Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Qupperneq 12
12 Erlent 29 febrúar 2012 Miðvikudagur
Ein afsökunarbeiðni á dag
n Ummæli á Facebook draga dilk á eftir sér
B
andarískum karlmanni, Mark
Byron, hefur verið gert að
biðja fyrrverandi eiginkonu
sína afsökunar á ummælum
sem hann viðhafði um hana á Face
book. Það var dómstóll í Cincinatti
sem ákvað þetta en refsingin er um
margt sérstök. Byron þarf að skrifa
sömu afsökunarbeiðnina á Facebo
oksíðu sína á hverjum degi í heilan
mánuð, ella eiga á hættu að þurfa
að sitja á bak við lás og slá í 60 daga.
Ummælin sem Byron var dæmd
ur fyrir lét hann falla á Facebook
síðu sinni í nóvember í fyrra. „Ef
þú ert illgjörn og hefnigjörn kona,
sem vilt eyðileggja líf eiginmanns
þíns og taka föður sonar þíns frá
honum fyrir fullt og allt, þarftu bara
að segjast vera hrædd við hann. Þá
verður sonurinn tekinn í burtu,“
sagði Byron. Byron og eiginkona
hans höfðu átt í forræðisdeilu í
kjölfar erfiðs skilnaðar en þau eiga
saman tæplega tveggja ára son.
Byron heldur því fram að barns
móðir hans hafi haldið syni þeirra
frá honum og samkvæmt dómsúr
skurði má hann einungis umgang
ast son sinn á tveggja vikna fresti og
þá í nokkra tíma í senn.
Verjandi Byrons, Jill Meyer,
gagnrýnir dóminn harðlega og seg
ir að hann vegi mjög að tjáningar
frelsinu. Ummæli Byrons hafi ekki
falið í sér hótun og hann hafi lát
ið ummælin falla á lokaðri Face
booksíðu sinni. „Það að einhver
geti sagt þér hvað þú átt að segja
með dómsúrskurði er mjög vafa
samt,“ segir Meyer í samtali við The
Huffington Post. Samkvæmt dómn
um voru ummæli Byrons til þess
fallin að „skapa neikvætt viðhorf í
garð fyrrverandi eiginkonu sinnar“.
Þá hafi hann afvegaleitt vini sína á
Facebook og þess vegna verði hann
einnig að beina afsökunarbeiðn
inni til þeirra.
Byron þarf að koma fyrir dóm
þann 19. mars næstkomandi þar
sem hann þarf að sýna fram á að
hann hafi beðist afsökunar eins og
dómurinn kvað á um.
J
ason Ketley, 42 ára þroskaskert
ur Breti, varð fyrir þeim hryll
ingi að vera nagaður af rottu
þar sem hann lá á St. Ebba’s rík
isspítalanum í bænum Epsom í
Surreysýslu á Bretlandi. Ketley var
bitinn að minnsta kosti 12 sinnum
ofarlega í bakið. „Þetta er viðbjóðs
legt,“ segir Patricia Boardman, móð
ir mannsins í samtali við Daily Mail,
þar sem greint er frá málinu.
Hékk á tönnunum
Hjúkrunarfræðingar komust að
þessu fyrir einskæra tilviljun ef svo
má segja. Þær komu nefnilega að
Ketley, riðandi af sársauka um ganga
spítalans með stærðar rottu hang
andi á bakinu. Hún beinlíns hékk á
tönnunum sem hún hafði læst í bak
sjúklingsins.
Þeir fjarlægðu rottuna og drápu
hana en í ljós kom að hún hafði bit
ið Ketley, sem hefur þroska á við
tveggja ára barn, að minnsta kosti
tólf sinnum. Þegar foreldrar Ketley
höfðu samband við spítalann, grun
lausir um hvað gerst hafði, var þeim
sagt frá hryllingnum. Fulltrúar spít
alans halda því hins vegar fram að
hagamús hafi verið að verki. Haga
mýs lifa aðallega á fræjum og öðrum
jurtum.
„Þegar ég sá sárin varð mér ljóst
að þetta væru bitför eftir rottu,“ segir
Boardman, 63 ára móðir Ketley. „Það
voru djúp bitför á honum, víða á bak
inu og öxlinni. Ég trúi ekki að rottur
séu hlaupandi um ganga spítala á
vegum ríkisins.“
Rottan í rúminu
Boardman segir að sonur sinn hafi
verið á róandi lyfjum þegar atvik
ið átti sér stað. Hann þjáist af geð
hvarfasýki og eru gefin ýmiss konar
lyf til að halda einkennunum niðri.
Hann var á spítala vegna þess að
hann hafði daginn áður verið í skoð
un hjá sérfræðingum. „Hann var
uppdópaður þegar þetta gerðist,
svo það er ómögulegt að vita hversu
lengi rottan nagaði hann. Hún hlýt
ur að hafa verið uppi í rúminu hans,
segir móðirin full viðbjóðs þegar hún
rifjar atvikið upp en það átti sér stað í
lok nóvember í fyrra.
