Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Blaðsíða 4
Þ
eir sem starfa í fjármálaþjón-
ustu, lífeyrissjóðum og við vá-
tryggingar hækkuðu í laun-
um að jafnaði um tæpar 50
þúsund krónur á milli áranna
2010 og 2011. Þessir hópar hækkuðu
mest allra í launum, þó að fyrir væru
laun þeirra að jafnaði hæst á almenn-
um vinnumarkaði. Hækkunin nam
10 prósentum, sem var einnig mesta
hlutfallslega hækkun launa. Saman-
borið við aðrar stéttir varð því ákveð-
ið launaskrið í fyrra í þessum hópum.
Bankamenn hafa þó setið eftir ef litið
er til hækkana frá efnahagshruninu.
Opinberir starfmenn sitja eftir
Í tölum Hagstofunnar um laun á al-
mennum vinnumarkaði kemur fram
að regluleg laun hækkuðu að meðal-
tali um 6,7 prósent á milli áranna 2010
og 2011. Eins og áður sagði hækkuðu
laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóð-
um og vátryggingum mest. Meðallaun
fóru úr 476 þúsund krónum á mánuði
í 524 þúsund. Minnst hækkuðu launin
í byggingarstarfsemi og mannvirkja-
gerð. Þar hækkuðu launin aðeins um
17 þúsund krónur að jafnaði á mánuði
milli áranna 2010 og 2011. Meðallaun-
in í byggingargeiranum fóru úr 356
þúsund krónum í 373 þúsund krónur.
Laun opinberra starfsmanna
hækkuðu um 4,4 prósent á milli þess-
ara sömu ára og því má segja að þeir
sitji eftir. Á sama tíma hækkaði verðlag
í landinu um 1,8 prósent.
Bankamenn hækka
minnst frá hruni
Þó meðfylgjandi graf varpi ljósi á það
innan hvaða atvinnugreina laun hafa
hækkað mest á milli áranna 2010 og
2011 breytist tölfræðin nokkuð þegar
horft er á þróun launa frá árinu 2008,
þegar efnahagshrunið varð. Þegar
krónutöluhækkun frá þeim tíma er
skoðuð kemur í ljós að laun þeirra sem
starfa í byggingariðnaði hækkuðu um
70 þúsund krónur frá 2008, eða mest
þeirra stétta sem hér um ræðir. Laun
þeirra sem starfa við verslun hafa að
jafnaði hækkað um 57 þúsund krón-
ur á mánuði frá hruni og þeirra sem
starfa í iðnaði um 50 þúsund, líkt og
þeirra sem vinna við samgöngur. Laun
þeirra sem starfa við fjármálaþjónustu
hafa minnst hækkað frá hruni eða um
28 þúsund krónur á mánuði, að með-
altali.
Þetta helgast aðallega af því að
stéttin lækkaði lítillega í launum á milli
áranna 2008 til 2009. Fjölmargir starfs-
menn bankanna, sem ekki misstu
vinnuna strax í kjölfar hrunsins, tóku
á sig launalækkun. Svo virðist hins
vegar sem tímar samdráttar í launum
hjá bönkunum séu að baki, ef taka má
mark á því að laun þeirra hækkuðu að
jafnaði mest milli 2010 og 2011.
Þó má einnig benda á að frá hruni
hefur verðlag hækkað um rúm 37 pró-
sent. Kaupmáttur launa hefur því rýrn-
að hjá öllum þeim hópum sem hér eru
til umfjöllunar þegar horft er fimm ár
aftur í tímann.
Allir fengu 4,25% hækkun
Í þessu samhengi skal haft í huga að í
kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðu-
sambands Íslands og Samtaka at-
vinnulífsins, sem undirritaður var í
fyrravor, var kveðið á um að allir launa-
taxtar hækkuðu um 4,25 prósent. Að
auki fengu launamenn 50 þúsund
króna eingreiðslu og 10 þúsund króna
álag var greitt ofan á orlofsuppbót.
Þessu til viðbótar var greitt 15 þúsund
króna álag á desemberuppbót.
Þegar þetta er haft í huga er óvar-
legt að ætla að stór hluti launamanna
hafi fengið miklar launahækkanir um-
fram umsamda hækkun í kjarasamn-
ingi ASÍ.
4 Fréttir 19. mars 2012 Mánudagur
Fá ekki að mynda fermingu
n Kurr meðal foreldra því aðeins einn fær að mynda athöfnina
V
ið viljum ekki að það séu tutt-
ugu ljósmyndarar á sveimi á
meðan á athöfninni stendur.
Þetta er ekkert öðruvísi hér en
annars staðar,“ segir Gunnar Sigur-
jónsson, sóknarprestur í Digranes-
kirkju í Kópavogi.
Fermingar fara að ganga í garð og
á fimmtudag voru haldnir foreldra-
fundir í kirkjunni þar sem meðal ann-
ars var rætt um myndatökur á meðan
á athöfn stendur. Ákveðið hefur verið
að semja við einn ljósmyndara, Jó-
hann Ísberg, um að hann taki að sér
að taka myndir. Jóhann er formað-
ur Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en
Gunnar er einnig virkur félagi í Sjálf-
stæðisflokknum.
