Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2012, Síða 23
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
MMC MONTERO LTD
Árgerð 2003, ekinn 113 Þ.km, sjálf-
skiptur, leður ofl. Verð 1.750.000.
Raðnr. 284106 á www.bilalind.is -
Jeppinn er á staðnum!
BMW 325i E46
05/2004, ekinn 80 Þ.km, sjálfskiptur,
leður, umboðsbíll. LÆKKAÐ VERÐ
2.190.000. Raðnr. 283617 á www.
bilalind.is - Sá Þýski er á staðnum!
CHRYSLER 300 C SRT-8
Árgerð 2007, ekinn 81 Þ.km, sjálf-
skiptur, leður, 426 hö. Gríðarlega gott
eintak! Verð 4.950.000. Raðnr.320516 á
www.bilalind.is - Kagginn er í salnum!
KIA PICANTO LX
11/2006, ekinn 46 Þ.km, 5 gíra. Verð
1.150.000. Raðnr. 270805 á www.
hofdahollin.is - Sá sparneytni er á
staðnum!
NISSAN NAVARA 4WD
DOUBLE CAB AT LE. 01/2008, ekinn
142 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Tilboðs-
verð 2.690.000. Raðnr.118183 á www.
hofdahollin.is - Pikkinn er á staðnum!
BMW 645CI
Árgerð 2004, ekinn aðeins 45 Þ.km,
sjálfskiptur, leður ofl. Verð 7.990.000.
Raðnr. 135387 á www.hofdahollin.is -
Kagginn er í salnum!
TOYOTA YARIS TERRA
Árgerð 2006, ekinn 116 Þ.km, 5 gíra.
Verð 1.150.000. Raðnr. 270360 á www.
hofdahollin.is - Bíllinn er á staðnum!
SUBARU Impreza WRX STI
Árgerð 2006, ekinn 119 Þ.km, 6 gíra,
roofspoiler ofl. Verð 3.990.000.
Raðnr. 270573 á www.hofdahollin.is -
Sportarinn er í salnum!
PORSCHE 911 TURBO
Árgerð 2001, ekinn 80 Þ.km, sjálf-
skiptur, 416 hö. nýjar álfelgur og dekk,
carbon toppur og - spoiler. Eins og nýr!
Verð 10.290.000. Raðnr. 280791 á www.
hofdahollin.is - Sá netti er í salnum!
M.BENZ C240WAGON
11/2004, ekinn 131 Þ.km, sjálf-
skiptur, leður ofl. Verð 2.390.000.
Raðnr.284129 á www.bilalind.is -
Bíllinn er á staðnum!
BMW 320D
12/2006, ekinn 72 Þ.km, dísel, 6 gíra,
leður ofl. flottur bíll! LÆKKAÐ VERÐ
3.190.000. Raðnr. 321607 á www.
bilalind.is - Sá Þýski er á staðnum!
AUDI Q7 QUATTRO 3,0 TDI S-LINE
03/2007, ekinn 75 Þ.km, dísel, sjálf-
skiptur. Mjög gott verð 7.950.000.
Raðnr.320737 á www.bilalind.is -
Bíllinn er á staðnum!
www.bioparadis.is
hverfisgötu 54 / 101 reykjavík
FARÐU
AFTUR
Í BÍÓ
Í FYRSTA
SINN
Tangabryggja 14-16, 110 Rvk.
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
RÝMINGARSALA!
Tangabryggja 14-16, 110 Rvk.
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
RÝMINGARSALA!
Íbúð óskast
Íbúð óskast fyrir háskólanema, helst á
105 svæðinu eða nálægt. Vinsamlegast
hafið samband í 6617338 eða 7760179 .
Harmonikka til sölu
Antik harmonikka til sölu 120 bassa
ítölsk 3.kóra. Nú yfirfarin Upplýsingar í
síma 5670437 eða 8671837
Tek að mér
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmiss
smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-
8704 eða á manninn@hotmail.com
É
g veit að margir Íslend-
ingar eru afar hrifnir
af H&M þannig mér
fannst sniðugt að byrja
að senda föt frá H&M,“ segir
Nína Björk Gunnarsdóttir,
ljósmyndari og fyrirsæta, um
nýju vefsíðuna sína, Nína
sendir föt. Síðuna er að finna
á Facebook en í gegnum
hana geta Íslendingar versl-
að föt frá H&M. Nína fer svo
og kaupir fötin og sendir þau
til Íslands. „Ég set myndir á
síðuna þar sem fólk sér hvað
er í boði og getur pantað
í gegnum mig og borgar
fyrir sendingu og þjónustu-
gjald eitt fast verð, en ef fólk
pantar heilan gám sjáum
við til með það,“ segir Nína
hlæjandi.
