skammur tími frá því ég keypti umboðið þar til ég seldi það þannig að vaxtagjöldin hafa ekki verið mjög mikil.“ Hann segist hafa selt umboðið til Landsbankans á nokkurn veg- inn kostnaðarverði. „Þetta er vænt- anlega einn versti díll sem nokkur maður hefur gert,“ segir Guðlaugur og bætir því við að söluverðið hafi rétt dugað til að greiða lánið til baka til Búnaðarbankans og fyrir útlögð- um kostnaði. Guðlaugur Þór segist því ekki hafa grætt mikið persónu- lega á viðskiptunum. Aðspurður hvort hann hafi grætt milljónir á viðskiptunum segir hann að svo hafi ekki verið. Ekkert um greiðsluna í árs- reikningnum Í ársreikningi Bogmannsins fyrir árið 2003 kemur ekkert fram um þessa greiðslu frá Landsbankanum. Eigið fé félagsins nam einungis rúmlega 2 milljónum króna og var hagnaður þess rúmlega 1.200 þúsund. Engar upphæðir eins og umræddar tæpu 33 milljónir virðast hafa runnið í gegnum Bogmanninum. Samt sýnir greiðslukvittunin fram á það að fé- lagið tók við umræddri greiðslu frá Landsbankanum. Sömu sögu er að segja um ársreikning félagsins árið á eftir: Ekkert í bókhaldi félagsins sýnir þetta tæplega 33 milljóna króna inn- legg á reikning félagsins. Guðlaugur Þór segist ekki geta út- skýrt af hverju söluverð umboðsins komi ekki fram í sjóðstreymisyfirlit- inu í ársreikningi Bogmannsins. „Ég bara hef ekki hugmynd um það. Var þetta ekki 2003. Er ársreikningurinn ekki undirritaður af endurskoðanda? Ég man ekki nákvæmlega allt sem ég gerði árið 2003. Ég kann ekki að segja frá þessu. En við vorum í góðri trú í þessum viðskiptum.“ Kominn á þing og vildi út Guðlaugur segir að hann hafi ein- faldlega viljað hætta öllum viðskipt- um áður en hann færi á þing: „Í ör- stuttu máli er þetta svona: Þetta var mál sem ég var búinn að vinna að ógeðslega lengi og loksins kominn með í land. Ég grátbað Kaupþing um að taka þessa vöru, þar sem Kaup- þing faktískt tók yfir Búnaðarbank- ann. Þeir skildu mín rök en vildu ekki halda þessu umboði. Ég tók því bara umboðið yfir. Aftur á móti hafði ég enga möguleika á því að fara að reka þetta, ég var kominn inn á þing og vildi bara koma mér út úr þessu og sel þetta nokkurn veginn á kostnað- arverði inn í Landsbankann. Ég bara tók þetta yfir og hafði ekki tíma eða tækifæri til að leika einhvern póker- leik með fjárfestingu upp á 30 millj- ónir og var því ekkert að bjóða þetta út eða bíða. Ég vildi bara vera „on the safe side“ og bara lokaði þessu dæmi,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður af hverju hann seldi umboðið til Landsbankans segir Guðlaugur Þór enga sérstaka ástæðu hafa verið fyrir því: „Ég vildi bara hreinsa borðið mitt. [...] Landsbank- inn var algjörlega „sure thing“. Þeir bara borguðu og ekkert vesen.“ Fyrrverandi samstarfsmenn Guðlaugs Þegar millifærslan til eignarhalds- félagsins átti sér stað var Sigurjón Árnason, fyrrverandi framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans, nýorðinn bankastjóri Landsbankans. Á þriðja tug starfsmanna Búnaðar- bankans hætti í bankanum í apríl 2003 vegna fyrirhugaðrar samein- ingar bankans og Kaupþings. Bæði Landsbankinn og Búnaðarbankinn höfðu verið einkavæddir í lok árs 2002 eða byrjun árs 2003 og var sam- eining Búnaðarbankans og Kaup- þings kynnt í apríl