Að sögn Gunnars var sú ákvörð-
un, að fá einn ljósmyndara til verks-
ins, tekin til að trufla ekki sjálfa at-
höfnina enda annars viðbúið að fjöldi
fólks yrði á sveimi til að fanga þetta
stóra augnablik í lífi barnanna á filmu.
Samkvæmt upplýsingum DV er kurr
meðal einhverra foreldra vegna þess-
arar ráðstöfunar. Gunnar segist hins
vegar ekki kannast við það og bend-
ir á að raunar sé sama fyrirkomulag
í öðrum kirkjum. Þá hafi þessi sami
háttur verið hafður á í Digraneskirkju
undanfarin ár. Reyndir ljósmyndarar
komi og taki myndir og foreldrar geti
síðan keypt myndirnar gegn gjaldi
sem stillt er í hóf.
Gunnar segir að á foreldrafund-
unum á fimmtudag hafi hann beð-
ið fólk um að koma með hugmynd-
ir. Almenn sátt hafi hins vegar verið
og enginn sett sig á móti þessu fyrir-
komulagi. Þá bendir Gunnar á að for-
eldrar og allir þeir sem vilja geti tekið
myndir eftir sjálfa athöfnina. Mark-
miðið með þessu sé að hafa athöfnina
í senn fallega og hátíðlega.
Bankamenn
hækka mest
n Laun starfsmanna í fjármálageiranum hækkuðu um 10% á einu ári
„Laun opinberra
starfsmanna
hækkuðu um 4,4 prósent
á milli þessara sömu ára
og því má segja að þeir
sitji eftir.
300
350
400
450
500
550
Iðnaður Byggingar-
geirinn
Verslun og
þjónusta
Samgöngur
og flutningar
Fjármálaþjón-
usta, lífeyrissj.
og tryggingar
373
320
345
356
318
341 342
372
476
524
Hækkun meðallauna 2010–2011Hækkun launa
frá hruni
Byggingargeirinn 70 þús.
Verslun 57 þús.
Iðnaður 50 þús.
Samgöngur 48 þús.
Fjármálaþjónusta 28 þús.
Gengið á spariféð
Verðbólgan hefur
gert það að verkum
að kaupmáttur launa
hefur rýrnað frá
hruni.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Eins og í öðrum kirkjum Gunnar kann-
ast ekki við að foreldrar séu ósáttir.
Rauða súlan merkir laun árið 2010 en sú gráa
launin árið 2011. Um er að ræða mánaðarlaun í
þúsundum króna.
Sóttu vél-
sleðamann
Vélsleðamaður var fluttur á
Sjúkrahúsið á Akureyri á sunnu-
dagseftirmiðdag. Stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar barst laust fyrir
klukkan fjögur beiðni frá Neyðar-
línunni um aðstoð þyrlu eftir að
vélsleðaslys varð í Flateyjardal
milli Eyjafjarðar og Skjálfanda-
flóa. Björgunarsveitir voru einnig
kallaðar út. Sökum þess hversu
snjólétt var í Flateyjardal komust
björgunarsveitarmenn langleiðis
á bílum. Fyrst var maðurinn flutt-
ur í Heiðarhús sem er í um eins
kílómetra fjarlægð frá slysstað.
Þar fékk hann aðhlynningu þar
til þyrlan kom á vettvang. Mað-
urinn var í hópi vélsleðamanna á
ferðalagi um Flateyjardal. Hann
var með töluverða áverka, meðal
annars á baki og fótum en var með
meðvitund og líðan hans stöðug.
Gæti haft
fordæmisgildi
Úrskurður sem féll hjá Evrópu-
dómstólnum á fimmtudag í síð-
ustu viku í slóvensku máli um
neytendalán gæti haft fordæmis-
gildi fyrir uppgjör gengislána hér á
landi. Dómurinn fjallar um túlkun
á tilskipun um óréttmæta skil-
mála í neytendasamningum en
sú tilskipun hefur verið innleidd
í lög hér á landi og því er hægt að
heimfæra dóminn upp á gengisl-
ánin hér.
Árið 2010 komst Hæstiréttur
að þeirri niðurstöðu að gengisl-
ánin yrðu látin bera lægstu óverð-
tryggðu vexti Seðlabankans, rökin
fyrir því voru meðal annars þau
að vegna þess að lánin hefðu
ekki verið veitt með óverðtryggð-
um vöxtum ef gengistrygging
hefði ekki fylgt. Evrópudómstóll-
inn komst að þeirri niðurstöðu
að þetta væru ekki gild rök. RÚV
sagði frá þessu í kvöldfréttum sín-
um á sunnudag.
Ostborgari
franskar og 0,5l gos
Máltíð Mánaðarins
Verð
aðeins
1.045 kr.
d
v
e
h
f.
2
0
12
/
d
av
íð
þ
ó
r
Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890
*gildir í mars