Nína hefur verið búsett í
Lúxemborg í þrjú ár ásamt
manni sínum og tveimur
börnum. Þar hefur hún sinnt
ljósmyndaverkefnum ásamt
því að vera í fjarnámi. Nína
hefur sjálf gaman af því að
versla og veit hversu vel Ís-
lendingar kunna að meta
H&M-fatabúðina. „ Flottir
hönnuðir eru að hanna sína
línu fyrir búðina og það
hefur komið rosalega vel út.
Næsti hönnuður er Marni
og það er sko vel hægt að
velja sér margt úr línunni.“
Til að byrja með verður
Nína með kvenföt úr H&M
á boðstólum en hyggst bæta
við úrvalið ef vel gengur.
„Eins ætla ég að taka við
sérpöntunum og svo ætla ég
að senda barnaföt, þau eru
æðisleg í H&M,“ segir hún
bjartsýn á framhaldið en hún
hefur fengið góðar viðtök-
ur við síðunni. „Ég var bara
að byrja þannig að það er
kannski ekkert að marka en
ég hef góða trú á þessu.“
viktoria@dv.is
Fólk 23Miðvikudagur 29. febrúar 2012
„Hef góða trú á þessu“
n Nína Björk sendir Íslendingum föt úr H&M
Nágrannarnir
með heyrnarhlífar
n Gaman að búa til óhljóð n Einmanalegt að semja einn
É
g hef alltaf verið í
hljómsveitum svo fyrir
mig er það skemmti-
leg tilbreyting að vera
svona einn heima inni
í stofu en ég trúi að það geti
verið einmanalegt til lengd-
ar,“ segir tónlistarmaðurinn
Krummi Björgvinsson sem
hefur unnið að eigin efni
þessa dagana. Krummi hefur
þegar gefið út lagið Broken
Clock á Gogoyogo og segir
fleiri lög væntanleg auk þess
sem sólóplata gæti komið út
á næsta ári.
„Ég hef verið að gera sóló-
tónlist frá því að ég byrjaði að
semja tónlist sem var þegar
ég var mjög ungur. Ég hef
svo verið extra-duglegur við
það síðustu tvö árin,“ segir
Krummi sem lýsir nýja efn-
inu sem angurværu gotnesku
poppi. „Eða „experimen-
tal“ poppi. Ég veit það ekki.
Ég hef mjög gaman af því að
búa til óhljóð og „noise“-
tónlist heima hjá mér,“ segir
Krummi sem vonast til þess
að hann sé ekki að æra ná-
grannana. „Hingað til hafa
þeir gefið mér séns og svo eru
líka til heyrnarhlífar á þess-
um góðu tímum okkar.“
Í mars kemur út plata
með Legend og í sumar
mun ný plata með Mínus
líta dagsins ljós. Það er því
nóg að gera hjá Krumma.
Hann viðurkennir að það sé
meira sköpunarfrelsi fólgið
í því að semja einn. „En það
er líka einmanalegt. Sem er
stundum gott en stundum
ekkert sérstaklega skemmti-
leg,“ segir hann og játar því
að öll þessi tónlist sé afar fjöl-
breytt. „Ég hef gaman af allri
tónlist, sama hvort það er
rokk, raftónlist eða eitthvað
annað. Fyrir mér er tónlist
góð eða léleg. Þannig flokka
ég hana. Ég hef alltaf verið
mjög áhrifagjarn listamaður
og hef gaman af því að dýfa
mínum tám ofan í mismun-
andi drullupolla. Það er um
að gera að hafa smá fjöl-
breytileika í þessu til að lífga
upp á tilveruna.“
Aðspurður segist hann vel
geta hugsað sér að feta í fót-
spor Svölu systur sinnar og
hljómsveitarinnar Steed Lord
sem er að gera það gott í Los
Angeles. „Þeim gengur alveg
rosalega vel þarna úti og eru
iðin við að fylgja sveitinni
eftir enda orðin vinsæl í Kali-
forníu og þar um kring. Ég
væri alveg til í að búa þarna
í smá tíma og vera í kring-
um fjölskyldu og vini sem
þar eru. Það er aldrei að vita
nema maður freisti gæfunnar
erlendis en núna er ég helvíti
fastur hér með mín verkefni
og þarf að standa undir þeirri
ábyrgð.“
Um það hvort Steed Lord
nái að „meika það“ segist
hann hafa 110% trú á Svölu
og félögum. „Það sem skiptir
mestu máli er að meika það
hjá sjálfum sér og ég held að
þau séu alveg að því. Hitt ger-
ist svo bara af sjálfu sér.“
indiana@dv.is
Krummi Krummi
telur að það geti
verið einmanalegt til
lengdar að vinna einn
heima í stofu.
Býr til óhljóð Krummi segist hafa
gaman af að búa til óhljóð.
Fötin heim Nína gleður eflaust
H&M-aðdáendur á Íslandi en þeir
geta nú pantað frá búðinni og Nína
sendir fötin til Íslands.