Ketley var í kjölfarið fluttur á
annan spítala í bænum Epsom, þar
sem honum voru gefnar sprautur
við barnaveiki, stífkrampa og öðr
um sýkingum. „Hann er fullkom
lega varnar laus og starfsfólkinu bar
skylda til að fylgjast með honum,
enda á hann erfitt með að tjá sig. Ef
hann byggi hjá mér við þær aðstæð
ur sem hann bjó á spítalanum þá
væri ég á bak við lás og slá,“ segir hún
enn fremur og segist íhuga að leggja
fram kæru á hendur spítalanum.
Hún lagði upphaflega fram formlega
kvörtun en við henni hefur ekki verið
brugðist.
Hefur átt erfitt með svefn
Hún átelur starfsfólk spítalans og
segir farir sínar ekki sléttar í sam
skiptum við hann. Í eitt skipti hafi
henni bréfleiðis verið meinaður að
gangur að sjúkraskrám sonar síns,
nema að fengnu leyfi hans. Hún
treystir þeim ekki fyrir syni sínum
og er nú að skoða hvort hún geti lát
ið einhverja aðra aðila annast hann.
„Ég hef átt erfitt með svefn síðan
þetta gerðist. Mér þykir verst að geta
ekki spurt Jason hvernig honum líði,
því hann getur ekki talað,“ segir hún.
Hún segir enn fremur að lyfja
gjöfin á sjúkrahúsinu, þar sem hann
dvelur oft, geri hann verri. Hann sé
uppdópaður og ekki sjálfum sér líkur.
„Þeir leyfa mér ekki einu sinni að fara
með hann til annars læknis, jafnvel
þó ég borgi sjálf. Ég vil fá annað álit.“
Jo Young, yfirmaður spítalans,
segir í samtali við Daily Mail að atvik
ið sé reiðarslag fyrir alla og að kvart
anir fjölskyldunnar séu teknar mjög
alvarlega. „Það sást mús á spítal
anum hér í nóvember og meindýra
eyðar voru strax ræstir út til að finna
á þessu skýringar. Við getum hins
vegar ekki gefið svör við öllu fyrr en
niðurstöður rannsóknarinnar liggja
fyrir.“
„Hann var fullkom-
lega varnarlaus og
starfsfólkinu bar skylda
til að fylgjast með hon-
um, enda á hann erfitt
með að tjá sig.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Nagaður
af rottu á
sjúkrabeði
n Jason Ketley sem er þroskaskertur varð fyrir barðinu á rottu
Bitförin Rottan hlýtur að hafa komist upp
í rúm mannsins.
Gat ekki kvartað Jason Ketley er með geðhvarfasýki og hefur þroska á við tveggja ára barn.
Rannsaka
rottuganginn
Verið er að gera
úttekt á því hvort
meindýr hafist
við á spítalanum.
Umdeildur dómur Mark Byron þarf
að biðjast afsökunar á Facebook-síðu
sinni á hverjum degi í heilan mánuð.
Pútín í góðri
stöðu
Allt útlit er fyrir að Vladimír Pútín
sigri í fyrstu umferð forsetakosn
inganna sem fram fara í Rússlandi
um næstu helgi. Ríkisrekna rann
sóknarfyrirtækið VTsIOM spáir
Pútín 60 prósentum atkvæða en
leiðtogi Kommúnistaflokksins,
Gennady Zyuganov, fengið að
eins 15 prósent ef spár ganga eftir.
Milljarðamæringurinn Mikhail
Prokohorov fengi liðlega 9 prósent
atkvæða.
Svo einkennileg er staðan að
niðurstöður könnunarinnar eru
aðeins birtar í löndum utan Rúss
lands, þar sem bannað er að birta
skoðanakannanir síðustu daga
fyrir kosningar.
Vill 75% há-
tekjuskatt
Frambjóðandi sósíalista og vinstri
róttækra í forsetakosningunum
í Frakklandi í vor, Francois Hol
lande, vill að þeir sem hafa meira
en eina milljón evra í árslaun,
eða sem 168 milljónum íslenskra
króna, greiði 75 prósent hátekju
skatt. Hann hefur gert hægrimenn
í landinu brjálaða. Þeir hafa bent á
að ríkustu Frakkarnir myndu flýja
land ef af þessu yrði. Hann segir
að enginn þurfi að þéna meira en
eina milljón evra. Hollande hefur
látið hafa eftir sér að hann ætli að
rétta úr fjárlagahalla ríkisins með
stóraukinni skattheimtu á há
tekjufólk og fjármálastofnanir.
Hollande hefur unnið nokkuð
á Sarkozy forseta, ef marka má síð
ustu skoðanakannanir. Í síðustu
könnun var munurinn 9 prósentu
stig. Forsetakosningar fara fram í
landinu 22. apríl en síðari umferð
fer fram 6. maí.
Tilnefndur til
Nóbelsverðlauna
Bradley Manning, sem ákærð
ur hefur verið fyrir að leka miklu
magni hernaðarupplýsinga til
Wikileaks, hefur verið tilnefndur
til friðarverðlauna Nóbels. Listinn
hefur ekki verið gerður opinber en
APfréttastofan hefur komist yfir
nokkur nöfn á listanum. Alls eru
230 tilnefndir til verðlaunanna en
það hvílir á herðum fimm manna
dómnefndar að velja sigurvegara.
Á listanum má meðal annars finna
Bill Clinton, fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna, Bill Gates, stofn
anda Microsoft, og Helmut Kohl,
fyrrverandi kanslara Þýskalands.