þetta ár. Meðal annarra starfsmanna Búnaðarbank- ans sem hættu um þetta leyti og fóru yfir til Landsbankans voru Ingvi Örn Kristinsson, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson. Segja má að eiginlega allt yfirmannateymi Lands- bankans við hrun hafi komið úr Bún- aðarbankanum á þessum tíma. Guð- laugur þekkti því ágætlega til þeirra starfsmanna Búnaðarbankans sem nú voru komnir til Landsbankans. Miðað við svör Guðlaugs Þórs skiptu tengsl hans við þáverandi starfsmenn Landsbankans þó ekki máli í þessu tilfelli. „Þetta er ekkert leyndarmál,“ segir Guðlaugur Þór um viðskiptin með tryggingaumboðið. Styrkjamálið Tengsl Guðlaugs Þórs við Lands- bankann voru opinberuð eft- ir hrunið 2009 þegar í ljós kom að þingmaðurinn hafði haft milli- göngu um það í lok árs 2006 að bankinn veitti flokknum 25 millj- óna króna fjárstyrk. Guðlaugur Þór hafði einnig milligöngu um 30 milljóna króna styrk frá FL Group. Mikið var rætt um styrkjamálið á vormánuðum 2009 og sendu Stein- þór Gunnarsson og Þorsteinn Jóns- son, kenndur við Vífilfell, þá frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust hafa aflað styrkjanna eftir að Guð- laugur Þór hafði haft samband við þá. Orðrétt sagði í yfirlýsingunni: „Við undirritaðir áttum þátt í því að safna fé fyrir Sjálfstæðisflokkinn í desember 2006. Aðkoma okkar að söfnuninni hófst þegar Guðlaug- ur Þór Þórðarson, alþingismaður, hafði samband við okkur og upp- lýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Hann hvatti okkur til að leggja flokknum lið og safna fjármunum fyrir hann, en hafði ekki frekari afskipti af málinu eftir það.“ Guðlaugur Þór og Steinþór þekktust meðal annars í gegnum starf sitt á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna en Guðlaugur var formaður sambandsins á árunum 1993 til 1997 og Steinþór ritari. Þá hefur Guðlaugur Þór einnig verið í góðu sambandi við Sigurjón Árna- son, líkt og hann ræddi í viðtali við Morgunblaðið í apríl 2009. Guð- laugur neitaði því reyndar, þrátt fyrir að Morgunblaðið fullyrti það, að hann hefði rætt beint við Sigur- jón um styrkina – Steinþór hefði séð um það. „Þetta er bara ekki rétt. Það sem er rétt í þessu er að Sigur- jón, sem ég er búinn að þekkja frá Háskólanum og við tölum reglu- lega saman,  hringdi í mig upp á spítala til að kanna hvernig ég hefði það. En þá fór ég líka yfir það með honum, af því að það var annar að- ili, eins og komið hefur fram, bú- inn að hafa samband við hann út af styrk, að það væri eitthvað sem ég ræddi ekki og kæmi ekkert að.“ Þessi tengsl Guðlaugs Þór við starfsmenn bankans virðast því hvorki hafa skipt máli við sölu hans á tryggingaumboðinu til bankans árið 2003 né í styrkjamálinu árið 2006, ef marka má orð hans sjálfs. fékk 33 milljónir frá bankanum Seldi tryggingaumboð til Landsbankans Guðlaugur Þór Þórðarson seldi Landsbankanum umboð fyrir svissneskt tryggingafélag í júní 2003. Kaup Guðlaugs á umboðinu voru fjármögnuð með láni frá Búnaðarbankanum, þar sem hann starfaði áður en hann var kjörinn á þing í júní 2003. n Keypti tryggingamiðlun af Búnaðarbankanum með láni n Seldi umboðið til Landsbankans „Þetta er væntanlega einn versti díll sem nokkur maður hefur gert Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.